Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020
✝ Hrefna Krist-jánsdóttir
fæddist á Búðum í
Fáskrúðsfirði 10.
desember 1928.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Seljahlíð þann 6.
nóvember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Emma Sigfríð Ein-
arsdóttir, f. 14.
júlí 1909, d. 2. desember 2000,
og Kristján Guðmundsson, f.
9. júlí 1895, d. 20. nóvember
1958. Systir Hrefnu var Erna
Emilía, f. 21. desember 1931,
d. 13. desember 2019.
Þann 22. desember 1961
giftist Hrefna Kjartani Sveins-
syni byggingartæknifræðingi,
f. 4. september 1926, d. 27.
september 2014. Foreldrar
Kjartans voru hjónin Guðný
Pálsdóttir, f. 9. febrúar 1906,
d. 24. janúar 1997, og Sveinn
Jónsson, f. 3. júlí 1896, d. 15.
bands íslenskra samvinnu-
félaga og starfaði þar til árs-
ins 1953 að undanskildum níu
mánuðum er hún fór á Riisby-
húsmæðraskólann í Noregi
1950. Árið 1954 fór hún að
vinna hjá Fiskmati ríkisins þar
sem hún starfaði til ársins
1961. Þá var hún búin að
kynnast Kjartani Sveinssyni,
síðar eiginmanni sínum, og
þau farin að búa saman. Kjart-
an rak teiknistofu í 43 ár og
teiknaði þúsundir húsa þar
sem Hrefna studdi hann alla
tíð, enda teiknistofa hans
lengi staðsett á heimili þeirra
að Ægisíðu 98. Árið 1969 hófu
þau hjón rekstur á bílaþvotta-
stöð að Sóltúni 3, sem þau
ráku í 37 ár, og stjórnaði
Hrefna fyrirtækinu alla tíð
ásamt húsmóðurstarfinu.
Þetta var mjög gott og vinsælt
fyrirtæki. Árið 2006 hættu
þau hjón allri atvinnustarf-
semi, enda bæði að nálgast
áttatíu ára aldurinn og kom-
inn tími til að njóta ellinnar
eftir annasama ævi.
Síðustu sex árin bjó Hrefna
á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð
í Seljahverfinu.
Útför Hrefnu fer fram í
kyrrþey að hennar ósk í dag.
september 1989.
Dætur Hrefnu og
Kjartans eru: 1)
Álfheiður, f. 23.
október 1963, son-
ur Kjartan Guð-
mundsson og 2)
Arndís, f. 7. ágúst
1965, eiginmaður
hennar er Karl
Demian, f. 2.
ágúst 1968 í Líb-
anon. Þeirra börn
eru Katrín Hrefna, Karen
Tinna og Alexander. Áður átti
Hrefna dótturina Sigfríði Þór-
isdóttur, f. 23. apríl 1953. Son-
ur Sigfríðar er Kristján
Hrafn.
Hrefna ólst upp á Fáskrúðs-
firði til ellefu ára aldurs, en
þá flutti fjölskyldan suður til
Reykjavíkur árið 1939. Að
loknu námi í Miðbæjar-
barnaskólanum fór Hrefna í
Verzlunarskóla Íslands og
lauk þaðan námi 1947. Þá hóf
hún störf á skrifstofu Sam-
Elsku hjartans mamma mín,
takk fyrir allt og allt.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordags-
ins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar-
dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Þín
Arndís.
Elsku Hrefna, mamma
Þar til við hittumst á ný …
Takk fyrir allan stuðninginn
og leiðsögn þína sem þú hefur
veitt mér síðastliðin 30 ár. Heið-
arleiki og styrkur þinn var aðdá-
unarverður. Þú varst kletturinn
okkar allra. Þessar einstöku
minningar með þér munu ávallt
veita mér gleðu og hlýju í hjart-
að. Ég vildi óska þess aðeins að
geta fengið að hitta þig í stutta
stund og spjallað saman eins og
við vorum vön að gera.
Ég sakna samtala okkar og
áhuga þíns á Líbanon og þeim
hluta heimsins. Sú staðreynd að
þú sért ekki lengur með okkur
mun ávallt veita mér sorg en þú
verður alla tíð í hjörtum okkar.
