Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman á götum Taílands í gær þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til þess að binda enda á mótmælin með því að setja á neyðarlög og handtaka helstu forsprakka mótmælanna. Rúmlega 20 mótmælendur voru handteknir í gær, og ríkisstjórn landsins ákvað að banna samkomur fleiri en fjög- urra í einu. Mótmælin hófust fyrir um þremur mánuðum og hefur þátttaka í þeim aukist jafnt og þétt á þeim tíma. Stúdentar hafa verið í fararbroddi mótmælanna, og hafa þeir krafist lýðræðisumbóta, sem og breytinga á skipan konungsveldisins, en öll gagnrýni á taílensku konungsættina hefur þótt mikil goðgá. Mótmælendur kyrjuðu slagorð gegn Prayut Chan-O-Cha, forsætis- ráðherra Taílands, og héldu þremur fingrum á loft, en það hefur orðið að merki mótmælenda. Prayut komst upphaflega til valda árið 2014 þegar herinn gerði valdarán, en landið var undir herstjórn þar til í fyrra, að ný stjórnarskrá var samþykkt og kosn- ingar haldnar. Prayut vann þær, en sérfræðingar í málefnum landsins sögðu að niðurstaðan hefði í raun verið fyrirframgefin undir ákvæðum stjórnarskrárinnar nýju. Mótmælendur hafa því krafist þess að Prayut víki og þingið verði leyst upp. Þá beri að endurskrifa stjórnarskrána. Vilja breyta meiðyrðalögum Mótmælendur hafa einnig sett fram kröfur í tíu liðum á hendur konungsfjölskyldunni, en sú helsta snýr að breytingum á meiðyrða- löggjöf landsins, sem ver ættmenni hennar alfarið fyrir allri gagnrýni. Löggjöfin er sögð ein sú strangasta í heimi, en allt að 15 ára fangelsi ligg- ur við brotum á henni. Neyðarlög ríkisstjórnarinnar í gær eru meðal annars viðbrögð við mótmælum á miðvikudaginn, þar sem mótmælendur umkringdu far- artæki Suthidu Taílandsdrottningar og sonar hennar, prinsins Dipang- korns Rasmijoti. Lögreglan hefur nú leyfi til þess að handtaka hvern sem hana grunar að tengist mótmælunum, sem og að gera upptæk „símtæki, gögn og vopn sem gætu valdið neyðar- ástandi“. Þá hyggst ríkisstjórnin ákæra þá er stóðu í vegi fyrir bifreið drottningarinnar. AFP Taíland Mótmælendur í Bangkok héldu þremur fingrum á loft í gær, en sú kveðja er merki mótmælanna. Ekkert lát á mótmælum þrátt fyrir neyðarlög  Rúmlega 20 mótmælendur handteknir í Taílandi í gær Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skynsamlegasta leiðin til að takast á við nýju kórónuveiruna sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, miðað við fyrirliggjandi þekkingu, er að beita langtímaáætlunum með áherslu á að forða því að smit magnist upp. Einn- ig með því að verja þau sem eru í mestri hættu á að veikjast alvarlega og að styðja við rannsóknir á veir- unni og sjúkdómnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum óháðrar ráð- gjafanefndar Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO) um hættu af smitsjúkdómum (The Strategic and Technical Advisory Group for Infectious Hazards). Hún byggir á upplýsingum sem aflað var víða um heim. Vísindaritið The Lan- cet greindi frá þessu nýlega í grein um hvernig við eigum að lifa með COVID-19-faraldrinum. Þar segir m.a. að þjóðir heims hafi brugðist við faraldrinum á marg- víslegan hátt. Víða er verið að opna vinnustaði á ný, skóla og leyfa sam- komur. Reynt er að reisa efnahags- lífið við og koma ferðaþjónustu af stað. Önnur lönd reyna að hamla út- breiðslu nýju kórónuveirunnar með því að draga úr ýmiss konar starf- semi í þeirri von að það finnist bólu- efni eða meðferðarúrræði við sjúk- dómnum. Enn er margt á huldu um sjúk- dóminn sem nýja kórónuveiran