Morgunblaðið - 16.10.2020, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.10.2020, Qupperneq 23
á Bjössa þegar Hafdís Hlíf dó mjög óvænt aðeins 11 ára gömul. En það voru heldur betur oft á tímum skemmtilegar stundir og umræður. Okkur er t.d. minnis- stætt þegar Bjössi og Anna voru að skipuleggja sumarfríin, sem oftar en ekki var heljarmikið púsluspil vegna barnaskarans. Bjössi hafði gott auga fyrir hönnun og var handlaginn og það kom sér vel þegar við tókum upp á því að endurbæta íbúð sem við leigðum út í sameiningu. Hann endurbyggði líka sjálfur sum- arbústaðinn á Þingvöllum sem gaf honum margar ánægjustund- ir. Seinni árin vorum við hluti af frábærum vinahópi sem stundaði golf, gönguferðir og spila- mennsku, oft í skemmtilegum sumarbústaðarferðum. Þar var Bjössi löngum fremstur meðal jafningja, hvort sem keppt var í golfi eða bridds. Hann var líka góður í því að skipuleggja golf- ferðir erlendis. Það var heldur betur óvænt og sorglegt þegar við fréttum andlát Bjössa. En stundum virðist sami vegurinn liggja að hamingju og sorg. Bjössa verður sárt saknað. Við vottum Önnu Kristínu, Hafdísi Sól, Breka, Sigurði Birni, Mar- gréti Kristínu, Heiðu Dóru, Daní- el Jóns og allri fjölskyldu Bjössa okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jón og Helen. Í dag er til grafar borinn góður vinur okkar, Björn Jónsson. Á þessum erfiðu tímamótum minn- umst við svo margra góðra stunda sem við áttum með hon- um. Við vinkonurnar kynntumst Bjössa í barnaskóla en Bjössi flutti í annað hverfi á unglingsár- unum þannig að leiðir skildi eins og gengur. Bjössi kom svo aftur inn í líf okkar þegar hann og Anna Krist- ín æskuvinkona okkar felldu hugi saman fyrir 20 árum. Hann féll undir eins inn í vinahópinn okkar sem gengur undir nafninu Saumó og var sem hann hefði verið hluti af hópnum alla tíð. Enda vísaði hann endalaust í gömul kynni okkar í barnaskóla. Saumó hefur alla tíð verið sam- hentur hópur og hafa makar tekið fullan þátt í viðburðum okkar. Hvort heldur sem eru ferðir inn- anlands eða utan, leikhúsferðir eða matarboð. Við yljum okkur því við ljúfar minningar úr öllum þeim fjölbreyttu og skemmtilegu ferðum sem saumaklúbburinn fór saman í. Bjössi var einstaklega ljúfur og góður drengur, stemmnings- maður mikill, örlátur og gestris- inn og hafði einstaklega gaman af því að ræða málin og kryfja til mergjar. Það var því honum að skapi að einn af föstu punktunum í tilverunni hjá okkur í Saumó voru hin árlegu aðventuboð á Tjarnarflötinni. Þá naut Bjössi sín í því að matbúa jólakalkún og meðlæti fyrir okkur vinkonurnar og maka. Þetta voru jafnan mikl- ar yndisstundir, mikið skrafað, hlegið og þjóðmál líðandi stundar rædd. Nú þegar komið er að kveðju- stund minnumst við Bjössa með góðum hug og yljum okkur við minningarnar. Elsku Anna Kristín, Heiða Dóra, Siggi, Daníel, Margrét, Hafdís Sól, Breki, Hafdís Hlíf, tengdabörn og barnabörn. Megi góður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Kveðja frá saumaklúbbnum, Eva og Ellert, Soffía og Ómar, Svanhvít og Anna Sigríður. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 ✝ Hörður Adolfs-son fæddist í Vestmannaeyjum 28. mars 1950. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans þann 6. október 2020. For- eldrar hans voru Adolf Óskarsson, f. 30.11. 1928, d. 15.12. 2008, og Ásta Vigfúsdóttir, f. 15.7. 1928, d. 20.2. 2014. Hann var elstur í röð fimm systkina; Erla, f. 25.6. 1952, gift Jóhanni Pétri Andersen, Vigfús, f. 18.8. 1955, d. 21.7. 1967, Hilmar, f. 21.1. 1960, kvæntur Ólöfu Sig- urðardóttur, og Adolf, f. 17.9. 1962, giftur Júlíu Hennings- dóttur. Matthias Wörle, synir þeirra eru Óskar Snorri og Otto Svanur, og (2) Ásta María Harðardóttir, f. 16.4. 