Þú hefur kennt Arndísi svo
mikið og hefur hún tekið við
hlutverki þínu sem klettur fjöl-
skyldunnar, eins og þú vildir að
hún yrði. Ég veit að hún saknar
þín gríðarlega og fráfall þitt
skilur eftir mikið tómarúm í lífi
hennar. Ég veit í hjarta mínu og
sál að þú ert nú á betri stað,
engill á himni, passar uppá okk-
ur og situr við hlið stóru ást-
arinnar í lífi þínu og mínum
besta vini, Kjartani – Silverfox.
En hafið engar áhyggjur, við
munum vera sterk og rísa á ný.
Þið megið vera stolt af litlu fjöl-
skyldunni ykkar. Ég mun hafa
ykkur í mínum daglegu bænum.
Eins og ég trúi, þá eru kveðjur
eingöngu upphaf af einhverju
betra og stærra.
Vertu sæl mamma …
Þar til við hittumst á ný.
Karl Demian.
Elsku amma okkar.
Fyrst og fremst viljum við
þakka þér fyrir allt. Við viljum
þakka þér fyrir að hafa alltaf
stutt okkur, gefið okkur dýr-
mæt ráð og fyrir allar gleði-
stundirnar, þar sem mikið var
hlegið.
Við amma spjölluðum oft
saman um lífið og tilveruna.
Hún sagði okkur ófáar sögur
um sín ævintýri og æsku. Tími
hennar í Verzlunarskóla Ís-
lands kom oft til tals, en hún
ljómaði þegar minnst var á
Verzló.
Henni þótti ekki leiðinlegt að
ræða pólitík við „bláu“ bekkj-
arbræður sína þar sem hún
ögraði þeim, en það var óal-
gengt meðal kvenna á þessum
tímum.
Þó svo að amma hafi ekki
verið með söngrödd upp á
marga fiska (að hennar mati)
þá var hún í stelpuhljómsveit
sem skemmti oft á skólaböllum
og fleiri viðburðum. Því mætti
segja að amma hafi ávallt verið
sterkur karakter, óhrædd að
segja sínar skoðanir og fylgja
draumum sínum.
Amma var sjálfstæð og kven-
skörungur mikill, því er nær
ótrúlegt að hún og afi hafi trú-
lofast eftir eingöngu þriggja
klukkustunda kynni. Auðvitað
voru þau bæði myndarlegt fólk
en afi talaði oft um fegurð
hennar, hann gat ekki hugsað
sér að vera án hennar.
Amma okkar var ofboðslega
klár og vildi ávallt vera með
puttann á púlsinum. Hún for-
vitnaðist mikið um ástandið í
heiminum, stjórnmál og stríð,
og hafði gaman af góðu slúðri.
Amma var líka mikill húmor-
isti.
Hún var nokkuð kaldhæðin
og stríðin, en við tengjum vel
við það.
Þótt amma hafi verið sterk
og ákveðin væri erfitt að finna
góðhjartaðri konu. Hún hugsaði
alltaf vel um alla í kringum sig,
fjölskyldu og vini, en ekki síst
kettina sína. Hún var mikill
dýravinur sem elskaði náttúr-
una.
Nú styttist í aðventuna og
eigum við svo margar góðar
minningar um jól og áramót hjá
ömmu og afa á Ægisíðunni. Það
hafði ekkert verið til sparað,
hvorki þegar kom að mat né
gjöfum.
Allt húsið var skreytt hátt og
lágt, stóra fallega jólatréð var á
sínum stað og barnabörnin
dekruð í botn.
Þrátt fyrir að amma hafi ver-
ið ansi ákveðin þá upplifðum
við aðeins mikla hlýju og um-
hyggju frá ömmu okkar. Það
eru forréttindi að hafa fengið
að alast upp með svona glæsi-
legri fyrirmynd.
En elsku amma okkar, við
erum svo þakklát fyrir að hafa
getað kvatt þig. Nú eruð þið afi
sameinuð á ný, rétt fyrir 59 ára
brúðkaupsafmæli ykkar, og er-
uð farin á vit nýrra ævintýra.
Takk aftur, fyrir allt.
Karen Tinna, Katrín
Hrefna og Kristján Hrafn.
Hrefna
Kristjánsdóttir
Þegar gengið er
inn í íbúðina mína
má sjá fallegt lista-
verk eftir ömmu
mína uppi á vegg í
forstofunni. Það er litríkt, glað-
legt og sérstakt, sem lýsir
ömmu minni vel. Amma var
líka mjög hreinskilin kona. Hún
sagði einfaldlega það sem henni
fannst.