veld- ur. T.d. um ónæmi gegn honum og ónæmisviðbrögð, umfang hans og langtímaafleiðingar, hve líklegt er að fólk smitist aftur af sjúkdómnum og líkurnar á því að veiran verði landlæg. Ómögulegt er að spá fyrir um framhaldið fyrr en meira er vitað um ónæmisviðbrögð við veirunni. Fram kemur í greininni að mögu- leg bóluefni gegn COVID-19 og meðferðarúrræði verði hluti af lausninni. Þau muni virka best sem liðir í langtímaáætlunum um lýð- heilsu. Hætta sem fylgir ferðalögum Áfram þarf að meta hvernig er best að hefja aftur ferðalög á milli landa. Flest lönd hafa litið svo á að millilandaferðir auki hættu á út- breiðslu veirunnar og beitt ýmsum aðferðum til að draga úr þeirri hættu. Þar má nefna sýnatöku á landamærum og sjálfskipaða eða fyrirskipaða sóttkví eftir komu til landsins. Þrátt fyrir það er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir að veiran berist á milli landa vegna þess hve meðgöngutíminn getur ver- ið langur (2-14 dagar). Í greininni er bent á að það geti verið jafn áhrifaríkt, eða jafnvel áhrifaríkara, að hvetja ferðamenn til að fylgjast náið með heilsu sinni og að ferðast alls ekki séu þeir veikir. Einnig að spyrja ferðafólk út í líðan þess við upphaf ferðar auk þess að hvetja það til að gæta persónulegs hreinlætis, virða fjarlægðarmörk og að bera andlitsgrímur þegar ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk. Einnig að gera viðvart ef viðkom- andi verður veikur þegar komið er á áfangastað og að gera allt til að tryggja öryggi annarra ferðalanga. Mörg lönd líta svo á að ferðalög til og frá löndum þar sem útbreiðsla veirunnar er lítil og faraldrinum er haldið í skefjum séu öruggari en til annarra landa. Bent er á að próf- unaraðferðir séu mismundandi eftir löndum og séu því ekki nákvæmur mælikvarði á raunverulega út- breiðslu veirunnar og faraldursins. Að læra að lifa með kórónuveirunni  Óháð ráðgjafanefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) gefur ráð um líf á tímum COVID-19  Ferðamenn gæti sjálfir að heilsu sinni og geri viðvart ef þeir veikjast á ferðalaginu AFP Belgía Nemendur við Liege-háskóla fundu upp nýtt veirupróf og sérstaka trekt sem gera það kleift að leita að kórónuveirunni í munnvatnssýnum. Reynist einhver af COVID-19- bóluefnunum, sem verið er að prófa, vera örugg og árang- ursrík verður mögulega farið að nota þau áður en þau hljóta fulla viðurkenningu, vegna þess hvað þörfin er brýn. Tryggja þarf jafnan aðgang að ráðum gegn sjúkdómnum. Eftir því sem rannsóknum og við- brögðum við veirunni fleygir fram geta þjóðir heimsins ákveðið hvað þeim hentar best. Þrátt fyrir að enn skorti bólu- efni og meiri þekkingu er hægt að gera ýmislegt til að draga úr útbreiðslu faraldursins og minnka líkur á því að hann valdi alvarlegum veikindum, lækka dánarhlutfall og draga úr efna- hagsáhrifum, samkvæmt grein- inni í The Lancet. Þjóðir heims- ins eru að læra að lifa með COVID-19-sjúkdómnum. Ýmislegt hægt að gera KÓRÓNUVEIRAN IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Silver/ Dark walnut að innan. 2020 GMC Denali, magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.250.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Carbon Black/ Walnut að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.250.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Silver/ Grár að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque, 4X4, 10-speed Automatic transmission, 6-manna. Heithúðaður pallur. VERÐ 11.290.000 m.vsk 2020 Ford F-350 XLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.