Morgunblaðið - 16.10.2020, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2020
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18
– 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum
– Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími
– Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna
Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu
Kolbeinn og Árný hafa alltaf ferðast
mikið um landið og börnin þeirra hafa
erft þennan áhuga á íslenskri náttúru
og útilegum og er það dýrmætur arf-
ur. Fjölskyldan reynir að hittast
a.m.k. einu sinni á ári í stórri útilegu.
Kolbeinn segist gæfumaður í sínu
lífi og talar sérstaklega um sitt mikla
barnalán. „Ég hef verið einstaklega
heppinn með fjölskylduna, eiginkonu
mína, börnin, barnabörnin og tengda-
börnin og er ævinlega þakklátur fyrir
það.“
Fjölskylda
Eiginkona Kolbeins er Árný Val-
gerður Ingólfsdóttir stuðnings-
fulltrúi, f. 27.2. 1952. Foreldrar henn-
ar eru hjónin Ingólfur Ólafsson, f.
8.11. 1916, d. 29.2. 2012, og Áslaug
Gísladóttir húsmóðir, f. 17.8. 1923, d.
2.9. 1998. Þau bjuggu í Reykjavík.
Börn Kolbeins og Árnýjar eru: 1)
Áslaug Pálsdóttir framkvæmdastjóri,
f. 4.3. 1973, gift Þóri Kjartanssyni
framkvæmdastjóra, f. 21.2. 1969. Þau
búa í Kópavogi. 2) Ingólfur Kolbeins-
son vélaverkfræðingur, f. 13.7. 1981,
giftur Önu Kaisu Mikkonen verkfræð-
ingi, f. 19.10.1983. Þau búa á Akureyri.
3) Helga Kolbeinsdóttir, grunn-
skólakennari og söngkona á Akureyri,
f. 14.1. 1984. 4) Ólafur Kolbeinsson,
véltæknifræðingur í Reykjavík, f. 1.5.
1991, giftur Tönyu Karchevsku mót-
tökuritara, f. 25.1. 1987.
Barnabörnin eru fjögur; Alex
Bjarki 11 ára, Apríl Björk 10 ára, Arn-
ar Bjarki átta ára og Júlíus fjögurra
ára.
Systkini Kolbeins eru: Guðrún,
fóstra í Mosfellsbæ, f. 2.9. 1937;
Björn Tryggvi, verkamaður á Sel-
tjarnarnesi, f. 12.1. 1939; Steinunn,
bóndakona á Heiðarbæ í Blá-
skógabyggð, f. 12.6. 1940; Kristín,
skrifstofumaður í Reykjavík, f. 22.9.
1943.
Foreldrar Kolbeins eru Guð-
mundur Tryggvason, kennari, bóndi
og skrifstofumaður frá Stóru-Borg í
Húnavatnssýslu, síðar í Kollafirði og
loks í Reykjavík, f. 1.9. 1908, d. 3.2.
2005, og Helga Kolbeinsdóttir, hús-
móðir í Kollafirði og síðar Reykjavík,
f. 18.8. 1916, d. 28.5. 1985.
Kolbeinn
Guðmundsson
Kristín Jónsdóttir
frá Hvalskeri V-Barð. Vinnuk. á Lambavatni og Látri
Jóhann Jónsson
frá Tungu V-Barð. b. í Krókshúsum
Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir
húsmóðir í Kollafirði, síðar kennari við Miðbæjarskóla
Kolbeinn Högnason
b. í Kollafirði, síðar skrifstofumaður í Rvk
Helga Kolbeinsdóttir
húsmóðir Kollafirði, Reykjavík
Katrín Kolbeinsdóttir
húsfreyja í Kollafirði, Kjal.
Högni Finnsson
frá Meðalf. Kjós. Snikkari í Rvk, afkomandi Stephensena
Guðrún Magnúsdóttir
vinnukona í Hafnarnesi og á Hólum, A-Skaft.
Magnús Sigurðsson
vinnumaður á Hólum, A-Skaft.
