Morgunblaðið - 16.10.2020, Síða 25
geymt en ekki gleymt. Skúli hafði
gaman af bakstri og var hann oft
búinn að baka fullt eldhúsborð af
kökum þegar mamma kom heim
úr frystihúsinu. Við systkinin átt-
um líka margar góðar stundir í
sveitinni okkar vestur í Dölum hjá
góðu fólki. Þar vorum við öll sum-
ur og undum okkur vel. Í kringum
1960 fór pabbi vestur á Reykhóla
að byggja kirkju. Skúli fór með
honum til aðstoðar, ætli smiður-
inn hafi ekki vaknað hjá honum
þá. Eftir að Skúli og fjölskylda
fluttu úr Vogunum byggðu þau
sér fallegt sumarhús í Hvalfirði,
þar nutu þau Skúli og Steina sín
vel. Hann alltaf að dytta að og hún
í skógræktinni og eru nú komin
þar stór og falleg tré. Ég og Bragi
nutum góðs af og vorum oft í bú-
staðnum ef hann var á lausu, þökk
sé þeim hjónum.
Skúli tók veikindum sínum
með mesta æðruleysi. Ef hann
var spurður hvernig heilsan væri
kom alltaf sama svarið: „Ég er
hress, ekkert að mér.“ Vissi hann
strax að hverju stefndi og var með
allt undirbúið áður en hann fór.
Hann var mjög næmur í andans
málum og áttum við oft tal saman
um það eins og svo margt annað.
Bróðir minn átti yndislega fjöl-
skyldu, það sást best þegar þau
tóku hann heim af spítalanum og
hlúðu að honum síðustu dagana
þar til yfir lauk.
Steina, Sveindís, Rúna, Maggi,
Inga og fjölskyldan öll. Hugur
okkar er hjá ykkur á þessum erf-
iða tíma. Biðjum góðan guð að
vera með ykkur öllum, og gefa
bróður mínum góða ferð í sum-
arlandið. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson frá Gríms-
stöðum)
Elín Guðrún Magn-
úsdóttir (Ella systir) og
Bragi Bergmann.
Með hlýhug og söknuði kveð ég
kæran vin til margra ára. Á svona
stundu kemur margt upp í hug-
ann og margs er að minnast. Við
Skúli höfum verið góðir vinir frá
fermingaraldri og aldrei borið
skugga á okkar vináttu þó að
skoðanir hafi kannski ekki alltaf
verið þær sömu.
Við höfum fylgst að í gegnum
tíðina og má þar helst nefna að við
vorum saman í róðrasveit UMFÞ
á sínum tíma. Mörg voru böllin
sem við fórum á saman og ým-
islegt var brallað, minnisstæðast
er þegar við náðum í konurnar
okkar á Röðli á svipuðum tíma.
Við hófum búskap á sama tíma í
Vogum og var alltaf mikill sam-
gangur á milli heimila okkar. Frá
fyrstu áramótum okkar hjóna
kom Skúli alltaf í heimsókn á
gamlársdag þar sem árið var
gert upp og hélst þessi hefð alla
tíð að undanskildum síðustu ára-
mótum þar sem hann var orðinn
veikur. Allir á heimilinu biðu
spenntir eftir heimsókn Skúla og
þegar börnin mín voru orðin full-
orðin gerðu þau sér ferð til okkar
til að hitta hann, svo rík var þessi
hefð orðin. Alltaf var hugur
Skúla hjá öðrum og var ekki
hægt að finna bónbetri mann, en
aldrei bað hann um neitt á móti.
Það voru ófá skiptin sem ég leit-
aði til hans eftir ráðum og hjálp
þegar ég var að byggja. Ég man
þegar við vorum ungir menn, þá
átti hann upptökin að því að
hjálpa eldri konu í sveitarfé-
laginu að skipta um þak, hann
safnaði saman nokkrum strákum
sem gengu í það verk með hon-
um. Þá var Skúli nýlærður húsa-
smiður. Þegar ég var rúmlega
fimmtugur fórum við hjónin í
okkar fyrstu utanlandsferð með
Skúla og Steinu og var sú ferð al-
veg frábær og mjög eftirminni-
leg. Skúli hafði unun af því að
skipuleggja ferðina okkar og
áttu þær ferðir eftir að verða
mun fleiri. Farið var til Þýska-
lands en þar hafði Skúli verið að
vinna og þekkti vel til.
Elsku Steina og fjölskylda, ég
sendi ykkur innilegar samúðar-
kveðjur og megi guð gefa fjöl-
skyldunni styrk á þessum erfið-
um tímum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði.
