Morgunblaðið - 16.10.2020, Page 20

Morgunblaðið - 16.10.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 ✝ Helga Helga-dóttir fæddist á Ytra-Hrauni í Land- broti í V-Skafta- fellssýslu 7. apríl 1936. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 29. sept- ember 2020. Hún var dóttir hjónanna Ingveldar Bjarna- dóttur húsmóður, f. 3.2. 1897, d. 2.1. 1973, og Helga Pálssonar bónda, síðar verkamanns og bílstjóra, f. 3.6. 1907, d. 10.10. 1970. Systkini hennar eru: Guðlaug, f. 26.12. 1934, og Bjarni, f. 12.6. 1937, d. 21.9. 2010. Helga giftist 17.2. 1966 Kristni Ketilssyni, f. 5.4. 1934. Þau skildu. Synir Helgu og Kristins skólanámi frá Kópavogsskóla og prófi frá Samvinnuskólanum 1954. Það ár starfaði hún við af- greiðslu hjá Kaupfélagi Kópa- vogs. Árið 1955 hóf hún störf í aðalbókhaldi Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og starf- aði þar og hjá dótturfyrirtækjum þess til ársins 1989. Á árunum 1990 til 1992 starfaði hún í bók- haldi Jötuns hf. og loks hjá Vél- um og þjónustu hf. til ársins 2003 er hún lét af störfum vegna ald- urs. Úför Helgu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 16. október 2020, klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu geta að- eins nánustu ættingjar og vinir verið viðstaddir athöfnina. Hægt er að fylgjast með athöfninni í streymi á slóðinni: https://promynd.is/live Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat eru: 1) Helgi Freyr, f. 7.4. 1967, giftur Helgu Sigurbjörgu Árnadóttur, f. 4.12. 1965. Synir þeirra eru Árni Freyr, f. 1.7. 1994, og Ágúst Freyr, f. 16.11. 2002. 2) Kristinn Freyr, f. 9.8. 1973, giftur Hildi Ísfold Hilmarsdóttur, f. 29.6. 1973. Börn þeirra eru Hilmar Freyr, f. 13.3. 1992, Katrín Mist, f. 23.5. 1999, og Kári Freyr, f. 5.1. 2003. Helga ólst upp í Eystra- Hrauni í Landbroti í V-Skafta- fellssýslu. Vorið 1950 flutti fjöl- skyldan búferlum til Kópavogs og byggði sér hús við Álfhólsveg þar í bæ. Hún lauk grunn- Þá er hún mamma látin eftir stutt veikindi. Í lok maí síðastlið- ins fékk hún þá niðurstöðu að hún ætti nokkra mánuði eftir ólifaða og í ljós kom að mán- uðirnir urðu fjórir. Þessari nið- urstöðu tók hún af æðruleysi en síðustu tvo mánuðina fyrir and- lát sitt dvaldi hún á Líknardeild Landspítalans. Þangað til í lok maí síðastlið- ins gekk lífið sinn vanagang hjá mömmu, hún mætti í sund á hverjum morgni, keyrði bíl, hitti vinkonur sínar og fór í göngu- ferðir en hún mamma hefur allt- af verið mjög mikil útivistar- manneskja. Mamma lét sér ekki nægja gönguferðir upp um fjöll og firnindi því einnig tíndi hún ber, sultaði, setti niður kartöflur og tíndi fuglsegg. Oft gekk mikið á hjá mömmu á Álfaskeiðinu þegar verið var að flokka egg, sulta eða ganga frá kartöfluupp- skeru sumarsins. Það var sjald- an dauður tími, hún fann sér allt- af eitthvað til að sýsla við. Veikindi og andlát hennar bar hratt að og var hún og fjölskylda hennar ekki viðbúin því. Ég hugga mig við að það hefði ekki verið í hennar anda að glíma lengi við elli kerlingu. Við andlát mömmu leitar hug- urinn ósjálfrátt til baka og minn- ingar liðinna ára rifjast upp. Það gekk oft ýmislegt á í æsku, uppátæki mín og vina minna hafa eflaust reynt á þolrif mömmu en ekki man ég eftir því að hún hafi