Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020
✝ Magnhildurfæddist 1.októ-
ber 1937 á Akra-
nesi. Hún lést 10.
nóvember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Þorlfríður
Þorláksdóttir og
Grímur Magn-
ússon.
Magnhildur var
frá Görðum á Akra-
nesi en flutti 17 ára
gömul í Rangárþing og bjó þar
alla tíð.
Eiginmaður Magnhildar var
Gunnar Jóhann Ásgeirson fædd-
ur 28. maí 1933. Hann lést 8.
apríl 2017. Börn
þeirra eru þrjú,
barnabörn eru átta
og barnabarnabörn
eru 17.
Útför Magnhild-
ar verður gerð frá
Selfosskirkju í dag,
20. nóvember 2020,
klukkan 13. Vegna
fjöldatakmarkanna
verður streymt frá
útförinni. Slóð á
streymið er: https://www.selfoss-
kirkja.is
Virkan hlekk á streymið má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku systir, ég kveð þig með
þungum trega eftir 73 ár í okk-
ar lífi. Við áttum eftir að gera
svo margt saman, en saman
höfum við gengið í gegnum lífið
í gleði og sorg, þó mest bara í
gleði, því að á samneyti okkar
bar aldrei skugga, bara mikinn
kærleik og væntumþykju, og á
milli fjölskyldna okkar. Saman
gengum við með drengi á sama
tíma, ég með frumburðinn og
þú þinn yngsta.
Ég gæti talið svo margt en
elsku systir, þú átt svo stórt
pláss í hjarta mínu. Við töluðum
mikið saman í síma þegar við
hittumst ekki og alltaf kvaddir
þú á sama máta: Elska þig eins
langt og til himins og til baka,
ég segi það sama. Það verður
skrítið að geta ekki hringt í þig.
Ég kveð þig, elsku systir, þar
til við hittumst á ný.
Brosið þitt breitt, og augun svo
skær,
bið Guð þig að geyma.
Bestu þakkir,
þú varst mér svo kær,
og þér mun ég aldrei gleyma.
Þín elskandi systir,
Júlíana (Lúllý).
Elsku frænka, móðursystir
okkar kær. Okkur skortir orð
hvernig við eigum að minnast
þín. Í huga okkar þá ertu svo
eilíf með kærleiksríka hjarta
þitt.
Sárt, já það verður sárt að
sjá þig ekki eða heyra í þér á
næstunni.
Elskaðir allt þitt fólk og allt-
af svo stolt af öllum. Sást eitt-
hvað sem ekki var í lagi hjá ein-
hverjum, nei, það var bara
eitthvað sem hægt var að laga.
Fallega brosið þitt og faðm-
lagið og svo margt og margt.
Þú munt alltaf eiga stórt rúm í
hjörtum okkar.
Elsku frændsystkin.
Elskum ykkur.
Vertu kært kvödd, elsku
frænka.
Þín systurbörn,
Sigþór Hólm Þór-
arinsson og Guðrún
Þórarinsdóttir.
Með hlýhug og söknuði sit ég
með sorg í hjarta en samt svo
mikla gleði.
Gleði yfir góðum minningum
sem Magga frænka hefur gefið
mér og svo mörgum öðrum.
Ef heimurinn væri fullur af
Möggu frænkum þá værum við
í góðum málum.
Hún hefur gefið mér góðar
minningar sem hafa fylgt mér
inn í lífið og alltaf yljað mér um
hjartarætur, við tilhugsanir um
gamla tíma þegar hún hafði mig
hjá sér í vinnuskúrum víðs veg-
ar um landið, minningarnar fá
mig til að hlæja innra með mér
og þakka fyrir því án þeirra
hefði ég ekki viljað vera.
Og þegar hún var á báðum
áttum hvort hún ætti að treysta
sér til að mæta í fermingu
yngsta sonar míns og ég sagði
henni ó, Magga það er engin
ferming nema þú sért, og það
vissi hún vel og auðvitað lét hún
sig hafa það og mætti þó að
veik og slöpp væri og lýsir það
dugnaði hennar og seiglu og var
þá mikið hlegið þar sem hún
mætti en fermingarbarnið ekki.
Ég gæti skrifað svo ótal-
margt fallegt til að minnast en
ég mun minnast þess ávallt í
hjarta mínu, en langar til að
senda henni þennan texta þar
sem hún var og er svo mikill
engill.
Það má svo sem vera
að vonin ein
hálf veikburða sofni í dá.
Finnst vera eitthvað
sem íþyngir mér
en svo erfitt í fjarlægð að sjá.
Það gilda má einu
hvort ég áleiðis fer
eða staldra hér ögn við og bíð.
Þótt tómið og treginn
mig teymi út á veginn
ég veit ég hef alla tíð
verið umvafin englum
sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein – aldrei ein.