Þinn æskuvinur,
Sævar.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020
✝ Sigríður Kr.Árnadóttir
(Didda) fæddist á
Neðrabæ í Selárdal
í Arnarfirði 26.
júní 1923. Hún
varð bráðkvödd
29. september
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Árni
Magnússon f. 29.9.
1897 í Selárdal og
Auðbjörg Jónsdóttir f. 9.11.
1897 á Bíldudal.
Didda var næstelst sjö systk-
ina. Þau voru Gunnar Halldór,
Börn þeirra eru Auður Árný,
fædd 1951, gift Sigurði Guð-
mundssyni og eiga þau eina
dóttur hvort, Kristján Salberg,
fæddur 1955, í sambúð með
Margréti Haraldsdóttur og á
hún þrjú börn, Ólöf Ágústína,
fædd 1957, gift Reyni Einars-
syni og eiga þau þrjú börn og
Ásta Bergljót, fædd 1959, gift
Sigurði Einarssyni og eiga þau
einn son. Barnabarnabörnin
eru fjögur.
Didda ólst upp í Selárdal en
fór ung að heiman og vann við
saumaskap hjá klæðskerum á
Akureyri og í Reykjavík ásamt
því að sinna bústörfum með
foreldrum sínum á sumrin. Síð-
ast vann hún við umönnun á
Droplaugarstöðum í Reykjavík.
Útför Sigríðar fer fram frá
Áskirkju í dag, 16. október
2020, klukkan 13.
f. 1920, d. 1998,
Ásta Brynhildur, f.
1926, d. 1927, Jón
Magnús, f. 1930,
Sveinn Ásgeir, f.
1931, d. 2014,
Bergsveinn Þórð-
ur, f. 1933, og
Agnar Eysteinn, f.
1937, d. 2010.
Didda giftist 27.
maí 1956 Stefáni
Geir Ólafssyni, f
10.12. 1919 á Svarfhóli í Borg-
arfirði, d. 7.9. 1989. Foreldrar
hans voru Ólafur Kristjánsson
og Ágústína Guðmundsdóttir,
Ég var mjög mikið hjá ömmu
og afa þegar ég var lítil.
Afi svaraði, af bestu getu, öll-
um mínum spurningum um Guð
og gekk með mér upp í Áskirkju
í sunnudagsskólann. Ég fékk
líka að hjálpa honum að gefa
kisunum á heimilinu fisk. Þegar
afi kom heim í hádeginu og fékk
hræring hjá ömmu, fékk ég eitt-
hvað annað gott, gat ekki
ímyndað mér að hræringur væri
góður og vildi alls ekki smakka.
Ég dýfði höndunum í hveit-
iskúffuna hennar ömmu þegar
hún sá ekki til (upptekin við að
elda matinn) úúúú það var svooo
mjúkt. (Fyrirgefðu amma).
Amma átti heimsins falleg-
ustu náttföt svo ekki sé talað
um gráu rúskinnsstígvélin henn-
ar með hælunum. Afi leyfði mér
að gramsa í fataskápnum henn-
ar alveg óáreittri. Svo sat ég á
gangstéttarbrúninni, þegar
amma kom heim úr vinnunni, í
siffon-prinsessunáttkjólnum
hennar, í rauða doppótta nátt-
sloppnum utan yfir, gráu stíg-
vélunum og með kisuskóhornið
sem veldissprota. Það var nefni-
lega með smaragðsgræn augu
sem hæfði konungbornum.
Aumingja amma, ég er ekki viss
um að hún hafi haft jafn gaman
að þessu og ég.
Við amma brölluðum margt.
Hún leyfði mér oft að fara á
róluvöllinn á sumrin og þegar
hún sótti mig höfðum við kaffi-
tíma á tröppunum. Amma með
kaffi og ég Nesquick í ííískaldri
mjólk og eitthvert sætt meðlæti.
Hún fór alltaf með bænirnar
með mér áður en ég fór að sofa
þegar ég fékk að gista og eitt
skiptið man ég að einhver galsi
var í okkur báðum og við kút-
veltumst, í faðmlögum, á rúminu
og skellihlógum.
Hún amma lét ansi margt eft-
ir mér. Sem barn var ég mikið
að velta því fyrir mér hvort ekki
mætti fara marga hringi á
hringtorgum. Spurði ömmu að
þessu eitthvert skiptið sem við
vorum í bílnum að erindast.
Hún hélt nú að það væri í lagi
og við fórum „kring eftir kring
eftir kring“ á hringtorginu fyrir
framan Þjóðminjasafnið og
hlógum mikið.
Amma var með græna fingur.
Helgidómur ömmu á Kambsveg-
inum var gróðurhúsið hennar.
