Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 ✝ María Jóns-dóttir fæddist á Blönduósi 15. apríl 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli 4. nóv- ember 2020. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Lárus- son, bóndi og kvæðamaður í Hlíð á Vatnsnesi, f. 26. desember 1873, d. 14. apríl 1959. Móð- ir Halldóra Margrét Guðmunds- dóttir, f. 26. júní 1886, d. 28. ágúst 1963. María var þriðja sex systkina, nú öll látin: Sigríður, f. 1915, Pálmi, f. 1917, Kristín, f. 1922, Guðmundur, f. 1925, Jón- as, f. 1925. Einnig uppeldis- bróðir á lífi, Vignir B. Árnason, f. 1934. María giftist 1947 Ólafi Steinssyni. Börn þeirra eru Halldóra, f. 21.1. 1949, maki Svavar Ólafsson. Börn þeirra Ómar, Björk og María. Steinn Ingi, f. 23.2. 1950, sambýliskona skap, faðir hennar Jón Lárusson kvæðamaður kenndi börnum sínum þá list. Hann fór haustið 1928 með þrjú elstu börnin sín, Sigríði, Pálma og Maríu 10 ára, í 6 vikna tónleikaferð um landið. Þar kváðu þau stemmur fyrir fullu húsi margsinnis í Gamla bíó og Hafnarfirði (einnig víð- ar). 1930 lögðu þau aftur land undir fót, Pálmi og María með föður sínum. Kveðið var inn á plötu í Reykjavík nokkrar tví- söngsstemmur, börnin rödduðu á móti föður sínum. Síðan var ferðinni heitið á Alþingishátíð- ina á Þingvöllum þar sem fjöl- skyldufaðirinn var ráðinn til að skemmta og kveða m.a. rímna- lög fyrir kónginn. Löngu síðar kvað María með afkomendum sínum fyrir Viktoríu Svíaprins- essu á Hótel Rangá við góðar undirtektir. 2005 fór María á Ís- lendingaslóðir í Kanada og kvað rímur með afkomendum sínum. Hún var með mjög gott tóneyra og sérlega listhneigð. Ung að árum fór hún að klippa út mynd- ir og mála með vatns- og olíu- litum. Því sinnti hún alla tíð og útvíkkaði síðar með því að nota mislitt mulið grjót sem liti. Náði þar fjölbreyttu myndefni og sér- stöðu í efnisnotkun. Hélt listsýn- ingar víða um land. María og Ólafur hófu búskap á Kirkjulæk 1947, þá nýgift. Alls hélt hún tólf manns í heimili þegar flest var. Bjuggu þar snyrtilegu búi með kindur og kýr til 1984, er þau fluttu á Hvolsvöll. Hún söng í Kirkjukór Fljótshlíðar (og fleiri kórum) í áratugi og kenndi handmennt við Barnaskóla Fljótshlíðar í nokkra vetur. Árið 2009 var hún sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rímnakveðskap og list- fengi. Síðustu tæp 20 árin bjó María á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. María verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð í dag, 20. nóvember 2020, klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur við- staddir. Athöfninni verður útvarpað á staðnum í FM 106,1 og streymt á Facebook: https://www.facebook.com/ groups/mariajonsdottir Hægt er að nálgast virkan hlekk a streymið á: https://www.mbl.is/andlat Ewa Mezyk. Börn Steins: Hjörleifur, Guðlín, Sigrún og Jóhanna. Sig- urbjörg Ágústa, f. 18.6. 1952, maki Grétar Markússon. Synir Ólafur og Pétur. Jón, f. 16.9. 1955, d. 2008, maki Ingibjörg Elfa Sig- urðardóttur. Börn Jóns: Sveinbjörg, Signý Rós, Ómar Smári og Andri Geir. Hjálmar, f. 27.6. 1958, maki Vigdís Guðjóns- dóttir, dætur þeirra Heiðrún og Fanndís. Kristín, f. 25.10. 