Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 40
PRÓFAÐU ÞÆGINDIN OG SLÖKUNINA SEM ÞÚ FÆRÐ Í NÝJU MODULAX HVÍLDARSTÓLUNUM NÝTT Á ÍSLANDI SÆKTU APPIÐ MODULAX OG SKOÐAÐU HVERNIG STÓLLINN LÍTUR ÚT Á ÞÍNU HEIMILI. JAMES STÓLL MEÐ SKEMLI verð 149.900 PANDORA RAFSTILLANLEGUR verð 219.900 Alla Modulax stóla er hægt að sérpanta sem lyftustóla. IRIS RAFSTILLANLEGUR verð 209.900 MODULAX HVÍLDARSTÓLAR HÖNNUN OG ÞÆGINDI Á HVERT HEIMILI ZERO GRAVITY ZERO GRAVITY MODULAX • 3-mótora hvíldarstóll. • Handvirk og þægileg höfuðpúðastilling 42°. • Innbyggð hleðslu- rafhlaða. Endist 250 sinnum fyrir alla mótora. NÝTT! MODULAX MARGAR GERÐIR modulax.be BALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK KYNNTU ÞÉR VÖRUÚRVALIÐ OG VERSLAÐU Í RÓLEGHEITUM Á SVEFNOGHEILSA.IS FRÍR FLUTNINGUR UM ALLT LAND GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnor- ræna ráðsins árið 2020. Í umsögn dómnefndar segir að allar þrjár tilnefndar bækur ársins eigi það sameig- inlegt að fjalla um sterkar tilfinningar. Verðlaunabókin taki útgangspunkt í heimi og hugsunarhætti barnsins, þar sem ekkert sé ómögulegt. „Fjallað er um erfiðar tilfinningar, afbrýðisemi og dauðann án þess að sagan verði of sorgleg eða dramatísk. Framvindan er studd húmorískum teikningum, sem breikka söguna á skemmtilegan hátt. Þetta er fyndin og vel samansett saga um líf og dauða og eilífa vináttu.“ Auk vinn- ingsbókarinnar voru tilnefndar Loftar tú mær? eftir Rakel Helms- dal frá Færeyjum og Orpilissat nun- arsuarmi kusanarnersaat eftir Juaaka Lyberth frá Græn- landi. Höfundur sigur- verksins hlýtur 60.000 danskar krónur að laun- um. Langelstur að eilífu hlýtur verðlaun FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 325. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í knatt- spyrnu og leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna, hefur framlengt samning sinn við Kópavogsliðið til næstu þriggja ára. Miðjumaðurinn er einungis 19 ára en hún gekk til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu FH í október 2017. Hún á að baki 78 leiki í efstu deild með Breiðabliki og FH þar sem hún hefur skorað 11 mörk. Þá lék hún sína fyrstu keppnisleiki með A-lands- liðinu í haust í undankeppni EM, gegn Lettlandi og Sví- þjóð, en hún var eftirsótt af erlendum liðum. »35 Íslandsmeistari verður áfram í herbúðum Breiðabliks næstu árin ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sýningar á kanadísku sjónvarps- þáttaröðinni „Ice Vikings“ eru hafn- ar á Nýja-Sjálandi og gert er ráð fyrir að þættirnir átta, sem hver um sig er um klukkutíma langur, verði sýndir á Norðurlöndum og víðar í Evrópu á næsta ári. Tökur á ann- arri röð átta þátta hófust nýverið, en í þeim er varpað ljósi á störf fiskimanna í fimm ættliði, ekki síst manna af íslenskum ættum, á Winnipegvatni í Manitoba í Kanada. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ segir Robert. T. Kristjanson á Gimli, þekktasti fiskimaðurinn á vatninu. Hann var meðal annars sæmdur afmælisorðu Elísabetar II. Englandsdrottningar 2012 og 2018 fékk hann æðstu viðurkenningu sem veitt er í Manitoba, The Order of Manitoba, fyrir ævistarfið. Líf hans í nær 87 ár hefur að mestu verið á vatninu allan ársins hring og hann er enn að, fer næst á tökustaði með framleiðendum eftir helgi. „Við höf- um kannað aðstæður og byrjum að veiða um leið og ísinn verður mann- heldur.“ Erfiðar aðstæður Farpoint Films í Winnipeg, sem var stofnað 2000 og er margverð- launað á sínu sviði, framleiðir þætt- ina í samvinnu við Viasat World, en Beyond Distribution sér um dreif- ingu þeirra. Fiskimönnunum er fylgt eftir þegar allra veðra er von, en Winnipegvatn er um 15.000 km² og 10. stærsta stöðuvatn heims, um 416 km langt og allt að 109 km breitt. Ted Kristjanson, faðir Ro- berts T. eða Bobbys eins og hann er kallaður, byrjaði 12 ára að veiða með föður sínum, sem fæddist á Ís- landi og kom fimm ára til Nýja Ís- lands 1885. „Áður fyrr, þegar við vorum með hvítfisksstöð, voru 180 hvítfisksbátar á norðurenda vatns- ins,“ rifjaði hann upp við blaðamann fyrir um 20 árum. Nú eru leyfin 44 og ekki öll í notkun, hvað þá á ísnum á veturna, þegar frostið fer niður fyrir 50 gráður á Celcíus. Gerð fyrstu þáttaraðarinnar kost- aði um tvær milljónir kanadískra dollara, liðlega 200 milljónir króna, og er sama kostnaðaráætlun vegna annarrar seríu, að sögn Trevors Suffields, eins framleiðenda og handritshöfunda Farpoint, en tökur verða fram í mars eins og í fyrra. Trevor Suffield segir að dreifing- arfyrirtækið (beyond.com.au/) hafi fyrst selt sýningarréttinn til Nýja- Sjálands og samningar um sölu á efninu víða í heiminum séu í burðar- liðnum. Viasat sé meðal annars að- gengilegt á Norðurlöndum, í Rúss- landi, Póllandi og víðar í Evrópu og stefnt sé að því að sýna þættina sem víðast frá og með byrjun næsta árs. Chris Kristjanson, sonur Bobbys, og Devon og Trevor, synir hans, eru áberandi í öllum þáttunum, en sá síðastnefndi er jafnframt aðstoðar- maður framleiðenda. Alls koma um 700 karlar og konur við sögu. Vinnubrögðin hafa lítið sem ekk- ert breyst frá því Íslendingar sett- ust að við vatnið haustið 1875 og byrjuðu að læra á það. Í byrjun var eina skjólið á ísnum frá hundum en nú frá færanlegum vinnuskúrum, vélsleðum og gömlum Bombardier- beltasnjóbílum, sem eru annars góð- ir til síns brúks, þótt þægindunum sé ekki beint fyrir að fara. „Þetta er vinna eins og hvað annað og ég kann ekkert annað,“ segir Bobby. Chris tekur undir það í seríunni. Fimm ættliðir á Winnipegvatni Ljósmyndir/Farapoint Films Á Winnipegvatni Ekki er fyrir hvern sem er að stunda veiðarnar.  „Íslenskir“ fiski- menn áberandi í sjónvarpsseríunni Ice Vikings Við slóðina Robert T., Chris og Joel Goodman leggja net sín skammt frá Heclu-eyju, um 100 km fyrir norðan Gimli, og kanna hér ís og strauma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.