Morgunblaðið - 16.10.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020
Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is
VINNUFATNAÐUR
MERKINGAR
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Elsti aldurshópurinn í Garðabæ, 67
ára og eldri, er best á sig kominn,
bæði líkamlega og andlega, af öllum
aldurshópum. Greindir hafa verið
lífsstílsþættir sem hafa áhrif á vel-
sæld og velferð íbúa. Kom á óvart
hvað ástandið var miklu betra en hjá
til dæmis fólki á aldrinum 18 til 44 en
þar er andleg líðan og streita áber-
andi.
Unnið er að úttekt á velsæld og
velferð íbúa Garðabæjar vegna mót-
unar velsældarstefnu bæjarins.
Fengnir voru ráðgjafar til að taka
stöðuna eins og hún er þegar verk-
efnið hefst. Kári Jónsson, íþrótta-,
tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Garðabæjar, segir að tilgangurinn
sé að geta farið í markvissar aðgerð-
ir til heilsueflingar.
Glíma oft við streitu
Við stöðuskýrsluna voru rýnd þau
gögn sem til eru, meðal annars nið-
urstöður langtímarannsóknar emb-
ættis landlæknis, og kannað hvort
og þá hvar Garðbæingar stunda
heilsurækt. Þá voru lagðar spurn-
ingar fyrir alla íbúa 67 ára og eldri
sem ekki nýta heimaþjónustu.
Samantekt um stöðu áhættuþátta
heilbrigðis gefur til kynna að nei-
kvæðir áhættuþættir heilbrigðis séu
mest áberandi hjá tveimur yngstu
aldurshópunum, það er að segja hjá
17 ára og yngri og 18 til 44 ára.
Skýrsluhöfundar segja athyglisvert
hversu bágborin andleg líðan og
mikil streita er hjá síðarnefnda
hópnum, 18-44 ára. Þriðjungur fólks
á þessum aldri segist oft eða mjög
oft upplifa mikla streitu í daglegu lífi
og fjórðungur glímir við andlega
vanlíðan. Fólk í þessum hópi hreyfir
sig minna en fólk í öðrum aldurs-
hópum. Þá er minnst á það í grein-
ingu að mikill einmanaleiki hjá karl-
mönnum á aldrinum 18 til 26 ára sé
mikið áhyggjuefni sem verði að taka
alvarlega.
Það vakti athygli skýrsluhöfunda
að elsti aldurshópurinn, 67 ára og
eldri, er best á sig kominn, bæði lík-
amlega og andlega. Þar er lægst
tíðni ofþyngdar, fólk hreyfir sig oft-
ar, kyrrseta er lítil, fólki líður betur
andlega og streita ekki teljandi.
Fólk sefur vel og lengi og einmana-
leiki er ekki teljandi.
Þótt fólk á aldrinum 45 til 66 ára
sé ekki eins vel á sig komið og eldri
borgarar eru neikvæðir áhættu-
þættir heilbrigðis ekki eins algengir
eða alvarlegir og hjá yngri aldurs-
hópunum.
Hluti af stærra samfélagsmáli
Niðurstöður úttektarinnar voru
að mest þörf sé á úrbótum í
tengslum við áhættuþætti heil-
brigðis hjá tveimur yngstu aldurs-
hópunum. Telur Kári að vanlíðan
fólks á aldrinum 18 til 44 ára sé hluti
af stærra samfélagsmáli. Fólkið sé í
miklum önnum, meðal annars að
klára nám, stofna fjölskyldu, koma
þaki yfir höfuðið og skutla börn-
unum í frístundir. Mikilvægt sé að fá
fólk til að slaka aðeins á í lífsgæða-
kapphlaupinu.
Hann segir ljóst að við mörkun
velsældarstefnu Garðabæjar þurfi
að beina sjónum meira að yngra
fólkinu. Greina þurfi betur hvað sé í
gangi og það er einnig niðurstaða
höfunda úttektarinnar.