1959, maki Valdimar Guðjónsson. Börn þeirra Viðar, Margrét og Dagný. Álfheiður, f. 22.2. 1963, maki Þrándur Arnþórsson. Börn þeirra Guðni Þór og María Rún. Afkomendur eru nú alls 64. María flutti ung að Litlu- Giljá, þaðan að Refsteinsstöðum í Víðidal og síðan níu ára að Hlíð á Vatnsnesi. Hún ólst upp við rímnakveð- Í dag kveðjum við ástkæra tengdamóður mína, Maríu Jóns- dóttur frá Kirkjulæk. Dagurinn í dag er afmælisdagur Ólafs heit- ins eiginmanns hennar og einnig brúðkaupsdagurinn þeirra. Nú leiðast þau saman á ný um grænar grundir Sumarlandsins. Við kveðjustund hrannast upp ótal minningar, efst er mér í huga mín fyrsta heimsókn á heimili þeirra hjóna á Hvolsvelli, þar sem móttökurnar voru svo þægilegar og elskulegar, en mín mesta upplifun var samt sú að líta veggi heimilisins sem þaktir voru fallegum og fjölbreyttum listaverkum eftir Maríu. Já minningarnar eru margar, minningar um lífsglaða og skemmtilega konu sem alltaf var að, sem trítlaði léttum skrefum um húsið og þó aðallega inn í föndurherbergið sitt þar sem hún undi sér best og ýmislegt fallegt var þar að sjá. María var listakona og var alltaf að útbúa eitthvað fallegt og einnig eftir að hún flutti á Kirkjuhvol, meira að segja á síðustu árum þegar hún þurfti að vera meira rúmliggj- andi þá var alltaf verið að föndra eitthvað, t.d. heklað eða klipptir út hestar. Eftir hennar langa æviskeið liggja mörg falleg og fjölbreytt listaverk sem prýða orðið mörg heimili í dag. Við eigum eftir að minnast hennar létta og skemmtilega hláturs, hvernig purrað var í litla lófa og kjáað við dýrin stór og smá. Hjá mínu fólki var það alltaf tilhlökkun ef nýtt gæludýr kom á heimilið að fara upp á dvalarheimili og sýna Mæju ömmu. Minning hennar lifir áfram í verkum hennar og hennar list- rænu hæfileikum sem erfst hafa áfram til margra af hennar af- komendum, það er alveg ljóst. Ég mun ávallt hugsa til henn- ar er ég fylgist með dætrum mínum þegar þær setjast við einhverja listræna iðju, þá hugsa ég eins og oft áður og segi við sjálfa mig: „Þetta er frá Maríu.“ Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og með hlýhug allra vanstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Vigdís Guðjónsdóttir. Mig langar með þessum fáu orðum minnast Maríu tengda- móður minnar og þakka henni fyrir samfylgdina. Ég kynntist Maríu fyrst þeg- ar hún kom sem handavinnu- kennari í Fljótshlíðarskóla. Þá var ég bara lítil stelpa og gjör- samlega grunlaus um að seinna myndum við Jón rugla saman reytum en mikið fannst mér gaman í tímunum hjá henni og það sem mér fannst hún flink að leira og mála. Hún kenndi mér líka að hnýta blómahengi og ut- an um netakúlur sem var mjög í tísku þá. Eftir að ég flutti svo upp á Kirkjulæk og við Jón tók- um við búinu var alltaf gott að kíkja í heimsókn í Stóragerðið og skoða hvað hún hafði verið að skapa, hvort sem það var málverk, klippimyndir, prjóna- skapur eða hekl. Oft laumaði hún líka ullarsokkum eða vett- lingum að krökkunum í kveðju- skyni. Hún var landsþekkt fyrir steinamyndirnar sínar sem eru til á ótrúlega mörgum heimil- um. Nú er komið að leiðarenda, langri og gjöfulli ævi hér á jörð lokið og samfundir við farna ástvini teknir við. Sennilega mun nú