skammað okkur mik- ið. Þó svo að heimilisbíllinn hafi verið tekinn ófrjálsri hendi af próflausum unglingi þá situr bíl- ferðin eftir í minningunni en ekki að ég hafi fengið miklar skammir í hattinn. Í minning- unni voru alltaf til kleinur hjá mömmu og var það fastur liður fyrir svefninn í æsku að borða kleinur með kaldri mjólk og lesa Andrésar Andar-blöð. Ég held að ég hafi borðað yfir mig af rifs- berjasultu í æsku en alltaf var útbúin rifsberjasulta á haustin, dugði hún allt árið og var notuð óspart á ristað brauð. Mamma vissi fátt betra en að liggja í sólbaði. Gat hún legið eins og skata tímunum saman í sólbaði og naut hún þess að fara til sólarlanda. Nokkrar sólar- landaferðir fórum við bræðurnir og fjölskyldur okkar með mömmu og er dýrmætt að geta yljað sér núna við þær minning- ar. Mamma fylgdist vel með barnabörnum sínum og vissi ná- kvæmlega hver staðan væri hjá þeim í vinnu, námi eða tóm- stundum. Þegar frumburður okkar hjóna fæddist studdi mamma við bakið á okkur þegar þurfti að fara til London með hann í hjartaaðgerð. Kom hún ásamt systur sinni og dvaldi í London og aðstoðaði okkur unga foreldrana. Ævi mömmu og minningum mínum verða ekki gerð að fullu skil í þessari minningargrein en með þessum fátæklegu orðum kveð ég hana. Með þökk fyrir allt, elsku mamma, við sjáumst seinna í sumarlandinu. Þinn sonur, Kristinn Freyr. Í dag verður tengdamóðir mín, Helga Helgadóttir, kvödd hinstu kveðju, en hún lést eftir stutt en erfið veikindi 29. september sl. Það eru komin rúmlega 30 ár síðan ég kynntist Helgu, en það var þegar ég og Helgi, sonur hennar, urðum par. Ég sá fljót- lega hvað Helga var flott kona. Hún var kraftmikil, dugleg og hress en hún gat líka verið þrjósk og ákveðin. Hún var mikil útivistarkona. Vorið var hennar uppáhaldstími, en þá setti hún niður kartöflur og tíndi máfsegg. Á haustin fór hún svo í berjamó. Helga var vinmörg enda skemmtileg kona sem hafði gam- an af lífinu. Leikhúsferðir með vinkonunum voru fastur liður ár- um saman. Eftir að Helga fór á eftirlaun hafði hún ætíð nóg fyrir stafni, enda kunni hún ekki að sitja aðgerðalaus. Helga var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Eftir að drengirnir okkar fæddust var hún ætíð tilbúin að passa þá og jafnvel flytja inn á heimili okkar þegar foreldrarnir brugðu sér af bæ. Drengirnir tengdust henni sterkum böndum og syrgja þeir nú ömmu sína. Stolt Helgu og gleði voru barnabörnin fimm. Hún fylgdist vel með því sem þau voru að gera og var mjög metn- aðarfull fyrir þeirra hönd. Hún naut þess mjög að vera með stór- fjölskyldunni, sama hvort tilefnið var matarboð, sumarbústaða- ferðir eða ferðalög erlendis. Þegar við Helgi byggðum í Hafnarfirði var hún mjög hjálp- leg hvort sem verkefnið var að sópa, mála, planta trjám eða þökuleggja. Þremur vikum áður en við fluttum í húsið okkar flutt- um við fjölskyldan, þá þrjú, inn á heimili hennar. Þá gekk hún úr rúmi fyrir okkur og fannst það ekkert nema sjálfsagt. Þegar for- eldrar mínir létust naut ég mikils stuðnings og hlýju frá Helgu og verð ég alla tíð þakklát fyrir það. Má segja að Helga hafi þá orðið ennþá stærri hluti af mínu lífi og naut ég leiðsagnar hennar á ýms- um sviðum. Helga fór daglega í sund allan ársins hring, eld- snemma