Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Viðskipti | Atvinnumál MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Gefðu dekurgj öf um jóli n Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hagnaðist um rúmlega 14,6 millj- ónir evra, eða 2,4 milljarða króna, á þriðja fjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Borið saman við sama tímabil í fyrra minnkar hagnaðurinn um 20% milli ára. Eignir Brims í lok tímabilsins námu 777 milljónum evra, eða tæp- um 126 milljörðum króna, og jukust um 77 milljónir evra milli ára, eða 12,5 milljarða. Eigið fé félagsins er nú 330 milljónir evra, eða 53,5 millj- arðar króna. Eiginfjárhlutfall Brims er 42%. Rekstrartekjur samstæðunnar á þriðja árfjórðungi voru 80,7 millj- ónir evra en 65 milljónir á sama tíma í fyrra. Kristján Þ. Davíðsson stjórn- arformaður félagsins segir í til- kynningunni að þrátt fyrir áfram- haldandi neikvæð áhrif kórónu- faraldursins hafi starfsfólki Brims með samstilltu átaki tekist vel upp við rekstur veiða, vinnslu og mark- aðssetningar við krefjandi að- stæður. Brim hagn- ast um 2,4 milljarða  Eignir jukust um 12,5 milljarða Morgunblaðið/Hari Útgerð Rekstrartekjur Brims voru 13 milljarðar kr. á þriðja fjórðungi. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Vaxtalækkanir í kjölfar stýrivaxta- lækkunar Seðlabanka Íslands fyrr í vikunni eru í skoðun hjá öllum stóru viðskiptabönkunum þremur, en Seðla- bankinn lækkaði vexti sína um 0,25 prósentur niður í 0,75%. Í svari Arion banka segir að þessi mál séu í stöðugri endurskoðun og margt spili inn í auk stýrivaxtanna, þ.á m. þau fjármögnunarkjör sem bankanum bjóðast almennt á markaði . „[…] eins og komið hefur fram hefur skuldabréfamarkaðurinn ekki fylgt al- veg stýrivöxtum og þar hefur krafan jafnvel hækkað að undanförnu á lengri bréfum,“ segir í svari Arion banka. Tveir bankar hækkuðu vexti Bæði Íslandsbanki og Landsbank- inn hafa hækkað vexti sína nýlega, og gerði Ingólfur Bender aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins það að um- talsefni í pistli í ViðskiptaMogganum í vikunni. „Tveir bankar hafa nú á stuttum tíma brugðist við hækkandi ávöxtunarkröfu á skuldabréfamark- aði með því að hækka vexti sína á húsnæðislánum. Þróunin er dæmi um það hvernig hækkun langtímavaxta er að koma niður á heimilum lands- ins. Hækkun langtímavaxta dregur úr fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og at- vinnusköpun á því sviði en nú þegar sjást umtalsverð merki um samdrátt í íbúðarbyggingum, sérstaklega á fyrstu byggingarstigum.“ Rakið til hækkunar skuldabréfa Rúnar Pálmason upplýsinga- fulltrúi Landsbankans segir í svari til Morgunblaðsins, spurður um ástæð- ur fyrir vaxtabreytingu síðasta þriðjudag, að bankinn hafi þá hækkað tvo útlánavaxtaflokka, þ.e. fasta vexti á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja og fimm ára. Hann segir að aðrir útlánsvextir séu óbreyttir og hækkunin hafi ekki áhrif á útlán sem þegar hafa verið veitt. „Landsbank- inn fjármagnar útlán með föstum vöxtum meðal annars með útgáfu sér- tryggðra skuldabréfa. Skuldabréfin bera fasta vexti og eru boðin út á skuldabréfamarkaði. Vaxtabreyt- inguna frá því á þriðjudag má fyrst og fremst rekja til þess að ávöxtunar- krafa skuldabréfanna á skuldabréfa- markaði (vextirnir sem bankinn þarf að greiða) hafði hækkað umtalsvert frá síðustu vaxtabreytingu. Í kjölfarið hækkaði Landsbankinn fasta vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,15- 0,20 prósentustig.“ Rúnar segir að Landsbankinn hafi aldrei lánað jafn mikið í íbúðalán eins og á þessu ári, og bjóði mjög sam- keppnishæf kjör. Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Morgunblaðsins um sama mál segir Edda Hermannsdóttir upplýsinga- fulltrúi að hækkunin tengist því að fjármögnunarkostnaður bankans hafi aukist, líkt og sjá megi á skuldabréfa- markaði. Edda bendir einnig á að þrátt fyrir hækkunina bjóði bankinn enn upp á lægstu föstu vexti á íslenskum hús- næðislánamarkaði. Vaxtamunur minnkað Rúnar Pálmason segir einnig í skriflegu svari sínu að vaxtamunur Landsbankans hafi minnkað umtals- vert frá árinu 2016, þ.e. úr 3,1% (að meðaltali) og í 2,5% að meðaltali árið 2020 og í 2,4% á þriðja ársfjórðungi 2020. „Vaxtamunurinn, þ.e. munur á útlánavöxtum og því sem bankinn greiðir fyrir fjármagn, hefur því lækkað úr 3,1% og í 2,4% á stuttum tíma,“ segir Rúnar. Bankar skoða vaxtalækkanir  Íslandsbanki og Landsbankinn hækkuðu nýlega vexti sína vegna hækkandi ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði Landsbankinn aldrei lánað jafn mikið Útlán Seðlabankinn vill að stýrivaxtalækkunin miðlist út í lán til fyrirtækja. Viðskiptabankarnir eiga eftir að taka ákvörðun um vaxtabreytingar. Flugfélaginu Play hefur verið út- hlutað lendingarleyfum á tveimur flugvöllum í London og einum í Dublin. Sveinn Ingi Steinþórsson, fjármálastjóri félagsins, staðfestir að þarna sé um flugvellina London Stansted og Gatwick að ræða, auk alþjóðaflugvallarins í Dublin á Ír- landi. Áætlanir félagsins nú byggjast á að fyrstu farþegar verði fluttir á vegum þess á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Sveinn Ingi ítrekar þó að mikil óvissa sé í kortunum og áætl- anir breytist hratt sökum þess. Play er ekki komið með flugrekstrarleyfi og segir Sveinn að það komi ekki á óvart. Það hafi verið lán félagsins að vera ekki komið í loftið þegar kór- ónuveirufaraldurinn breiddist um heiminn. „Við metum það svo að tækifærið hafi aldrei verið stærra en einmitt nú. Það eru að hlaðast upp skuldir hjá keppinautum okkar og vanda- málin munu ekki hverfa af mark- aðnum. Það er stór spurning hversu langan tíma það mun taka þessi fé- lög að vinna upp það mikla tap sem orðið hefur.“ Play fær lend- ingarleyfi á Bretlandseyjum Morgunblaðið/Hari Flug Play hyggst bjóða upp á flug til fleiri staða en á Bretlandseyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.