Morgunblaðið - 20.11.2020, Page 17

Morgunblaðið - 20.11.2020, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 Á hverju ári er 20. nóvember helgaður börnum og mannrétt- indum þeirra en þenn- an sama dag árið 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í málefnum barna í íslensku sam- félagi á síðustu árum og áratugum. Það er ekki síst fyrir til- komu Barnasáttmálans sem boðaði nýja sýn á börn sem sjálfstæða rétt- hafa og hefur breytt samfélagslegum viðhorfum til þeirra. Réttur barna til áhrifa og þátttöku er tryggður í 1. mgr. 12. gr. Barna- sáttmálans sem er ein grundvallar- reglna sáttmálans. Þar kemur fram að tryggja skuli barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varðar, og skal taka rétt- mætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska. Barnaréttar- nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fer með eftirlit með framkvæmd Barna- sáttmálans og veitir jafnframt leið- beiningar um túlkun og beitingu hans, hefur lagt ríka áherslu á rétt barna til þátttöku. Í síðustu tilmælum barnaréttarnefndarinnar til Íslands frá árinu 2011 áréttaði nefndin að auka þyrfti virðingu fyrir sjónar- miðum barna á öllum sviðum samfélagsins. Gaf nefndin íslenska ríkinu þau tilmæli að setja reglugerð um starfsemi og hlutverk ungmennaráða og tryggja að tillit verði tekið til sjónarmiða barna fyrir dómstólum, í skólum og við meðferð allra mála sem varða þau, þ.m.t. barna með fötlun, barna með innflytjendabakgrunn og ann- arra barna sem eru í viðkvæmri stöðu. Á árinu 2021 mun Ísland aftur sitja fyrir svörum hjá barnaréttarnefnd- inni um stöðuna á innleiðingu Barna- sáttmálans og mun þá þurfa að gera grein fyrir því hvernig tekist hefur til við að efla þátttöku barna. Á þeim níu árum sem liðið hafa hefur ekki verið orðið við tilmælum nefndarinnar um setningu reglugerðar um ungmenna- ráð og mikið verk er óunnið í því verkefni að tryggja aðkomu barna að ákvörðunum sem varða þau og þátt- töku þeirra í allri stefnumótun um málefni barna. Skortur á samráði við börn Í öllu starfi umboðsmanns barna er skýr áhersla á 12. gr. Barnasáttmál- ans, og unnið að því markmiði að við mótun stefnu og töku ákvarðana sem varða börn verði ávallt leitað eftir og tekið tillit til sjónarmiða þeirra. Ítrek- að hefur umboðsmaður barna þó þurft að benda opinberum aðilum á skort á samráði við börn jafnvel í málum sem varða mikilvæga hagsmuni þeirra. Hér má sem dæmi nefna nýlega til- lögu menntamálaráðuneytis um breytingar á viðmiðunarstundatöflu grunnskóla en ekkert samráð var haft við börn um þær fyrirhuguðu breyt- ingar sem kynntar voru í samráðsgátt stjórnvalda. Ber til þess að líta að samráðsgáttin er ekki aðgengileg börnum. Umboðsmaður barna sendi bréf til nemendaráða allra grunn- skóla, upplýsti um tillögurnar og hvatti nemendaráðin til að láta málið til sín taka, og bauð fram aðstoð sína. Þó nokkur nemendaráð fengu aðstoð umboðsmanns barna við að senda inn umsögn í samráðsgáttina og höfðu þannig mikilvæg áhrif á frekari vinnslu málsins. Það er brýnt að hafa í huga að þátttaka barna snýst ekki eingöngu um að veita þeim aðgang að stjórnkerfinu heldur eru sjónarmið og reynsla barna auðlind sem nýta má í þeim tilgangi að bæta málsmeðferð, auka hagkvæmni lausna og ná betri árangri. Það eru þó ýmis jákvæð teikn á lofti eins og niðurstöður nýlegrar könn- unar umboðsmanns barna um innleið- ingu Barnasáttmálans hjá opinberum stofnunum sýna. Þó svo að enn sé mikið verk óunnið sýna þær nið- urstöður eindreginn vilja til úrbóta og skýran áhuga stofnana á því að efla þátttöku barna. Umboðsmaður barna hyggst leggja stofnunum lið sitt við það verkefni með ýmsum hætti á næstu árum. Í tilefni dagsins stendur umboðs- maður barna fyrir málþinginu „Áhrif barna: Tækifæri, leiðir og fram- kvæmd.