Þegar ég hugsa um ömmu sé
ég hana fyrir mér brosandi og
glaðlega í stofunni heima hjá
sér, labbandi um að uppvarta
gesti. Hún sat ekki kyrr lengi.
Og mér fannst það alltaf svo
sérstakt að hún blandaði vatni
saman við kaffið sitt svo það
var lapþunnt.
Þegar við elsti sonur minn,
Þór Jökull, kíktum í heimsókn
átti hún alltaf til nýmjólk í
litlum fernum og Síríus-rjóma-
súkkulaði fyrir hann, sem mat-
vanda stráknum mínum þótti
svo vænt um.
Þetta uppáhaldssúkkulaði
hans mátti líka finna í öllum
Sigurrós
Baldvinsdóttir
✝ Sigurrós Bald-vinsdóttir
fæddist 16. ágúst
1925. Hún lést 31.
október 2020.
Útförin fór fram
18. nóvember 2020.
pökkum frá henni
til hans og það
gladdi hann mikið.
Bangsinn sem
amma gaf honum
þegar hann var ný-
fæddur er enn í
uppáhaldi og hefur
hann sofið með
hann hjá sér á
hverri nóttu síðan
hann var pínulítill.
Amma var ein-
staklega dugleg kona sem vildi
ekki of mikla hjálp.
Komin yfir nírætt stóð hún
enn uppi á tröppu við þrif, var
með jólaboð á nýársdag og ekki
er langt síðan hún hætti að
keyra.
Einhvern veginn fannst
manni hún aldrei vera eins
gömul og hún var.
Hún bar sig svo vel og kvart-
aði ekki. Og alltaf var amma fín
og flott, vel tilhöfð og sérstak-
lega ungleg og lagleg.
Hún Sigurrós amma var
mjög listræn. Málaði skemmti-
legar myndir og bjó til öll af-
mælis- og jólakort sjálf. Ég hef
geymt einhver þessara korta og
þykir mér sérstaklega vænt um
kortið sem hún gaf Úlfi Elí syni
mínum sem fæddist núna í
sumar.
En lífið var ekki alltaf dans á
rósum hjá henni ömmu minni.
Sonur hennar, pabbi minn, lést
aðeins 32 ára gamall en þá var
hún einnig búin að missa mann-
inn sinn einhverjum árum áður.
Elsku amma mín, nú ertu á
himnum hjá Jóhanni syni þín-
um, manninum þínum og
mömmu þinni og pabba.
Ég mun alltaf elska þig og
geyma minninguna um þig í
hjarta mínu.
Þitt barnabarn,
Nína Katrín Jóhannsdóttir.
Fyrir rúmum 40 árum
ákváðum við níu systradætur
að hittast og úr varð að við
héldum frænkuboð einu sinni
til tvisvar á ári, skipst var á að
halda boðin og vel til þeirra
vandað en megintilgangurinn
var að styrkja betur fjölskyldu-
böndin.
Við frænkurnar höfðum átt
samleið lengi, enda voru mikil
og náin tengsl milli mæðra okk-
ar.
Aldurinn hefur færst yfir hjá
okkur, í dag er sú yngsta í
hópnum okkar 75 ára og sú
elsta verður 97 ára í næsta
mánuði.
Sigurrós (Gagga frænka)
sem við kveðjum í dag er sú
þriðja sem kveður hópinn okk-
ar, áður eru farnar systurnar
Ragnhildur og Guðný.
En við eigum góðar minn-
ingar frá hinum einstöku
frænkuboðum. Mikið spjallað
og hlegið, sagðar sögur og
borðaður góður matur með
góðum veigum. Jafnvel fengum
við okkur púrtvín fyrir matinn.
Gagga frænka var sú í hópn-
um sem var með listamanns-
eðlið í sér.
Hún málaði myndir, söng í
kór og var skemmtilega frjáls-
leg í fasi. Áttum alltaf von á
einhverju óvæntu og skemmti-
legu frá henni, ekki síður í
frænkuboðunum hjá henni á
fallega heimilinu hennar á Sel-
tjarnarnesi.
Seinni árin voru það Gagga
og Guðrún dóttir hennar sem
sáu um veitingarnar, sem voru
glæsilegar og bornar fram af
glettni, oft án mikilla formleg-
heita.
Listamaðurinn Sigurrós bjó
til sín eigin jólakort og mikil
var eftirvæntingin í frænku-
hópnum hverju sinni þegar
kortin frá henni voru opnuð.