á morgnana. Hún gekk mikið um Hafnarfjörð og fór á fjöll. Hún var mikið náttúrubarn, þekkti flesta staði á Íslandi og hafði mjög gaman af því að ferðast um landið sitt. Hún var mikill sóldýrkandi og var það því táknrænt þegar hún kvaddi að sólargeislarnir kysstu hana á kinnina í síðasta skipti, þar sem hún lá á líknardeildinni. Helga hafði að mestu verið hress, þar til í maí sl. að hún greindist með krabbamein. Helgu hrakaði hratt og var hún ekki sátt við að geta ekki lengur stundað sund og farið út í göngu- túra eins og hún var vön. Í lok júlí gat hún ekki verið lengur heima og var því lögð inn á líkn- ardeild Landspítalans þar sem hún lést. Ég vil þakka elsku Helgu tengdamömmu minni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Ég á eftir að sakna hennar og það verður skrýtið að hún komi ekki framar til okkar á að- fangadagskvöld eins og hún var vön, til að brúna kartöflurnar og gera forréttinn. Helgi minn syrgir mömmu sína og afmæl- issystur, en þau voru mjög náin, og þakkar hann henni samfylgd- ina og fyrir allt sem hún hefur gert fyrir hann. Guð blessi minningu Helgu Helgadóttur. Helga Sigurbjörg Árnadóttir. Elsku amma okkar, sem var alltaf kölluð Helga amma af okk- ur systkinum, byrjaði alla daga á sundi enda þótti okkur hraust- leiki einkenna hana alla tíð. Helga amma var að okkar mati alltaf með mörg járn í eld- inum. Hvort sem það var að klífa fjöll, hitta vinkonur, tína ber, setja niður kartöflur eða taka þær upp. Þessu öllu sinnti hún fram á níræðisaldur. Þrátt fyrir að hafa almennt nóg fyrir stafni þá fengu önnur plön að fjúka ef henni var boðið í kaffi eða matarboð af sínum nán- ustu. Helga amma hafði þann skemmtilega ávana að mæta nær alltaf of snemma, stundum á meðan heimilisfólk var enn að gera sig til. Ekki nóg með það, þá lagði hún sig einnig alla fram við að halda sér vakandi ef mat- arboðin drógust langt fram á kvöld því ekki mátti hún missa af neinu. Þetta voru einfaldlega merki um það hversu vænt Helgu ömmu þótti um fjölskyld- una sína og stundirnar sem hún átti með okkur. Í þessum mat- arboðum voru gamlar sögur oft rifjaðar upp og var alltaf stutt í hláturinn. Til dæmis borðaði amma reglulega mávaegg sem hún tíndi sjálf og okkur systk- inum þótti frekar óvenjulegt en höfðum þó gaman af. Eftir eina eggjatínsluna var amma vör við skrýtið hljóð í aftursætinu í bíln- um sínum og kom í ljós að eitt af mávaeggjunum hennar var farið að klekjast. Amma brást skjótt við, lagði út í vegkanti, greip eggið og kastaði því af öllu afli út í sjó. Einnig var gert mikið grín að því þegar við fórum í ferðalög með henni og hún hélt vöku fyrir herbergisfélögum sínum, sem voru í langflestum tilfellum barnabörnin hennar, með hrot- um. Það er ljúfsárt að rifja þessar minningar upp nú þegar Helga amma er fallin frá. Hún var ekki söm við sig síðustu mánuði en svona munum við alltaf minnast hennar. Við erum handviss um að hún sé núna einhvers staðar úti í náttúrunni að tína ber eða í fjallgöngu að njóta síðustu sól- argeislanna fyrir veturinn. Hilmar Freyr, Katrín Mist og Kári Freyr. Við áttum margar góðar stundir saman, ég og amma. Oft á sumrin, eða bara þegar mamma og pabbi skutust eitt- hvað frá, fékk hún það hlutverk að passa mig, og tókum við því