Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 ÁAlþingi í gær áttu sér stað orða-skipti sem vonandi leiða til já- kvæðra breytinga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks- ins, spurði Bjarna Benediktsson, fjár- mála- og efnahags- ráðherra, að því hvort nú væri ekki rétti tíminn til að rík- ið fengi meira fyrir peningana sem það setti í heilbrigð- isþjónustu. Þörfin fyrir þá þjónustu væri mikil vegna far- aldursins og efnahags- niðursveiflan sú mesta í heila öld.    Sigmundur Davíðbenti á að hægt væri að fá meira fyr- ir peningana með því að „semja við einkareknar stofur um að fást við þær aðgerðir sem hafa í mörgum til- vikum beðið mánuðum, jafnvel árum saman. Við þekkjum öll dæmi um að fólk sé sent til Svíþjóðar eða Dan- merkur í aðgerðir á einkastofum þar á kostnað ríkisins, sem er þá jafnvel margfaldur, þrefaldur á við það sem myndi kosta að framkvæma slíkar aðgerðir hér heima“.    Bjarni tók þessu vel, lýsti eiginreynslu af aðgerðum utan op- inbera kerfisins og sagðist telja að alltaf væri „rétti tíminn til að fara vel með peningana“ og sagði ástæðu nú til að treysta meira á aðra en Land- spítalann vegna mikilla anna þar. Hann benti líka á að fráflæðisvandinn svokallaði hamlaði starfsemi spít- alans og að verið væri að reyna að auka framboð hjúkrunarrýma utan hins opinbera kerfis til að leysa vand- ann.    Það skiptir máli að skilningur sé áþessu í fjármálaráðuneytinu, en er hann einnig í heilbrigðisráðuneyt- inu? Fátt bendir til þess, því miður. Bjarni Benediktsson Er skilningurinn víðar í kerfinu? STAKSTEINAR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bílaleigu var ekki heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum, sem komust ekki hingað til lands í sumar vegna kórónuveirunnar, aðeins inneign í stað endurgreiðslu. Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum Kæru- nefndar vöru- og þjónustukaupa. Ekki kemur fram hvort um sömu bílaleigu er að ræða í báðum tilvik- um. Í úrskurðum nefndarinnar er rak- ið að báðir viðskiptavinir fóru fram á endurgreiðslu vegna afbókunar á fyrirhugraðri leigu á bifreið. Annar ferðalangurinn hafði greitt um 44 þúsund krónur fyrir leiguna en hinn ríflega 133 þúsund krónur. Sá síð- arnefndi tiltók sérstaklega að hann hefði valið umrædda bílaleigu vegna þess hve sveigjanlegir skilmálar væru í boði um endurgreiðslu í kjöl- far afbókunar. Endurgreiðsla fékkst þó ekki en boðið var 25% álag á leigugjaldið í formi inneignar. Í leigusamningi kom fram að leigutaki mátti hætta við leiguna með tveggja daga fyrirvara og fá að fullu endurgreitt. Hann hætti við með þriggja og hálfs mánaðar fyr- irvara. Skal bílaleigan því endur- greiða viðskiptavini sínum „sam- kvæmt skýru ákvæði leigusamnings- ins“, segir í úrskurði nefndarinnar. hdm@mbl.is Mátti ekki bjóða inneign á bílaleigu  Bílaleiga fór gegn skýru ákvæði leigusamnings  Þarf að endurgreiða Morgunblaðið/Eggert Bílaleiga Erfitt sumar að baki hjá mörgum vegna kórónuveirunnar. Fyrri hluti aðalfundar Lands- sambands smábátaeigenda var hald- inn í gær. Um óhefðbundinn fund með fjarfundabúnaði var að ræða og aðeins hluti hefðbundinna aðalfundarstarfa á dagskrá. Fundinum verður lokið þeg- ar aðstæður leyfa. Í skýrslu sinni gagnrýndi Örn Páls- son, framkvæmdastjóri Lands- sambandsins, sjávarútvegsráðherra, fyrir viðbrögð hans í upphafi kórónu- veirufaraldursins. Óskað var eftir aukningu geymsluheimilda milli fisk- veiðiára og að 12 daga til strandveiða í hverjum mánuði væri hægt að yfir- færa milli mánaða. „Viðbrögð sjáv- arútvegsráðherra við umleitunum LS gáfu til kynna að hann væri ekki í startholum Usains Bolts til að hlaupa með keflið inn á ríkisstjórnarfund til að fá heimild til lagabreytinga eða hann sjálfur að munda pennann til breytinga á reglugerðum. Aldeilis ekki.“ Örn gagnrýndi stöðvun grásleppu- veiða síðasta vor áður en hluti leyfis- hafa hafði byrjað veiðar. Hann sagði að Landssambandið hefði fengið álits- gerð lögmanns um málið. Þá sagði Örn að hrun hefði orðið á verði á frosinni grásleppu. Frumvarp um kvótasetningu grá- sleppu kallaði Örn „annað ófriðarbál í boði sjávarútvegsráðherra“. Hann sagði það verða verkefni síðari hluta aðalfundar LS að finna farsælustu nið- urstöðuna í þessu erfiða máli. Tveir í framboði til formanns Tveir hafa boðið sig fram til for- manns LS, en Þorlákur Halldórsson hefur ákveðið að láta af störfum eftir eitt ár á formannsstóli. Arthur Bogason, sem var formaður LS í tæplega 30 ár til 2013 og er heið- ursfélagi sambandsins, gefur kost á sér nýjan leik. Einnig býður Gunnar Ingiberg Guðmundsson sig fram. Hann á og rekur bát í strandveiðikerf- inu og stundar nám við tölvunarfræði- deild HR. Hann var í öðru sæti á lista Pírata í kosningunum 2016 og sat um tíma sem varamaður á Alþingi vet- urinn 2016-2017. aij@mbl.is Ekki eins og Bolt upp úr startholum  Gagnrýni á ráð- herra á aðalfundi LS Arthur Bogason Gunnar Ingiberg Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.