Þar blómstruðu alls konar rósir,
stórum fallegum blómum. Þar
fékk ég stundum að koma inn
og var aldeilis minnt á að fara
varlega, ganga hægt og alls ekki
rekast í og brjóta rósirnar. En
einu sinni á ári, á afmælisdaginn
minn fékk ég að fara inn í þenn-
an helgidóm og velja mér falleg-
ustu rósina. Amma klippti hana
af fyrir mig og ég fékk að hafa
hana í hárinu. Það sem ég var
endalaust fín og þvílík gjöf sú
allra, allra besta.
Þegar ég byrjaði í mennta-
skóla átti ég jakka sem var með
helst til stuttum ermum og þeg-
ar ég hélt utan um skólatöskuna
blés upp ermarnar. Amma var
nú ekki lengi að redda málun-
um. Prjónaði handa mér, af
sinni alkunnu snilld, vettlinga
sem voru með svo löngu stroffi
að þeir náðu alveg upp að oln-
boga, enda kallaði hún þá löngu-
vitleysuna.
Eins þegar ég gifti mig
prjónaði hún handstúkur handa
mér, svo mér yrði ekki kalt. Því
ég er annáluð kuldaskræfa.
Eiginmannsefnið var strákur
sem finnst fátt betra en að vera
í lopapeysu, því fannst mér til-
valið að prjóna eina handa hon-
um í brúðargjöf. Verst bara að
ég kunni ekkert að prjóna.
Amma bjargaði því, sat hjá mér
tímunum saman með endalausa
þolinmæði og hjálpaði mér í
gegnum þetta lykkju fyrir
lykkju. Þegar að útkoman var
svo ekki alveg í samræmi við
væntingar þá hughreysti amma
mig og sagði „ þetta er allt í
lagi, þetta er lopi og það lagast
allt þegar þú þværð hann“ og
viti menn það lagaðist allt við
þvott. Eiginmaðurinn hæst
ánægður með peysuskrattann.
Já það var mikið brallað, og
ég endalaust rík af ást sem hún
gaf mér og ljúfum minningar-
brotum.
„Ertu þá farin ljósið mitt?“
Þangað til næst
þín
Adda.
Manstu eftir þokunni ógur-
legu?
Við fylgdumst með henni læð-
ast niður eftir Selárdalnum og
breiða mjólkurkennda móðu yfir
dalinn. Hún læddist að bústaðn-
um og loks sáum við ekkert
annað en móðuna miklu út um
gluggann. Þetta var ógurleg
þoka en inni sátum við með
kerti og spil og kaffi í bolla. Við
litum af og til út og fórum að
greina útlínur. Hvað var þetta
sem stóð þarna fyrir utan?
Hvað hafði móðan mikla dregið
til okkar? Jú, fyrir utan
gluggann stóð kind. Ekki bara
ein sauðkind, heldur heil hjörð
sem hafði gengið rakleiðis í átt
að ljósinu og stóðu nú þarna
jórtrandi fyrir framan bústað-
inn. Sigga Sunna, nafna þín var
ekki lengi að hugsa sig um. Hún
smeygði sér í gervi smalans,
stökk út og baðaði út báðum
höndum. Á meðan stungum við
hausunum út um dyrnar, fylgd-
umst með og hlógum að kind-
unum ráfa um og Siggu á eftir
þeim.
Seinna rifjuðum við oft upp
þetta atvik og byrjuðum á því
að segja: „Manstu eftir þokunni
ógurlegu?“ Hvort ég man! Ég
man svo margt, ég man allar
þessar dýrmætu minningar sem
við söfnuðum jafnóðum í fjár-
sjóðskistuna okkar.
Við vorum miklar spilakerl-
ingar, ég og þú. Við sátum tím-
unum saman inni í eldhúsi og
kepptumst hvor við aðra. Þú
spilaðir af mikilli kænsku. Við
ríghéldum í spilin til þess að hin
myndi ekki sjá. Stundum vannst
þú og stundum vann ég. Mun-
urinn var hins vegar sá að að-
eins önnur okkar var sökuð um
svindl. „Núna ertu að svindla á
mér skottið mitt,“ sagðir þú og
glottir um leið og þú lagðir spil-
in niður. Ég rak upp stór augu í
hvert skipti og lofaði öllu fögru,
nei að sjálfsögðu var þetta heið-
arlegur sigur! Ég tala til þín í
fyrstu persónu af því þetta átti
að vera enn eitt póstkortið.
Fyrir stuttu gekk ég um sól-
blómaakur. Ég tók upp mynda-
vélina og sagði „eina fyrir
ömmu“. Þetta var síðasta
myndin á vélinni og átti að
fylgja með næsta póstkorti.