Svo endalaus ótti
við allt sem er
og alls staðar óvini að sjá.
Veðrin svo válynd
og víðáttan grimm,
ég vil fría mig skelfingu frá.
Í tíma og rúmi
töfraoðin mín
og tilbrigðin hljóma svo blíð.
Líst ekki að ljúga
mig langar að trúa
að ég hafi alla tíð
verið umvafin englum
sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein – aldrei ein.
(Valgeir Skagfjörð)
Elsku Fríður, Ásgeir, Smári
og fjölskyldur.
Missir ykkar er mikill, ég
sendi ykkur innilegar samúðar-
kveðjur og bið góðan Guð að
vera með ykkur og styrkja.
Sofðu rótt elsku frænka.
Og eins og þú kvaddir alltaf
hana mömmu mína eða litlu
systur þína,
ég elska þig til tunglsins og
til baka.
Þín
Sylvía.
Magnhildur Krist-
berg Grímsdóttir
✝ Inger GrétaStefánsdóttir
fæddist 6. febrúar
1937 á Siglufirði.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 23. ágúst
2020.
Kjörforeldrar
hennar voru Stefán
Sigurður Guð-
mundsson, f. 28.
júní 1906 í Bolung-
arvík, d. 1. desember 1992, og
Guðný Oddný Biering Helga-
dóttir, f. 3. september 1918 á
Borgum í Grímsey í Mið-
1972 eiginmanni sínum, Runólfi
Guðjónssyni. Hann fæddist 13.
nóvember 1935 í Reykjavík en
lést á heimili þeirra hjóna 12.
desember 2019. Þau hjónin
bjuggu lengst af í Vogum á
Vatnsleysuströnd og síðustu árin
í Innri-Njarðvík. Gréta lætur eft-
ir sig tvö uppkomin stjúpbörn,
Jón Hlíðar Runólfsson, f. 19.
febrúar 1957, og Guðnýju Hildi
Runólfsdóttur, f. 29. október
1960. Jón er giftur Eygló Jóns-
dóttur og saman eiga þau börnin
Eyrúnu Ósk, Stein Hlíðar og
Sindra Hlíðar. Sambýlismaður
Hildar er Þórður Guðmundsson
og börn hennar eru þau Alistair
Jón Brown og Christine Patter-
son. Langömmubörnin eru síðan
níu talsins.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey frá Innri-Njarðvíkurkirkju
28. ágúst 2020.
garðasókn, d. 11.
janúar 1978. Börn
Stefáns og Guð-
nýjar og kjör-
systkin Grétu eru
Þórir Hafberg, f.
10.3 1945, d. 5.6.
2002, Guðmundur
Karl, f. 26.11. 1948,
Sigrún Ragna, f.
23.6. 1952, og Jóna
Björk, f. 2.3. 1955.
Gréta eignaðist
dreng ung að aldri, hinn 16.
mars 1954 ,sem var gefinn til
ættleiðingar.
Gréta kynntist kynntist árið
Inger Gréta Stefánsdóttir
kvaddi á björtum blómum
prýddum sólardegi. Hún var
líka í blóma lífs síns þegar ég
kynntist henni fyrst. Þá var
hún að kynnast góðum vini
mínum, Runólfi Guðjónssyni
(kallaður Ronný), sem varð
svo hennar lífsförunautur, ég
hygg þeim báðum til mikillar
gæfu. Runólfur kvaddi þetta
líf 12. desember 2019. Svona
er lífið, kynslóðir koma og
kynslóðir fara, það vitum við.
Þó er alltaf sami sársaukinn
sem fylgir að kveðja góða vini.
En hvað annað getum við en
þakkað góðu fólki fyrir sam-
fylgdina í gegnum árin og
kvatt það með góðar geymdar
minningar. Gréta og Ronný
voru alltaf spes. Hugarheimur
hans frjór, áræðinn og skap-
andi, það kunni Gréta að meta.
Hún fylgdi honum af einlægni
og samviskusemi, leggjandi
sína krafta honum til aðstoðar
eftir því sem aðstæður leyfðu
hverju sinni. Notalegt var að
heimsækja þau á heimili
þeirra, mikill og góður matur
borinn fram af ánægju og
gleði, enda frábærir kokkar
bæði tvö. Bæði voru þau miklir
dýravinir, enda átti Gréta
marga púðluhunda gegnum ár-
in, sem báru nöfnin Pollý eða
Daisy lukka, mikil ást og vin-
átta þeirra á milli. Mér fannst
þessir góðu vinir mínir þau
Gréta og Ronný svo spes að ég
mátti til með að finna gælu-
nöfn á þau, eða eitthvert stik-
korð sem passaði þeim vel. En
stikkorðin urðu til í raun og
veru af sjálfu sér. Hvað gat
passað Grétu? Jú augljóst mál!
