Morgunblaðið - 16.10.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020
✝ Björn Jónssontölvunarfræð-
ingur fæddist 30.
maí 1960 í Reykja-
vík. Hann lést á
heimili sínu 3.
október 2020.
Foreldrar
Björns eru Hafdís
Hlíf Sigurbjörns-
dóttir, f. 7. sept-
ember 1938, og Jón
Óskarsson, f. 21. janúar 1937, d.
5. maí 2014. Bræður Björns eru
Óskar Örn, f. 11. september
1963, og Sigmar, f. 14. nóv-
ember 1971.
Eftirlifandi eiginkona Björns
er Anna Kristín Daníelsdóttir, f.
18. júlí 1960. Börn þeirra eru: 1)
Hafdís Sól, f. 20. ágúst 2001. 2)
Breki, f. 19. mars 2004.
Börn Björns og Sigrúnar
Waage af fyrra hjónabandi og
stjúpbörn Önnu Kristínar eru:
1) Sigurður Björn, f. 4. janúar
1987, dóttir hans er Sigrún
ið 1980. Hann lauk B.Sc.-námi í
tölvunarfræði frá New York
Institute of Technology árið
1985 og M.Sc. í tölvunarfræði
frá Florida Institute of Techno-
logy árið 1987. Við heimkom-
una frá Bandaríkjunum hóf
hann störf sem tölvunarfræð-
ingur hjá Landsvirkjun og vann
þar í 32 ár. Lengst af sem yf-
irmaður tæknideildar.
Björn var mikill íþróttamað-
ur og æfði bæði handbolta og
fótbolta á yngri árum. Síðan tók
golfið við, skokk, hjólreiðar og
bridge. Björn var mikill fjöl-
skyldumaður og fannst honum
ekkert betra en að komast á
skíði og í sumarbústað þar sem
hann naut útivistar og samveru
með fjölskyldunni.
Útför Björns fer fram í Bú-
staðakirkju í dag, 16. október
2020, klukkan 13. Vegna að-
stæðna verða aðeins nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir.
Athöfninni verður streymt á
slóðinni
https://www.sonik.is/bjornj
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á
https://www.mbl.is/andlat
Ásta, f. 25. október
2017. 2) Hafdís
Hlíf, f. 7. júlí 1990,
d. 21. júní 2001. 3)
Margrét Kristín, f.
9. ágúst 1996, sam-
býlismaður hennar
er Arnar Ingi Hall-
dórsson, f. 12. apríl
1993.
Börn Önnu
Kristínar af fyrra
hjónabandi og
stjúpbörn Björns eru: 1) Heiða
Dóra Jónsdóttir, f. 27. ágúst
1982, sambýlismaður hennar er
Julian Smith, f. 27. október
1993, sonur hennar er Askur
Eyland, f. 18. apríl 2010. 2)
Daníel Jón Jónsson, f. 22. mars
1991.
Björn ólst upp í Hlíðunum en
fluttist á unglingsaldri í Foss-
vog. Hann vann við ýmis störf á
yngri árum, lengst af sem rútu-
bílstjóri hjá Kynnisferðum.
Hann varð stúdent frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti ár-
Elsku pabbi minn er nú farinn
frá okkur, sorgin og söknuðurinn
er ólýsanlegur. Pabbi var einstak-
ur maður og eiga öll jákvæðu orð-
in í orðabókinni við hann en má þá
sérstaklega nefna duglegur, sam-
viskusamur, góður og fyndinn.
Pabbi var mín helsta fyrir-
mynd í lífinu og fetaði ég í sömu
spor og hann þegar ég varð tölv-
unarfræðingur. Ég er þakklát
fyrir að pabbi hafi samglaðst mér
í upphafi árs þegar ég útskrifað-
ist.