bæði fagnandi. Á slíkum dögum brölluðum við margt og mikið, fórum í labbitúra, berjamó og bökuðum pönnsur að hætti ömmu. Það eru slíkir dagar sem eru mér einna kærastir þegar ég hugsa til baka um allan þann tíma sem við fengum saman. Ein af þeim bestu minningum sem ég á með ömmu var þegar mamma og pabbi skruppu til Rómar og hún flutti heim til okk- ar þar sem henni var falið það hlutverk að sjá um að allt gengi sinn vanagang hjá mér. Þetta var á fyrstu önninni minni í menntaskóla og því var ég að- allega inni í herbergi hjá mér að læra. Á sunnudagskvöldinu heyri ég hana kalla í mig frá sjónvarpsherberginu með því- líkri spennu í röddinni: „Ágúst minn, Landinn er að byrja!“ Hún í sakleysi sínu hafði gert ráð fyr- ir því að ég væri mikill aðdáandi Landans, sem ég var sko alls ekki. Önnur minning sem er mér líka ótrúlega kær er frá 2015, þegar mamma og pabbi fengu aðeins að skreppa frá, og þá kom engin önnur en Helga Helga- dóttir til greina að passa mig, litla snáðann. Þetta var sama kvöld og menningarnótt stóð yfir og þá fengum við þá hugmynd að kíkja á beinu útsendinguna í sjónvarpinu. Það var þegar Gísli Pálmi stóð upp á sviði og tók að flytja lagið sitt þekkta „Hverf- inu“ sem hún amma segir, í mak- indum sitjandi í sófanum: „Það er nú meiri krafturinn í þessu.“ Hún amma var ávallt mikill gleðigjafi og létt í lund og þannig mun ég ætíð minnast hennar. Hún á mikinn þátt í manninum sem ég er í dag og ætla ég að verða henni til sóma. Takk fyrir samfylgdina öll þessi ár elsku amma mín. Ágúst Freyr Helgason. Við brölluðum margt og mikið saman, þú og ég. Þú varst alla tíð kraftmikil kona sem syntir á hverjum morgni, gekkst meir en mestu garpar, ræktaðir kart- öflur, tíndir ber og sultaðir og meira til. Þegar ég var yngri fékk ég oft á tíðum að slást með í för, og urðu þar til margar af mínum kærustu æskuminning- um. Reglulega vorum við herberg- isfélagar á sameiginlegum ferða- lögum okkar, og er eitt slíkt til- vikið mér sérlega minnisstætt. Á Spáni 2006 deildum við herbergi í tvær vikur, og hófst sú sambúð með látum. Guttinn ég, þá 12 ára gamall, hafði skömmu áður feng- ið forláta Manchester United- vekjaraklukku í afmælisgjöf, sem ég hafði með mér út og stillti samviskusamlega upp á náttborðinu okkar í milli strax við komu. Þú varðst hennar fljót- lega vör og mislíkaðir í henni slátturinn, sem þér þótti allt of hár. „Árni minn, viltu gera það fyrir mig og setja þessa klukku ofan í tösku. Ég á ekki eftir að geta sofið!“ Ömmu minni hlýddi ég að sjálfsögðu, en kom síðan ekki dúr á auga þá nótt þar sem þú hraust þessi ósköp. Svo hátt gullu hroturnar að foreldrar mínir handan gangsins héldu að um innbrotstilraun væri að ræða. Sjálfur lærði ég af reynsl- unni, og passaði að vera ávallt sofnaður í ferðinni áður en þér gafst færi á að halda fyrir mér vöku. Ofangreind frásögn hefur oft og iðulega verið rifjuð upp í gegnum tíðina, og ávallt hlóst þú hæst allra. Þú hlóst þeim kitl- andi og smitandi hlátri, sem ég mun sakna svo mjög. Það var gott og gaman að hlæja með þér enda varst þú skemmtileg kona sem hafðir mikið skopskyn - húmor fyrir sjálfri þér og lífinu. Í seinni tíð þróuðust samkom- ur okkar út í notaleg kvöldkaffi- boð. Við drukkum Nescafé og fengum okkur ljúffengar