Morgunblaðið - 16.10.2020, Side 28

Morgunblaðið - 16.10.2020, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020 ✝ Halldór Er-lendsson fæddist í Stykk- ishólmi 23. apríl 1963. Hann lést af slysförum 4. októ- ber 2020. Halldór var sonur hjónanna Erlends Halldórssonar frá Dal í Miklaholts- hreppi, f. 24. júní 1931, d. 26. nóv. 2018, og Þorgerðar Svein- björnsdóttur frá Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum, f. 11. júlí 1940. Systkini Halldórs eru: 1) Gíslína, f. 12. jan. 1961, d. 8. nóv. 2007. Eftirlifandi eig- inmaður hennar er Páll Stef- ánsson, f. 25. mars 1960. Hún á tvo syni. 2) Rósa, f. 23. mars 1964, gift Hauki Þórðarsyni, f. 25. nóv. 1954, þau eiga tvær dætur. 3) Eg- ill, f. 12. apríl 1971, kvæntur Rögnu Elízu Kvaran, f. 29. jan. 1974, þau eiga eina dótt- ur og tvo syni. sem hann var starfandi sem sérhæfður tæknimaður. Þann 5. nóv. 1993 giftist Halldór Denise Lucile Rix, frá Tröllatungu á Ströndum, f. 17. des. 1962. Þau áttu heimili á Hólmavík og síðar á Álftanesi í Garðabæ. Þau skildu. Börn þeirra eru Sigurrós Björg Halldórsdóttir Rix, f. 7. apríl 1994, háskólanemi, og Erlend- ur Halldórsson, f. 24. júní 1995, verslunarmaður. Stjúp- sonur Halldórs er Stefán Lúð- víksson, f. 23. mars 1980, d. 4. okt. 1998. Þann 16. júní árið 2018 gekk Halldór í hjónaband með Lindu Björk Jóhannsdóttur, frá Miklaholtsseli í Miklaholts- hreppi, f. 17. des. 1971. Þau áttu heimili á Álftanesi í Garðabæ og voru einkar sam- hent um uppbyggingu, ræktun og útivist, hvort sem var í heimahögum eða í sum- arbústað í Hnappadal. Útför Halldórs fer fram 16. október 2020 kl. 13 frá Garða- kirkju á Álftanesi. Streymt verður frá athöfn- inni á slóðinni https://livestream.com/luxor/ halldor Einnig er hægt að finna tengil á virkan hlekk á: https://www.mbl.is/andlat Foreldrar Hall- dórs voru bændur í Dal og þar ólst hann upp við hefðbundin sveitastörf. Hall- dór fór í Bænda- skólann á Hvann- eyri og útskrifaðist sem búfræðingur það- an árið 1981. Síð- an lá leiðin í tækninám og hann lærði raf- eindavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Halldór vann ýmis störf á námsárunum og er helst að nefna skrúðgarðyrkju og garðhleðslur á vegum Einars Þorgeirssonar skrúðgarðyrkjumeistara og kennslu við tónlistarskóla og grunnskóla á Hólmavík og víðar. Einnig lék hann á gítar í hljómsveitum í Reykjavík og á Hólmavík. Eftir að námi lauk starfaði hann í tæknifyr- irtækjum s.s. Gróco, Íslenskri erfðagreiningu og Medor þar Elsku Dóri minn. Ég velti því fyrir mér hvernig ég get lifað án þín, sálufélaga míns. Tíminn leið- ir það í ljós en í augnablikinu virðist það vera erfiðasta raun sem á mig hefur verið lögð. 30. apríl 2009, dagurinn sem örlögin leiddu okkur saman. Þú fékkst strax stjörnur í augun, mættir hjólandi frá Álftanesi til Reykja- víkur, aftur og aftur. Gafst ekki upp fyrir þessum þverhaus sem skildi ekkert í því hvað þú sást við sig. Þú hafðir sem betur fer vinninginn því síðustu 11 ár hafa verið draumur með þér. Við vor- um bæði orkuboltar, náttúrubörn og gleðipinnar og nutum nær- veru hvort annars í botn. Við byggðum saman hús og lékum okkur að hugmyndum, óhrædd við að gera ekki eins og hinir. Þú smíðaðir handa mér gróðurhús, pall og helli á pallinum þar sem við nutum lífsins eins og ást- fangnir unglingar í rómantískri bíómynd. Litli garðurinn varð líkari paradís með hverju árinu, við hlúðum að uppbyggingu hans saman allan tímann. Þegar garð- urinn var orðinn stútfullur af plöntum og skjólveggjum og hús- ið að verða klárt urðum við að fá fleiri verkefni. Við fengum okkur draumabústaðinn í Hnappadal með gróinni lóð, læk, hrauni og stórkostlegu