Guðrún Magnúsdóttir
frá Hornafirði húsmóðir Klömbrum
og Stóru-Borg, Vesturhópi
Björn Tryggvi Guðmundsson
búfr. frá Ólafsdalsskóla b. Klömbrum og Stóru-Borg Vesturhópi
Elínborg Guðmundsdóttir
húsm., Syðri-Völlum, V-Húnavatnss.
Guðmundur Guðmundsson
b. og smiður Syðri-Völlum, V-Húnavatnssýslu
Úr frændgarði Kolbeins Guðmundssonar
Guðmundur Tryggvason
kennari, bóndi, skrifstofum.,
Stóru-Borg, Reykjavík, Kollafirði
„ÉG VISSI AÐ VIÐ HEFÐUM EKKI ÁTT AÐ
KAUPA HÚSEIGN VIÐ VATN!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að vera
heimavinnandi húsfaðir.
VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA BÝÐ
ÉG YKKUR ÞETTA KLASSÍKSA
GRETTIS-MÓMENT
ÆTLARÐU AÐ
PANTA HUMARINN?
SVO REGLUGERÐ UM HEIÐARLEIKA
Í TEIKNIMYNDASÖGUM SÉ
FRAMFYLGT VIL ÉG TAKA ÞAÐ
FRAM AÐ SUMAR ÁSKORANIRNAR
KOMU FRÁ MÉR
NAMM!
NEI …
ÉG ÆTLA AÐ PANTA KJÚKLINGAVÆNGI!
ÞESSI HÉRNA MUN HALDA PUTTUNUM ÞÍNUM
AF DISKNUM MÍNUM!
„ÉG ÆTLA RÉTT AÐ VONA AÐ ÞÚ ÆTLIR
EKKI AÐ BAKKA ÚT ÚR SAMKOMULAGINU
ENN EINA FERÐINA.”
Þórarinn Eldjárn birtir á feisbókvísuna „Áhorf“:
Horfa ekki aðeins héðan
heldur þaðan.
Mikilvægt á meðan
að muna hvaðan.
„Hausthrollur“ er vel kveðið og
skemmtilegt kvæði eftir Ólaf Stef-
ánsson:
Þegar blöð af birki falla,
blíðusumri fer að halla
og fuglar sækja suðrí lönd.
Flugum, eins og flestum pöddum,
fækkar, einnig skógarröddum,
þá sárt ég þrái sólarströnd.
Fyrir dyrum dvelur vetur,
dokar fyrst, en síðan getur
gengið hart um garða hér.
Þorrinn oft er þrautasamur,
þrálátskuldi og veðrahamur;
að birgja hann úti best þá er.
Látum karlinn kveljast úti,
kulsamur og lakur skúti
sýnist Þorrans besta ból.
Miðstöð kyndum, mjöðinn þjórum,
meðan bíðum, róleg slórum
að veki okkur vorsins sól.
Maðurinn með hattinn lætur ekki
deigan síga á Boðnarmiði:
Lifað hef ég lífsins þraut
laus frá öllu gríni
þegar fulla flösku braut
af frönsku eðalvíni.
Og bætir við: „Nú er best að
leggja sig því vinnan bíður“:
Enn er mikið á sig lagt,
auraráðin laga.
Nú fer ég á næturvakt
næstu átta daga.
Hallmundur Kristinsson minnist
gamalla daga:
Man ég það vel úr minni sveit:
Misvel var tuggan þegin,
og alltaf var talin betri beit
á bakkanum hinum megin.
Kristján H. Theodórsson er með
á nótunum:
Handan læksins löngum þótti
ljúffengara grasið vera.
Búfénaður brátt í sótti
beit sem dygði stóði mera.
Björn Björnsson Breiðabóls-
stöðum orti:
Heimurinn er hrekkjafans
hef ég það oft fundið
þegar allt er andskotans
ama og meinum bundið.
Hjallalands-Helga Þórarinsdóttir
kvað:
Mæðan stranga mjög er skörp,
mér finnst langur skaðinn.
Ólafur svangur étur Jörp,
ég má ganga í staðinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hausthrollur héðan og þaðan