Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 ✝ Helga Sigur-björnsdóttir, fv. leikskólastjóri, fæddist 23. ágúst 1943 á Buðlunga- völlum í Valla- hreppi í S-Múla- sýslu. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 1. nóvember 2020. Foreldrar Helgu voru Sigurbjörn Pétursson, bóndi á Hafursá, f. 1915, d. 1978, og Kristín María Þorkels- dóttir húsfreyja, f. 1918, d. 1985. Eftirlifandi systkini Helgu eru Kolbrún, f. 1940, Sigríður Ingileif, f. 1941, Sveinn, f. 1945, Pétur Karl, f. 1946, Þorkell, f. 1947, Bergþóra, f. 1949, og Brynjólfur, f. 1951. Eftirlifandi eiginmaður Helgu er Björn Sverrisson, fv. eldvarnaeftirlitsmaður og vara- slökkviliðsstjóri, f. 18. desember 1937. Foreldrar Björns voru Sverrir Björnsson, f. 1911, d. 2000, og Sigríður Hjálmars- dóttir, f. 1918, d. 2011. Synir Helgu og Björns eru: 1) Sigur- björn, f. 1963, maki Hallfríður Bára Jónsdóttir, f. 1964. Þeirra dætur eru Helga, f. 1992, og Anna Jóna, f. 1997, d. 2014. 2) Sverrir Björn, f. 1965, maki Sonja Margrét Halldórsdóttir, f. 1970. Þeirra börn eru Halldór Erik Jan, f. 1994, og Bertha Lena, f. 2000. 3) Pétur Ingi, f. kjara- og samningamál sig varða og starfaði þar á vett- vangi Fóstrufélags Íslands, síð- ar fyrir Félag leikskólakennara, sem og fyrir Starfsmannafélag Sauðárkróksbæjar. Helga tók einnig virkan þátt í félags- málum í bænum. Hún starfaði lengi með Kvenfélagi Sauðár- króks, var þar formaður í mörg ár og tók m.a. þátt í að endur- vekja Dægurlagakeppni kven- félagsins. Hún var meðal stofn- enda Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar og aðstoðaði við stofnun fleiri klúbba. Helga var jafnframt virk í starfi Félags eldri borgara í Skagafirði og var þar formaður síðustu árin. Þá starfaði hún fyrir Leikfélag Sauðárkróks og Skátafélagið Eilífsbúa. Helga hlaut núna í byrjun október Samfélags- verðlaun Skagafjarðar fyrir störf sín í þágu samfélagsins í áraraðir. Helga hafði einnig mikinn áhuga á þjóðbúningasaumi. Í áratugi stóð hún fyrir fjölda námskeiða á Sauðárkróki, Blönduósi og víðar, þar sem hún kenndi konum saum á upphlut og peysufötum. Hún sat í stjórn Textílseturs Íslands frá 2012- 2019 og síðan í stjórn Textíl- miðstöðvar Íslands á Blönduósi. Útför Helgu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 20. nóvember 2020, klukkan 14, að viðstöddum nánustu aðstand- endum. Athöfninni verður streymt á facebooksíðu Sauðár- krókskirkju. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/y3lp2b8z . Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/ andlat 1970, maki Regína Jóna Gunn- arsdóttir, f. 1970. Þeirra börn eru Gunnar Stefán, f. 1992, Óli Björn, f. 1996, Jón Arnar, f. 2000, Birgitta Björt, f. 2002, Fannar Orri, f. 2006, og Sigur- björn Darri, f. 2012. Barnabörn Péturs og Regínu eru tvö; Emma Lív Gunnarsdóttir, f. 25. mars 2020, og Birnir Helgi Óla- son, f. 7. nóv. 2020. Helga ólst upp á Hafursá í Skógum til 11 ára aldurs. Í tvö ár var hún á Blönduósi hjá föð- urbróður sínum og gekk í Barnaskóla Blönduóss. Helga sneri aftur austur á Hérað, vann á sumrin hjá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað og stundaði nám við Alþýðuskól- ann á Eiðum. Þar lauk hún gagnfræðaprófi verknáms vorið 1961. Um haustið fór Helga til Reykjavíkur og hóf störf á barnaheimilinu Tjarnarborg, sem Barnavinafélagið Sum- argjöf rak. Hún hóf fóstrunám við Fóstruskóla Sumargjafar og útskrifaðist þaðan 1963 með starfsheitið fóstra. Helga var frumkvöðull í starfi leikskóla á Sauðárkróki og starfaði þar hjá sveitar- félaginu í rúm 40 ár, lengst