Ég var spennt fyrir framtíðinni
með pabba og öllum stundunum
sem við áttum eftir að eiga sam-
an, spila golf, leiða mig vonandi að
altarinu einn daginn, horfa á
börnin sín og barnabörnin vaxa
úr grasi. Þrátt fyrir að í dag fái ég
ekki að upplifa þessa hluti með
pabba mínum þá veit ég að hann
verður alltaf hjá mér í hjarta
mínu og fylgist með að ofan. Allar
minningarnar, sögurnar og
myndirnar af pabba eru það dýr-
mætasta sem ég á í dag en það er
það sem yljar um hjartað í sorg-
inni. Ég er þakklát fyrir allt það
sem hann kenndi mér í lífinu og
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman.
Elsku pabbi minn, núna ertu
kominn til Hafdísar Hlífar, knús-
aðu og kysstu hana frá okkur. Ég
elska ykkur og söknuðurinn er
ólýsanlegur en ég veit að þið eruð
alltaf hjá mér og mun minning
ykkar lifa.
Ég elska þig.
Þín dóttir,
Margrét Kristín.
Elsku pabbi, engan veginn datt
mér í hug að þú myndir kveðja
okkur svona fljótt og að við mynd-
um vera í þessari stöðu. Þegar ég
horfi til framtíðar er erfitt að
ímynda sér hana án þín, þetta er
allt svo óraunverulegt. En það
eina sem hægt er að gera núna er
að horfa til baka á góðu minning-
arnar okkar. Samband okkar hef-
ur alltaf verið einstakt enda mjög
lík á ýmsan hátt, bæði í útliti og
sem persónur. Ég er mjög þakk-
lát fyrir öll 19 árin sem við áttum
saman sem byggjast á góðum og
skemmtilegum minningum. Ég
er sérstaklega þakklát fyrir síð-
ustu mánuðina okkar, þar sem við
vorum orðin mun nánari og byrj-
uð að mynda ný tengsl sem ég
vildi að við hefðum getað haldið
áfram að þróa. Ég hef alltaf litið
mikið upp til þín og mun klárlega
taka alla þína kosti til mín og allt
það sem þú hefur kennt mér út í
lífið.
Ég verð ávallt litla pabbastelp-
an þín.
Hafdís Sól Björnsdóttir.
Með traustum nagla byggðir þú gólf,
fyrir okkur að spila.
Á meðan settirðu hjartað í hólf,
milli heimila.
Gerðir allt til þess okkur að næra,
en fékkst of stóran bita.
Mun reyna af þér að læra.
Til Hafdísar ertu farinn að lita.
Elska þig pabbi.
Þinn sonur,
Sigurður Björn Waage
Björnsson.
Góður drengur hefur kvatt og
horfið á vit nýrra heima.
Við kynntumst Bjössa þegar
hann og systir okkar hófu að
rugla saman reytum.
Strax frá byrjun sáum við að
þar var á ferð ljúflingur mikill
sem bauð af sér afar góðan þokka.
Bjössi var með einstaklega fal-
legt og rólegt yfirbragð og það
var gott að vera í hans nærveru.
Við fjölskyldan áttum marga
skemmtilega tíma með Bjössa og
bundumst við sterkum vináttu-
böndum sem aldrei slitnuðu.
Sorgin er mikil við fráfall þessa
góða manns en góðar minningar
lifa að eilífu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Takk fyrir samferðina, elsku
Bjössi okkar. Hvíl í friði og megi
þér líða vel þar sem þú ert stadd-
ur núna.
Við biðjum almættið að styrkja
ykkur, elsku fjölskylda, og gefa
ykkur kraft til að takast á við
sorgina.
Kristín, Margrét og
Hendrikka Waage.
Vinir Björns Jónssonar hjá
Landsvirkjun eru harmi slegnir
við fráfall hans. Þessi rólegi og
trausti félagi okkar var jafn hag-
ur á dagleg störf sín og hann var á
ýmiss konar félagsstörf í þágu
samstarfsfólks síns.