“ Þinginu verður steymt á facebooksíðu umboðsmanns barna frá kl. 12:00 í dag, en fulltrúar ráð- gjafarhóps umboðsmanns stýra þinginu. Marta Magnúsdóttir fjallar um vinnuskóla sveitarfélaga, sem eru oftar en ekki fyrsta reynsla barna af vinnumarkaði, og leiðir til þess að veita ungmennum tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri í þeim tilgangi að þróa og bæta starfið. Þá mun Guðjón Þór Jósefsson gera grein fyrir þeim leiðum sem ríki hafa farið í þeim tilgangi að tryggja þátt- töku barna og þeim skilyrðum sem þurfa að vera uppfyllt við þátttöku barna til þess að hún teljist áhrifarík og uppbyggileg. Loks mun Vígdís Fríða Þorvaldsdóttir fjalla um sam- ráð við börn í íslenskri stjórnsýslu og rýna í skipulag, virkni og áhrif ung- mennaráða hér á landi. Nýr fræðsluvefur opnaður í dag Í dag verður einnig opnaður nýr fræðsluvefur um Barnasáttmálann. Umboðsmaður barna, Barnaheill, UNICEF á Íslandi og Mennta- málastofnun hafa átt samstarf um út- gáfu fræðsluefnis um Barnasáttmál- ann og er vefurinn afrakstur þeirrar vinnu. Það er mikilvægt að börn hafi aðgang að Barnasáttmálanum og séu meðvituð um réttindi sín og mun vef- urinn án efa stuðla að því að auka þekkingu barna á Barnasáttmál- anum. Á afmælisdegi Barnsáttmálans er viðeigandi að líta yfir farinn veg og fagna því sem þegar hefur áunnist þó svo að verkefnin séu bæði mörg og ærin. Ég vil óska öllum börnum til hamingju með daginn, en með Barna- sáttmálann að leiðarljósi mun emb- ætti umboðsmanns barna halda áfram að vinna að því að tryggja öll- um börnum í íslensku samfélagi rétt þeirra til þátttöku og áhrifa. Eftir Salvöru Nordal » Þátttaka barna snýst ekki eingöngu um að veita þeim aðgang að stjórnkerfinu heldur eru sjónarmið og reynsla barna auðlind sem nýta má í þeim tilgangi að bæta málsmeðferð, auka hagkvæmni lausna og ná betri árangri. Salvör Nordal Höfundur er umboðsmaður barna. Dagur mannréttinda barna Þegar pest lýkur og padda er frá, er alveg öruggt mál að ferða- þjónusta spyrnir við fótum. Erlendir ferða- menn munu vilja halda áfram að koma til landsins. Ísland er og verður áfanga- staður ferðamanna frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Því er rétt að huga að því hvað ferðamenn hafa að gera hingað til lands Í grófum dráttum má skipta ferðamönnum í tvennt. Ein tegund eru ferðamenn í við- skiptaerindum. Þau erindi geta ým- ist verið vegna einstakra viðskipta eða að sækja ráðstefnur og fundi. Önnur tegund ferðamanna eru þeir sem ferðast í frístundum sín- um, einstaklingar, fjölskyldur og hópar í skipulegum ferðum. Að þessu sögðu, þá er vert að minna á að ferðaþjónusta er út- flutningsatvinnugrein. Það er fyrst og fremst sala á þjónustu en að hluta til vöru, í öllu falli því hráefni sem fer í mat. Það skal einnig minnt á að aðrar útflutningsatvinnugreinar greiða engan virðisaukaskatt af vöru sem framleidd er til útflutnings. Það á við sjávarútveg og málmfram- leiðslu. Sennilega eru jaðaráhrif virðis- aukaskatts af ferðaþjónustu sem næst 35 milljörðum á ári í eðlilegu árferði. Þess er ekki langt að bíða að ferðaþjónustan geti selt sína gestrisni. Söfn og áfangastaðir Það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Söfn á landsbyggð- inni eru dálítið hvert öðru lík. Áhersla er lögð á söfnun muna úr atvinnuháttum fortíðar. Erlendir ferðamenn eiga erfitt með að ná þeirri tengingu, sem Íslendingar ná við fortíðina á þessum söfnum. Það hlýtur að verða verkefni í uppbyggingu ferðamannastaða að auka fjölbreytni í áfangastöðum ferðamanna hringinn um landið. Göngustígar og náðhús eru ágæt til sinna þarfa, jafnvel nauðsynleg. Uppbygging á aðstöðu vegna ferðaþjónustu þarf að komast út úr þessum þrönga farvegi göngu- stíga og náðhúsa. Veit- ingahús við þjóðveg- inn hafa varla náð út fyrir bensínstöð og vegasjoppu. Ísland hefur þrátt fyrir allt nokkra möguleika á að menn- ingartengja ferðaþjón- ustu. Myndlist og ferðaþjónusta Myndlist getur haft einstaka tengingu við ferðaþjónustu. Íslensk myndlist hefur margar tilvísanir. Ein tilvísun er upphafið landslag frumherja íslenskrar myndlistar. Í upphafi síðustu aldar komust örfáir Íslendingar í nám í Listaakademí- unni í Kaupmannahöfn og héldu síðar til Ítalíu, Frakklands, Þýska- lands og Noregs. Vissulega gengu þeir inn í hefðir síns tíma en frum- herjarnir sköpuðu sinn persónu- lega stíl. Þrátt fyrir að standa jafnfætis málurum í Evrópu á sinni tíð, náðu þessir frumherjar íslenskrar mynd- listar ekki inn á heimskortið. Ef til vill hefði gengið betur ef „Fjalla- mjólk“ Kjarvals hefði selst til Museum of Modern Art í New York fyrir hluta af auði Rockefell- ers. Eða að myndin hefði endaði í kjallaranum og horfið! Önnur tilvísun eru málarar form- byltingarinnar sem komu fram um og eftir síðari heimsstyrjöld. Þeir sóttu sína menntun til Frakklands og Bandaríkjanna. Í því sambandi kemur mér í hug upplifun mín í safni í Washington. Sem ég horfi á mynd eftir Wassily Kandinsky, þá heyri ég sagt: „Þessa mynd sá ég á sýningu í Chi- cago 1946.“ Mikið þótti mér Banda- ríkjamaðurinn góður í íslensku! Þegar ég sný mér við sé ég einn ís- lenska formbyltingarmanninn með konu sinni! Svo kemur það sem við getum kallað samtímamyndlist. Myndlist- armenn samtímans hafa sótt sína menntun víða. Erro á Kirkjubæjarklaustri Einn samtímamanna okkar, Erro, Guðmundur Guðmundsson, er í senn heimsmaður og heima- maður. Fæddur í Ólafsvík, alinn upp á Kirkjubæjarklaustri og býr í París. Ef til vill hefur Erro aldrei komist úr því að vera Klausturbúi og íslenskur sveitamaður. Verk Erro hafa alþjóðlega tengingu. Ferðamenn eiga betur með að skilja meiningu Erro en íslensk amboð. Í Reykjavík er stórt Erro-safn. Það er ekki ofraun að tengja Erro við Kirkjubæjarklaustur. Það er vel til fundið að það skuli verða Erro-sýning á þeim góða áfangastað sem Kirkjubæjar- klaustur er. Verk listamanna skulu vera til sýnis, heimamönnum og ferða- mönnum til heilla. Kjarval á Klaustri Kjarval fæddist í Efri-Ey í Meðallandi. Þrátt fyrir að uppeldið og mótunarárin hafi verið í Borg- arfirði eystra, þá var hann alltaf úr Meðallandinu og á Kirkjubæjar- klaustri var Kjarval heimamaður. Það kann að vera að Kjarval verði heimslistamaður á heimaslóð sinni. Vissulega er stórt og veglegt listasafn Kjarvals í Reykjavík. En Kjarval er þjóðareign. Þess vegna á hann einnig að vera á Kirkjubæjarklaustri. Verkefni fyrir söfnin Ekkert gerist af sjálfu sér. Ís- lenskt safnafólk vinnur mjög merkilegt starf við varðveislu þjóð- ararfsins. Sögu Kirkjubæjarklaust- urs eru gerð skil og kapella Jóns Steingrímssonar er listaverk. Ekki má gleyma sköpunarverki almætt- isins í sexköntuðu kirkjugólfi. Varðveisla er eitt en kynning er annað. Íslenskt safnafólk hefur haldið mjög fróðlegar kynningar á íslenskri myndlist í tengslum við einstakar sýningar. Svo markaðs- fræðin verði tengd við söfn, þá hafa söfn tvo markhópa. Þeir eru Ís- lendingar og tengsl landans við menningararfinn. Og hinn mark- hópurinn eru þeir 30.000 gestir sem eru á landinu hverju sinni. Erlendir ferðamenn eru dálítið landlausir þegar þeir koma í íslensk söfn. Ís- lenskir leiðsögumenn hafa skyldur við sína viðskiptavini að kynna menningararfinn. Það er verkefni að horfa á ís- lensk söfn frá sjónarhorni mark- aðsfræðinnar, ekki aðeins varð- veisla og kynning gagnvart Íslendingum. Tengsl listamanna við einstaka staði er verkefni víða um land. Að minna á tengsl er verkefni. Verk- efnið er fjárfesting, sem mun skila sér. Hvað sagði dómkirkjuprestur? „Ein er mynd mynda og það er lífs- mynd vor, sú er vér gerum. Aðrar myndir eru góðar ef þær sýna hvar oss sé áfátt og hvernig vér getum bætt vorn lifnað.“ Sr. Sigurður Stefánsson Og „maður verður listamaður á því einu að vanda smáatriðin – allt hitt gerir sig sjálft“. Eftir Vilhjálmur Bjarnason » Það er vel til fundið að það skuli vera Erro-sýning á þeim góða áfangastað sem Kirkjubæjarklaustur er. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Erro, Kjarval og Kirkjubæjarklaustur Kjarval Lómagnúpur Erro Halldór Kiljan Laxness Magnús Tómasson Byrði sögunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.