Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020  Jóhann Berg Guðmundsson er smávægilega meiddur og óvíst er hvort hann getur spilað með Burnley gegn Crystal Palace í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu á mánudaginn. Stjóri Burnley, Sean Dyche, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og sagði frá því. Íslenski landsliðsmaðurinn er meiddur í kálfa og var sendur heim úr lands- liðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Eng- landi á Wembley í gær. Dyche sagði svo í gær að læknateymi liðsins myndi fylgjast með Jóhanni um helgina.  Oddur Grétarsson átti stórleik fyr- ir Balingen sem vann sinn annan sigur í röð í þýsku efstu deildinni í hand- knattleik í gærkvöldi. Oddur skoraði níu mörk er liðið vann 34:32-útisigur gegn Erlangen. Balingen er nú með fjögur stig eftir átta leiki en liðið tapaði fyrstu sex deildarleikjum sínum á tímabilinu. Göppingen vann 29:20-útisigur gegn Nordhorn í nokkuð þægilegum sigri en Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir gestina. Þá átti Íslendingaliðið Magdeburg að leika heimaleik gegn Essen en honum var frestað vegna kórónuveirusmits. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon spila með liði Magde- burg.  Einn markahæsti leikmaður hand- boltasögunnar greindist í vikunni með kórónuveiruna sem fer geyst um heimsbyggðina. Um er að ræða Makedónann Kiril Laz- arov sem leikið hefur fjölda leikja gegn íslenska landsliðinu síðustu tvo áratugina eða svo. Kom þetta fram í erlendum fréttum á netmiðlinum Handbolti.is. Örvhenta stórskyttan sem eitt sinn varð Evrópumeistari með Guðjóni Vali Sigurðssyni hjá Barcelona leikur nú með Nantes í Frakklandi og hefur farið nokkuð víða um Evrópu á glæsilegum ferli. Mark- verðir í frönsku deildinni og í Meist- aradeildinni geta andað léttar um stund á meðan Lazarov er einnig tek- inn úr umferð utan vallar.  Spánverjinn Nacho Gil hefur gert nýjan samning við Vestra og mun leika áfram með liðinu í næstefstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Vestri greinir frá þessu á heimasíðu félagsins. Gil kom til Vestra frá Þór á Akureyri í fyrra og gerði þá eins árs samning. Gil fann sig vel í liði Vestra og skoraði til að mynda þrennu gegn ÍBV í sumar.  Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur skrifað undir nýjan samning og er hann þá samn- ingsbundinn félaginu fram á sumarið 2023. Félagið tilkynnti þetta í gær en Guardiola kom til Manchester árið 2016. Hefur liðið tvívegis unnið deild- ina undir hans stjórn og hefur einnig unnið báðar bikarkeppninnar ensku. Guardiola kann greini- lega vel við sig hjá City en hann hefur nú þeg- ar verið lengur við stjórnvölinn hjá félag- inu en hjá Barcelona og Bayern München þar sem Guardiola starfaði áður. Ferill hans sem knatt- spyrnustjóri hjá aðalliði hófst sumarið 2008 og stýrði hann þá Eiði Smára Guðjohnsen hjá Barcelona. Eitt ogannað FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Mér fannst ég ennþá eiga eitthvað inni hjá Breiðabliki og ég er virki- lega spennt fyrir komandi tímum,“ sagði knattspyrnukonan og Íslands- meistarinn Karólína Lea Vilhjálms- dóttir í samtali við Morgunblaðið en hún skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í gær. Karólína Lea er einungis 19 ára gömul en hún gekk til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu FH í október 2017. Hún á að baki 78 leiki í efstu deild með Breiðabliki og FH þar sem hún hefur skorað ellefu mörk en hún hefur slegið í gegn í Kópavoginum undanfarin ár. Þá lék hún sína fyrstu keppnis- leiki með A-landsliðinu í haust í undankeppni EM, gegn Lettlandi og Svíþjóð. Frábær umgjörð Hún skoraði sitt fyrsta landsliðs- mark gegn Lettum á Laugardals- velli 17. september og byrjaði báða landsleikina gegn stórliði Svía á Laugardalsvelli 22. september og í Gautaborg 27. október. „Breiðablik er frábært félag og umgjörðin hjá klúbbnum er til fyrir- myndar. Deildin er alltaf að styrkj- ast hérna heima og ég tel mig geta haldið áfram að bæta mig og þrosk- ast sem knattspyrnukona í Kópa- voginum. Við spiluðum frábærlega á þessu tímabili en það voru klárlega von- brigði að ná ekki bikarmeistaratitl- inum líka og ég er ekki feimin að segja það upphátt enda var það eitt af markmiðum okkar í vor. Þegar allt