Bjössi starfaði hjá Landsvirkj-
un í tæp 33 ár og var við andlát
sitt yfirmaður kerfis- og net-
reksturs innan upplýsingatækni
og stafrænnar þróunar. Á rúmum
þremur áratugum tók fyrirtækið
miklum breytingum, ekki síst í
tölvu- og upplýsingatækni, og átti
Bjössi ekki lítinn þátt í því að
leiða Landsvirkjun í gegnum þær
stórfelldu breytingar. Í árdaga
tölvutækninnar voru tækin dýr
og í takt við tíðarandann voru öfl-
ugu tölvurnar settar hjá yfir-
mönnunum en þær lakari hjá rit-
urunum. Þegar í ljós kom að
ritararnir notuðu tölvurnar meira
en yfirmennirnir tók Bjössi sig til
og víxlaði tölvunum. Til að
styggja ekki neinn skipti hann
einnig um límmiða á tölvunum
þannig að allt virtist vera óhreyft.
Með hæglæti sínu og kímni-
gáfu vann hann verkin af ábyrgð
og natni, vel liðinn af öllum, hlý-
legur í viðmóti og tók öllu sem að
höndum bar með jafnaðargeði.
Hann hafði gaman af að deila
skemmtilegum sögum með sam-
starfsfólkinu og þegar hann
komst á skrið gat enginn annað
en hrifist með. Þá var hann í ess-
inu sínu.
Starf Bjössa kallaði á sam-
skipti við fjölmargt starfsfólk
Landsvirkjunar og alltaf var
hægt að treysta á að hann leit-
aðist við að leysa úr öllum vanda.
Hann var jafnframt formaður
starfsmannafélags okkar um
tveggja ára skeið og leysti það
verkefni jafn vel og öll önnur sem
hann tók að sér. Hann stofnaði
m.a. golfklúbb starfsmanna-
félagsins, skipulagði golfmót
starfsfólks, golfnámskeið og ótal
margt fleira. Sjálfur var hann
sannfærður um að golfið væri góð
leið fyrir starfsfólk til að kynnast
og efla starfsandann. Óhætt er að
segja að margir hafi tekið undir
það, enda félagsmenn í golf-
klúbbnum núna á annað hundrað.
Sjálfur var Bjössi góður íþrótta-
maður og jafn vígur á skíðin og
golfkylfurnar.
Við hjá Landsvirkjun vorum
lánsöm að Bjössi skyldi kjósa að
veita okkur liðsinni sitt í rúma
þrjá áratugi og minnumst hans
með mikilli hlýju og virðingu.
Fjölskyldu Björns Jónssonar
votta ég innilega samúð mína og
annars starfsfólks.
Hörður Arnarson.
Elsku Bjössi minn, ég á erfitt
með að trúa því að þú sért farinn
frá okkur og ég eigi ekki eftir að
hitta þig aftur, spjalla saman og
spila með þér meistaragolf.
Í minningunni man ég fyrst
eftir þér í öllum jóla- og afmæl-
isboðum hjá Hafdísi frænku.
Bjössi var átta árum eldri en ég,
stór og stæðilegur ungur maður,
með sítt ljóst hár. Hann var oftast
alvarlegur, en brosið var aldrei
langt undan. Eðlilega vorum við
ekki mikið saman á mínum yngri
árum en leiðir okkar lágu saman
þegar ég byrjaði að vinna á tölvu-
deildinni hjá Landsvirkjun. Við
Bjössi náðum strax vel saman í
vinnunni og urðum mjög góðir
vinir. Bjössi bjó til gott teymi og
við unnum mörg skemmtileg og
krefjandi verkefni saman og slóg-
um oftar en ekki á létta strengi
með Lalla og Heimi. Bjössi var
eldklár og góður yfirmaður og
duglegur að miðla af þekkingu
sinni og reynslu.