1987, maki hennar er Vikt- or Höskuldsson, synir þeirra eru Höskuldur Orri og Hörður Húni. Hörður var fæddur og uppal- inn í Vestmannaeyjum og var matreiðslumeistari að mennt. Hann bjó þar með fjölskyldu sinni til ársins 1995 og rak lengst af veitingastað. Eftir það starfaði Hörður sem sjómaður og síðar við pípulagnir á höfuðborgarsvæðinu og ná- grenni þess. Hörður verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í dag, 16. október 2020, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur við- staddir. Streymt verður frá at- höfninni https://youtu.be/8F9C91OK6mQ Hægt að nálgast virkan hlekk á https://mbl.is/andlat. Hörður kvæntist Nönnu Maríu Guð- mundsdóttur 15.4. 1976, f. 30.9. 1954. Foreldrar Nönnu voru Guðmundur Gunnar Einarsson, f. 11.10. 1931, d. 20.2. 2016, og Mar- grét Þórdís Ámundadóttir, f. 30.9. 1933, d. 8.12. 2018. Börn Harðar eru (1) Elsa Björk Harðardóttir f. 20.3. 1968, dóttir hennar er Hera Sif, og (2) Ragnar Hannes Guðmundsson, f. 28.10. 1969, dætur hans eru Guðrún Erla og Anna Lára. Dætur Harðar og Nönnu eru (1) Margréti Rós Harðardóttir, f. 11.8. 1979, maki hennar er Hann pabbi var einn af þeim allra bestu. Það er svo ótrúlega margt fallegt sem við gætum sagt um hann en á sama tíma er erfitt að koma því fyrir í einni lítilli minningargrein. Pabbi var blíður, góður, skemmtilegur, traustur, rausnarlegur, örlátur og frábær fyrirmynd. Hann var reddarinn minn, mín mesta klappstýra, æv- intýramaður mikill og sannkölluð hetja. Pabbi var vinur allra og kenndi mér mikilvægi þess að vera góður vinur og virði góðra vina, en sjálfur hann átti yndis- lega vini sem hafa reynst okkur fjölskyldunni ómetanlegir. Pabbi var mikill prakkari og ég held að flestir, bæði vinir og fjölskylda, eigi einhvers konar prakkarasög- ur af honum, allt frá unga aldri til síðasta dags. Hann er eini maðurinn sem ég þekki sem hefur náð sjötugsaldri sem var það ungur í anda að hann var ennþá með unglingabólur og það var varla farið að grána á honum hárið. Ég fann alltaf fyrir því að vera elskuð, við fjölskyldan vorum ástarenglarnir hans pabba. Hann dáði barnabörnin sín og frændsystkinin öll sem eitt og elskaði ekkert meira en að fá að kúra með þeim uppi í rúmi eða sófa, sérstaklega á gamlárskvöld þar sem hann gat horft á flugeld- ana með þeim í ró og næði. Hann sá ekki sólina fyrir barnabörnun- um og þau sáu hana ekki fyrir honum. Fyrir þeim var hann afi Hörður sem er alvöruvíkingur. Hér fylgir saga sem hann fékk í gjöf í tilefni sjötugsafmælis síns og var lesin fyrir hann 4. október 2020. Hörður Dolla víkingaofurhetja Þessi saga fjallar um víkinga. Víkingar notuðu sverð til að vernda sig frá stríði. Ef einhver réðst á þá þá börðust þeir við þá. Það var ein kona sem barðist við víkingana. Hún var ekki venjuleg kona heldur var hún norn! Norn! Norn! Norn! Víkingarnir náðu ekki að sigra hana nema einn vík- ingur sem hét Hörður Dolla. Hann tók sverðið sitt og bogann sinn og öll vopnin frá hinum vík- ingunum. Hann var með fárán- lega margar hendur og hann náði að nota öll vopnin. Hann skaut öllum örvunum, kastaði öllum spjótunum. Ef einhver lamdi í skjöldinn hans þá kviknaði í því sem var notað og fólkið varð að eldi og dó. Skjöldurinn var ósýni- legur sem Hörður Dolla notaði. Eftir þetta varð hann Konungur víkinganna. (Höskuldur Orri, átta ára afastrákur) Elsku pabbi. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, hjálpaðir mér með og studdir mig í gegn- um. Þú verður alltaf í hjarta okkar allra og við munum sakna þín sárt. Ásta María, Viktor, Hösk- uldur Orri og Hörður Húni. Með trega og sorg í hjarta kveð ég mág minn og vin, hann Hörð Adolfsson. Ég var svo lánsöm að kynnast Herði fyrir um 45 árum þegar ég bjó í Vestmannaeyjum. Hann var með mikið krullað svart hár, brosmildur, glaðvær og skemmti- legur eyjapeyi. Síðar vildi það til eitt vetrakvöld að ég kynnti hann fyrir Nönnu systur. Vinkona mín átti að vera hans borðdama þetta kvöld en forfallaðist á síðustu stundu og þá plataði ég Nönnu systur að koma í staðinn. Ástin kviknaði og hafa þau verið lífs- förunautar síðan. Fjölskyldur okkar hafa fylgst að í gegnum lífið og margar ánægjulegar minningar fylla hugann. Skemmtileg ferðalög, veiðiferðir, sumarbústaðarferði, afmælisveislur, matarveislur og fleira og fleira. Hörður minn, þú áttir stóran þátt í að gera líf okkar gott og skemmtilegt. Þú tókst alltaf á móti okkur með þéttu faðmlagi og koss á kinn og lést innilega finna að maður væri velkominn. Alltaf gat ég hringt í þig þegar mér vantaði aðstoð, leiðbeiningar eða matseldin var að klúðrast. Ósjaldan mætti þú þá á staðinn og bjargaðir málunum. Þú varst frábær kokkur og kenndi mér meðal annars að búa til bestu bernaise- og karrísósu í heimi. Þú varst einstaklega bóngóður og vinnusamur. Alltaf varst þú fyrsti maður á staðinn ef þörf var á aðstoð og raukst í verkið. Hörður minn ég minnist orða þinna ekki alls fyrir löngu þar sem þú sagðir að lífið væri ferða- lag og við þyrftum að taka ákveð- in skref. Nýtt ferðalag er hafið hjá þér og ný skref. Takk elsku Hörður fyrir alla hjálpina, vináttuna og hlýjuna. Hvíldu í friði kæri mágur og sjáumst síðar. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjartað mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Mega algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima Mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Þórunn. Hörður mágur minn er dáinn. Hann hafði sofnað eftir erfiða nótt og vaknaði ekki aftur. Minn- ingaflóð helltist yfir mig enda hefur Hörður verið stoð mín og stytta síðan ég var sex ára. Hann var ekki bara mágur minn heldur frekar stundum eins og pabbi enda leitaði ég til hans með nán- ast allt, gladdist með honum og grét. Strax þótti mér einstaklega vænt um Hörð enda var ekki ann- að hægt. Hann geislaði af gleði, var stríðinn og gaf mér litlu syst- urinni tíma og óvæntar gjafir. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta og virtist alltaf hafa áhuga fyrir því sem ég hafði að segja. Þegar Nanna og Hörður giftu sig varð ég mjög glöð en þótti reyndar óréttlátt að þau völdu að búa í Vestmannaeyjum. Það kom svo reyndar ekki að sök því að alltaf voru þau tilbúin að taka á móti mér til Eyja eftir skólann á vorin og ég dvaldi hjá þeim þar til skól- inn byrjaði aftur um haustið. Frá- bær tími fyrir mig að kynnast þeim og lífinu í Eyjum. Hörður var einstaklega hjálp- samur og var alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa okkur Svenna með heimilin okkar, fjölskyldu og fyrirtæki. Alltaf var hægt að leita ráða, fá aðstoð og fullt af hug- myndum og mismunandi teikn- ingum. Hann sagði alltaf: „Bara muna að teikna þetta fyrst.“ Hörður var stríðinn grallari, sem gat hlegið hátt og lengi yfir sögum af því hvernig hann plat- aði vini sína eða bræður en fyrir okkur var hann fyrst og fremst höfðingi. Tók af skarið, gerði hlutina og algjör höfðingi heim að sækja. Börnin okkar, Guðmund- ur Gunnar, Aron Ingi og Milla, áttu svo sannarlega frænda og vin sem var virkilega áhugasam- ur um það sem þau voru að gera. Hörður var kletturinn okkar sem var alltaf mættur til að hjálpa sama hvað til stóð. Áramótin verða aldrei eins fyrir Millu sem hefur setið inni við stóra gluggann í stofunni með Herði frá því hún fæddist. Hún var pínulítil þegar hún áttaði sig á því að í fanginu á