hljóma fimmundarkveð- skapur í ríkara mæli en áður í Sumarlandinu … Takk fyrir allt og allt. Ingibjörg Elfa. Erilsamur dagur á bæ uppi í hlíðinni tekur enda á sjöunda áratugnum. Kvöldmatur á Kirkjulæk hjá Ólafi, Maríu og barnahópnum. Bjartur dagur og haustið á næsta leiti. Tær birt- an skerpir sýn til aflíðandi og gnæfandi Eyjafjallajökuls yfir Fljótshlíðina. Skörp Tindfjöllin í fjarska. Að loknum líflegum kvöldverði tekur Ólafur bóndi, rjóður og með sigggrónar þykk- ar hendur eftir sín útiverk, fús við taumunum innandyra. Hann hefur á því ríkan skilning að hugur Maríu stendur til vinnu við listsköpun og handverk að kvöldverði loknum. Hans verk- efni er aðstoð við heimanámið og að koma krakkastóðinu í sína svefnró. Alla tíð frá æskuárum á Vatnsnesinu sótti María í að skapa og miðla. Hestar og fugl- ar henni kærir og það sást í verkunum. Fengi hún pensil málaði hún mynd. Fengi hún leir mótaði hún húsdýrin, fugla og ótal margt fleira af fínleika og næmi. Fengi hún hamar muldi hún alls kyns grjót og nýtti. Ekki farið auðveldustu leið þar. Þeir litir og þau börn, pör, dýr, bæir eða landslag munu seint mást eða upplitast. Fengi hún nett skæri spruttu fram dýr og um- hverfi á samanbrotnu blaði. Stækkuðu síðan um helming er blaðinu var flett út. Svo fátt eitt sé nú upptalið. Hennar næmu hendur voru samt ekki í bómull. Ólafur bóndi varð víst heillaður strax af hinni tæplega þrítugu kaupakonu er hún var sótt niður á veg hjá brúsapallinum í miðju Heklu- gosi. Ekki spillti fyrir er hann sá hraða hennar með hrífuna í hey- skap. Enginn kvíði fylgdi því að hitta Maríu tengdamóður í fyrsta sinn fyrir tæpum 40 ár- um. Satt að segja var hlýr faðm- urinn og elskulegheitin mikil einkagæfa, í smá glímu við ótímabæran móðurmissi nokkr- um vikum áður. Er við Stína hófum búskap voru árin ekkert að flækjast fyr- ir okkur. Heimsóknir þeirra hjóna hingað að Gaulverjabæ á gömlu rauðu Lödunni voru kær- komnar börnum og fullorðnum. Engin streita þar, og yfirleitt gistu þau í rólegheitum. Af áhuga og reynslu var allt tekið út, hrósað óspart en aldrei pre- dikað hvað mætti betur fara. Mér þótti vænt um er þau ræddu hve góður andi væri í íbúðarhúsinu. María var einstök í fasi. Létt og hláturmild. Sagði er hún komst á annað hundraðið í aldri, að hláturkast væri besta meðalið til að hreinsa út. Ungir sem aldnir sóttu í hennar félagsskap, enda hún eins við alla, bæði menn og dýr. List hennar og handverk er til um allt land og fjölskyldan fær oft af því fregn- ir, eða tekur eftir því á ólíkleg- ustu stöðum. Fyrir hvatningu barna sinna, Jóns heitins og Sig- urbjargar, byrjaði María aftur að kveða. Þar hafði hún nú engu gleymt og heilu bálkarnir flutu fram, ef einhver vildi á hlýða. Hennar stíll var ekki að þröngva neinu upp á neinn. Samt hafði hún ótal mörgu að miðla. Kær tengdamóðir mín hún María Jónsdóttir er látin. Löng ævi dásamlegrar konu sem var að, nánast til æviloka árin sín 102. Afkomendur, listina og handverkið skilur hún eftir sig ásamt svo ótal mörgu öðru í kærleik og reisn. Valdimar Guðjónsson. Elsku amma mín. Það er alltaf erfitt að kveðja en mikið sem ég held það sé tek- ið vel á móti þér uppi á himnum. Þegar ég