Þegar ég hringdi í þig á 97 ára
afmælisdaginn þinn sagði ég
þér frá öllum blómunum sem
voru í fullum blóma í Helsinki.
Ég sagði að þú værir með mér
í hvert skipti sem ég labbaði í
gegnum rósagarðinn á leiðinni í
sund. Þú svaraðir með því að
segja að ég væri með þér á
hverjum degi. Þú ert og verður
með mér á hverjum degi elsku
amma.
Þangað til næst,
þitt
Selmuskott,
Selma.
Þegar ég hugsa um ömmu
Siggu eru sterkustu minning-
arnar tengdar því að standa við
hliðina á henni andspænis
sköpunarverkinu í allri sinni
margbreytilegu dýrð: Í haust-
litaferð á Þingvöllum, horfa á
ljósaskiptin yfir Ljósufjöllum,
þræða blómabeðin í Grasagarð-
inum, fylgjast með dalalæðunni
líða inn í Selárdal og dýfa
mjólkurkexi í glas innan um
ilmandi rósirnar hennar í gróð-
urhúsinu á Kambsveginum.
Það var svo dýrmætt að fá
að vera ömmustelpa langt fram
á fullorðinsár, eftir að ég sjálf
varð mamma og hún
langamma. Ég man eftir því að
vera lítil og kúra við hliðina á
henni í ömmubóli í sumarbú-
staðnum að hlusta á fuglasöng-
inn sem hún kunni svo vel að
meta. Það var gott að vera svo
lánsöm, yfir þrjátíu árum síðar,
að geta ennþá hjúfrað mig við
hliðina á henni, „við Siggurnar“
eins og hún sagði alltaf með
hlýjan glampa í augum.
Amma talaði tvisvar sinnum
við mig um hvernig hún sæi
himnaríki fyrir sér. Í fyrra
skiptið þegar við keyrðum í
vetrarstillu um Austurríki þar
sem blöstu við okkur endalaus-
ar breiður af hrímuðum trjám
sem glitruðu eins og kristallar í
vetrarsólinni. Amma sagði and-
aktug að svona hlyti að vera í
himnaríki. Í annað skipti stóð
hún í stofunni sinni á milli
hvítra orkídeublómanna sinna
sem hún strauk blíðlega og
sagðist geta ímyndað sér að
himnaríki væri einmitt svona,
eins og hvítar orkídeur. Hverju
sem maður trúir finnst mér
gott að hugsa um ömmu í þess-
um tveimur fallegu myndum.
Ég hugsa líka um ömmu sem
var til áður en ég fæddist,
ömmu sem þeystist ung á hest-
baki um Selárdal með vindinn í
hárinu og blik í augunum.
Við amma skiptumst stund-
um á ljóðum og ljóðabókum.
Mér fannst fallegt hvernig hún
hafði erft ástina á ljóðum frá
mömmu sinni og gefið hana
áfram til okkar. Mig langar að
kveðja ömmu með Kveðju far-
fuglanna eftir Steingrím Thor-
arensen, eitt af uppáhaldsljóð-
skáldunum hennar:
Nú litverpt orðið láð er alt
og lækkuð sunna, veðrið svalt,
og vindar kveða kaldri raust,
að komið sé hið napra haust.
Vor sumarvist hér enduð er,
þar yndisstundir lifðum vér,
með leik og önn, með sveim og
söng,
við sældarkjör um dægur löng.
Vér fuglar smáu þökkum þér,
vor þekka sumarfoldin hér;
þá frera tíðir fara í hönd,
oss fargið ber í hlýrri lönd.
En dreyma mun til þín oss þar,
og þig til vor, þó skilji mar;
æ farðu vel, vér vitjum þín
Sigríður Sunna
Reynisdóttir.
Sigríður Kr.
Árnadóttir
heimili, það var alltaf tilhlökkun
þegar til stóð að pabbi og
mamma færu úr bænum og við í
pössun til ykkar ömmu, enda
hvergi meira dekrað við okkur
en á þeim stundum. Þú afi
svafst gjarnan í sófanum svo við
gætum gist í þínu plássi upp í
hjá ömmu svo það færi nú alveg
pottþétt vel um okkur.
Mörg voru ferðlögin sem við
fórum í saman, fullt af sum-
arbústaðaferðum og útilegur,
það fór nú alltaf betur um okk-
ur í húsbílnum hjá ykkur ömmu
heldur en í tjaldvagninum og
Kolur auðvitað alltaf með. Að
ógleymdum Danmerkurferðun-
um, það var nú mikil spenna í
loftinu þegar við fórum í 70 ára
afmælisferð ömmu til Köben og
við öll systkinin að fara í fyrsta
skipti til útlanda.