Herði var best og öruggast að vera þegar áramótin gengu í garð og sprengjulætin byrjuðu. Aron Ingi átti ómetanlegan tíma með Herði þegar hann vann með honum í rúmt ár, lærði þol- inmæði, mikið um pípulagnir og kann orðið óteljandi af skemmti- legum sögum. Hörður kenndi Guðmundi Gunnari að veiða og sá til þess með Nönnu að hann veiddi fyrsta fiskinn sinn með þeim. Lífið verður aldrei eins án þín elsku Hörður okkar en sem betur fer eigum við hafsjó af minning- um um þig og óteljandi skemmti- legar stundir með þér. Við fjöl- skyldan munum svo sannarlega passa Nönnu, Margréti Rós og Ástu Maríu fyrir þig og segja afa- strákunum þínum endalausar sögur um þig og frá afrekum þín- um. Við söknum þín Hörður, takk fyrir allt. Ingigerður, Sveinn, Guðmundur Gunnar, Aron Ingi og Milla. Víða til þess vott eg fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. Svo orti Bólu-Hjálmar og Hörður Adolfsson var eðalsteinn í steinasafni mannlífsins og hans verður sárt saknað. Minningar streyma fram um okkar góða granna sem við hjónin kynntumst við upphaf búskapar okkar í Gal- talind 15 í Kópavogi. „Hörður á móti“ var mikill öðlingur. Hann liðsinnti okkur um margt í gegn- um tíðina enda hæfileikaríkur með eindæmum. Listakokkur, pípari og dásamlegur lífskúnst- ner. Ávallt brosandi og glaður og ekkert vandamál svo flókið að ekki væri hægt að leysa það. Hörður og Nanna eiga glæsilegt heimili og vorum við fjölskyldan alltaf aufúsugestir til þeirra og dætranna hinum megin við gang- inn og svo síðar á Vatnsendann. Börnin okkar alltaf velkomin og Hörður, Nanna, Margrét Rós og Ásta María gættu barna okkar þegar ungu hjónin þurftu að viðra sig. Ávallt var tekið á móti okkur með bros á vör og ósjaldan var maður leystur út með gjöfum. Síldin hans Harðar er ein sú besta sem hægt er að fá, mikill laukur og dásamlegt bragð. Minnisstæður er aðfangadagur fyrir nokkrum árum þegar metn- aðarfulla húsmóðirin, nágranna- kona hans, klúðraði forréttinum. Þá vildi svo heppilega til að Hörð- ur átti „varahring“ en um var að ræða sjávarréttahring í hlaupi. Hörður hafi haft veður af þessu brasi nágranna sinna og vafalaust haft okkur í huga ef illa skyldi fara. Svona var Hörður. Ófá skiptin lánaði Hörður verkfærin sín þegar Egill var að pípa og kom með góð ráð. Á skírnardegi dótturinnar voru vandræði með gúllasið og Hörður mætti á stað- inn og skar allt niður á „nó tæm“ eins og sagt er og reddaði mál- unum. Ávallt til staðar. Hérna er aðeins stiklað á örfáum minnis- stæðum atvikum úr okkar 24ra ára vináttu sem aldrei bar skugga á. Elsku Nanna okkar er búin að missa lífsförunaut sinn allt of snemma og dæturnar, barna- börnin og tengdasynirnir yndis- legan pabba, tengdapabba og afa. Dásamleg vinátta og góðar minningar um okkar kæra Hörð munu ylja okkur um hjartarætur. Guð veiti ykkur styrk, kæra fjöl- skylda. Minning góðan mann lifir. Í virðingu og þakklæti. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vet- ur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láð- ist að votta þér. Það virtist svo ástæðu- laust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson) Egill Erlingsson. Ragnheiður K. Guðmundsdóttir. Elvar og Íris Jóna. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég hitti Hörð fyrst. Þessi stund var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem við vorum hluti af góðum hópi sem var á leið til Grænlands til að sigla á slöngubátum um Suður-Græn- land og taka upp heimildarþætti um svæðið. Fyrir 17 ára unglingspilt var mjög eftirminnilegt þegar Hörð- ur bauð öllum hópnum upp á koníak með þeim orðum að þetta væri skyldudrykkur áður en flog- ið væri úr landi! Oftar en ekki hef ég haft þetta í huga á ferðum mínum en alveg er ég handviss um að þessu mun ég ekki klikka á hér eftir. Í Grænlandsferðinni var margt brallað, mikið hlegið og eldaði hópurinn saman á hverjum degi. Eitthvað var matarkistan farin að þynnast þegar leið á ferð- ina og veiðin dræm og varð þá til rétturinn „Ragú veiðimannsins“ sem oft hefur verið minnst á í seinni tíð. Hörður var matreiðslu- meistari og ég var á þessum tíma nýbyrjaður að læra kokkinn. Í ferðinni góðu náðum við Hörður vel saman, þrátt fyrir að talsverð- ur aldursmunur hafi verið okkar í milli, og ári seinna flutti ég nema- samning minn til Harðar og varð þar með síðasti nemi hans. Ég hef litið á Hörð sem vin minn og fé- laga frá þessum tíma og alltaf var hann til í að hjálpa, ráðleggja og ræða málin niður í kjölinn. Sem dæmi um hjálpsemi Harðar og dugnað þá verð ég að nefna húsbyggingu okkar hjóna á síðasta ári. Aðdragandinn hafði verið nokkur og ófá samtölin höfðum við Hörður átt varðandi hvaða leið væri best að fara í þessum efnum. Kaup á fokheldu húsi varð ofan á og ekki kom ann- að til mála en hann sæi um allar pípulagnir fyrir okkur þar sem hann starfaði við það hin seinni ár. Alveg er ég viss um það að fáir sem engir húsbyggjendur hafi fengið svo skjóta þjónustu en Hörður var mættur með annan með sér, fyrr en ráð var fyrir gert, og kapp þeirra var mikið að koma okkur sem fyrst inn í húsið. Lengi vel áttum við Hörður, ásamt Ingva Rafni, fyrsta kokka- nema Harðar, gæðastundir á fundum Klúbbs matreiðslumeist- ara. Nú þegar þeir eru báðir fallnir frá hef ég hugsað mikið um þess- ar frábæru stundir sem við áttum saman. Við Hörður hittumst reglulega og þó sér í lagi eftir að ég flutti heim frá Bandaríkjunum í lok árs 2016. Hittingar í hádeg- inu urðu oft ofan á þar sem hægt var að slá tvær flugur í einu höggi, borða saman góðan mat og ræða dægurmálin, framtíðina og matargerð. Þær stundir koma aldrei aftur en minning um frá- bæran vin og félaga mun lifa. Elsku Nanna, Margrét Rós, Ásta María og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þórir Erlingsson. Samtalið við Nönnu þar sem hún tjáði okkur að Hörður væri látinn líður seint úr minni. Það er allt svo óraunverulegt og ósanngjarnt við þessa stað- reynd, dánartilkynning í Mogg- anum með mynd af Herði bara gat ekki staðist. En svona er lífið víst og í dag er komið að kveðju- stund okkar góða vinar. Minningarnar eru margar. All- ar góðu samverustundirnar verða ljóslifandi því frásagnargleðin og dillandi hláturinn voru svo eðli- legur hluti af Herði. Í ferðalögum bæði innan- og utanlands með þessu yndislega vinafólki áttum við frábærar stundir. Í gamladaga þegar farið var í tjaldútilegur upp á land heiman úr Eyjum, ferðir hér inn- anlands eftir að við vorum öll flutt upp á land og skemmtilegar utan- landsferðir seinni árin. Minningin frá komu þeirra til okkar í bústaðinn núna síðsumars er sérlega dýrmæt. Alveg grun- laus um að þetta væri síðasta samverustundin með Herði ráð- lögðum við að fara austur á Klaustur í þeirra bústað, það skyldi verða næsta vor þegar veikindin væru yfirstaðin. Já, það er margs að minnast og þakka. Við erum þakklát fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar, styrkinn á erfiðum tímum og órjúfanlega áralanga vináttu. Hörður vinur okkar er farinn í annan heim og þar hafa móttökur verið góðar. Hláturinn, brosið, gleðin og góðvildin gleymist aldr- ei. Við förum seinna saman í Fúsahús. Elsku Nanna, Margrét Rós, Ásta María og fjölskyldur. Inni- legar samúðarkveðjur, megi góð- ur Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Ykkar vinir Guðfinna og Kristinn. Hörður Adolfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.