Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Lífsgöngu Helgu Sigur- björnsdóttur er lokið eftir erfið veikindi, sem hún ætlaði sér svo sannarlega að sigrast á. „Það er ekkert annað í boði“ sagði hún, baráttukonan. En eigi má sköp- um renna. Hún var atorkusöm og kraft- mikil hún vinkona mín og vílaði aldrei fyrir sér að taka slaginn ef henni fannst „kerfið“ vinna hægt að breytingum sem hún taldi að þyrfti að koma á. „Þeir sam- þykktu þetta á endanum – voru sjálfsagt orðnir þreyttir á frekj- unni í mér“ sagði hún og brá fyr- ir kímniglampa í augum þegar samskipti við ráðamenn þess tíma voru rifjuð upp. Hún var alltaf óhrædd við að „taka slag- inn“, þar sem úrbóta var þörf. Það var sjaldan lognmolla í kringum Helgu, henni var eig- inlegt að hafa mörg járn í eld- inum, hún vildi láta hlutina ganga. Eftir hana liggur því mikið og gott ævistarf. Já, hún Helga bar samfélagið okkar fyrir brjósti og lagði á sig ómælda vinnu í þágu félags- og framfaramála í héraðinu. Fyrir það voru henni færðar verð- skuldaðar þakkir, með Sam- félagsverðlaunum Skagafjarðar, í október síðastliðnum. Kynni okkar Helgu hófust vorið 1987, í aðdraganda stofn- unar Soroptimistaklúbbs Skaga- fjarðar. Þar blés hún okkur hin- um baráttuanda í brjóst og reyndist traustur og góður liðs- maður sem aldrei lét sitt eftir liggja, jákvæð og atorkusöm. Minnisstæðar eru ótal skemmti- legar stundir á fundum og ferða- lögum okkar, innanlands og ut- an, þar var hún alltaf hrókur alls fagnaðar í glaðra kvenna hópi. Fyrir næstum aldarfjórðungi urðum við nágrannar. Allar göt- ur síðan höfum við átt mikil og góð samskipti bæði í starfi og leik, án þess að nokkurn skugga bæri á vináttu okkar. Nú á ég ekki lengur von á stuttu en ákveðnu banki og hressilegu kalli inn um gættina; „Ertu heima“!? Margar spjallstundir höfum við átt við eldhúsborð hvor annarrar, þó aldrei lengi í einu því Helga hafði alltaf svo margt á prjónunum sem hún vildi drífa í að sinna. Ég sakna hennar. Helga var heilsteypt og rétt- sýn. Hún lá ekki á skoðunum sínum og gekk rösklega að hverju því verkefni sem ljúka þurfti, ósérhlífin og úrræðagóð. Alltaf boðin og búin að bjóða fram aðstoð sína. Hún gat líka gert grín að sjálfri sér, þegar svo bar undir. Hún skilur eftir svo margar góðar minningar – þær eru okkur sem þekktum hana hvatning til að reyna að duga vel, að hennar fyrirmynd. Ég minnist Helgu með virð- ingu, hlýju og þakklæti fyrir trygga vináttu og öll góðu sam- skiptin. Við Bragi sendum Birni bónda hennar, sonum þeirra, tengdadætrum og afkomenda- hópnum öllum innilegar samúð- arkveðjur og biðjum þeim bless- unar. Elsku Helga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Ingunn Ásdís Sigurðardóttir. Það ríkir sorg og söknuður í systrahópi Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar. Í dag kveðjum við sómakonuna Helgu Sigur- björnsdóttur. Helga var einn af stofnfélögum Soroptimsta- klúbbs Skagafjarðar og starfaði með klúbbnum allt til dánar- dags, eða í hartnær 32 ár. Við förum nærri um að á starfstíð sinni gegndi hún flestum ef ekki öllum embættum klúbbsins og öllum sinnti hún af sömu rögg- semi, einlægni og elju. Hún var einörð