Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 30 ára Elín ólst upp í Vesturbænum og í Graf- arvogi. Elín er tónlist- arkona, betur þekkt undir nafninu Elín Ey. Elín hefur notað tímann á þessum undarlegu Covid-tímum og verið að semja og vinna tónlist í stúdíói undan- farið og er að vinna að tveimur plötum. Svo er hún nýbúin að taka upp jólalag, það fyrsta sem hún hefur gert á ferlinum. Maki: Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 1985, meistaranemi í markaðsfræði. Barn: Jón Mói, f. 2019. Foreldrar: Ellen Kristjánsdóttir, f. 1959, söngkona og Eyþór Gunnarsson, f. 1961, tónlistarmaður. Þau búa í Árbænum. Elín Eyþórsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það sem þú kallar dekur finnst öðrum nauðsynlegt viðhald. Leitaðu að- stoðar ef þú þarft. Sinntu viðgerðum og endurbótum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gætir freistast til að rífast við einhvern því þú ert þess fullviss að þú haf- ir rétt fyrir þér. Gættu þess að fæla fólk ekki frá þér vegna stífni þinnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sýndu maka og nánum vinum sérstaka tillitssemi í dag. Gott er að vingast við aðra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft ekkert að fyrirverða þig fyrir tilfinningar þínar, ef þær eru sannar og án sársauka fyrir aðra. Taktu tillit til annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Leggðu áherslu á að þér líði sem best og þeim sem í kringum þig eru. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér væri fyrir bestu að gera lista yfir þau verk sem þú hefur trassað. Njóttu velgengni þinnar því ekkert varir að eilífu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt eftir að koma þér í klípu. Ekki harka af þér, betra er að ræða hlutina og fá útrás þannig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það sem áður virtist ósköp auðvelt, er nú óvinnandi verk. Farðu var- lega í allri samningagerð. Einföld áætlun með fáu fólki er óskastaðan. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samræður innan fjölskyld- unnar verða þýðingarmeiri núna og á næstu vikum en oft áður. Gefðu öðrum nægt pláss og leyfi til að vera eins og þeir eru. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þig langar til að öðlast dýpri þekkingu á málefnum sem þú hefur vana- lega engan áhuga á. Gríptu tækifærið, taktu málið í þínar hendur og fylgdu því fram til sigurs. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leggðu þitt af mörkum svo samstarf gangi áfallalaust fyrir sig. Allir eru glaðir, hressir og jákvæðir, líka þú. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Mundu að allt vald er vandmeðfarið. Netkirkjan „Fritz var prestur í Noregi um tíma og þar kynntist hann netkirkj- unni, Nettkirken, og fær þá þessa hugmynd að það væri mikilvægt að koma á fót svona þjónustu á Íslandi. Eftir gott samtal ákveðum við að slá til. Í samvinnu við norsku netkirkj- una byrjum við að móta og forma net- kirkju hérna heima og höfum verið að byrjuðu saman árið 2009. Hún segir að þau hafi fylgst að og þróast saman, bæði í námi og í trúnni. Díana lauk mag.theol.-prófi úr Guðfræðideild HÍ árið 2013 og tók síðan auka- meistaragráðu innan sálgæslusviðs auk þess að bæta við sig tveimur gráðum innan Félagsráðgjafadeildar og fór síðan í doktorsnámið í félags- ráðgjöf, sem hún er á síðustu metr- unum með í dag. D íana Ósk Óskarsdóttir fæddist á Ísafirði 20. nóvember 1970. „Mamma og pabbi kynnast á Súg- andafirði. Níu mánaða fer ég til Siglu- fjarðar með mömmu.“ Það var mikið rót á Díönu í æsku og var hún hálfan vetur í Laugarnesskóla, Austurbæj- arskóla og Breiðholtsskóla en annars í barnaskóla Siglufjarðar. Þetta rót og önnur áföll gerðu það að verkum að ellefu ára var hún tætt og reitt barn. Við tóku róstusöm unglingsár. „Ég fór að heiman og varð götu- unglingur í einhverja mánuði og fór á unglingaheimilið í Kópavogi tólf ára.“ Þetta var erfiður tími, Díana í upp- reisn og tók það út á sjálfri sér með neyslu áfengis og vímuefna. Sextán ára lendir hún í áfalli sem verður til þess að hún leitar sér hjálpar. Næstu sjö árin litast af baráttu við fíknina. Átján ára eignast hún frumburðinn sem hefur mikil og góð áhrif á hana. 22ja ára kemst Díana á beinu braut- ina. „Frá þeim tíma hefur velgengnin stigmagnast í mínu lífi. Ég fór í tólf spora samtök og fann mína leið og hef lifað samkvæmt tólf spora kerfinu síðan.“ Fann barnatrúna aftur Díana kynntist trú þegar hún var lítil á Siglufirði. Í áföstu húsi við hennar bjuggu trúboðar. Þau voru með sunnudagaskóla sem Díana sótti mikið í. „Í tólf spora samfélaginu er talað um æðri mátt, eins og maður skilur hann. Það tók sinn tíma en ég náði að tengjast mínu trúarlega sjálfi sem ég hafði mótað í sunnudagaskól- anum sem barn og hef haldið áfram að þróa og þroska.“ Díana vissi strax að hún myndi vilja hjálpa öðrum. „Fyrstu skrefin eru að ég fór að styðja konur í mikilli neyslu og voru að missa börnin sín frá sér. Síðan var mér boðin vinna á Teigi og þar átta ég mig á mikilvægi þess að styðja fólk með faglegum hætti.“ Í starfinu sér hún hversu margir nýta sér trú sem bjargráð. „Ekki endilega kristna trú, heldur bara trú yfirhöf- uð.“ Þar kviknaði áhuginn á að mennta sig meira í sálgæslu. Hún kynntist eiginmanni sínum, Fritz Má, í guðfræðideildinni og þau sinna henni síðan.“ Nú eru ekki allir sem vita hvað netkirkja er, en hug- myndin er sú að fólk geti haft sam- band í gegnum forrit á netinu og ver- ið alveg ópersónugreinanlegt. „Fólk sem t.d. býr við ofbeldi í litlu sam- félagi á mjög erfitt með að leita sér aðstoðar. Aðstæður geta verið við- kvæmar og við reynum að styðja fólk til þess að ná sér í það hugrekki sem þarf, svo það geti stigið út úr skömm- inni og fundið lausn.“ Netkirkjan er í stöðugri þróun og Díana segir að þau séu vinna við að þróa fleiri möguleika fyrir fólk sem býr við mikla ein- angrun eins og raunin hefur verið í Covid-faraldrinum. Í byrjun árs 2018 byrjaði Díana Ósk sem sjúkrahúsprestur á Land- spítalanum og sem handleiðari. „Ég hef verið að vinna sem handleiðari frá því ég var í náminu og er að skrifa doktorsritgerðina um handleiðslu svo hún er mér mjög hugleikin.“ Díana er mikið náttúrubarn og reynir að komast á hverju sumri til Siglufjarðar og sjá Hólshyrnuna, sem er jú eitt fallegasta fjall landsins. „Ég elska að vera úti að leika mér. Ég fer í göngutúra, í frisbígolf, príla á fjöll og svo er ég týpan sem rífur fólk út til að fara að gera skemmtilega hluti. Svo finnst mér líka dásamlegt að vera ein úti í náttúrunni og hugleiða. Ég nær- Díana Ósk Óskarsdóttir sjúkrahúsprestur og handleiðari – 50 ára Brúðkaup Það var mikill gleðidagur þegar Díana og Fritz giftu sig. Með þeim á myndinni eru Þorri og Jara og fyrir aftan sést í Ara, elsta son Fritz. Trúin er mitt haldreipi alla daga Á tónleikum Á köldu ágústkvöldi á tónleikum með Ed Sheeran sumarið 2019, fyrir tíma Covid. Frá vinstri: Fritz, Amanda, Díana Ósk og Sunneva. Presturinn Díana að gifta í heima- húsi á Covid-tímum með grímu. Til hamingju með daginn Akureyri 27. febrúar 2020 fæddust tvíburarnir Vilhjálmur Kristinn Andrésson og Alda Björt Andrés- dóttir. Vilhjálmur Kristinn vó 2.650 g og var 47 cm að lengd. Alda Björt vó 1.788 g og var 43 cm löng. Foreldrar þeirra eru Andrés Vilhjálmsson og Helga Sif Eiðsdóttir. Nýr borgari 30 ára Gyða ólst upp í vesturbæ Reykjavík- ur en býr núna í Garðabænum. Hún er lögfræðingur og starf- ar nú sem saksóknar- fulltrúi hjá lögreglu- stjóranum á höfuð- borgarsvæðinu. Maki: Aron Ferrua Teitsson, f. 1989, húsasmiður og starfar hjá John Lindsay hf. Sonur: Matthías, f. 2017. Foreldrar: Helga Ragnheiður Ottós- dóttir, f. 1957, hjúkrunarfræðingur og Stefán S. Guðjónsson, f. 1957, viðskipta- fræðingur og forstjóri John Lindsay hf. Þau eru búsett í Reykjavík. Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.