Elstu íbúarnir eru best á sig komnir
Niðurstaða úttektar á velsæld og velferð íbúa Garðabæjar gefur til kynna að andleg líðan fólks á
aldrinum 18 til 44 sé bágborin Talin þörf á að grípa til aðgerða í þágu fólks undir 44 ára aldri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Upphitun Kvennahlaupið í Garðabæ virkjar kraftinn árlega. Hreyfing er öllum mikilvæg, yngra fólki jafnt og eldra.
Hjónin Kládía og Ingvar Pétursson, sem hafa búið í Reykjavík undanfarin
fimm sumur en eiga annars heima í Bandaríkjunum, ætluðu að ganga Jak-
obsveginn, um 800 km pílagrímsleið frá Saint-Jean-Pied-de-Port í Frakk-
landi að dómkirkjunni í Santiago de Compostela á Spáni, í sumar. Eins og
fram kom í viðtali við þau í Morgunblaðinu gekk það ekki eftir vegna kór-
ónuveirunnar. Þá ákvað hún að ganga sömu vegalengd á götum Reykjavík-
ur og Ingvar gekk stundum með henni. „Göturnar í Reykjavík voru ekki
nógu margar svo ég fór út fyrir borgina og lauk göngunni í grennd við
Bessastaði á Álftanesi,“ segir Kládía, sem náði takmarkinu um helgina.
„Nú þekki ég svæðið vel.“ steinthor@mbl.is
Ljósmynd/Ingvar Pétursson
Kládía reynslunni ríkari
Gekk Jakobsveginn á höfuðborgarsvæðinu á 44 dögum
Ferðaskrifstofa
þarf að endur-
greiða að fullu
pakkaferð sem
bókuð hafði verið
í vor en varð að
aflýsa af völdum
kórónuveirunnar.
Um er að ræða
útskriftarferð
Borgarholtsskóla
sem ferðaskrif-
stofan Tripical skipulagði.
Einn útskriftarnemanna lagði
fram kæru hjá Kærunefnd vöru- og
þjónustukaupa og fór fram á að fá
endurgreiddar tæpar 190 þúsund
krónur sem greiddar höfðu verið
vegna ferðar til Krítar í Grikklandi í
maí.
„Í byrjun maí árið 2020 kveðst
sóknaraðili hafa orðið þess fullviss
að ferðin yrði ekki farin vegna út-
breiðslu Covid-19-sjúkdómsins. Ósk-
aði sóknaraðili eftir endurgreiðslu
fyrir ferðina með tölvupósti hinn 12.
maí 2020, en ekkert svar barst.
Varnaraðili tilkynnti hinn 24. maí
2020 að sögn sóknaraðila að ferðinni
hefði verið aflýst. Sóknaraðili kveðst
hafa ítrekað kröfu sína um endur-
greiðslu í kjölfarið. Svar barst frá
varnaraðila þar sem fram kom að af-
greiðsla endurgreiðslubeiðnarinnar
myndi taka tvær vikur. Sóknaraðila
hefur hins vegar ekki borist greiðsla
frá varnaraðila þrátt fyrir ítrekun
kröfunnar,“ segir í úrskurði nefnd-
arinnar.
Rakið er að Grikkland hafi verið
skilgreint sem hááhættusvæði af
Embætti landlæknis, aðstæður þar
hafi verið þess eðlis að þær hafi haft
veruleg áhrif á framkvæmd pakka-
ferðarinnar. Því hafi útskriftarnem-
anum verið heimilt að afpanta ferð-
ina án greiðslu þóknunar.
Ferðaskrifstofunni ber að endur-
greiða ferðina að fullu auk máls-
kostnaðargjalds vegna umfjöllunar
kærunefndarinnar. hdm@mbl.is
Ferð til
Krítar
fæst bætt
Útskriftarferð af-
lýst vegna veirunnar
Grikkland Í sól og
sumaryl í sjónum.