Þvílík fyrirmynd sem þú hef-
ur alltaf verið, þú varst alltaf
eitthvað að brasa og í okkar
augum þá gastu allt og reddaðir
öllu.
Þú kenndir okkur það að best
væri að drífa í hlutunum og
ekki að hika. Mörgum stundum
eyddum við bræðurnir með þér
á skemmu-gólfinu eitthvað að
græja og gera og í vörubílnum
hjá þér.
Þú varst alltaf svo áhugasam-
ur um það sem við systkinin
vorum að gera í lífinu, hvort
sem það var skólinn en þú
spurðir svo oft hvernig gengi í
skólanum og sagðir svo alltaf
„já það er ekki að spyrja að
því“, vinnan eða áhugamálin.
En þú deildir áhugamáli á hest-
unum með okkur og eru þær
ansi margar stundirnar sem þú
eyddir með okkur í hesthús-
unum og í alls konar stússi
tengdu hestunum.
Það var alltaf hægt að
treysta á þig afi ef okkur vant-
aði að láta keyra okkur eitt-
hvað, það var aldrei vandamál
hjá þér að redda því og það var
líka hægt að treysta á það að þú
værir með eitthvert gott slikk í
bílnum. Öll eigum við það sam-
eiginlegt systkinin að þú kennd-
ir okkur á bíl, leyfðir okkur að
keyra suðr’á firði mögulega
nokkrum árum áður en við
fengum leyfi til að keyra bíl.
Alltaf varstu til staðar fyrir
okkur og hafðir svo gaman af
því að leyfa okkur að fljóta með
í alls konar ævintýri, fyrir það
erum við þakklát.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Þórhildur og Sölvi.
Í dag fylgi ég elskulega afa
mínum honum „afa Sölva“
hinsta spölinn. Það eru forrétt-
indi að hafa alist upp í mikilli
nálægð og samskiptum allt
fram á mín fullorðinsár við afa
og ömmu, sem voru alltaf í
næsta húsi eða aðeins einu sím-
tali í burtu. Afi var mikill fjöl-
skyldumaður og sést það best á
því hversu samheldnir hans
nánustu afkomendur eru, það er
svo sannarlega ekki sjálfgefið.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir all-
ar stundirnar okkar í eldhús-
króknum á Laugaveginum, alla
kaffibollana og hádegishitt-
ingana undafarin ár. Afi var af-
ar handlaginn og klár maður,
hann gerði við allt sem bilað var
og ef eitthvað var ekki til þá bjó
hann það til. Afi var kjölfestan í
fjölskyldunni okkar og því er
skarðið stórt sem hann skilur
eftir sig. Á tímamótum sem
þessum ylja ég mér við ljúfar
minningar um stóran og sterk-
an mann sem lítilli stelpu fannst
geta gert hvað sem er.
Ég mun ávallt varðveita
minninguna um þig, elsku afi
minn, og halda sprengidaginn
okkar hátíðlegan um ókomna
tíð.
Ég kveð þig með trega og
miklum söknuði en fyrst og
fremst með þakklæti fyrir allt.
Hvíldu í friði, elsku afi Sölvi.
Farðu í friði vinur minn kær
Faðirinn mun þig geyma
Um aldur og ævi þú verður mér nær
Aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Þín
Hanna Sigríður (Sigga).
Elsku afi Sölvi, komið er að
kveðjustund og margt að þakka
fyrir og margs að minnast. Ég
var svo heppin að alast upp í
næsta húsi við ykkur ömmu,
sem alltaf stóð opið fyrir okkur
barnabörnin.
Maður gat alltaf verið viss
um að fá eitthvað gott í gogginn
hvort sem það var nýbakað frá
ömmu eða þú smurðir brauð
með síld og laumaðir svo há-
karlsbita upp í mann.
Mesta sportið sem krakki var
að fara rúnt með þér á vöru-
bílnum og sérstaklega þegar
ferðinni var heitið úr bænum.
Vinnusemi og dugnaður er
það sem kemur upp í hugann
þegar ég hugsa um afa Sölva.
Ég er óskaplega þakklát fyr-
ir það að börnin mín skuli hafa
fengið að kynnast afa Sölva og
þótti þér svo gaman að fá þau í
heimsókn til ykkar ömmu og
var það dýrmætt.
Ég kveð þig núna elsku afi
minn.
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vinda leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
(Jóhannes úr Kötlum)
Þín
Ása Guðrún
(Ása Gunna).