Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 und tonn af mjöli í pokum. Grunnur og gólf er steypt og síðan kemur reisulegt stálgrindarhús með 10 metra lofthæð upp í mæni. Nýtt kælikerfi í Hoffellið Undanfarnar sex vikur hefur Hof- fellið, uppsjávarskip Loðnuvinnsl- unnar, verið í slipp í Þórshöfn í Fær- eyjum. Stærsta verkefnið var að skipta um kælikerfi, úr freoni yfir í ammoníak í takt við tímann og reglugerðir. Skipið var í gær á leið á síldar- miðin vestur af landinu og væntan- lega kemst reynsla á nýja kælikerfið þegar íslensk sumargotssíld verður komin í tankana. koma honum upp á hafnarbakkann. Þrír öflugir kranar voru notaðir við verkið, sem gekk vel, og nýttu menn sér reynslu frá því að sams konar þurrkari kom til landsins fyrir fjór- um árum. Gömlu þurrkararnir voru keyptir notaðir þegar bræðslan tók til starfa 1996 og eru þeir orðnir rúmlega 40 ára og viðhaldsfrekir. Þeir hafa ver- ið seldir til Marokkó. Þurrkflötur gömlu þurrkaranna var samanlagt 400 fermetrar, en þess nýja 690 fer- metrar. Þá er verið að byggja mjöl- skemmu við austurgafl fiskimjöls- verksmiðjunnar. Hún verður 700 fermetrar og tekur rúmlega tvö þús- Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talsverðar framkvæmdir hafa und- anfarið staðið yfir hjá Loðnuvinnsl- unni á Fáskrúðsfirði. Nýr þurrkari í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins kom til landsins í vikunni með flutn- ingaskipinu Sun Rio, sem tekur tvo eldri þurrkara með til baka. Þá er unnið að því að reisa nýja mjöl- geymslu og er áætlaður kostnaður við þurrkarann og skemmuna hátt í 400 milljónir, samkvæmt upplýs- ingum Friðriks Mars Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra LVF. Nýi þurrkarinn vegur 100 tonn og var talsvert umstang samfara því að Morgunblaðið/Albert Kemp Tilfæringar Þrír öflugir kranar komu að því að hífa nýja þurrkarann úr flutningaskipinu og í land á Fáskrúðsfirði. Nýr 100 tonna þurrkari  Endurnýjun í fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði  Framkvæmt fyrir hátt í 400 milljónir króna Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Magn af útfluttum óunnum fiski í gámum nam á síðasta ári um helm- ingi þess magns sem fór í gegnum fiskmarkaði á árunum 2018 og 2019. Þessi útflutningur jókst tals- vert þessi ár, en árið 2017 var magnið talsvert minna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um út- flutning á óunn- um fiski í gám- um, sem Sjávar- útvegsmiðstöð Háskólans á Ak- ureyri hefur unn- ið. Skýrslan var kynnt á fundi at- vinnuveganefnd- ar Alþingis í gærmorgun og er hluti af ítarlegum svörum fimm ráðuneyta við spurningum atvinnu- veganefndar síðasta haust. Mikilvægt samspil Fram kemur í svari ráðuneyt- anna að framboð á fiskmörkuðum hefur ekki breyst að neinu ráði á síðastliðnum þremur árum þótt magn útflutnings á óunnum fiski hafi aukist. Í skýrslunni segir að eins og staðan sé í dag sé varla hætta á að fiskvinnsla flytji úr landi í stórum stíl en sala óunnins fisks hafi þó vissulega aukist veru- lega. Lilja Rafney Magnúsdóttir, for- maður atvinnuveganefndar, segir að svör hafi fengist við ýmsum spurningum um umfang þessa út- flutnings. Á næstunni verði fulltrú- ar ýmissa hagsmunaaðila kallaðir á fund nefndarinnar og nefnir hún Alþýðusamband Íslands, Lands- samband smábátaeigenda, fulltrúa fiskmarkaða og fiskútflytjenda án útgerða. „Megináhyggjuefnið er þessi stóraukni útflutningur og að fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu séu