Alltaf nýtt og framandi mótív
sem gladdi og vakti bros á vör.
Þau verða ekki eins næstu
jólin án Göggu frænku og jóla-
kortanna hennar.
Frá hjarta mínu berst falleg rós
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og gleði, ég senda mun rós
sem ykkur er ætlað að kveðja.
(Höf. ók.)
Við sendum Guðrúnu, Bald-
vini og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Við kveðjum frænku með virð-
ingu og þakklæti fyrir vináttu
og ljúfar minningar frá liðinni
samveru.
Jórunn, Guðrún,
Svanhildur og Ingveldur.
✝ Þórarinn Þor-valdsson, fyrrv.
hreppstjóri, oddviti
og bóndi á
Þóroddsstöðum í
Hrútafirði, fæddist
á Þóroddsstöðum
27. september
1934. Hann lést á
Landspítalanum 7.
nóvember 2020.
Foreldrar hans
voru Þorvaldur
Böðvarsson, f. 3.12. 1890, d.
18.8. 1971, bóndi og hreppstjóri
á Þóroddsstöðum, og k.h. Gróa
María Oddsdóttir húsfreyja, f.
2.9. 1898, d. 29.12. 1985. Systk-
ini Þórarins voru Kristín, f.
1920, d. 2009, Þorvaldur, f.
1921, d. 2007, Haraldur, f. 1922,
d. 2010, Oddný Guðrún, f. 1921,
d. 1984, Ingibjörg, f. 1925, d.
2018, Böðvar, f. 1926, d. 2015,
Arndís, f. 1928, Anna, f. 1929, d.
2000 og Ása, f. 1930. Einnig ólst
upp á heimilinu Magnús Þor-
bergsson, f. 1940.
Eftirlifandi eiginkona Þór-
arins er Anna Kristín Elísdóttir,
f. 17.9. 1937. Þau giftu sig 17.6.
1961 og eignuðust 5 börn: 1)
Bergþór húsasmíðameistari, f.
15.2. 1961, 2) Gunnar, búfræðik-
andidat og bóndi á Þórodds-
stöðum, f. 19.12. 1962, fyrrv.
maki Matthildur Hjálmarsdóttir
bóndi og eiga þau tvo syni, Pét-
ur og Kára. 3) Reynir rekstar-
hagfræðingur, f. 2.10. 1964,
kona hans er Ólöf Guðmunds-
dóttir kennari og eiga þau þrjú
börn, Dröfn, Guðrúnu og Þór-
arin, 4) Sigríður Gróa Þórarins-
dóttir ferðamálafræðingur, f.
10.6. 1966, maki Axel Gunn-
arsson prentsmiður og eiga þau
tvær dætur, Önnu Björk og
Thelmu Rún. 5) Oddur Valur
kerfisfræðingur, f. 7.9. 1967,
maki Sigurbjörg Gróa Vilbergs-
dóttir kerfisfræðingur, börn
þeirra eru Júlía, Eva María,
Jenný Mist, Ragnar Jóhann og
Sigurbjörg Nína.
Þórarinn ólst upp á Þórodds-
stöðum í stórum systkinahópi,
gekk í Farskóla Staðarhrepps
og síðar í Héraðs-
skólann á Reykjum
þar sem hann út-
skrifaðist með
landspróf. Hann fór
síðan einn vetur í
lýðháskóla í Sog-
nefjord í Noregi.
Þórarinn og Anna
Kristín bjuggu
fyrst á Öldugötu 19
í Reykjavík. Þór-
arinn vann við
leigubílaakstur en Anna á
Landssímanum. Árið 1962 fluttu
þau að Þóroddsstöðum þar sem
þau voru bændur til 1998 þegar
þau fluttu til Reykjavíkur og
bjuggu lengst af í Goðalandi 8 í
Fossvoginum.
Þórarinn var athafnasamur
maður og mikil félagsvera. Auk
bústarfanna átti hann vörubíl og
langan Landrover og sinnti m.a.
mjólkurflutningum og vegagerð
ásamt skólaakstri. Félagsmál
voru honum hugleikin og byrj-
aði hann snemma að starfa fyrir
UMF Dagsbrún og síðar USVH.
Þórarinn tók þátt í félagsmála-
starfi bænda og var m.a. fulltrúi
á fundum Stéttarsambands
bænda og sat í stjórn til fjölda
ára. Þórarinn sat í Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins og
var stjórnarformaður ÍSTEX
frá stofnun þess 1991 til 2002.