Gréta Garbo Íslandi, það féll í
góðan jarðveg og því býsna oft
notað við öll möguleg tækifæri
og þá oftast stytt niður í
Garbo Íslandi. En þá er komið
að Ronný, sem ungur maður
var hann rauðhærður, svo
nafnið Rauða ljónið var ekki
langsótt. Tók hann því með
bros á vör. Mörg voru tæki-
færin og tilefnin til þessarar
nafngiftar, því hraustlega gat
hann blásið ef tilefni var til.
Gréta gat líka látið í sér heyra
og sagt sína meiningu af
hörku, sama hver átti í hlut.
Þegar nóg var komið tók
Rauða ljónið í taumana og
mælti hátt og skýrt: „Þegiðu
nú, elskan mín!“ Allt varð
hljótt og allir brostu, málið af-
greitt, allir sáttir. Þegar Gréta
gerði sér grein fyrir að
stundaglas hennar var á þrot-
um, hún tók því með ró. Hún
sagði mér að Rauða ljónið
væri farið að kalla á sig og því
kalli myndi hún hlýða mjög
sátt. Ég kveð Grétu með sökn-
uði, virðingu og þakklæti fyrir
margar góðar samverustundir.
Ég sé Grétu ljóslifandi fyrir
mér í björtum himnasölum,
hlaupandi á eftir Daisy lukku,
kallandi hástöfum, Daisy
lukka, Daisy lukka, komdu
Daisy lukka. Nú hefur þessi
fjölskylda sameinast á ný. All-
ar Pollýjurnar, Daisy lukka,
Garbo Íslandi og Rauða ljónið,
þeirra er sárt saknað, þau
voru spes. Megi þau öll njóta
friðar og kærleika handan
móðunnar miklu. Innilegar
samúðarkveðjur til allra sem
sakna og syrgja og eiga um
sárt að binda. Hvíli þau í Guðs
friði.
Hafsteinn Sveinsson.
Elsku amma Gréta, Inger
Gréta Stefánsdóttir, lést í lok
ágúst eftir stutt veikindi. Afi
lést í desember síðastliðinn en
þau fóru allt saman og gerðu
allt saman. Þeim var víst ekki
ætlað að vera lengi aðskilin
og hún hélt því á hans fund
örfáum mánuðum síðar. Þið
sem þekktuð þau vitið hversu
miklir dýravinir þau hjónin
voru og að hundarnir í lífi
þeirra voru gleði þeirra og
yndi. Eri litli hundurinn
þeirra virtist syrgja afa ekki
síður en amma, og veitti
ömmu huggun og stuðning
þessa síðustu mánuði. Hún
hafði oft á orði að hún vissi
ekki hvernig hún hefði lifað af
ef ekki væri fyrir þennan
hund. Hún var lögð inn á
sjúkrahús síðsumars og það
sem henni þótti erfiðast var
að skilja við hundinn, en
ónefndur engill fann leið til að
smygla litlu dýri inn til henn-
ar til að leyfa henni að kveðja
förunaut sinn almennilega og
var hún óendanlega þakklát
fyrir það. Lífið er svo skrítið
stundum, að það var svo sama
dag og amma missti meðvit-
und inni á spítalanum að litla
dýrið veiktist alvarlega og dó.
Amma vissi aldrei af því, búin
að fá að kveðja hann. Þau
fengu þá að fara saman eftir
allt, tengingin þeirra á milli
sterk. Það þótti mér fallegt.
Ég ætla ekki að þykjast vita
hvað gerist að þessari jarðvist
lokinni, en ég hef örlítinn
grun um að afi og Eri hafi
tekið á móti henni og þau séu
nú að njóta lífsins, sóla sig á
einhverjum sumarbústaðar-
palli í hundaparadís sem líkist
Grímsnesinu, mögulega á leið
í veiði seinni partinn. Bless
elsku amma mín.
Eyrún Ósk Jónsdóttir.
Inger Gréta
Stefánsdóttir
✝ GuðmundurÓlafsson fædd-
ist í Hraunkoti í
Grindavík 22. sept-
ember 1928. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði föstu-
daginn 6. nóv-
ember 2020.
Foreldrar hans
voru Ólafur Jóns-
son, f. 1897, sjó-
maður í Grindavík,
og Helga Þórarinsdóttir, f.
1903, verkakona í Grindavík.
Systkini Guðmundar eru Albert
Egilsson, f. 1923, d. 1953, Þór-
arinn Ingibergur Ólafsson, f.