komin til sögunnar, án þess að tengjast fiskvinnslu eða útgerð og gera gagngert út á það að kaupa á mörkuðum til þess að flytja út óunninn fisk til vinnslu erlendis. Þar á meðal er land eins og Pólland þar sem laun eru miklu lægri en á Íslandi, en á þennan hátt flyst verðmætasköpunin úr landi,“ segir Lilja Rafney. Fiskvinnslum gæti fækkað Hún segir að fiskur sem fari beint í gáma sé ekki boðinn upp á fiskmörkuðum. Lilja segist hafa áhyggjur af stöðu fiskmarkaða, minni útgerðum sem treysti á markaðina og fiskvinnslufyrirtækj- um sem þurfi að geta reitt sig á framboð á fiskmörkuðum til að geta haldið uppi starfsemi allan ársins hring. „Þetta samspil er mikilvægt og ef einhverjar stoðir bresta getur það haft áhrif víða. Þá er það líka áhyggjuefni ef rétt verð skilar sér ekki til sjómanna þegar landað er yfir bryggju og fiskur er síðan seldur á allt öðru verði til þriðja að- ila,“ segir Lilja Rafney. Í heildina hefur framboð á fisk- mörkuðum ekki minnkað, en árin 2017-2019 var það um 100 þúsund tonn. Útflutningur á óunnum fiski sem keyptur er á mörkuðum tvö- faldaðist á milli áranna 2017 og 2019. „Með minnkandi framboði á fiski hvort sem það er í beinum við- skiptum eða kaupum á fiskmarkaði má reikna með að fiskvinnslum fækki,“ segir í skýrslunni. Umboðsfyrirtæki kaupa fisk Í skýrslu sjávarútvegssviðs Há- skólans á Akureyri segir meðal annars: „Í heildina hefur framboð á fiskmörkuðum ekki breyst að ráði á árunum 2017-2019 en magn útflutts óunnins fisks hefur aukist og mesta aukningin er á þeim fiski sem er seldur beint af markaði og í beinum viðskiptum en fer a.m.k. að ein- hverju leyti í gegnum greiðslukerfi fiskmarkaða. Þau fyrirtæki sem kaupa á markaði og eru í beinum viðskiptum eru flest ekki með fisk- vinnslu heldur eru umboðsfyrirtæki sem kaupa fisk og flytja út. Þau ásamt stærstu fiskvinnslu- fyrirtækjunum eru flest staðsett á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesj- um. Það sem vekur athygli er að fiski sem þessi fyrirtæki kaupa er oftar en ekki landað á Vestfjörðum og á Vesturlandi. Umboðsfyrirtæk- in eru einnig þau fyrirtæki sem kaupa mest í beinum viðskiptum við útgerð. Viðhorf forsvarsmanna fiskvinnslna voru meðal annars þau að ef aðgengi að hráefni yrði minnkað myndi það hafa slæm áhrif á fiskvinnslur, þeim myndi fækka og rekstrarumhverfi yrði ótryggara.“ Talsverð aukning í ár Einnig voru lagðar fyrir fund at- vinnuveganefndar í gær upplýsing- ar frá Landssambandi smábátaeig- enda um útflutning á heilum fiski í ár, byggt á tölum Hagstofunnar. Þar kemur fram að til loka sept- ember í ár höfðu verið flutt út tæp 12 þúsund tonn af þorski og hafði magnið aukist um 80% á milli ára, en verðmæti um 85% og nam yfir fimm milljörðum. Hefur áhrif víða ef stoðir bresta  Áhyggjur af auknum útflutningi á óunnum fiski  Varla hætta á að fiskvinnsla flytji úr landi í stórum stíl  Atvinnuveganefnd Alþingis fjallar um svör fimm ráðuneyta  Talsverð aukning á þessu ári Útfl utningur á ferskum, óunnum fi ski Þúsundir tonna, 2002-2019 31 41 50 52 50 55 65 56 37 29 29 26 23 27 34 33 49 49 Heimild: Skýrsla Sjávarútvegs- miðstöðvar Háskólans á Akureyri '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 E X P O R T 70 60 50 40 30 20 10 0 Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson Bræla Komið til hafnar í Grindavík. Lilja Rafney Magnúsdóttir Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Gjafakort Einstökjólagjöf Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.