Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Margir undr-ast aðTrump
forseti skuli ekki
viðukenna mögl-
unarlaust úrslitin í
forsetakosning-
unum. Jafnvel á Ís-
landi og jafnvel ut-
an hinnar veikburða fréttastofu
ríkisins er þetta apað eftir.
Enginn þessara fréttamanna
veit þó til að úrslit þessara
kosninga liggi fyrir. Láta má
vera að fávísir fréttamenn hér
gefi sér að kjörstjórnir úr ein-
stökum kjörstöðum (sveitar-
félögum eða kjördæmum) gefi í
lok talningar fyrirliggjandi úr-
slit og svo berist mönnum kjör-
bréf í framhaldinu.
Í Bandaríkjunum er veruleiki
almennings sá að „stóru sjón-
varpsstöðvarnar“ lýsa því yfir
hvor (forsetaefna) hafi haft það
í einstökum ríkjum. Þetta „um-
boð“ taka þær sér. Upplýsingar
um talningu berast frá kjör-
stöðum og stöðvarnar gefa sín-
ar yfirlýsingar með hliðsjón af
þeim og horfa og til útgöngu-
spár sem þær sjálfar eiga aðild
að í einstökum kjördæmum. Í
stórum kjördæmum, eins og
Kaliforníu og New York, gefa
stöðvarnar yfirlýsingu um sig-
ur, þótt fá eða nánast engin at-
kvæði hafi verið talin. Stöðv-
arnar vita einfaldlega að þarna
muni frambjóðandi demókrata
vinna, þótt það hafi ekki gilt í
tíð Reagans og slíkra.
Þeir sem segja ósvífið að
Trump telji að nauðsyn standi
til þess að fara yfir „úrslitin“
láta eins og þeir hafi aldrei
heyrt að Al Gore varaforseti
hafi legið með liði lögfræðinga
yfir úrslitum í einu ríki, Flórída,
í 35 daga, og hefði haldið áfram
ef Hæstiréttur Bandaríkjanna
hefði ekki misst þolinmæðina.
Þá lágu ekki fyrir alvarlegar
ásakanir um kosningasvik, eins
og nú er tilvikið.
Étið hefur verið eftir í fjöl-
miðlum sem hafa hatast við
Trump frá fyrsta degi að „engar
sannanir“ séu um kosningasvik.
Það eru skrítnar staðhæfingar.
Ásakanir fjölda vitna liggja
sannarlega fyrir og eru studdar
eiðsvörnum yfirlýsingum þeirra
og geta varðað fangelsi ef rang-
ar reynast. Birt hafa verið nöfn
og fjöldi mynda af „kjósendum“
sem kusu glaðbeittir nú þótt
þeir geispuðu golunni fyrir
löngu. Það er reyndar alkunna
að látnir menn kjósi í Banda-
ríkjunum, þótt úr hafi dregið.
Þá komi hópar yfir landamærin
frá Kanada til að kjósa og náms-
menn kjósi bæði í háskólabæj-
unum og heima hjá sér. Þetta er
allt þekkt. Og menn eru ákærðir
og eftir atvikum dæmdir fyrir
kosningasvik í allmiklum mæli.
Nú er spursmálið þetta: Var í
þessu tilviki um skipuleg kosn-
ingasvik í stórum stíl að ræða af
hálfu demókrata? Lögfræðinga-
hópur kynnti mála-
tilbúnað kosninga-
stjórnar forsetans
um þetta á blaða-
mannafundi sem
var mjög sláandi.
Þar kom t.d. fram
að í sumum kjör-
dæmum hafi kosn-
ingaþátttaka verið 350% meiri
en einstaklingarnir sem voru á
kjörskrá. Slík gögn liggja fyrir
og þarf að rannsaka. Kosninga-
vélar (frá Venesúela) hafi skilað
atkvæðum með stórdularfullum
hætti og dæmin um það fylgja
málsskjölum og eru fjölmiðlum
tiltæk. Þær hafi t.d. fært inn
150.000 atkvæði á Joe Biden í
samfellu. (Lögfræðingarnir
sögðu að líkindi þess að þetta
hefði getað gerst væru hin sömu
og ef hent væri upp peningi og
sama hlið hans kæmi upp 150
þúsund sinnum í röð án þess að
hin hliðin sæist.)