1926, d. 2009, Hulda Sigríður
Ólafsdóttir, f. 1927, d. 2018,
Guðbergur Hafsteinn Ólafsson,
f. 1929, d. 2012, Jóna Sólbjört
Ólafsdóttir, f. 1932, d. 2018,
Aldinía Ólöf Ólafsdóttir, f. 1934,
Helgi Ólafsson, f. 1936, og Sig-
urður Ragnar Ólafsson, f. 1951.
Börn Guðmundar eru Ólöf
Helga, f. 17.02. 1951, Guðrún
Fanney, f. 06.10. 1952, Ástríður,
f. 10.10. 1955, andvana fæddur
drengur í janúar 1957, Margrét
Ósk, f. 06.10. 1958, Ólafur Sól-
imann, f. 28.04. 1960, og Bjarn-
heiður Jana, f. 30.11. 1965. Guð-
mundur átti 19 barnabörn og 27
barnabarnabörn.
Guðmundur ólst upp í
Grindavík og vann við fisk-
verkun og sjó-
mennsku. Eftir að
Guðmundur flutti
til Keflavíkur og
giftist Jane Maríu
Ólafsdóttur starf-
aði hann lengst af
við fiskvinnslufyr-
irtæki tengt föður
sínum Ólafi Sól-
imann Lárussyni,
seinni hluta ævi
sinnar vann hann
hjá Flugleiðum við viðhald á
eignum flugstöðvarinnar. Guð-
mundur var í tugi ára í kór
Keflavíkurkirkju og eftir að
Guðmundur flutti á Hrafnistu í
Hafnarfirði var hann í Hrafn-
istukórnum og í DAS-bandinu
og söng þar með hljómsveit
heimilisins alla föstudaga þar
sem slegið var upp balli í saln-
um til að skemmta heimilisfólki
og öðrum sem komu í heimsókn
á Hrafnistu.
Útför Guðmundar fer fram
frá Safnaðarheimili Keflavík-
urkirkju þann 20. nóvember og
hefst athöfnin kl. 13. Vegna að-
stæðna í þjóðfélaginu eru aðeins
nánustu ættingjar við athöfn-
ina, streymt verður frá athöfn-
inni á: https://www.facebook.com/
groups/UtforGudmundarOlafssonar
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Í dag verður Guðmundur
Ólafsson tengdafaðir minn lagður
til hinstu hvílu. Það eru nú slíkir
tímar að ekki er mögulegt fyrir
alla sem vildu að vera viðstaddir
þessa kveðjustund sem fer fram í
fámennum hópi þeirra allra nán-
ustu.
Ekki man ég eftir okkar fyrstu
kynnum enda varstu hæglátur og
hógværðin uppmáluð. Ég veit þó
að það var fyrir hartnær 30 árum
þegar ég hafði verið í sambandi
með dóttur þinni í nokkra mán-
uði. Það tókst fljótlega með okk-
ur náin vinátta þar sem ekki
þurfti alltaf að segja hlutina held-
ur var skilningur á milli okkar, en
það var þó stutt í gamanið og
lúmska stríðni.
Þú varst alltaf áhugasamur um
það sem ég tók mér fyrir hendur
og allur af vilja gerður að hjálpa
til.
Það hefði ekki verið klókt af
mér að afþakka þína hjálp, hvort
sem verið var að mála inni eða
úti, eiga við pípulagnir eða hrein-
lega taka íbúðina í gegn. Slík var
verkkunnátta þín að ég stór-
græddi á því að fá þá kennslu og
leiðsögn sem þú veittir mér. Við
vorum ekki alltaf sammála um
hvernig ætti að fara að hlutunum
en gátum alltaf komist að skyn-
samlegri niðurstöðu.
Ég er þakklátur fyrir þann
tíma sem við áttum saman hvort
sem það var samvinna í verkefn-
um heima eða samtölin sem oft
voru stutt og hnitmiðuð. Það var
ekki verið að eyða orðum að
óþörfu en skilaboðin bárust með
kærleiksríku viðmóti. Mikið þótti
mér vænt um þig.
Það bar vott um styrk þinn og
kærleika þegar þú söngst ein-
söng yfir konu þinni henni Jane
Maríu í útför hennar. Það var
ekki þurr hvarmur á nokkrum
viðstaddra enda hjartnæmt með
eindæmum að sjá eiginmann
kveðja lífsförunaut sinn með
þessum hætti.
Ég votta fjölskyldu þinni sam-
úð mína og veit að þín verður sárt
saknað.
Ég kveð þig Guðmundur með
trega og þessum örfáu orðum en
ég veit að þú varst tilbúinn að
fara héðan og á betri stað. Guð
varðveiti sálu þína.
Þinn tengdasonur,
Kristinn.
Guðmundur
Ólafsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endur-
gjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu
efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar-
ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg-
unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nán-
ustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upp-
lýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálf-
krafa notuð með minningargrein nema beðið sé um ann-
að. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð-
legt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar