Morgunblaðið - 16.10.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 16.10.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með ára- langa reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Þjónustuaðilar IB Selfossi Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu Í hádegisfréttum RÚV 9. október sl. var greint frá skýrslu Mannvits og Cowi um samfélags- lega ábatagreiningu fyrir 1. áfanga borg- arlínu. Niðurstaðan var um 26 milljarða kr. ábati og 7% arð- semi. Í Kjarnanum sama dag var frétt um skýrsluna og m.a. rætt við Lilju G. Karlsdóttur, samgöngu- verkfræðing hjá Verkefnastofu borgarlínu. Í fréttinni var hlekkur á skýrsluna. Það vakti furðu mína að í skýrslunni er þess hvergi get- ið fyrir hvern skýrslan er unnin. Á forsíðu skýrslunnar eru aðeins „logo“ Mannvits og Cowi. Skýrslan er gefin út 5. júní sl. Hvers vegna er hún fyrst núna kynnt opinberlega? Líklegast er það hrein tilviljun að skýrslan er birt viku eftir að ríkið og sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu Betri samgöngur ohf, sem á að sjá um framkvæmdir samgöngusáttmálans, og á meðan alþingi er að ræða fjármálaáætlun 2020-2024. Sama dag og fréttin var á RÚV birtist frétt á heimasíðu borgarlínunnar (borgarlinan.is) um skýrsluna. Það bendir til þess að Verkefnastofa borg- arlínu sé verkkaupi. Staða hönnunar og nýtt samgöngulíkan Að undanförnu hefur 1. framkvæmdaáfangi borgarlínu verið kynnt- ur sem leiðirnar Ártún – Hlemmur og Hamra- borg – Hlemmur. Áætl- að er að fram- kvæmdum ljúki árið 2023. Þessa dagana er verið að leggja loka- hönd á skýrslu, þar sem frumdrög hönnunar verða kynnt, ásamt kostnaðaráætlun. Eðlilegt hefði verið að kynna samfélagslega ábatagreiningu samhliða útgáfu frumdragaskýrslu fyrir 1. áfanga. Það kemur á óvart að í skýrslu Mannvits og Cowi eru leiðirnar Hamraborg – Lindir og Mjódd – Vogabyggð einnig taldar hluti af 1. áfanga. Reyndar á að taka leiðina Hamraborg – Lindir í notkun 2024 skv. samgöngusáttmála, en skýrsla Mannvits og Cowi reiknar ábata- greiningu fyrir árið 2024. Leiðina Mjódd –BSÍ á að framkvæma 2024-2026, og eflaust unnt að ljúka við Mjódd – Vogabyggð 2024. Þessi samfélagslega ábatagrein- ing byggir á umferðarspám með nýju samgöngulíkani. Eðlilegt hefði verið að kynna nýja líkanið ásamt fyrstu spám í sérstakri skýrslu, áður en skýrsla um ábata- greiningu er birt. Reyndar er tekið fram að þegar skýrslan er skrifuð þá sé samgöngulíkanið í þróun. Það er e.t.v. vísbending um að gerð verði ný ábatagreining fyrir 1. áfanga borgarlínu, þegar líkanið verður tilbúið. Þá vaknar spurn- ingin hvort þessi ábatagreining sé æfingaverkefni sem upphaflega hafi ekki átt að greina frá op- inberlega. Árangur varðandi markmið um breyttar ferðavenjur Í skýrslunni er greint frá því að árið 2030 eigi að ná markmiðinu um að auka hlutdeild ferða með strætó úr 4% upp í 12% og hlut gangandi og hjólandi upp í 30% og lækka hlut ferða með einkabíl nið- ur í 58%. Fram til þessa hefur ver- ið áætlað að ná þessum mark- miðum 2040. Það átti upphaflega að gerast á 25 árum, þ.e. 2015- 2040. Núna á þetta að gerast á næstu 10 árum! Þetta hlýtur að vera prentvilla. Þessi markmið ganga ekki upp talnalega séð. Jafnvel þó mark- miðið um 12% hlut ferða með strætó næðist þá myndi það í besta falli leiða til þess að bílaum- ferð yrði 4% minni en ella. Meg- inskýringin á því er sú að fyrrver- andi bílstjórar eru í besta falli helmingur af nýjum farþegum strætó. Þetta sýna erlendar reynslutölur. Aðrir nýir farþegar eru þeir sem áður höfðu gengið eða hjólað eða hefðu hreinlega ekki farið neina ferð, nema vegna þess að þjónusta strætó var bætt. Í skýrslunni kemur fram að sam- göngulíkanið tekur þetta a.m.k. að einhverju leyti með í reikninginn. Ferðum hjólandi fækkar, þar eð hluti hjólreiðafólks fer að nota strætó. Rétt er að undirstrika, að hlutur strætó í ferðum á höfuðborg- arsvæðinu hefur fram til þessa verið ofmetinn. Talan 4% er reikn- uð út frá fjölda innstiga í strætó. Rétt tala er um 3%, vegna þess að um 25% farþega þurfa að skipta um vagn. Í skýrslunni er farið rétt með þessi hugtök. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að tilkoma 1. áfanga borgarlínu ásamt bættri þjónustu með nýju leiðakerfi strætó leiði til þess að farþegum í almenningssamgöngum fjölgi um 20% og umferð einkabíla verði 0,7% minni en ella. Ef hlutur ferða með einkabíl er 75% af öllum ferðum, þá minnkar hann aðeins um hálft prósentustig og verður 74,5% árið 2024! Horft til ársins 2040 Hugsanlega munu spár með full- þróuðu samgöngulíkani sýna meiri aukningu farþegafjölda árið 2024. Jafnvel þó aukningin yrði tvöfalt meiri, eða 40%, þá myndi hlutur ferða með einkabíl aðeins minnka um 1 prósentustig. Árið 2024 er reiknað með að teknir hafi verið í notkun 18 km, eða rúm 30 %, af þeim 58 km sem áætlað er að leiðakerfi borgarlínu verði komið upp í árið 2040. Það er deginum ljósara að borgarlína mun aðeins leiða til þess að umferð einkabíla verði í besta falli nokkrum pró- sentum minni en ella. Til þess að koma hlut ferða með einkabílum niður í 58% árið 2040 þyrfti að grípa til mjög óvinsælla aðgerða, s.s. koma á háum veg- gjöldum, hækka bílastæðagjöld verulega og hækka skatta á einka- bíla o.fl. Annars er erfitt að spá svona langt fram í tímann. Sjálf- keyrandi bílar og fjórða iðnbylt- ingin munu hafa veruleg áhrif á samgöngur og ferðavenjur. Dularfull skýrsla um arðsemi borgarlínu Eftir Þórarin Hjaltason » Þá vaknar spurn- ingin hvort þessi ábatagreining sé æf- ingaverkefni sem upp- haflega hafi ekki átt að greina frá opinberlega. Þórarinn Hjaltason Höfundur er umferðarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarverkfræðingur í Kópavogi. thjaltason@gmail.com Fregnir herma að stefnt sé að lagalegum aðskilnaði ríkis og kirkju. Forseti Íslands skipar samkvæmt lög- um í embætti biskups en fjármálin eru alfar- ið á verkefnasviði stjórnvalda. Mér skilst að þetta þýði að þjóðkirkjan verði lögð af sem slík og þykja mér það vondar fréttir vegna þess að það auðveldar öðrum, að mínu mati, miður æskilegum trúarbrögðum að komast til aukinna áhrifa hér á landi. Því verður vart neitað að und- anfarin ár hefur virðing og traust almennings á þjóðkirkjunni farið þverrandi og kemur það gleggst fram í fjölda úrsagna. Kirkjan á sér því miður óvild- armenn, sem bæði ljóst og leynt hafa unnið gegn henni og dropinn holar steininn. En hinir geistlegu stjórnendur kirkjunnar eru ekki alveg saklaus- ir. Mér finnst þeir hafa brugðist því hlutverki sínu að vernda stöðu hennar og virðingu í samfélaginu. Ekki minnist ég þess að hafa orðið var við opinber andmæli þeirra þegar kristinfræði var afnumin af námskrá grunnskólanna og skipu- lagðar heimsóknir í kirkjur á stórhátíðum aflagðar. Sá grunur vaknar ósjálfrátt hjá manni að ákvörðun um ofangreint hafi verið tekin af þjónkun við þá sem ekki játa kristna trú. Ég var ungur skírður til lúters- trúar í hinni íslensku þjóðkirkju og skírnin staðfest með fermingu við 14 ára aldur. Ekki ætla ég að lof- syngja kirkjusókn mína, hún hefði eflaust mátt vera betri, en trú- rækni fer ekki eftir fjölda kirkju- heimsókna eða tíðni bæna. Það sem skiptir máli er einlægnin og til- beiðsluþörfin. Sum trúarbrögð skylda menn til þess að sækja til- skilinn fjölda bænastund dag hvern. Hvort trú einstaklings verð- ur traustari eða betri við það veit ég ekki. Og enn þegja kirkjunnar menn. Þá virðist skorta vilja og áræði til þess að vernda helgi- dóma og hefðir þess samfélags sem þeim er ætlað að þjóna og stýra. Fyrst kom „borgaraleg ferming“ – engar athugasemdir gerðar – og núna trompa ásatrúarmenn það með „heiðinni fermingu“! Hvað er eiginlega á seyði? Hefur athöfnin ferm- ing ekki alltaf verið staðfesting kristinnar trúar á skírninni? Hvernig getur ferming verið borgaraleg eða heið- in athöfn? Er ekki kominn tími til að menn rísi upp og beri hönd fyrir höfuð þeirrar kirkju sem þeir eru vígðir til? Við, sóknarbörnin, bíðum þess að prestarnir okkar vinni að því að endurvekja virðingu og traust kirkjunnar. Menn deila um boðskap trú- arinnar, en siðfræðin, sem kristnin kennir okkur, er ómetanleg fyrir allan þann heim sem við teljum siðmennt- aðan. Og nú á íslenska þjóðkirkjan að verða óháð ríkisvaldinu og fá fjár- mál sín í eigin hendur. Það er vandmeðfarinn böggull og tæpast fær kirkjan sjálfdæmi í þeirri upp- stokkun. Kannski er komið að því að kirkjunnar menn þurfi að taka í munn sér orð sögupersónunnar séra Sigvalda: „Ja, nú held ég að tími sé kominn til þess að fara að biðja guð að hjálpa sér.“ Aðskilnaður Eftir Werner Rasmusson » Og enn þegja kirkjunnar menn. Þá virðist skorta vilja og áræði til þess að vernda helgidóma og hefðir þess samfélags sem þeim er ætlað að þjóna og stýra. Werner Ívan Rasmusson Höfundur er aldurhnigið sóknarbarn þjóðkirkjunnar. Heilbrigðisráðherra gaf út reglugerð með vísan til sóttvarnalaga og að fenginni tillögu sóttvarnalæknis og með samráði við rík- isstjórnina. Flottara verður það varla. Markmið reglugerð- arinnar er að hægja eins og unnt er á út- breiðslu Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni eru íþróttir leyfðar með tilteknum tak- mörkunum bæði innan- og utanhúss nema á höfuðborgarsvæðinu, þar eru þær almennt ekki leyfðar innan- húss. Samkvæmt reglugerðinni er snerting heimil í íþróttum og allt að 50 manns heimilt að koma saman á æfingum og keppnum. Heilbrigðisráðherra að fengnum tillögum sóttvarnalæknis gaf út reglugerð sem heimilar að spila golf enda sé gætt að fjarlægð- armörkum og öðru sem kemur fram í reglu- gerðinni. Það er heimil snerting í íþróttum og að allt að 50 manns séu saman í þessum snerti- fleti. Í golfi koma fjórir saman og snertast ekk- ert. Golfspil er sem sagt langt frá þeim skil- yrðum sem sett eru í reglugerðinni. Sam- kvæmt lögum/reglugerðinni er þess vegna heimilt að hafa golfvelli opna og spila golf. Þrátt fyrir það eru golfvellir lokaðir á höfuðborg- arsvæðinu og höfuðborgarbúar „mega ekki“ spila golf utan höf- uðborgarsvæðisins. Framangreind reglugerðarsetn- ing er í samræmi við lagasetning- arkerfi á Íslandi. Einhverjir hafa nefnt að þær takmarkanir sem fram koma í slíkum reglugerðum séu ekki endilega í samræmi við stjórn- arskrá, en látum það liggja á milli hluta. Hvers vegna fer Golfsamband Ís- lands ekki eftir þeim lögum sem gilda á Íslandi? Hvers vegna setur Golfsamband Íslands strangari regl- ur en lög segja til um? Golfsamband Íslands segist ekki setja strangari reglur en lög segja til um. Golf- samband Íslands segist vinna eftir reglum í formi tilmæla frá sótt- varnalækni og almannavörnum. Haft var samband við almannavarn- ir til að kanna hvers vegna þeir settu reglur sem væru strangari en lög. Þeir sögðust ekki hafa sett strangari reglur heldur sett fram tilmæli sem hverjum væri í sjálfsvald sett að fara eftir eða ekki. Þeir sögðu að það væri Golfsamband Íslands sem hefði sett þessar reglur um lokun. Golf- samband Íslands sagði að lokunin væri í samræmi við reglur frá sótt- varnalækni og almannavörnum. Ef það á að loka golfvöllum þá á það að koma fram í framangreindri reglugerð, svo einfalt er það. Það gengur ekki að almannavarnir eða sóttvarnalæknir eða einhver önnur embætti í einhverju öðru ástandi séu að setja reglur/tilmæli sem eru ekki í samræmi við lög landsins. Það veldur upplausn og ágreiningi sem óþarfi hefði verið að valda. Stjórnsýslunni ber að fara að lög- um og henni ber að vísa til þeirra laga sem gilda um tiltekið ástand. Það getur vel verið að stjórnsýslan sé á móti lögunum, en það er annað mál. Enginn ákvað að loka golfvöll- unum, samt eru þeir lokaðir Eftir Berg Hauksson Bergur Hauksson » Það gengur ekki að almannavarnir eða sóttvarnalæknir eða einhver önnur embætti í einhverju öðru ástandi séu að setja reglur/tilmæli sem eru ekki í samræmi við lög landsins. Höfundur er m.a. lögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.