útivistarsvæði. Eft- ir það brunuðum við vestur allar helgar og í öllum fríum. Okkur hentaði ekki að hanga aðgerða- laus og slappa af heldur vorum við alltaf að saman. Við gróður- settum plöntur, bættum bústað- inn og landið á ýmsan máta. Þar var rómantíkin allsráðandi á kvöldin, eldur í kamínunni, kerti og spil. Elsku Dóri minn, þú varst draumaprinsinn á hvíta hestinum, smíðaðir, eldaðir, þreifst, spilaðir á gítar, gast hreinlega allt. Þú varst íþrótta- maður af guðs náð, stundaðir sjó- sund, hjólreiðar, kajak og fjall- göngur. Varst vinmargt ofurmenni, gáfaður, hjartahlýr og hjálpfús. En nú ertu farinn, ég og börnin þín, Sigurrós og Elli, verðum að læra að lifa með því. Það hjálpar til að eiga frábærar minningar um þig og vita að það sem við áttum var einstakt. Takk fyrir að hafa ekki gefist upp í upphafi, ég er þér að eilífu þakk- lát fyrir lífið sem við áttum sam- an. Góða nótt, elskan mín, og njóttu framandi slóða uns við sjáumst á ný. Þinn sálufélagi, Linda Björk. Höggið var þungt þegar Egill bróðir þinn sagði mér þá voða- frétt að þú værir dáinn af slysför- um. Elsku góði drengurinn minn, svo glaður, hjálpsamur og ótrú- lega hæfileikaríkur á svo margan hátt. Það var alveg ótrúlegt, sama hvað það var, þú gast allt. Og svo gleðin, tónlistin og vís- urnar þínar sem þú söngst ásamt systkinum þínum og fleirum. Elsku hjartans drengurinn minn, það er svo erfitt að trúa því að þú komir ekki og faðmir hana mömmu þína aftur. Þú varst hjá mér á föstudaginn, snerir þér við í stiganum og sagðist koma til mín á sunnudaginn. Í staðinn fékk ég höggið. Ég varðveiti allar góðu minningarnar um þig á meðan ég lifi. Elsku góðu Lindu minni og börnunum þínum, þeim Sigurrós og Ella, og öllum sem þótti vænt um þig, sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég kveð þig með ást og söknuði. Þín mamma. Fréttin um andlát Halldórs bróður míns er, og verður von- andi um alla tíð, versta áfall sem ég hef orðið fyrir. Brotthvarf þitt, minn kæri, elskaði bróðir, er í senn ósanngjarnt og óskiljan- legt. Reynsla segir mér þó, að biturðin út í ranglætið muni víkja fyrir þakklæti fyrir að hafa átt þig fyrir eldri bróður, vin og stoð. Mér finnst ég ekki hafa þekkt bróður minn neitt sérstaklega vel frá þeim tíma sem ég var barn og unglingur í Dal. Átta ára aldurs- munur skýrir það kannski að nokkru, en líka það (haft nokkurn veginn orðrétt eftir pabba okkar) að eftir grunnskóla lagði Halldór niður gullin sín og bara fór. Ekki svo að skilja að ég hafi verið eitt- hvað sérstaklega afskiptur, skilst að minn ástkæri bróðir hafi notað þann yngri í alls kyns tilraunir þar sem t.d. þyngdar- og mið- flóttaafl kemur við sögu. Eftir því sem árin liðu og bilið á milli okk- ar minnkaði, bæði í vegalengd og aldri (þannig lagað), efldust tengsl okkar bræðra. Samgangur okkar síðustu ár var mikill og fyrir það er ég þakklátari en ég get lýst. Við vorum líka skoðana- bræður um flest, deildum meðal annars ótta við að þurfa að hætta að vinna um sjötugt, töldum að okkur gæti þótt það ögn eyðilegt. Afa okkar, Halldór (eldri), töld- um við vera orsök óttans. Sá hélst vinnufær nokkuð fram á tí- ræðisaldur og mér og Halldóri (yngri) þótti ekki ósennilegt að svipað færi um okkur. Í fæðingu var sú ráðagerð hefja nám í pípu- lögnum, eða bara einhverju, hverju sem er, sem gæti forðað okkur frá að vera sparkað út af vinnumarkaði. Það fór nú ekki al- veg svo, minn kæri bróðir og erf- ið tilhugsun að standa í þessu án þín. Þykir heldur ekkert sérstak- lega sennilegt að ég finni ein- hvern í þinn stað, sem deilir þess- ari framtíðarsýn með mér. Ég vil að lokum þakka þér, bróðir minn kær, fyrir allt og alls konar. Fyrir rokkpiss, ráð og rausn, gleði, gáska og gamanmál, allar notalegu bræðrastundirnar og fyrir vinskapinn, hjálpina og ástina sem þú sýndir mér, Rögnu og börnunum. Við munum geyma þig í hjörtum okkar alla tíð. Þinn bróðir, Egill. „Halldór minn! Viltu vera góð- ur?