Bjössi var mikill meistari og
hann kynntist fljótlega mínum
nánustu vinum. Hann varð strax
einn af okkur strákunum. Hann
var mikill keppnismaður og gerði
allt til þess að vinna sigur í keppni
og var alltaf hress og skemmti-
legur í hópnum. Við strákarnir
fórum aldrei í golf til að spila golf,
heldur var alltaf sett upp keppni
og ýmislegt lagt undir í verðlaun.
Við fórum í margar eftirminnileg-
ar keppnisferðir bæði hér heima
og erlendis. Bjössi og Palli voru
nánast alltaf saman í liði og það er
gaman að hugsa til þess hversu
vel þið náðuð saman á golfvellin-
um. Það var ekkert skemmtilegra
en að keppa á móti ykkur því þið
voruð alltaf í stuði með guði og
gáfuð aldrei tommu eftir. Sem
betur fer voruð þið ekki ósigr-
andi, en við strákarnir héldum
það á tímabili. Þið voruð miklir
meistarar saman í liði sem kunn-
uð listina að vinna og tapa. Það er
skrítið að hugsa til þess að þú
verðir ekki með okkur þegar við
strákarnir höldum næstu meist-
aragolfkeppni saman.
Elsku Bjössi minn, þín verður
sárt saknað. Það er ómetanlegt að
hafa átt svona góðan vin og
frænda og það er mér mjög mik-
ilvægt að hafa fengið að kynnast
þér svona vel.
Elsku Anna Kristín og fjöl-
skylda, guð gefi okkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Þinn vinur og frændi,
Baldur.
Með því dýrmætasta í þessu lífi
er að eiga góða vini. Þegar þeir
kveðja finnur maður fyrir því
hvað máltækið „enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur“ er
rétt. Allt of fljótt þarf ég nú að
kveðja mjög góðan vin minn og
fyrrverandi svila, Björn Jónsson.
Við Bjössi kynntumst fyrir
nær fjórum áratugum er hann fór
að vera með Sigrúnu Waage, er
siðar varð kona hans, en hún er
systir Kristínar konu minnar. Það
var mikil gæfa að kynnast Bjössa.
Við náðum einstaklega vel saman,
höfðum álíka skopskyn og mikinn
áhuga á íþróttum og í boltaíþrótt-
um héldum við með sama liði.
Fljótlega fórum við í golfið og það
var oft gaman og mikil keppni hjá
okkur, fjórum svilunum, í þeirri
íþrótt.
Við Kristín minnumst allra
ógleymanlegu matarboðanna og
samverustundanna sem við áttum
bæði hér heima og á Spáni og við
„strákarnir“ fórum einnig með
tengdaföður okkar í ógleyman-
lega golfferð til Portúgals. Já, það
var oft brallað ýmislegt skemmti-
legt í „gamla daga“.
Leiðir Bjössa og Sigrúnar
skildi síðar og þar með fækkaði
samverustundum okkar. Björn
kynntist yndislegri konu, Önnu
Kristínu Daníelsdóttur, og eign-
uðust þau tvö börn.
Ég minnist Bjössa sem eins
besta manns sem ég hef kynnst.
Rólegur, yfirvegaður, bóngóður,
frábær kímnigáfa og umfram allt
var hann einstaklega traustur og
góður maður.
Kæri vinur, hvíldu í friði og
hafðu mikla þökk fyrir yndislega
samfylgd. Við Kristín vottum
Önnu Kristínu, Hafdísi móður
hans og börnum hans svo og öðr-
um ástvinum innilega samúð og
megi góður Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Knútur Signarsson.
Þær sorgarfréttir voru þyngri
en tárum taki að vinur minn og
félagi Björn Jónsson væri látinn.
Ekki er hægt að ímynda sér sorg
fjölskyldu hans og þeirra sem
stóðu honum næst. Það er erfitt
að trúa því að fá ekki að sjá
Bjössa aftur, þennan glæsilega
mann sem var rétt orðinn 60 ára.
Þetta sýnir okkur hve skammt er
á milli lífs og dauða og að ekki er
sjálfgefið að við tökum á móti
nýjum degi. Það er um aldar-
fjórðungur síðan við kynntumst.
Við vorum vinnufélagar og
Bjössi vakti strax athygli þar
sem hann hafði einstaklega að-
laðandi framkomu og maður tók
strax eftir því í fari hans að hann
hafði mikinn húmor og var oft
fljótur að sjá spaugilegri hliðar
lífsins. Eitt af hans áhugmálum
var golfið og þau eru ófá skiptin
sem ég spilaði með Bjössa hringi
hér heima og erlendis. Oft sendi
Bjössi póst að það væri laust
pláss í Holtinu eða á Korpunni og
spurði hvort maður væri til í
hring. Það var ekki oft sem ég
gat ekki mætt, því það var unun
að fá að spila með honum. Síð-
ustu árin höfum við spilað golf
saman með félagsskap sem kall-
ar sig Hamrana og spiluðum við
flesta sunnudaga yfir sumarið.
Skarðið hans í Hamrahópnum
verður vandfyllt og ríkja mikil
sorg og söknuður hjá okkur fé-
lögum. Ég mun sakna Bjössa
mikið og við sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu hans um leið og við þökk-
um Bjössa samfylgdina.
Sigurður Sigurðsson.
Með sorg í hjarta og tregat-
árum kveðjum við kæran félaga
okkar og vin, Björn Jónsson, sem
fór allt of fljótt frá okkur. Við
vorum allir samstarfsfélagar fyr-
ir 27 árum, haustið 1993, þegar
Bjössi stakk upp á því hvort við
ættum ekki að taka í spil og þá
varð ekki aftur snúið. Við höfum
verið spilafélagar upp frá því og
þannig ferðast saman í gegnum
súrt og sætt. Bjössi var sá okkar
sem kunni bridge-íþróttina best,
en aldrei lét hann það pirra sig ef
við svöruðum sögnum hans ekki
rétt. Hann stytti sér kannski leið
og fór beint í slemmuna ef hann
treysti okkur ekki alveg. En
þannig var Bjössi einmitt. Lifði
lífinu til fulls og annað var ekki í
boði. Við munum varðveita minn-
ingarnar um góðu stundirnar og
líka þær broslegu, eins og þegar
við mættum til Bjössa á spila-
kvöldi og húsbóndinn í baði og
ekkert búinn að baka.
Hann kunni að njóta lífsins og
stundaði til dæmis golf og skíði af
kappi. Fjölskyldan skipti hann
miklu máli og einnig að eiga
vandað og fallegt heimili. Það var
gaman að spjalla við Bjössa um
hin og þessi málefni. Það var allt-
af hægt að sjá spaugilegu hlið-
arnar á málunum. Á þessari erf-
iðu kveðjustund þökkum við
fyrir dýrmæta vináttu og frá-
bæran félagsskap í gegnum lífið.
Við munum sakna Bjössa, hann
var alltaf traustur og heill.
Elsku fjölskylda Bjössa. Við
sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi algóður Guð
gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Hvíl þú í friði, kæri vinur. Við
tökum í spil þegar við hittumst á
ný.
Eggert, Guðjón og Nils.
Nú er komið að því að kveðja
góðan vin. Við Bjössi kynntumst
fyrir 20 árum þegar ég hóf störf
á tæknideild á upplýsingasviði
Landsvirkjunar. Þá var Bjössi
yfirmaður tæknideildar og náð-
um við vel saman og höfum átt
farsælt samstarf síðan.