hugsa til þín koma upp í hugann ótal minningar sem eru bara fallegar og skemmtilegar. Það var alltaf tekið á móti manni með opnum örmum þar sem þú bjóst í Stóra- gerðinu á Hvolsvelli og síðar á Kirkjuhvoli. Þegar ég var yngri man ég vel eftir þegar þú komst heim í sveit til að gista að þá vildi ég oft gista uppi í með þér og þú leyfðir mér það alltaf, svo hlý og góð. Ég er þakklát fyrir öll ferða- lögin sem við áttum saman á mínum unglingsárum en ég var svo heppin að fá að fara með þér víða um landið til að kveða, til dæmis á Hótel Rangá þar sem við kváðum fyrir forsetahjón Ís- lands og Svíadrottninguna. Síð- an lá leið okkar alla leið til Kan- ada þar sem við kváðum fyrir fjölmenni á Íslendingahátíðinni. Þú varst með alveg einstakan smitandi hlátur og margar sögur sem þú kunnir og sagðir svo skemmtilega frá. Engin sem ég þekki var eins flink í höndunum og þú. Verkin eftir þig fá heldur betur að njóta sín á mörgum heimilum. Mikið sem ég á eftir að sakna þín amma mín, þú ert mín fyr- irmynd. Minning þín lifir. Dagný Valdimarsdóttir. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur? Þessi fáu orð sem eru svo oft sungin á Íslandi, end- urspegla þá hefð að taka lagið þegar vinir hittast. Það var ein- mitt söngurinn sem hnýtti vin- arböndin okkar Maríu frá Kirkjulæk. María elskaði söng og fram á sinn síðasta dag tók hún lagið með alveg einstaklega styrkri og fallegri röddu, þrátt fyrir sinn háa aldur. Aðeins viku áður en hún kvaddi áttum við saman ógleymanlega stund í Kirkjuhvoli þar sem hún bjó síð- ustu árin sín. Við sungum saman „lagið okkar“ sem voru tvö er- indi úr kvæði eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld. Hún kenndi mér laglínuna fyrir þetta ljóð fyrir mörgum árum þegar við biðum eftir kóræfingu Hrings, kórs eldri borgara. Sungum við þetta saman svo oft sem við hittumst og raddaði hún með sinni fallegu millirödd. Ljóðið, sem er sjö erindi, höfðaði til okkar beggja. Það tjáir föð- urlandsást og hlýju til ættjarðar, tungu og þjóðar. Ég elska landið, landið sem mig bar, Það land, sem fóstra minnar æsku var. Þótt fátæk sértu‘ og óblíð ættjörð mín. Ég uni mér við jökulbrjóstin þín. Ég elska hafið æst er stormur gnýr, ég elska það er kyrrð og ró þar býr, á djúpið blátt er bleikur máninn skín, ég Bláfjöll elska er sáu ei augu mín. Ég elska þig mitt ítra feðramál, Þitt orða var það, sem fyrst mín numdi sál. Ég elska þig því unun býr í þér, Af öllu fögru þú er kærast mér. Ég elska þig, mín ítra feðraþjóð Ég elska þig, þér helga‘ ég líf og blóð, Þín eign skal vera ævidagsverk mitt, Því ég vil sýna‘ að ég sér barnið þitt. Ég elska frjálsa hrausta‘ og hreina sál, Sem hatar smjaður, bleyði, víl og tál. Ég elska frelsið; fögur menntun, dáð Ei finnst hjá þjóð, sem ófrelsinu er háð. Ég elska menntun, sólin lýðs og lands, Sem leiðir þjóð á götu sannleikans, Er sýnir þjóð hvað hennar hlutverk er Og hvað til gagns hún eig að vinna sér. Ég elska þann, sem á vort líf og sál, Ég elska þann, sem oss vit og mál, Þann anda, sem í öllum hlutum býr Og oss til góðs á hverri stundu knýr. (Austri, 21. apríl 1884) María var mikil handverks- kona. Hún bjó til listaverk úr öllu sem hún kom nálægt, gat