“ vælir litla systir, tæpu ári yngri, því Halldór getur verið fyrirferðarmikill og skapstór og sú litla vill að hann bæti úr því, alltaf svo friðsöm. Samkomulagið er samt yfirleitt gott og við bröll- um óþarflega margt, rannsökum, ákveðum að við séum of stór til að eiga bangsa, okkur langar að vita hvaða búnaður láti þá ýla. Við skerum þá upp og finnum ómerkilega klumpa sem eru ýlan. Eins og við elskuðum bangsana okkar mikið! Við stundum við- gerðir af kappi, ummerkin sjást og finnst víst ekki öllum til bóta. Við finnum til dæmis glufur á húsgagni hjá afa og ömmu, sjáum að það þarf að fylla upp í þær og sykurmolar passa ágætlega í verkið. Ég á þetta húsgagn í mínu búi með sykri og öllu. Það er svo margt fleira af þessu tagi og læðist að mér sá grunur að bróðir minn hafi verið leiðtogi í verkunum með litlu systur í taumi, betra að vera ekki staðinn einn að verki ef út í það færi, hann er bara svo mikill vísinda- maður. Við vöxum upp saman, hópur barna, Gillí, stóra systir, svo ábyrg og tekur sjaldan þátt í vit- leysunum með okkur. Frænd- systkinin okkar í Holti, Anna og Þorgeir, taka fullan þátt og Stebbi, sem er uppeldisbróðir okkar á sumrin og besti vinur, er félagi í mörgu vafasömu athæfi. Við erum samt ótrúleg englabörn og gerum ekki bara vitleysur. Leikirnir okkar eru íþróttir, við syngjum, Halldór mest, við stundum veiðar, siglingar og för- um snemma að gera gagn við bú- skapinn. Halldór nær undrafljótt tökum á allri vélavinnu. Egill, litli bróðir, er á þessu tímabili allt frá því að vera ekki einu sinni hug- mynd til þess að vera smábarn og krakki, mörgum árum yngri. Hann bíður síns tíma með brallið og tekur þátt þegar við fullorðn- umst, nóg eftir þá. Ég dáist að foreldrum okkar og þakka þeim frelsið sem við fengum í uppvext- inum. Börn verða að fá að bralla. Halldór fer sínar leiðir í flestu. Hann hefur lítinn áhuga á að læra að lesa en þegar við syst- urnar erum báðar orðnar læsar, og ég árinu yngri en hann, tekur hann sig til og gerir sig ágætlega læsan. Á heimilið kemur gítar og gítarbók. Hugmyndin er að Gillí hefji gítarnám. Lítið verður úr því en ég tek gítarinn og næ þokkalegum tökum á að slá hljóma og finna út úr lögum. Leiknin vill samt ekki skila sér fram í fingur. Seinna tekur Hall- dór gítarinn og á svipstundu, í minningunni, er hann orðinn hinn færasti gítarleikari. Hann nýtir sér það alla tíð síðan og aðr- ir njóta þess að eiga alvörugít- arleikara í fjölskyldu og vinahópi. Það er sárt og óskiljanlegt að vera svipt þessum elskaða bróður og ekki hægt annað en að minn- ast í leiðinni á hana Gillí, ást- fólgna systur, sem kvaddi lífið fyrir þrettán árum. Þetta venst ekki, en ég þakka fyrir að hafa átt ykkur að, minningarnar tekur enginn. Halldór óx upp úr því að vera fyrirferðarmikill og skapstór. Hann varð ótal margra hjálp og gleði og litla systir hefur fyrir lif- andis löngu breytt væli sínu í þessi, reyndar ósögðu, orð: „Halldór minn! Það sem þú getur endalaust verið góður!