Hann var hreppstjóri Stað-
arhrepps frá 1971 til 1998. Einn-
ig var hann oddviti sveit-
arstjórnar Staðarhrepps í 8 ár
og tók sem slíkur þátt í ýmsum
störfum og nefndum innan V-
Hún. og á landsvísu. Eftir að þau
hjónin fluttu aftur suður til
Reykjavíkur sinnti hann ýmsum
störfum en lengst sem umsjón-
armaður friðlandsins Gróttu
fyrir Seltjarnarnesbæ.
Þórarinn verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju 20. nóvember
2020 klukkan 13.
Athöfninni verður streymt:
https://promynd.is/portfolio-items/
thorarinn
Vikan hlekk á streymi má
einnig finna á:
https:/www.mbl.is/andlat
Elsku afi, ég sakna þín.
Á sama tíma og ég er sorg-
mædd yfir því að afi Dúddi hafi
þurft að fara svona þá er ég
þakklát fyrir öll árin sem ég
fékk með afa. Afi var yndisleg-
ur maður og við vorum mjög
góðir vinir. Hann var góður,
krúttlegur, hlýr og fyndinn.
Amma og afi bjuggu í götunni
fyrir neðan mig og ég var alltaf
hjá þeim og það var svo mikil
ást sem ég fékk frá ömmu og
afa í Goðalandinu. Afi var tilbú-
inn til þess að gera allt fyrir
mig og hann mætti á allar
danssýningarnar mínar og alla
viðburði hjá mér. Mínar bestu
minningar um afa eru sundferð-
irnar, þegar ég í gisti í Goða-
landinu, daglegar heimsóknir
eftir skóla, spilastundirnar og
skutlið. Ég man hvað mér
fannst gott að gista hjá ömmu
og afa og hroturnar hans afa
voru svo róandi og svæfandi.
Afi skutlaði mér út um allt
þegar ég var yngri og skutlið
var svona okkar tími saman. Ég
man að þegar ég keypti minn
fyrsta bíl þá var afi sá eini sem
var ekkert svo spenntur fyrir
því vegna þess að þá myndi
hann ekki þurfa að skutla mér
lengur. Í fyrra bilaði bíllinn
minn í Ólafsvík og afi, 84 ára,
bauð strax fram aðstoð sína og
saman fórum við til Ólafsvíkur
og sóttum bílinn minn. Þetta er
ferð sem ég er virkilega þakk-
lát fyrir í dag og sýndi hversu
hjálpsamur og góður maður þú
varst.
Takk fyrir allt, afi.
Þitt barnabarn,
Anna Björk.
Elsku besti afi Dúddi. Mikið
var alltaf gaman að heimsækja
ykkur ömmu hvort heldur var í
Goðalandið eða í sumarbústað-
inn í Vaðnesi. Alltaf passaðir þú
upp á að til væri nóg af malti
og appelsíni og leyfðir okkur að
blanda.
Takk fyrir skutlið á hesta-
námskeið og þegar við fengum
að gista yfir nótt hjá ykkur.
Ógleymanlegar eru minning-
arnar af því þegar þú keyrðir
okkur upp á heiði svo að við
gætum smalað safninu niður í
réttir. Réttirnar voru alltaf
besti tími ársins og þú brostir
hringinn alla helgina, þar var
alltaf gaman að vera með þér.
Stundum réttir þú okkur pen-
ing og baðst okkur að kaupa
tombólumiða fyrir þig, en leyfð-
ir okkur síðan að eiga vinn-
ingana.
Þú varst alltaf svo gjafmildur
og naust þess að gleðja okkur
barnabörnin. Ein góð minning
er úr hádegispásunni í réttum
fyrir rúmum 10 árum. Karlarn-
ir voru að syngja fyrir utan
skúrinn, við hlustuðum og
pabbi hélt um axlirnar á okkur.
Allt í einu bendir afi okkur að
koma til sín. Þegar við komum
að afa þá gaf hann okkur lítinn
glerkertastjaka með jólatré.
Við knúsuðum afa og fundum
fyrir ást hans í garð okkar. Við
eigum enn þennan kertastjaka
og hugsum alltaf til afa þegar
við sjáum hann. Takk fyrir allar
yndislegu stundirnar okkar. Þú
varst besti afi sem hægt er að
biðja um.
Júlía, Eva María og Jenný
Mist Oddsdætur.
Þórarinn
Þorvaldsson