endalaust skapað eitthvað nýtt fram á síðasta dag. Það eru til margar steinamyndirnar eftir hana en þá muldi hún með hamri íslenskt grjót í þykkum plastpokum. Bjó til mylsnu sem síðan varð að litríkum myndum af fjöllum, dýrum og bæjum. Þetta gerði hún fram á háan aldur. Elsku María, ég þakka þér fyrir vináttu og hlýju alla tíð. Ég þakka fyrir sönginn og gleðina sem þú stráðir í kring- um þig. Eftirlifandi fjölskyldu votta ég innilega samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Steinunn Guðný Sveins- dóttir frá Kastalabrekku. Amma. Það eru fá orð í tungumálinu sem standa mér jafn nærri og þetta. Amma. Hún var sinnar gæfusmiður og hvers manns hugljúfi. Amma tapaði aldrei kímnigáfunni. Ég minnist þess að hafa lánað henni ýmsar bækur þegar ég var táningur, meðal annars Dagbækur Berts, sem fjölluðu um Bert og allar hans fantasíur sem stundum voru svolítið klúrar. Þetta kunni hún amma á níræðisaldri vel að meta og hlógum við að þessu öllu saman. Amma náði 102 árum, hún fæddist hinn 15. apríl 1918, áður en Ísland varð fullveldi. Hún lifði spænsku veikina, seinni heimsstyrjöldina, kalda stríðið, fall Berlínarmúrsins, óteljandi ríkisstjórnir og tískustrauma. Þrátt fyrir þennan háa aldur var hún jafnaldri allra barnabarna sinna, allra þeirra sem kölluðu hana ömmu. Amma Mæja mín; María Jónsdóttir. Takk fyrir að arf- leiða mig að augnumgjörðinni, nafni þínu, listabakteríunni og ævintýraþránni. Ég vona að ég hitti þig aftur í draumum mín- um eða einn daginn þegar ég kveð líka. Mínar allra bestu kveðjur og þakkir fyrir minn- ingar, hlýju, stuðning og hlátur. Þín nafna, María. María Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA MARÍA INGÓLFSDÓTTIR, Miðleiti 7, áður Álfheimum 4, lést föstudaginn 13. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Lilja Sigurðardóttir Anna Sigurðardóttir Konráð Ingi Jónsson Erna Sigurðardóttir Tonny Espersen Gylfi Ingi Sigurðsson Berglind Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, kær vinur, afi og langafi, GUNNAR ÁRNASON, flutningabílstjóri andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 13. nóvember. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. nóvember klukkan 13.30. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina en streymt verður frá athöfninni á vef Akureyrarkirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Elísabet Björg Gunnarsdóttir Sigurgeir Vagnsson Björgvin Árni Gunnarsson Patcharee Srikongkawe Gunnar Viðar Gunnarsson Kristín Ólafsdóttir Sigurlaug Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT ÞORSTEINSSON pípulagningamaður, Hamrabergi 22, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 12. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. nóvember klukkan 13. Streymi frá jarðarförinni verður aðgengilegt á slóðinni: https://youtu.be/mSs11NrSSw3s Birna Bjarney Kristinsdóttir Þórhildur Eggertsdóttir Ársæll Sigurþórsson Kristín Eggertsdóttir Ölver Thorstensen Linda Hrönn Eggertsdóttir Guðmundur Örn Guðmundss. Þorsteinn Freyr Eggertsson Anna Hermannsdóttir Óla Björk Eggertsdóttir Hólmar Ástvaldsson Edda Birna Eggertsdóttir Þröstur Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.