talskona bættrar stöðu kvenna í samfélaginu, í héraði sem og utan landsteinanna. Hún var gegnheill soroptimisti. Helga var jákvæð og fróð- leiksfús og oft kom hún auga á nýstárlegar hliðar mála og kynnti fyrir okkur hinum. Þannig dýpkaði hún skilning okkar á margbreytileika lífsins og fékk okkur ósjaldan til þess að brosa út að eyrum eða skella upp úr. Helga kom til dyranna eins og hún var klædd og á sama hátt tók hún á móti nýjum systrum á þeirra forsendum. Hún hljóp undir bagga þegar á þurfti að halda en tranaði sér ekki fram. Þannig studdi Helga við störf klúbbsins með ráðum og dáð án þess að kalla á hrósið og gerði heldur lítið úr öllu sam- an ef eitthvað var. Einstakling- ar eins og Helga eru ómetanleg- ir hverjum félagsskap og nærveru hennar verður sárt saknað. Myndin af dugmikilli, smágerðri konu sem stóð keik í lífsins ólgusjó og deildi lífs- krafti sínum til annarra er sterk. Í hjörtum okkar geymum við minningu um einstakt systraþel kvenskörungs sem þekkti sinn stað í lífinu. Systur í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar senda Birni, son- um þeirra og fjölskyldum ein- lægar samúðarkveðjur og þakka elsku Helgu samfylgdina. F.h. Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar, Erla Björk Örnólfs- dóttir og Sigríður Svavarsdóttir. Oft er það svo þegar lífið rennur sitt skeið á enda hjá sum- um einstaklingum að þeim sem eftir standa þykir lífsklukkan hafa tifað allt of hratt. Okkur sem kynntumst Helgu Sigurbjörnsdóttur finnst hún hafa átt margt ógert. Helga var kraftmikil kjarnakona hvar sem hún fór og í forystu margvís- legra framfaramála í sinni heimabyggð. Ef henni sýndist að eitthvað mætti betur fara í velferðarmál- um samfélagsins hófst hún handa og hreif aðra með sér til að vinna að úrbótum. Áratugum saman vann hún sem leikskólastjóri á Sauðár- króki og átti hug og hjarta barna og samstarfsfólks. Meðfram vinnu kenndi hún þjóðbúninga- saum, gjarnan heima hjá sér og lagði þá stofuna sína undir nám- skeiðin. Þjóðbúninganámskeiðin spurðust út vestur yfir „fjallið“ og varð að ráði að biðja Helgu að kenna þjóðbúningasaum í Heim- ilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Námskeiðin eru orðin býsna mörg og fjölmargar konur notið leiðsagnar Helgu, ýmist komið sér upp nýjum upphluts- eða peysufatabúningi eða lagað og breytt gömlum búningum sem legið hafa inni í skápum ónotaðir í mörg ár. Að afloknu verki voru stoltar konur og ekki síst Helga sem nutu þess að sjá að fallegur búningur varð til, gamalt grátt silfur, sem legið hafði jafnvel óhreyft áratugum saman í blikk- dós, hreinsað og gyllt og öðlaðist nýtt líf. Í tengslum við þessi námskeið í Heimilisiðnaðarsafninu varð okkur Helgu fljótt vel til vina. Hún var einstaklega glaðvær, en gat verið snögg upp á lagið og hvatvís þegar svo bar undir, ekki síst þegar henni fannst konurn- ar sem hún leiðsagði ekki hafa unnið heimavinnuna sína. En það var stutt í hlýjuna og and- artaki seinna sagði hún eins og ekkert væri sjálfsagðara „heyrðu vinan – ég skal klára þetta fyrir þig“. Helga var hvunndagshetja og ætlaði að sigrast á þessum „skít“ eins og hún nefndi örðuna sem kom upp í munnholi fyrir nokkr- um