“ Þín systir, Rósa Erlendsdóttir. Ég man Halldór fyrst sem barn og ungling í sveitinni en þekkti ekki mikið til hans nema af afspurn á yngri árum. Foreldr- ar hans Þorgerður og Erlendur voru sveitungar okkar í Mikla- holtshreppi. Þau systkinin í Dal voru 4. Gíslína var elst en hún dó ung kona. Næstur var Halldór, svo Rósa og Egill yngstur. Halldór ólst upp í sveitinni og fór ungur að árum til Reykjavíkur. Þar kynntist hann fyrri konu sinni, Denise L. Rix, og áttu þau börnin Sigurrós og Erlend, þau skildu og var hann við vinnu í Reykja- vík. Hann var hamphleypa til allrar vinnu sem hann snerti á. Hann lærði rafeindavirkjun og starfaði við hana meðan hann lifði. Fyrir rúmum áratug fóru þau Linda dóttir okkar og hann að draga sig saman. Þau keyptu fokhelt hús á Álftanesinu og var gaman að fylgjast með dugnaði þeirra og samheldni við að koma því upp. Það var aldrei stoppað við hálfkarað verk. Sextánda júní 2018 gengu þau í hjónaband. Þau keyptu sér sumarhús í Hnappadal og var gaman að fylgjast með framkvæmdum þeirra þar, sama eljan og sam- takamátturinn. Það var sama á hverju tekið var. Dóri okkar eins og hann var kallaður í okkar fjöl- skyldu var alltaf reiðubúinn til hjálpar ef kallað var eftir. Hann var mikill útivistarmaður, gekk á fjöll, reri á kajak, hjólaði og naut allrar útiveru. Hann var mikill tónlistarmaður og var gít- arinn oft nærri honum. Við fjölskyldan söknum góðs drengs og reynum að styrkja Lindu okkar sem missti sálu- félagann kæra. Einnig sendum við börnum hans, Gerðu móður hans og systkinum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Sigríður (Sigga) og Jóhann (Jói). Fyrstu kynni okkar Halldórs voru á afleggjaranum heim að veiðihúsi. Ekki man ég nákvæm- lega hvað við vorum gamlir en allavega vorum við agnarsmáir. Ég var á glænýju skærrauðu þríhjóli og hitti fyrir þennan frænda minn frá Dal. Eftir að hafa dáðst að hjólinu mínu kom upp úr kafinu að hann átti líka þríhjól. Ég fullur af sjálfstrausti bauð honum umsvifalaust í kapp. Rás- og endamark var ákveðið og svo var spyrnt. Þá hrundi heimurinn því Halldór skildi mig eftir í rykinu. Mjög fljótlega gerði ég mér grein fyrir því að Halldór var ofjarl minn í öllu atgervi, bæði líkamlegu og andlegu. Stundum fannst mér Halldór geta allt. Hann var farinn að keyra trak- tora trúlega um 10 ára aldur, hann varð fljótt fljúgandi fær á ensku með því einu að lesa fót- bolta- og poppblöð á enskri tungu, hann var góður í skák, gat ort vísur áreynslulaust og hann virtist hafa fæðst þúsund- þjalasmiður sem skildi allt gang- verk og gat gert við það. Fjórtán ára gamlir áttum við saman skellinöðru sem var komin til ára sinna og var dálítið að bila. Halldór hikaði ekki við að rífa vélina í sundur og skipta um stimpilhringi, stilla tímann og setja allt saman aftur. Vélin rauk í gang og malaði eins og köttur. Ég spurði hann í for- undran hvernig hann hefði öðl- ast þessi getu. Hann gerði lítið úr því en nefndi að hann hefði gluggað í einhverja bók um við- hald bíla. Af öllum hæfileikum Halldórs var tónlistarhæfileikinn sá sem ég dáðist mest að. 15 ára var Halldór farinn að spila flókin gít- arverk eftir eyranu. Um tíma spilaði hann með hljómsveitum og fór honum á þeim tíma gríð- arlega fram. Hann var orðinn gítarleikari í fremstu röð. Smám saman urðu önnur verkefni Hall- dóri hugleiknari og lagði hann gítarinn að mestu á hilluna. Hljóðfærið var samt dregið fram á góðum stundum og var hann ólatur við að spila undir söng með vinum sínum. Ég var Hall- dóri öskureiður fyrir að nýta ekki þessa hæfileika betur og þroska þá. Ég lét hann stöðugt heyra að þessum hæfileikum hefði verið betur splæst í mig en hann. Halldór lét sér fátt um finnast. Fannst þetta ekkert svo merkilegt. Hann var nefnilega lítið meðvitaður um allar þær gáfur sem honum voru gefnar. Á fullorðinsárunum fann hann sig í að smíða og byggja hús. Eft- ir hann liggja nokkur hús og end- urbætur á öðrum. Hann varð tæknimaður að atvinnu og mjög eftirsóttur sem slíkur enda af- burðamaður í því sem öðru. Ég var heimagangur í Dal og var þar tekinn sem einn af fjöl- skyldunni. Við Halldór vorum því ekki aðeins vinir og frændur heldur nánast uppeldisbræður. Þó svo að við höfum kannski ekki vakið okkur blóð og látið dreyra okkar renna í moldu hef ég alltaf litið á okkur sem fóstbræður. Á okkar yngri árum vorum við eitt. Við gerðum allt saman. Þetta gekk svo langt að um tíma var fjárhagurinn orðinn sameiginleg- ur. Við trúðum hvor öðrum fyrir okkar innstu málum. Síðustu daga hafa sótt að mér minningar í slíku magni að það hefur verið erfitt að henda reiður á og skipuleggja minningahríð- ina. Þessar minningar munu lifa með mér og reynslan sem þær fela í sér hefur mótað þann mann sem ég er. Eins og gengur minnkuðu samskipti okkar á full- orðinsárunum enda við báðir sauðir í að viðhalda samskiptum og hafa samband við fólk. Við vorum samt alltaf Halldór og Stebbi. Þú varst mér kærastur vina og ég mun sakna þín sárt. Stefán Örn Valdimarsson. Hugurinn reikar. Halldór búinn að læra að hjóla. Hann getur hjólað niður brekku án þess að detta. Hvað mér finnst hann stórkostlegur! Það var í fyrsta skipti sem ég upplifði til- finninguna aðdáun. Aðdáun á Halldóri. Elli í Dal er að keyra hey frá Holti að Dal. Við krakkarnir fáum að sitja í heyinu á kerrunni. Heyið ilmar dásamlega og kerr- an vaggar blíðlega á holóttum veginum. Við hlæjum og njótum þess að vera börn. Leikir okkar barnanna með bíla, leggi og skeljar, potta, steina og hjólkopp. Allt var nýti- legt og ævintýrin voru úti um allt. Halldór að kynna fyrir okkur tónlist en tónlistarsmekkur hans var mun þróaðri en okkar hinna. Spilverk þjóðanna hefur sérstaka merkingu fyrir mig. Við uxum úr grasi og fluttum til Reykjavíkur eftir unglinsárin. Þar leigðum við saman, Halldór, Þorgeir, Rósa og ég, ýmist öll saman eða þrjú okkar. Þegar ég hugsa um það, þá var bara alveg fullkomið að búa með Halldóri. Hann spilaði á gítarinn. Kunni að elda og var þar að auki ótrúlega skemmtilegur. Og ekkert vesen - nema þá bara eitthvert fyndið vesen. Oft mjög fyndið. Veislustjóri í brúðkaupi okkar Gísla var að sjálfsögðu Halldór. Hann var sá fyrsti sem ég hugs- aði til þegar gera átti sér glaðan dag og hann var líka sá fyrsti sem ég hugsaði til þegar mig vantaði ráðleggingar. Halldór hefur verið mér sam- ferða síðan ég man eftir mér og ég hef elskað hann eins og bróður og ég veit að það var gagnkvæmt. Þvílíkt lán fyrir mig að hafa átt hann að. Halldór var ótrúlega fjölhæf- ur, greindur og hjálpsamur. En fyrst og fremst var hann í mínum huga skemmtilegur og ljúfur, gegnheill og elskulegur. Alltaf uppáhalds hjá mér og hann vissi það. Elsku Linda mín. Það sáu allir hversu einstakt samband þið Halldór áttuð. Þið náttúrubörnin. Orð eru lítils megnug til að sefa sársaukann. En nærvera og hlý- hugur fólksins þíns mun styðja þig yfir erfiðustu brekkurnar, sem og allar ómetanlegu minn- ingarnar þínar. Ég er þér svo þakklát fyrir gleðina og hamingj- una sem þú gafst Halldóri. Þú varst púslið hans. Elsku hjartans Gerða mín, Sigurrós og Elli, Rósa mín og Egill, fjölskyldur og vinirnir allir. Við grátum vegna þess sem Halldór Erlendsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinarþel vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, THEODÓRS SNORRA ÓLAFSSONAR, fyrrv. útgerðarmanns og vélstjóra, Bessahrauni 6, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum fyrir alúð og umönnun. Margrét Sigurbjörnsdóttir Þorbjörg Theodórsdóttir Haukur Logi Michelsen Hafþór Theodórsson Hanna R. Björnsdóttir Júlíanna Theodórsdóttir Ingólfur Ingólfsson Bára Theodórsdóttir Tommy Westman Björk Theodórsdóttir Harpa Theodórsdóttir Örvar G. Arnarson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.