klein- ur, sörur, vanilluhringi eða sitt lítið af hverju. Ræddum um dag- inn og veginn, framtíðaráform og fortíðarbrot. Svo sýndir þú mér myndir frá þeim miklu ferðalögum sem þú hafðir farið með þeim fjölmörgu góðu vin- konum og ferðafélögum sem þú áttir að. Þá stóðstu yfir öxlinni á mér er ég reyndi að leysa ma- hjong-þrautir á tölvunni þinni, sem þú hafðir löngu leyst. Bentir mér á næstu leiki langt fram í tímann, en klappaðir mér svo duglega og sagði að ég væri bara nokkuð efnilegur, þótt lítinn þátt ætti ég í lausninni. Alltaf átti ég hauk í horni í þér. Það er sárt að kveðja þig, amma mín, en þakklætið er sárs- aukanum yfirsterkara. Þakklæt- ið fyrir allt það sem þú hefur gefið mér, fyrir að hafa alltaf verið til staðar, og fyrir það góða fordæmi sem þú sýndir mér og öðrum í verki. Þú nýttir hverja stund sem gafst í sólinni, lifðir stundina til fulls. Því var það við hæfi að hún skyldi skína inn um gluggann til þín er við kvödd- umst í hinsta sinn. Þú átt í mér stóran hluta, og ef til vill meiri en þú gerðir þér grein fyrir. Hann mun ég alltaf bera með mér, og hugsa til þín með söknuði. Ég þakka þér fyrir samfylgdina, elsku amma. Árni Freyr Helgason. „Kær vinkona er látin eftir stutta en stranga baráttu við óvæginn sjúkdóm. Við vorum lánsamar að kynn- ast Helgu sem vinnufélaga fyrir rúmum 30 árum. Aldursmunur okkar spannaði 34 ár, hún elst, þannig að lífsreynsla hennar var víðtækari en okkar hinna. Á sumar okkar virkaði hún svolítið hvöss, var skorinorð í fyrstu og gat stundum blótað. Kaffitíminn vildi hún að væri félagsleg stund, þó að nokkrar drykkju ekki kaffi taldi hún ótækt að taka kaffitíma án kaffidrykkju. „Byrjaðu bara á því að setja fyrst nógu mikla mjólk, þá venstu bragðinu!“ Þetta virkaði og glaðværðin óx á kaffistofunni með alla innan- borðs. Síðan kom að því rétt fyr- ir jólin 1992 að fyrirtækið Jöt- unn ehf. leið undir lok og við misstum vinnuna. Fórum við þá hver sína leið, en skömmu síðar ákváðum við að hittast á ný og köllum við hópinn okkar Kven- félag Jötuns heitins. Þessi vin- skapur hefur haldist óslitið síðan og Helga alltaf verið hvetjandi í öllum okkar uppátækjum. Helga var dugleg, lífsglöð og sjálfstæð kona með góðan húm- or. Byrjaði hvern dag á að fara í sund, bera síðan út Moggann í fleiri ár, áður en hún fór til vinnu og vera þar búin að hella upp á þegar aðrir birtust. Helga var mikill útivistar- og náttúruunnandi, enda naut hún sín best, þar sem íslenska birkið, berjalyngið, blóðbergið og mos- inn þakti umhverfið. Forðaðist asparlundi og lúpínubreiður sem hún vildi burt úr annars fallegu landslagi. Hún stundaði kartöflurækt, sprangaði út um holt og móa, tíndi mávsegg, sem hún bakaði úr dýrindis kleinur. Úr alls kon- ar berjum sem hún tíndi bjó hún til sultur og saft ásamt bragð- góðum hjartastyrkjandi drykkjum sem við nutum af áfergju. Á gönguferðum miðlaði hún til okkar ótal örnefnum, ekki síst í nærumhverfinu, einnig töfra Reykjanessins með Bláa lóninu, sem þá var ósnert af mannanna verkum. Útiveran kallaði á góða næringu, þá var nautasteik og stór bjór uppáhald Helgu. Eitt sinn færði þjónninn henni stórt glas af mjólk! Átti Helga ekki til orð yfir þvílíkri hneisu, að halda að hún hefði pantað mjólk með steikinni (!) og