árum en varð snögglega að óslökkvandi báli. Fyrir stuttu hélt hún í hönd mína á sjúkrabeði og sagði – „ég er ekkert á förum, Elín“. Þannig minnumst við þessar- ar baráttukonu. Með innilegri samúðarkveðju frá okkur Jóhannesi til Björns eiginmanns hennar og fjöl- skyldu, Elín S. Sigurðardóttir. Okkur brá sunnudaginn 1. nóv. sl. er sú fregn barst að Helga Sigurbjörnsdóttir væri látin. Skilin milli lífs og dauða eru snögg og hörð. Breytingin óafturkræf, en minningin lifir - á breiðtjaldi hugans teiknast myndir. Við stöldrum við vorið 1970. Undirritaður, þá um tví- tugt, hafði tekið að sér að æfa lúðrasveit á Sauðárkróki. Björn Sverrisson, hornleikari í sveit- inni, tók að sér að hýsa mig. Þannig kynntist ég þeim hjón- um Bjössa og Helgu. Það er heiðríkja og sólskin yfir þessum dögum, ég unglingur, þau ung hjón með þrjá litla og tápmikla drengi. Ég varð einn af fjöl- skyldunni þessar vikur. Þá kynntist ég eljusemi, inn- leik og hlýju sem ég ekki gleymi. Samskipti hafa verið stopul, en það er svo með vináttu að hún lif- ir þó hlé verði á. Það voru ánægjulegir endurfundir austur á Hafursá og heima á Hólma- grund, fallegar stundir og létt spjall. Það er lán hvers sam- félags þegar úr veljast einstak- lingar sem leggja meira fram en við hin. Helga Sigurbjörnsdóttir var ein þeirra. Hún hafði köllun til að auðga umhverfi sitt og var óþreytandi að vinna að uppeldis-, félags- og menningarmálum. Hún er sönn fyrirmynd. Að leið- arlokum er efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst Helgu og hennar eðliskostum. Bjössa, Sig- urbirni, Sverri, Pétri og fjöl- skyldum vottum við dýpstu sam- úð. Sigursveinn Magnússon,Sigrún Valgerður Gestsdóttir. Helga Sigurbjörnsdóttir eða „Helga fóstra“ eins og hún var gjarnan kölluð, til að greina hana frá öðrum Helgum og und- irstrika hvað hún starfaði við, var mögnuð kona sem gaman var að kynnast. Kynnin voru löng og lágu leiðir okkar saman á ólíkum stöðum. Eins og svo margir sem ólust upp á Krókn- um þá byrjaði Helga að hafa áhrif á mann í leikskóla en henn- ar starfsævi snerist um börn og hvað væri þeim fyrir bestu. Utan vinnu starfaði hún m.a. að kven- félagsmálum, saumaði og kenndi að sauma þjóðbúninga, vann fyr- ir leikfélagið, félag eldri borgara ofl. Eftir leikskólann tók við smá hlé á kynnum af Helgu, nema þegar maður laumaðist í garð- inn hjá henni og Bjössa við Skagfirðingabrautina og var gripinn. Það urðu engin eftir- mál því uppalandinn Helga skildi vel hvað ungir drengir voru að brasa. Í mesta lagi hrökk maður við þegar hraður taldandinn skall á manni en svo kom brosið. Kynnin urðu svo enn meiri eftir að við Sverrir fórum að bralla ýmislegt saman. Það var alltaf hressandi að koma til Helgu og Bjössa þar sem manni var vel tekið, góð ráð gefin ef stefnan var tekin „út í bæ“. Þeg- ar kom að sveitarstjórnarárun- um var Helga í forystu í leik- skólamálum sveitarfélagsins, með sínar sterku og ákveðnu skoðanir. Góður vinskapur end- urspeglaðist í getunni til að geta rökrætt, jafnvel með nokkrum hraða, um hvað væri börnunum og sveitarfélaginu væri fyrir bestu. Á einum fundinum sem ég sat var Helga að tugta okkur til sem endaði með því að þáverandi bæjarstjóri sagði: „Helga! Hvort er ég bæjarstjóri eða þú?