Athyglisvert var að sumir
blaðamanna á fundinum töldu
að lögfræðingar væru þar til að
flytja málið fyrir sér! En erindi
þeirra var auðvitað að útlista
fyrir Bandaríkjamönnum um
hvað væri að tefla. Það væri
hins vegar dómstóla að leggja
mat á málið. Það blasti hins veg-
ar við að hrúgur af svoköllum
póstatkvæðum, ekki síst í kjör-
dæmum þar sem minnst var á
munum, sem ekki er með viður-
kenndum hætti hægt að stað-
festa að væru frá kjósendum, er
óframbærileg framkvæmd
kosninga. Óboðlegt er að í millj-
ónum tilvika var ekkert gert til
að sannreyna hvort sagður
kjósandi stæði á bak við þessi
atkvæði. Öll gögn eru horfin en
atkvæðin eru nú óaðskilin með
hinum sem talin voru. Vitni full-
yrða að stundum hafi sami kjós-
andi verið skrifaður fyrir og
kvittað á fjölda atkvæða sem
svo var sturtað í kjörkassa. Um-
slögunum með nöfnunum var
hent þegar í stað! Við utan-
kjörstaðakosningu hér væri
auðvelt að sannreyna hvort við-
komandi hefði kosið, þó að
ómögulegt væri að sjá hvað
hann kaus. Endurtalning í kjör-
dæmum er að mestu gagnslaus
af þessum ástæðum.
Joe Biden hafði sem slagorð
strax eftir kosningar að „telja
beri öll atkvæði“. Það hljómar
ekki illa. En það er ekki víst að
hann hafi meint að telja bæri öll
lögleg atkvæði. Að telja hin er
auðvitað ósvinna. Það liggur
fyrir að póststimplar voru fals-
aðir í stórum stíl, spurningin er
aðeins í hvað stórum stíl. Hvaða
ástæður geta fjölmiðlar vestra
haft fyrir því að vilja ekki að
þessi mál verði könnuð? Kann-
anir vestra sýna nú að allmikill
meirihluti kjósenda (60%) telji
að ekki sé óhætt að treysta úr-
slitunum í nýliðnum kosningum.
Stundum leggja menn allt sitt
traust á kannanir. En kannski
ekki núna.
Það er dapurlegt að
hlusta á dæmin um
framkvæmd kosn-
inga í Bandaríkj-
unum í nóvember}
Alvarlegar ásakanir
T
öluverður munur var á skýringu
Ríkisútvarpsins í upphafi vikunnar
og ummælum eins höfunda fimmtu
úttektar GRECO um niðurstöður
eftirfylgniskýrslu samtakanna
hvað Ísland varðar. GRECO eru samtök ríkja
innan Evrópuráðsins sem berjast gegn spill-
ingu. Úttekt samtakanna hófst fyrir tveimur
árum og stendur enn yfir. Íslensk stjórnvöld
hafa lagt sig fram við að fylgja þeim leiðbein-
ingum sem frá samtökunum koma þar sem það
á við og ég hef lagt á það áherslu í tíð minni sem
dómsmálaráðherra.
Sigrún Davíðsdóttir, pistlahöfundur hjá Rík-
isútvarpinu, kaus í fréttaskýringu sinni, sama
dag og skýrslan birtist, að gera lítið úr því sem
gert hefur verið á vegum dómsmálaráðuneyt-
isins og lét í veðri vaka að þar væri hvorki
áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.
Talsmaður GRECO fór á hinn bóginn lofsamlegum orð-
um um vinnu ráðuneytisins og lagði áherslu á að þetta ferli
tæki sinn tíma. Í viðtali við Fréttablaðið sl. þriðjudag segir
Gianluca Esposito, einn höfunda GRECO-skýrslunnar:
„Það er ekki búið að innleiða tillögurnar en við tökum til
greina að dómsmálaráðherra hóf nýverið mjög yfirgrips-
mikla endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum emb-
ættum löggæslu. Það er einnig í gangi endurskoðun. Mér
skilst að okkar tillögur sem miða að því að tryggja að eng-
in pólitísk afskipti séu höfð af löggæslu verði innleiddar í
gegnum þessi tvö ferli. […] Ég er mjög ánægður með að
sjá að þetta sé [í] ferli.“
Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því
að greint sé rétt frá. Ýmislegt hefur verið að-
hafst í málefnum lögreglunnar undanfarið og
frekari breytingar til hins betra eru fram-
undan.
Tekist hefur að lægja átök og deilur innan
æðstu stjórnar lögreglunnar. Nýr ríkis-
lögreglustjóri og nýir lögreglustjórar hafa ver-
ið skipaðir í stærstu lögregluembættunum að
undangengnu faglegu mati óháðra hæfnis-
nefnda. Lögregluráð, sem starfar undir for-
stöðu ríkislögreglustjóra, var stofnað til að efla
liðsheildina.
Unnið hefur verið að breytingum á lögreglu-
lögum og í frumvarpi sem nú er í lokavinnslu
er lögð áhersla á að efla sjálfstætt eftirlit með
störfum lögreglu og rannsóknir þegar upp
kemur grunur um refsiverða háttsemi lög-
reglumanna. Áfram verður unnið að frekari
breytingum á lögreglulögum þar sem einkum er litið til
þess að skilgreina boðvald og valdmörk ríkislögreglu-
stjóra gagnvart öðrum lögreglustjórum og auka sjálfstæði
lögreglunnar. Þessar áherslur mínar eru í samræmi við
tilmæli GRECO og ábendingar í nýlegri skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um embætti ríkislögreglustjóra.
Allt er þetta í eðlilegum farvegi. Þetta veit talsmaður
GRECO en fréttamaður „útvarps allra landsmanna“ kaus
á hinn bóginn að afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án
tengsla við staðreyndir.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Tvær útskýringar, einn sannleikur
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Eitt fyrsta verkefni stýri-hóps framkvæmda viðnýjan Landspítala verð-ur að láta gera nýja
þarfagreiningu fyrir verkefnið. Á
grundvelli þess verður hægt að taka
ákvarðanir um fleiri byggingar eða
nýtingu eldra húsnæðis, til dæmis
fyrir öldrunarlækningadeild sem nú
er á Landakoti.
Fyrsti áfangi nýs Landspítala
við Hringbraut er bygging meðferð-
arkjarna og rannsóknarhúss. Bygg-
ing þeirra er hafin. Ekki er gert ráð
fyrir öldrunarlækningadeild í með-
ferðarkjarnanum og hugmyndin
hefur verið að geðdeildir og
kvennadeildir verði í núverandi hús-
næði. Unnur Brá Konráðsdóttir,
formaður stýrihóps heilbrigðis-
ráðherra vegna nýs Landspítala,
segir að það þýði ekki að ekki hafi
átt að sinna þeirri starfsemi sem nú
er á Landakoti. Bendir hún á að
eftir sé að gera endurbótaáætlun
fyrir eldri hús spítalans og hvaða
starfsemi verði þar sem og um
byggingu stoðdeilda sem nauðsyn-
legar eru við meðferðarkjarna og
rannsóknarhús. Unnur Brá segir að
þessi verkefni falli undir þarfa-
greiningu fyrir húsnæði fyrir spít-
alann. Margt hafi breyst frá því
þarfir spítalans voru greindar á
árinu 2008, meðal annars tækni og
viðhorf. Hún segir mikilvægt að
vandað sé til verka svo heilbrigð-
iskerfið fái góða aðstöðu út úr þess-
ari uppbyggingu og geti veitt góða
þjónustu.
Ekki liggur fyrir hvenær nið-
urstöður þarfagreiningar verða til-
búnar en Unnur Brá vonast til að
línur verði skýrari eftir ár. Stýri-
hópurinn þurfi að afla uppýsinga og
skrifa forsendur þarfagreiningar.
Lagfæringar til bráðabirgða
Hópsmitið á Landakoti beinir
sjónum að húsnæði öldrunarlækn-
ingadeildarinnar þar. Páll Matthías-
son, forstjóri Landspítalans, segir
að unnið hafi verið að lagfæringum
á húsnæðinu undanfarna áratugi og
sérstaklega síðustu ár og eftir
fyrstu bylgju kórónuveirunnar hafi
enn verið hert á því. Lagfæringar
og breytingar hafi verið í miðjum
klíðum þegar hópsmitið kom upp.
Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir
og prófessor öldrunarlækninga á
Landspítala, segir í aðsendri grein í
Morgunblaðinu fyrr í vikunni að
endurbæturnar séu bráðaverkefni.
Þær muni þó duga til skamms tíma.
Rifjar hann upp tillögur um að
byggja eitt hús til viðbótar á Hring-
brautarlóðinni, í tengslum við með-
ferðarkjarnann, til að hýsa virka
starfsemi öldrunarlækninga. Það
þyrfti að rúma 80 til 100 manns.
Hugmyndin fékk ekki brautargengi,
að sögn Pálma, en hann hvetur til
að henni verði hrint í framkvæmd.
Páll segir að eftir bankahrun
hafi áætlunum um byggingu nýs
Landspítala frá grunni verið breytt
og ákveðið að byggja meðferðar-
kjarna fyrir sérhæfðari þjónustu og
bráðaþjónustu og rannsóknarhús en
jafnframt að nýta meginhluta eldri
bygginga spítalans við Hringbraut.
Það sé nú eitt af verkefnum stýri-
hóps heilbrigðisráðherra að líta 10
til 20 ár fram tímann og láta greina
þarfir sjúkrahússins fyrir húsnæði.
Allar lausnir séu dýrar og kalli á
heildaryfirsýn yfir þörf þjóðarinnar
fyrir heilbrigðisþjónustu. Eitt af því
sem stýrihópurinn muni leitast við
að svara sé hvar öldrunarlækningar
eigi að vera.
Þarfir spítalans
greindar á nýjan leik
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hringbraut Uppsteypa á tveimur húsum er hafin í grunninum mikla.
Unnur Brá
Konráðsdóttir
Pálmi V.
Jónsson
Páll Matthías-
son segir
nauðsynlegt
að líta á heil-
brigðisþjón-
ustuna í ljósi
þeirra breyt-
inga sem séu
að verða á
aldurs-
samsetningu þjóðarinnar.
Lausnirnar á þjónustu við aldr-
að heiðursfólk þurfi að taka
mið af því. Þörf sé á öflugri
sjúkrahúsþjónustu en einnig
bættri heimaþjónustu og
heimahjúkrun og uppbyggingu
hjúkrunarheimila um allt land.
Þessi þróun sé að verða á
sama tíma og verkefni heil-
brigðisþjónustunnar aukist
stöðugt og verði dýrari. Hér
hafi tekist að halda uppi við-
unandi þjónustu þótt mun
lægri fjárhæðum, hlutfallslega,
sé varið til heilbrigðismála en í
nágrannalöndunum. Það hafi
verið hægt meðal annars
vegna hagstæðrar aldurs-
samsetningar þjóðarinnar en
nú sé það að breytast. „Þetta
er áskorun sem allir þurfa að
taka höndum saman um að
mæta,“ segir Páll.
Forsendur
að breytast
FORSTJÓRI LANDSPÍTALA
Páll Matthíasson