Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 274. tölublað 108. árgangur
STÓRAUKINN
ÚTFLUTNINGUR
ÁHYGGJUEFNI
MSEA KANNAR
ÓKUNNAR
SLÓÐIR
ARI FREYR ÍHUGAR
FRAMTÍÐ SÍNA
MEÐ LANDSLIÐINU
MARTRAÐARPOPP 36 77 LANDSLEIKIR AÐ BAKI 34ÓUNNINN FISKUR 6
Fallegt en kalt veður hefur verið á suðvesturhorninu síðustu
daga og hafa margir nýtt sér það og stundað útivist. Tíkin
Bessý kippti sér lítið sem ekkert upp við kuldann og viðraði
sig og eiganda sinn í morgunsólinni við Rauðavatn í gær-
morgun. Skýjað verður á höfuðborgarsvæðinu næstu daga
samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
Sólin skein á Bessý undir bláum himni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ísland er í hópi Evrópulanda með
fæst dauðsföll af völdum kórónu-
veirunnar miðað við höfðatölu skv.
samanburði OECD. Kemur fram að
viðbótarútgjöld til heilbrigðismála
sem stjórnvöld ríkja ákváðu vegna
faraldursins eru með þeim lægstu
hér á landi reiknað til sambærilegs
verðlags á mann eða 32 evrur á
mann. Meðaltalið í Evrópulöndum er
112 evrur á mann. Öll löndin nema
Ísland og Svíþjóð lokuðu skólum á
grunnskólastigi í faraldrinum. 50
milljónir manna í 23 Evrópulöndum
hafa sótt rakningararöpp í farsíma
og er útbreiðsla þeirra mest á Ís-
landi. OECD varar við öryggishættu
sem fylgt geti tækninni. »4
Meðal Evrópulanda
með fæst dauðsföll
Stýrihópur heilbrigðisráðherra
um framkvæmdir við nýjan Land-
spítala er að undirbúa þarfagrein-
ingu fyrir húsnæði spítalans. Ekki
er gert ráð fyrir öldrunarlækninga-
deild sem nú er á Landakoti í nýjum
meðferðarkjarna en tillögur hafa
komið upp um nýtingu eldra hús-
næðis spítalans eða nýbyggingu við
Hringbraut sem þurfi að hýsa 80-
100 sjúklinga. Niðurstöður stýri-
hópsins um þetta mál eru væntan-
legar að ári. »16
Greina þarfir Land-
spítala fyrir húsnæði
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Talsverður kurr er í hópi kröfuhafa
Vélsmiðju Hjalta Einarssonar
(VHE) sem verið hefur í greiðslu-
stöðvun frá því í apríl síðastliðnum.
Hefur nú frumvarp að nauðasamn-
ingi verið lagt fram og er gert ráð
fyrir að boðað verði til fundar með-
al kröfuhafa í janúar þar sem af-
staða þeirra til samningsins verður
könnuð.
Heimildir Morgunblaðsins
herma að frumvarpið feli í sér að
almennir kröfuhafar þurfi að færa
kröfur sínar á hendur VHE niður
um 50%. Þá verði eftirstöðvarnar
greiddar með þeim hætti að 10% af
þeim verði gerð upp strax en 90%
verði í formi skuldabréfs sem VHE
gefi út. Það skuldabréf beri enga
vexti en verði þó verðtryggt. Auk
þess muni fyrsta greiðsla af
skuldabréfinu ekki eiga sér stað
fyrr en að þremur árum liðnum en
bréfið verði að fullu gert upp innan
fimm ára.
Skekkir samkeppnisstöðuna
Viðmælendur í hópi kröfuhafa
sem Morgunblaðið hefur rætt við
undanfarna daga segja að það sé
ekki niðurfelling krafnanna sem
helst sitji í þeim heldur sú stað-
reynd að VHE sé í miklum sam-
keppnisrekstri víða, m.a. við fyrir-
tæki í hópi kröfuhafa.
Með frumvarpinu, sem stutt er
af Landsbankanum, sem aftur er
langstærsti lánveitandi VHE, sé
verið að skekkja samkeppnisstöðu
á markaðnum. Með niðurfellingu
skulda upp á milljarða króna sé
verið að auðvelda VHE að bjóða í
verk á lægra verði en önnur fyrir-
tæki, sem standi í skilum með allt
sitt, geti gert. Þá hefur sú gagnrýni
einnig komið fram að Landsbank-
inn, sem að fullu er í eigu ríkisins,
skuli kasta akkeri til VHE sem um
árabil hefur verið í vanskilum við
fjölda fyrirtækja hér á landi auk
þess sem vanskil á opinberum
gjöldum séu orðin veruleg.
Urgur í mörgum
kröfuhöfum VHE
Margir viðskiptamenn fyrirtækisins sitja eftir með sárt ennið
Morgunblaðið/Eggert
VHE Unnar Steinn Hjaltason er
stærsti hluthafi félagsins.
„Við skipuleggjum tvær vikur í senn
eftir því hvaða sóttvarnareglur gilda
en við eigum ekki von á stórum
breytingum fyrr en eftir áramót,“
segir Már Vilhjálmsson, rektor
Menntaskólans við Sund. Þótt breyt-
ingar hafi verið gerðar á reglugerð
um smitvarnir í vikunni fer bók-
námskennsla enn fram í fjarnámi en
listgreinakennsla er í staðnámi í MS.
Ingi Ólafsson, skólastjóri Versl-
unarskóla Íslands, segir að styrk-
leikar bekkjakerfisins hafi sýnt sig á
tímum kórónuveirunnar. Mikilvægt
sé að geta boðið upp á staðbundna
kennslu, að nemendur þekkist og
veiti hver öðrum stuðning. Kennsla
hófst á ný á miðvikudaginn. »10
Morgunblaðið/Eggert
Kennsla Nýnemar í Versló í gær.
Sýni styrk-
leika bekkja-
kerfisins
Kennsla í Versló