“ Þetta þótti mér alveg dásamlegt og lýsti vel hversu mikið Helga bar hag barnanna og leikskólanna fyrir brjósti. Svona var Helga, ákveðin og rökföst en sanngjörn. Helga starfaði í rúmlega 40 ár hjá Sauðárkróksbæ og síðar Sveitarfélaginu Skagafirði. Helga var í raun frumkvöðull í leikskólamálum í sveitarfélaginu og barðist alla tíð fyrir því að þeim málum væri vel sinnt. En hún barðist fyrir mörgu og ekki síst Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og að hjálpa þeim sem áttu um sárt að binda. Helga lá ekki á skoðunum sín- um, sem betur fer, því allir græddu á því að heyra þær þótt ekki væru allir endilega sam- mála þeim. Helgu gæti einhver hafa kallað stjórnsama en hún var fyrst og fremst full af ástríðu fyrir því sem hún tók sér fyrir hendur og bar ábyrgð á. Helga hafði húmor þegar maður afréð að stríða henni smávegis. Man ég eftir því er við biðum saman á flugvellinum eft- ir flugi suður. Ég heilsaði henni vitanlega með virktum og fagn- aði og spurði hvað hún væri að þvælast. Hún sagðist vera komin í stjórnunarnám. Ég fór að hlæja og spurði hvað hún ætti eftir ólært? Helga skildi púkaskapinn í mér, brosti út að eyrum, hló og lagði til að ég kæmi með sér. Fyrir skömmu fékk Helga Samfélagsverðlaun Skagafjarð- ar, viðurkenningu sem hún átti svo sannarlega skilið eftir að hafa haft hag barna og fjöl- skyldna, sem og íbúa sveitar- félagsins, að leiðarljósi alla tíð. Helgu er minnst með mikilli hlýju og þakklæti. Sverri vini mínum, Bjössa og fjölskyldunni allri sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Gunnar Bragi Árið 2012 kom Helga Sigur- björnsdóttir inn í stjórn Text- ílseturs Íslands og tók svo snemma árs 2019 sæti í stjórn Textílmiðstöðvar Íslands. Helga var fulltrúi Heimilisiðn- aðarfélags Íslands í báðum til- vikum. Í störfum sínum sem stjórnarmaður var hún ráðagóð og réttsýn og lá aldrei á skoð- unum sínum. Það átti illa við hana að hanga við ákvarðana- töku ef ljóst var að búið væri að ná góðri niðurstöðu. Það sem einkenndi Helgu var skelegg framkoma og þurfti hún ekki mörg orð til að komast að aðal- atriðunum. Helga var mikilhæf hand- verkskona og bjó yfir mikilli þekkingu á handverki og unni fallegu handverki. Hún var opin fyrir nýjungum og hafði gaman af að sjá afurðir textíllistafólks hér í Textílmiðstöðinni. Helga var alltaf boðin og búin til verka hvernig sem stóð á. Eitt sinn á Prjónagleði mætti hún nánast af skurðarborðinu eftir mjaðmaskipti en hafði fyrir aðgerðina hóað saman her kvenna úr Skagafirði sem sýndu þjóðbúninga við opnun hátíðar- innar. Hún lét þá ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn. Starfsfólk og stjórn Textíl- miðstöðvarinnar vill með þess- um fáu orðum þakka Helgu fyrir hennar stjórnarstörf og framlag til textíls. Þau voru ekki unnin með hangandi hendi. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur sendum við eiginmanni hennar og fjölskyldu. Fyrir hönd starfsmanna og stjórnar Textílmiðstöðvarinnar, Jóhanna Erla Pálmadóttir. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður, stjúpföður, tengdaföður og afa. ÞORSTEINS G. SIGURÐSSONAR, Þorláksgeisla 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Landspítalanum í Fossvogi og Landakoti fyrir einstaka umönnun og hlýju við mjög erfiðar aðstæður. Sigurður Þórir Þorsteinsson Hildur Hrönn Oddsdóttir Halldór Örn Þorsteinsson Lilja Björg Sigurjónsdóttir Kristján Helgason Erna Þórey, Eiður Þorsteinn, Alexandra Mist Helga Karen, Emma Sóley og Ísak Logi Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLÖF SVEINJÓNSDÓTTIR, Lilla, Tjarnarflöt 9, Garðabæ, lést 9. nóvember. Útförin fer fram í dag, föstudaginn 20. nóvember, að nánustu ættingjum viðstöddum. Streymt verður frá útförinni á https://www.facebook.com/ streymi-á-útför-Guðrúnar-Ólafar-Sveinjónsdóttur-08210067774 940/ Jóhannes Árnason Sveinjón Jóhannesson Árni Jóhannesson Kristín A. Jóhannesdóttir Sigurður Straumfjörð Pálsson ömmu- og langömmubörnin Elsku pabbi. Nú ertu lagður af stað í síðustu ferðina og er ferðinni heitið inn í sumarlandið. Ég hef síðast- liðna viku fengið margar spurn- ingar frá strákunum um hvernig sumarlandið er og hvort afi sé að hjálpa einhverjum þar og hvort bílar bili þar líka. Ég svaraði þeim að sumarlandið er fullkomið og nákvæmlega eins og afi vill að það sé. Ég er svo þakklát fyrir okkar tíma hérna saman, hvað þú hefur kennt mér margt. Við gátum unnið inni í skúr saman svo tímunum skipti og það þurfti ekki að tala (já ég lærði það að lokum). Ég á svo margar magnaðar minningar um þig og allar ferðirnar sem við fór- um saman, hálendið og fjöllin voru alltaf í uppáhaldi hjá okkur. Þegar ég var lítil man ég varla eftir ferð inn í Þórsmörk þar sem þú varst ekki úti í miðri á að hjálpa til. En það er svo ekta þú, ég man við vor- um að keyra í Þýskalandi og það var bíll bilaður hjá fjölskyldu, auð- vitað varst þú kominn ofan í húdd að aðstoða. Takk pabbi fyrir að hafa endalausan húmor í okkur systurnar og sýna okkur að standa með okkur sjálfar. Stríðnispúkinn hjá þér var aldrei langt undan og ef þú gast strítt einhverjum og náð honum aðeins á loft, það var það Eiríkur Gunnarsson ✝ Eiríkur Gunn-arsson fæddist 3. apríl 1950. Hann lést 4. nóvember 2020. Útför Eiríks var gerð 13. nóvember 2020. besta … sérstaklega þegar það var annar en ég. Pabbi sagði alltaf: Þú veist hvar ég er, munið að lifa lífinu, við deyjum bara einu sinni. Það er stórt ör á hjartanu mínu núna og er ég sorgmædd en samt þakklát að hafa fengið þessar frábæru minningar og höfum við verið dugleg síðastliðið ár að passa upp á hvort annað. Hrein- skilni er eitthvað sem þú þekktir vel og sagðir þína skoðun og hef ég reynt að gera það líka og staðið með sjálfri mér eins og þú marg- bentir mér á þegar ég var yngri. Við systurnar munum halda áfram með húmorinn þinn og hugsum um mömmu og alla af- leggjarana og tengdasynina. Takk pabbi fyrir að vera þú. Takk pabbi fyrir alla þolinmæð- ina Takk pabbi fyrir frábærar minningar Takk pabbi fyrir að vera til staðar fyrir mig hvenær og hvar sem er. Takk fyrir að vera heimsins besti afi og alltaf tilbúinn að hjálpa til. Takk fyrir allt, sakna þín svo mikið. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elska þig, þín Hrönn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.