af sem leikskólastjóri. Hún lét Elsku mamma og tengda- mamma, takk fyrir öll árin okk- ar, samveruna, samtölin og alla ástina sem þú gafst okkur. Eng- in orð eru til yfir þeirri sorg sem býr í hjarta okkar. Við elskum þig, hvíl í friði. Elsku móðir mín kær, ætíð varst þú mér nær, ég sakna þín, góða mamma mín. Já, mild var þín hönd er um vanga þú straukst, ef eitthvað mér bjátaði á. Við minningu um þig geymum og aldrei við gleymum, hve trygg varst þú okkur og góð. Við kveðjum þig, mamma, og geymum í ramma í hjarta okkar minningu um þig. (Gylfi V. Óskarsson) Þinn sonur og tengdadóttir, Sverrir Björn og Sonja. Mig langar að minnast móður minnar með nokkrum orðum. Um þessar mundir eru 57 ár síð- an okkar fundum bar fyrst sam- an. Þegar ég horfi nú til baka á þessum tímamótum, þegar þú ert farin frá okkur, kemur upp í hugann óendanlegt þakklæti fyrir að hafa átt þig sem mömmu. Þú studdir okkar skólagöngu og fórst þar nýtískuleiðir með því að lesa inn á segulband þær bækur sem við höfðum í skól- anum. Nú heitir þetta hljóðbók og þykir sjálfsagt hjálpartæki þeirra sem eru ekki fluglæsir. Það skipti ekki máli hvað við lærðum en við skyldum hafa eitthvert nám upp á vasann og það tókst. Þegar við bræður fórum í skátana vantaði einhverja full- orðna til að styðja við starfið og þú varst fljót að hlaupa þar und- ir bagga. Þú barðist oft við kerf- ið fyrir leikskólastarfið, þar sem pólitíkusarnir voru ekki alltaf sammála þér. Oftast hafðir þú þitt fram með rökum og mörgum þótti þú eflaust frek. Þú varst ósérhlífin og gekkst í verkin þegar þurfti að koma þeim áfram, alltaf til í að hjálpa þegar eftir því var leitað. Leikfélagið naut þíns liðsinnis í búningasaumi. Og kvenfélagið, maður minn, það er kafli út af fyrir sig. Alla vega þótti okkur bræðrum það mikill tími og fyr- irhöfn þar sem við vorum stund- um settir í að baka pönnukökur. Barnabörnin, öll sem á Krókn- um búa, hafa farið með þér að selja jólapappírinn og þau búa að þeirri reynslu. Barnabörnin voru gullin þín og þú barst þau á höndum þér. Hjálpaðir þeim með lærdóminn er þess þurfti, varst fljót að sjá hvar skórinn kreppti með fag- legri innsýn kennarans og leyfðir þeim að sauma hjá þér frá því þau gátu haldið á skærum. Það kom fyrir að þú fékkst nöfnu þína til að hjálpa þér við saumana. Í sumar tóku veikindi þín nýja stefnu sem ekki var við ráðið en þú ætlaðir ekki að láta undan síga. Þú talaðir um að þú myndir sjá langömmubörnin tvö sem voru á leiðinni. Það kom blik í augun þegar þú talaðir um hvað væri gaman að fá fleiri, en það gekk ekki eftir. Þitt skarð verður ekki fyllt, sá heiður sem þér var sýndur þeg- ar þú fékkst Samfélagsverðlaun Skagafjarðar fannst þér ekki vera fyrir þig eina heldur alla sem hafa unnið með þér að mál- um samfélagsins. Það var þér líkt. Mamma mín, takk fyrir allt. Sigurbjörn (Sibbi). Elsku amma mín, nú ertu fall- in frá. Eftir sitja margar góðar minningar um þig. Þú gerðir besta desert í heimi, jarðarber með sykri og rjóma. Ánægjulegar stundir sem þú og ég áttum verða geymdar en ekki gleymdar. Takk fyrir allt elsku amma mín og hvíldu þig vel áður en þú ferð að stýra og stjórna þar sem þú ert núna. Þinn Halldór Erik Jahn Sverrisson. Elsku amma mín. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég fer að rifja upp, eftir að þú ert farin frá okkur, eru allar skemmtilegu stundirnar bæði inni í saumaherbergi og eldhús- inu. Ég get nú ekki sagt til um hvað ég var gömul þegar þú leyfðir mér fyrst að meðhöndla skærin og saumavélina. Já, eða þeyta í pönnukökur og snúa þeim sjálf við á pönnunni. Við fengum að gera allt sem okkur langaði, og það með góðri leiðsögn. Ég fékk þau forréttindi í nokkuð mörg ár að fá far í skól- ann á morgnana með þér þegar þú varst á leið til vinnu í leik- skólanum. Það eru stundir sem ég gleymi seint og öllu því morg- unspjalli sem við afgreiddum í flýti því þetta var nú ekki svo löng leið sem við þurftum að keyra. Þú studdir alltaf vel við bakið á okkur frændsystkinum, alveg sama hvað það var sem við ætl- uðum okkur að gera. Það eina sem við þurftum að gera var að klára það. Mikið sem ég á eftir að sakna þess að koma á Hólma- grundina í heimsókn og sitja við matarborðið og ræða um heima og geima með þér og gúffa í mig súkkulaðirúsínur og cider. Já, eða það að svara í símann þinn alveg eins og þú og spjalla stundum í smástund við þann sem hringdi áður en ég tilkynnti að ég væri nú Helga yngri og vissi kannski ekki alveg um hvað var verið að ræða, sérstaklega ef það var hringt frá Soroptimist- unum eða Félagi eldri borgara. Það voru nú líka ófá símtölin sem ég fékk frá þeim heiðurs- borgurum sem í staðinn fyrir að lesa símanúmerið þitt í auglýs- ingunni fóru beint í símaskrána þar sem ég var á undan í röðinni. Flestir voru nú fljótir að fatta að þetta varst ekki þú þegar ég svaraði ekki „já Helga“ en það kom alveg fyrir að ég fékk ég beiðnir um að skrá fólk í alls- konar ferðir sem þið voruð á leið í. Það var sjaldan lognmolla í kringum þig og fékk ég oft að vera með þegar var verið að sauma þjóðbúninga heima hjá ykkur afa. Einnig fórum við í mörg ár saman fyrir jólin að selja jólapappír. Síðustu sjö árin bauðstu mér líka alltaf með á jólafund kvenfélagsins. Þaðan koma minningar sem ég mun alltaf geyma. Það sem ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu og nöfnu. Elska þig alltaf. Þín Helga „yngri“ Sigurbjörnsdóttir. Skín við sólu Skagafjörður. Elsku hjartans amma mín, þú mér heilsaðir og nú þú mig kveð- ur og eftir sitja minningar, minningar um þig. Minningar um sumrin fyrir norðan og heim- sóknirnar þínar í Garðabæinn. Ég var alltaf velkomin og þú tókst mér alltaf fagnandi. Þú gladdir og gleður enn huga minn og sál með orðunum og viskunni þinni. Faðmlögin og fallega brosið þitt, elsku amma. Ég á erfitt með að trúa því að þú sést farin frá okkur og ég kveð þig með söknuði. Ég mun sakna þín á komandi dögum og árum. En ég mun alltaf minnast þín með góðu þakklæti í hjartanu, fyrir að hafa fengið að kynnast þér og átt dásamlegar stundir með þér. Þú kenndir mér ákveðni og dugnað, þú hafðir trú á mér og sýndir mér umhyggju og hlýju. Þú sýndir kjark og dugnað al- veg fram á síðustu stund enda varstu hörkutól og lést ekki segja þér hlutina tvisvar. Þú varst sterkur og ákveðinn kar- akter. Fyrir stuttu hlaut amma samfélagsveðlaun fyrir vel unnin störf í að efla skagfirskt sam- félag. Hún setti ekki bara sam- félagið í fyrsta sæti heldur alla sem voru henni næstir. Þú varst góð, algjör dugnaðarforkur, handlagin saumakona og frábær fyrirmynd sem ég mun ávallt líta upp til. Ég er ótrúlega þakklát og lán- söm fyrir að hafa kynnst þér og mun aldrei geta þakkað þér al- mennilega fyrir allt sem þú kenndir mér. Ég kveð þig með sorg en líka með gleði í hjarta. Takk fyrir að kenna mér dugn- að, ákveðni og að maður eigi að standa á sínu. Guð getur ekki verið alls staðar, þess vegna skapaði hann ömmur, þú ert og varst amma mín og takk fyrir það! Við kveðjum þig, kæra amma, með kinnar votar af tárum. Á ást þinni enginn vafi, til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju- og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi, athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína. Englar hjá guði þig geymi, við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Vertu sæl og góða ferð, elsku amma dreki. Bertha Lena Sverrisdóttir. Elsku amma Helga. Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðar glaum. Á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali og drauma vekur purpurans í blæ og norðurljósið hylur helga sali, þar hnígur máninn aldrei niður í sæ. Þar rísa bjartar hallir sem ei hrynja og hreimur sætur fyllir bogagöng en langt í fjarska foldar þrumur drynja með fimbulbassa undir helgum söng. Og gullinn strengur gígju veldur hljóði og glitrar títt um eilíft sumarkvöld, þar roðnar aldrei sverð af banablóði, þar byggir gyðjan mín sín himintjöld. Og harpan skelfur, hátt í andans geimi, af höndum veikum snert um dimma tíð, hún truflast fyrir undarlegum eimi því andinn vekur sífellt furðustríð. Og upp af sjónum feiknastjörnur stíga og ströngum augum fram af himni gá og eldi roðnar niður í hafið hníga en hljómar dauði fjarrum vængjum á. Ég kný þig ennþá, gígjan mín, til gleði. Hvað gagnar sífellt kvein og táraflóð? Hvað gagnar mér að gráta það sem skeði? Hvað gagnar mér að vekja sorgarljóð? Hvað gagnar mér að mana liðna daga úr myrku djúpi fram í tímans hyl? Ég veit að eilíf alltaf lifir Saga og allar stundir nefnir dómsins til. Því lyftist ég á léttum himinvæng um ljósan geim á silfurtærum bárum og bý mér mjúka, háa, helga sæng sem haggast ei af neinum sorgartárum. Slengdu þér duglega, sál mín, um geiminn, sjóðandi kampavíns lífguð af yl! Kærðu þig ekkert um helvítis heiminn, hoppaðu blindfull guðanna til! (Benedikt Gröndal) Takk fyrir vináttuna, kæra vinkona og amma. Elsku Bjössi, Sibbi, Sverrir, Pétur og fjölskyldur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Úrsúla, Anna Lena, Þór, Arnar Snær og Helena Guðrún. Elsku Helga frænka mín. Nú ertu farin til sumarlandsins, laus við öll mein. Mig grunaði ekki þegar ég kom í febrúar að ég væri að kveðja þig í síðasta sinn. Þú varst eldhress að vanda, þrátt fyrir nýlegar að- gerðir í munni, og fórst með mér og mömmu í Heimilisiðnaðinn til að kaupa efni í svuntu og skyrtu fyrir upphlutinn, sem líka þurfti að laga. Það var nú minnsta málið. Það var alltaf allt minnsta málið hjá þér. Aldrei neitt vesen. Bara ráðist í málin og þau leyst. Ég man þegar ég var táning- ur, þá fórstu stundum ægilega í taugarnar á mér. Mér fannst þú ferlegur tuðari og alltaf að skipta þér af. En það rjátlaðist mjög fljótt af mér, því ég fann svo vel að þú vildir mér alltaf vel. Kannski vorum við bara dá- lítið líkar. Oftast höfum við hist heima hjá mömmu og pabba þar sem við höfum drukkið ófáa kaffi- bollana í Fellsmúlanum á meðan við höfum velt fyrir okkur heimsmálunum. Ég mun alltaf búa að þessum stjörnustundum í hjartanu. Þú hefur heimsótt mig nokkrum sinnum til Dan- merkur, þú hjálpaðir t.d. við að pakka þegar við fluttum hingað til Kokkedal. Þú varst alltaf tilbúin að veita ómetanlega og hjartahlýja aðstoð. Það sem ég er heppin að hafa átt þig sem móðursystur. Hvíldu í friði, elsku frænka, þín er saknað. Ástarkveðjur, Þórunn Ingileif Gísladóttir. Helga var ein af systkinun- um átta á Hafursá, börnum Kristínar M. Þorkelsdóttur og Sigurbjörns Péturssonar. Hún var þriðja elst í röðinni, en systkinin fæddust öll á 11 ár- um. Ég heyrði fyrst talað um fjölskylduna á Hafursá þegar ég var í sveit sem barn í Skrið- dalnum. Þau voru hinum megin við hálsinn. Síðar var ég svo lánsöm að kynnast þeim er ég tengdist þeim fjölskyldubönd- um. Í mínum huga eru Hafursársystkinin einstakur systkinahópur og er fátt skemmtilegra en að vera með þeim og heyra þau rifja upp æskudagana á Hafursá. Þau eru hæfileikarík, skapandi, glaðlynd, hjálpsöm, fordóma- laus og víla ekkert fyrir sér. En það sem einkennir þau ef til vill mest er æðruleysi, væntum- þykja og umhyggjusemi og að aldrei er gerður mannamunur. Það sem ég tók sérstaklega eft- ir þegar ég kom fyrst að Haf- ursá var að allir voru jafnir og jafn velkomnir. Þessa mann- kosti hafa þau erft og lært hjá foreldrum sínum og afa og ömmu sem þau ólust upp með. Helgu hefur tekist vel að koma þessu áfram til afkomenda sinna. En Helga og Björn eiga þrjá syni, sérlega glæsilega og drengi góða, yndislegar tengda- dætur og barnabörn. Helga og Björn fóru austur á Hafursá á hverju sumri, fyrst með syni sína og svo barnabörnin. Haf- ursá var þeirra staður. Helga flutti snemma að heim- an, fór til náms til Reykjavíkur og fluttist að því loknu á Sauð- árkrók. Helga var leikskóla- kennari að mennt og var leik- skólastjóri á Sauðárkróki í áratugi. Hún hafði mikinn áhuga á skólamálum og ræddum við oft saman um skólamál. Auk þess að annast fjölskyldu sína og vera í krefjandi starfi tók Helga virkan þátt í félagsmálum á Sauðár- króki og var síðast formaður Fé- lags eldri borgara. Hún var virk fram á síðasta dag og náðu Sauð- krækingar að heiðra hana stuttu áður en hún lést. Við Helga áttum frábæran dag saman í sumar. Við töluðum um ýmislegt en mest um ís- lenska kvenþjóðbúninginn. En það var eitt af áhugamálum Helgu að sauma þjóðbúninga og halda námskeið í þjóðbúninga- saumi. Helga var flinkasta saumakona sem ég hef kynnst. Hún saumaði öll föt á fjölskyld- una hér áður fyrr og allt eftir nýjustu tísku. Ég hélt fyrst að hún hlyti að hafa keypt þau, en svo var nú aldeilis ekki. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að heimsækja hana á Landspítalann rétt áður en hún fór norður, heim. Ég hélt að ef til vill gæti ég glatt hana örlítið með heimsókn minni, en það var ég sem fór glaðari og ríkari út frá henni. Hún ætlaði að komast heim og var ekki á því að gefast upp, átti ýmislegt eftir ógert. Það síðasta sem hún sagði við mig var að við mættum ekki hafa áhyggjur af henni, það myndi ekki senda henni góða strauma. Sendið mér bara góðar hugsanir og ljósið. En svo verður þetta bara að hafa ganginn sinn eins og hún orðaði það. Svona var Helga okkar, baráttuandinn, dugnaðurinn, áhuginn á lífinu og æðruleysið einkenndi hana alla tíð. Elsku Bjössi, Sigurbjörn, Sverrir Björn, Pétur Ingi og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra frá mér og Pétri. Blessuð sé minning þín, elsku mágkona, og takk fyrir allt. Guðbjörg Emilsdóttir. Helga Sigurbjörnsdóttir verður kvödd frá kirkjunni okk- ar í dag, 20. nóvember. Helga var mjög virk í félagsmálum og fékk verðskulduð samfélags- verðlaun sveitarstjórnar Skaga- fjarðar á árinu 2020. Hún var formaður Félags eldri borgara í Skagafirði, FEBS, er hún lést, en hafði áður verið starfandi í nefndum og sem formaður t.d. ferðanefndar í mörg ár. Helga vann fyrir FEBS af sannri trúmennsku og alltaf tilbúin að bæta á sig störf- um fyrir félagið, og fyrir það er af einlægni þakkað. Aðstand- endum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Við kveðjum Helgu með virð- ingu og þökk. Blessuð veri ætíð minning hennar. Fyrir hönd Félags eldri borg- ara Skagafirði, Stefán Steingrímsson. Helga Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.