Við Bjössi urðum fljótt miklir
vinir og ýmislegt brallað. Það
kom ekki annað til greina en að
hreyfa okkur í hádeginu, þannig
að Bjössi skipulagði 6 km
hlaupaleiðir í nágrenni vinnu-
staðarins og engar afsakanir
teknar til greina. Síðan breyttist
þetta í göngutúra, þar sem mikið
var spjallað um daginn og veg-
inn, húsin skoðuð í hverfinu enda
hafði Bjössi mikinn áhuga á arki-
tektúr og fallegum hlutum. Við
stofnuðum okkar eigin greining-
ardeild og brutum til mergjar
hin ýmsu málefni í kaffitímum,
og ekki má gleyma öllum ný-
sköpunarfyrirtækjunum sem við
ætluðum að stofna, en vorum
einhvern veginn alltaf aðeins of
seinir og oft mátti heyra mikinn
hlátur á þriðju hæðinni.
Bjössi hafði gaman af að segja
sögur og var hann oftar en ekki
aðalhrakfallabálkurinn og lágum
við oft í hláturskrampa. Eins slík
saga var þegar risastór Frances-
túba festist í nefinu á Bjössa í
einni af mörgum veiðiferðum
okkar.
Ekki má gleyma skíðaferðun-
um með ferðaskrifstofu Önnu og
Bjössa, þetta eru tímar sem
munu seint gleymast og erum
við Kata þakklát fyrir að hafa
fengið að fara með í þessar ferðir
sem hafa skapað svo margar
ógleymanlegar minningar sem
eru svo dýrmætar núna.
Bjössi var annálaður íþrótta-
maður, spilaði handbolta á sín-
um yngri árum með Val og var
mikill íþróttamaður. Hann hafði
náttúrulegt talent í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur. Hann
var með golfbakteríuna á háu
stigi og í mörgum golfhópum og
oft hristi maður bara hausinn á
morgnana þegar Bjössi mætti
kl. 8, búinn að taka einn hring.
Bjössi hafði gaman af smíðum
og það tók ekki langan tíma að
stækka bústað sem hann hafði
erft eftir föður sinn um helming
og fylgdumst við félagarnir
spenntir með þeim framkvæmd-
um. Farnar voru reglulegar
ferðir á Jónsstaði að taka út
verkin hans Bjössa, hvort sem
það var útisturtan, nýju glugg-
arnir, útsýnið út á Þingvallavatn,
steypta borðplatan eða núna síð-
ast brettastóllinn, allt hugmynd-
ir hannaðar og smíðaðar af
Bjössa.
Orðstírinn lifir eins og segir í
Hávamálum:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálf ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Bjössi var góður drengur og
hrókur alls fagnaðar. Hann var
vinmargur og hans verður sárt
saknað. Hugur okkar er hjá
Önnu, börnunum og öðrum að-
standendum.
Hvíl í friði.
Þinn vinur,
Lárus Sigurbjörn,
og fjölskylda.
Það var fyrir um 20 árum að
vinkona Helenar, hún Anna
Kristín, sagði okkur að hún væri
farin að búa með honum Bjössa,
sem við könnuðumst við þegar
við vorum fótboltaforeldrar sam-
an. Ekki fannst okkur það verra
þegar þau gerðust nágrannar
okkar líka í kjölfarið þegar
Bjössa tókst að sannfæra Önnu
Kristínu um ágæti Garðabæjar.
Síðan er mikið vatn runnið til
sjávar. Það var margt brallað
skemmtilegt saman.
Við fylgdumst með fjölskyld-
unni á Tjarnarflötinni vaxa úr
grasi og þar voru hæðir og lægð-
ir eins og gengur. Það tók mikið
Björn Jónsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÆGIR INGVARSSON
bifvélavirkjameistari og vélstjóri,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri í
Ólafsvík, þriðjudaginn 13. október.
Ásta Dóra Valgeirsdóttir
Ingvar Valgeir Ægisson Áslaug Olga Heiðarsdóttir
Trausti Ægisson Lilja Ólafardóttir
Valgerður Margret Ægisd. Hafrún Elvan Vigfúsdóttir
og barnabörn