sneri honum snarlega til baka. Þetta vakti upp mikla kátínu viðstaddra. Þegar fuglalífið blómstraði var alltaf litið við hjá margæs- unum á Álftanesinu. Bakpokinn með nesti og kaffi á hitabrúsa ætíð meðferðis. Fundin falleg laut, eða mosaþúfa þar sem var sest og nestið maulað, rætt um málefni líðandi stundar eða hug- að að næstu uppátækjum okkar. Stórt skarð er nú höggvið í hópinn okkar og söknuðurinn sár, en við munum reyna að fylla það af skemmtilegum minning- um. Elsku Helga, það var af þér dregið þegar við hittumst síðast. En glettnin og brosið var til staðar þótt blikið í augunum hefði dofnað. Það var erfitt að sleppa faðmlaginu sem við viss- um þó að yrði það síðasta um sinn. Fjölskyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur. Horfin ertu héðan vina kæra hnigin ertu nú í svefninn væra Sofðu vært uns sólin fagra skín á sælulandi gleðin aldrei dvín. (LG) Ásta, Ída, Kristín, Ragn- heiður, Sigríður og Vilborg. Það var vor í lofti fyrir um 60 árum þegar við nokkrar blóma- rósir hófum störf í vélabókhaldi SÍS. Nú hafa tvær okkar lotið höfði, Sonja Guðlaugsdóttir og Helga Helgadóttir, blessuð sé minning þeirra. Við stofnuðum fljótlega klúbb sem við kölluðum SÍS síungar, því hléin sem við máttum taka, með því að slökkva á vélunum í bókhaldinu dugðu ekki til þess að kryfja mál til mergjar. Fundir voru einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Sú sem dyggust stóð vaktina við að gæta þess að þráðurinn slitnaði ekki í áranna rás var Helga Helgadóttir, hún var einnig sú okkar sem einna lengstri tryggð hélt við Sam- vinnuhreyfinguna, þá orðin bók- ari. Hún tranaði sér aldrei fram í orðræðunni, en miðlaði af visku sinni og þegar henni fannst sjón- deildarhringur okkar helst til þröngur, þá blakaði hún við okk- ur á sinn kankvísa hátt. Hún var fædd og uppalin á landsbyggðinni, tengslin við náttúruna voru henni eðlislæg og hún ræktaði þau með því að ferðast um landið og njóta þess og nytja. Þegar fuglinn var farinn að verpa í Kaldaðarnesi, þar sem ein okkar býr, eða berin orðin þroskuð, þá héldu Helgu engin bönd. Það var ljúft að njóta, þeg- ar hún dró fram gullstaupin og skenkti í þau berjalíkjörnum sem hún hafði lagað af þeirri natni sem einkenndi öll hennar störf. Helga var einstaklega vönduð til orðs og æðis, hún naut þess að fara í leikhús og þegar hægðist um, þá las hún mikið og nú voru samræðurnar í klúbbnum, ólíkar því sem þær voru þegar börnin voru ung og lítill tími aflögu til bóklestrar. Svo kom að því eftir hálfa öld í klúbbnum að við færðum út kví- arnar og brugðum okkur í ein- staklega vel heppnaða ferð til Prag. Datt einhverjum í hug að Helga sleppti sínum daglega sundspretti í ferðinni, nei í bítið á morgnana dreif hún sig á fæt- ur í sundlaug hótelsins, var unun að sjá hana synda skriðsund eins og unglingur væri á ferð. Að eiga samleið með Helgu Helgadóttur á lífsgöngunni hef- ur verið ómetanlegt, fyrir það þökkum við SÍS síungar að leið- arlokum. Nú hefur haustað að í hópn- um, en minningin lifir. J. Bryndís Helgadóttir. Í dag kveðjum við Helgu Helgadóttur sem kvaddi þennan heim þann 29. september. Vegir okkar og Helgu lágu saman fyrir meir en 30 árum er yngri sonur Helga Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.