Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbæ
Í vikunni hófst uppsetning á nýju orgeli í Kefla-
víkurkirkju. Áætlað er að verkinu ljúki undir
lok nóvember og stefnir organistinn á að frum-
spila á orgelið fyrsta sunnudag í aðventu. Með
nýja orgelinu lýkur endurbótum á Keflavík-
urkirkju sem hófust árið 2012 með því að færa
hana í upprunalegt horf.
„Þetta er að megninu til nýtt hljóðfæri, en
gömlu pípurnar voru flestar nothæfar og í góðu
standi og því notuðum við þær áfram. Það er
mikill kostur. Hins vegar þurfti að endurnýja
allan búnaðinn,“ segir Björgvin Tómasson org-
elsmiður í samtali við fréttaritara Morg-
unblaðsins.
Vinna við endurnýjun orgelsins hófst árið
2011 með því að hrinda af stað söfnun. Lítið
fjármagn var þá í orgelsjóðnum sem stofnaður
var árið 1995 í minningu Árna Vigfúsar Árna-
sonar, fyrrverandi formanns sóknarnefndar
Keflavíkursóknar. Fjármagn mjatlaðist í org-
elsjóðinn smátt og smátt og í upphafi þessa árs
var ljóst að nægt fjármagn hafði safnast og
hægt að hefja vinnu við verkið. Að vel athuguðu
máli var ákveðið að fá Björgvin Tómasson org-
elsmið til þess að endurgera orgelið, sem var af
Walcker-gerð, smíðað í Vestur-Þýskalandi árið
1967, enda ljóst að kostnaður yrði töluvert
minni. Áætlað var að nýtt orgel myndi kosta
um 60 milljónir en kostnaður við endurbætur
verður vel innan við 40 milljónir króna.
Um einn og hálfan mánuð tekur að setja upp
nýja orgelið og segir Arnór Vilbergsson org-
anisti drauminn vera að geta vígt orgelið fyrsta
sunnudag í aðventu, en þá hefst nýtt kirkjuár.
„Ég hlakka til að keyra á drottningunni,“
segir Arnór og er að vonum spenntur yfir nýja
orgelinu enda þarf hann þá ekki lengur að
sparka í hljóðfærið en nóturnar áttu það til að
festast í miðju tónverki. Að auki verður orgelið
nýja 20 radda og Björgvin er búinn að útbúa
nokkurs konar bassabox á kirkjuloftinu, í rými
sem annars var ónotað. Þar verða bassapíp-
urnar.
„Svo nýtum við okkur tölvutæknina en það
er mikið gert í orgelheiminum í dag. Auk þess
að nýta hana í orgelinu sjálfu verður aukaspila-
borð niðri í kirkju sem tengt verður orgelinu
með tölvutækni,“ segir Björgvin. Arnór segir
það mikla byltingu fyrir organistann að geta
setið niðri meðal kirkjugesta og spilað á og
stýrt orgelinu þaðan.
Verið að setja upp nýtt orgel í Keflavíkurkirkju
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Orgel Smíðuð var ný framhlið á orgelið af Jóhanni Halli Jónssyni sem er aðal mumblusmiður
verksins. Framan við hliðið standa Grétar Reinharðsson rafvirki hjá Nesraf sem vinnur við raf-
lagnirnar, Arnór Vilbergsson organisti sem býður spenntur eftir nýja orgelinu, Björgvin Tóm-
asson orgelsmiður og Margrét Erlingsdóttir rafvirki sem er eiginkona Björgvins og samstarfs-
kona. Á myndina vantar Júlíus Björgvinsson sem einnig vinnur að uppsetningu orgelsins.
Uppsetning Það er engu líkara en Margrét sé að hugleiða þar sem hún vinnur við uppsetningu
orgelverksins, enda mikil nákvæmnisvinna hér á ferð. Þar sem áður var málmur er nú tré.
„Þarf ekki lengur
að sparka í orgelið“
„Við erum sorgmædd yfir þessu því
það er erfitt að byggja upp traust aft-
ur,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir,
formaður Landssambands eldri borg-
ara um niðurstöðu stjórnsýsluúttekt-
ar á störfum Tryggingastofnunar rík-
isins (TR).
Í yfirlýsingu Landssambands eldri
borgara (LEB) segir að stjórnsýslu-
úttektin, sem leiddi í ljós að 87-90,6%
lífeyrisþega fengu rangar greiðslur
frá TR á árunum 2016-2019, sé áfall
fyrir alla aðila málsins, sérstaklega í
ljósi þess að stofnunin hafi verið talin
vinna vel til þessa.
„Við gagnrýnum það harðlega að
erfitt sé að framfylgja lögunum. Lög
eru einfaldlega ekki nógu vel samin ef
það er ekki hægt að framfylgja þeim.
Meginmarkmið laganna frá 2017 er að
einfalda kerfið en það hefur ekki
gerst. Það að fólk geti ekki leitað rétt-
ar síns auðveldlega tel ég vera mjög
slæma stöðu,“ segir Þórunn.
„Í úttektinni er bent á hvað núgild-
andi lög um lífeyri eru ógagnsæ og
erfið til að vinna eftir. Er sú niður-
staða alveg í þeim anda sem við hjá
Landssambandi eldri borgara höfum
bent á. Lögin frá 2017 áttu að vera til
einföldunar, en gera það ekki. Þau eru
vandræði,“ segir í yfirlýsingu LEB.
Lögin kveða á
um að endur-
reikna þurfi
greiðslur til fólks
ef tekjuáætlanir
þess eru ekki í
fullkomnu sam-
ræmi við raun-
tekjur ársins.
Endurreikningur
um 90% árstekna
greiðsluþega TR
sé grafalvarlegt mál og bjóði heim
hættu á mistökum.
„Margt annað vekur athygli í
skýrslu ríkisendurskoðunar, s.s. starf
umboðsmanns lífeyrisþega sem TR
hefur fengið sérstaka fjárveitingu til
árlega síðustu fjögur ár er ekki enn
orðið að veruleika eftir fjögur ár og
lítið verið um rætt.
Mat okkar hjá LEB er að umboðs-
maður lífeyrisþega væri betur kom-
inn hjá ýmsum öðrum en innanhúss
hjá TR, t.d. LEB eða hjá öðrum
ábyrgum aðilum sem frekar þjóna
fólki til að endurskoða mál þeirra.
Nú þarf að bregðast hratt við og
vinna að úrbótum svo að TR hljóti aft-
ur fullt traust þeirra sem þangað
sækja sína framfærslu,“ segir í nið-
urlagi yfirlýsingar LEB.
Erfitt að byggja
upp traust aftur
Úttekt á TR áfall, að mati LEB
Þórunn
Sveinbjörnsdóttir