kemur til alls var stemningin í hópnum frábær og það voru allir að róa í sömu átt. Það er því erfitt að ætla sér að kvarta eitt- hvað eftir sumarið,“ bætti Karólína við. Karólína hefur verið sterklega orðuð við atvinnumennsku að und- anförnu og voru margir sannfærðir um að hún myndi yfirgefa úrvals- deildina eftir sumarið. „Það hefur verið einhver áhugi hér og þar sem jókst vissulega eftir þessa miklu umfjöllun í kringum A- landsliðið og leikina í undankeppn- inni í haust. Ég hef alltaf sagt það að atvinnumennskan heillar mig en það þarf að vera eitthvað virkilega spennandi svo maður freistist til þess að taka næsta skref. Maður á ekki að stökkva á hvað sem er, bara af því að það stendur til boða og ég er mjög sátt á þeim stað sem ég er á núna. Þegar ég finn að ég er tilbúin mun ég vonandi fara út og blómstra en mér fannst tímapunkturinn ekki réttur núna. Ég á líka von á því að við í Breiða- bliki verðum mjög sterk á næsta ári. Það eru margir leikmenn að koma til baka eftir meiðsli og barn- eignarleyfi og svo er líka alltaf heillandi að spila í Meistaradeild- inni.“ Svekkjandi meiðsli Karólína er á leið í aðgerð á hné og verður því ekki með íslenska landsliðinu gegn Slóvakíu, 26. nóv- ember í Senec, og Ungverjalandi, 1. desember í Búdapest, í lokaleikjum liðsins í undankeppni EM. „Ég spilaði með smá rifu á liðþóf- anum í allt sumar. Ég spilaði alltaf með teip á hnénu og fann þess vegna lítið fyrir þessu. Þegar ég kom svo heim frá Svíþjóð eftir landsleikinn í Gautaborg gat ég ekki stigið í löppina eftir æfingu þar sem rifan var búin að stækka tals- vert. Ég er ennþá ung og mér var því ráðlagt að fara strax í aðgerð sem verður vonandi framkvæmd á næstu vikum. Ég hef lítið getað hreyft mig undanfarna daga en ég verð vonandi fljót að koma til baka og ég er að horfa til þess að vera frá í einhverja þrjá mánuði eins og staðan er í dag. Það er vissulega mjög svekkjandi að missa af þessum landsleikjum og ég mun þurfa að vinna mig aftur inn í liðið en ég er tilbúin í þá áskorun. Það var kominn tími á ákveðin kyn- slóðaskipti hjá landsliðinu, bæði kvenna- og karlamegin, og það er virkilega spennandi að vera hluti af því,“ bætti Karólína við. Kominn tími á kynslóðaskipti Morgunblaðið/Eggert Eftirsótt Karólína Lea er spennt fyrir komandi tímum með Breiðabliki.  Karólína Lea skrifaði undir þriggja ára samning þrátt fyrir áhuga erlendra liða KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Arnar Guðjónsson, þjálfari bikar- og deildarmeistarara Stjörnunnar í úr- valsdeild karla í körfuknattleik, er einn þeirra sem eru ósáttir við æf- ingabann íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Þjálfarinn hefur verið duglegur að viðra skoðanir sínar á samfélags- miðlum undanfarnar vikur en síðasti leikur Garðbæinga í úrvalsdeildinni, Dominos-deildinni, var 91:86-sigur gegn Val á Hlíðarenda, 2. október. Þjálfarar í efstu deildum karla og kvenna í körfuknattleik sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu á mánudaginn síðasta þar sem þeir skoruðu á yfirvöld að leyfa æfingar afreksíþróttafólks en þeirri beiðni var hafnað. „Það er svo sem alveg eðlilegt að svona beiðni sé hafnað þegar hún er send inn af þjálfurum en markmiðið með þessu var fyrst og fremst að opna umræðuna, sýna KKÍ stuðning og reyna að ýta aðeins við ÍSÍ í leið- inni,“ sagði Arnar í samtali við Morgunblaðið. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að gagnrýna ÍSÍ mikið en það hefur allavega mjög lítið heyrst frá þeim. Í mars var tekin ákvörðun um að af- lýsa tímabilinu í körfuboltanum og ég vil að það komi skýrt fram að ég var 100% sammála þeirri ákvörðun. Við vorum að glíma við óþekkta veiru og vissum lítið við hverju var að búast. Það eru sjö mánuðir síðan þessi ákvörðun var tekin og við erum að- eins að ybba gogg núna. Ef þú skoð- ar deildirnar í kringum okkur þá er alls staðar verið að spila í Skandin- avíu sem dæmi. Þetta eru ekki allt atvinnumannadeildir, hvorki í hand- bolta, fótbolta né körfubolta. Á með- an það er verið að keppa á þessum stöðum fáum við ekki að æfa og okk- ur finnst það mjög ósanngjarnt.“ Litlar líkur á smiti Arnar er einna helst ósáttur við að afreksíþróttafólk sé sett undir sama hatt og fólk í heilsurækt. „Sjálfur er ég körfuboltaþjálfari, ekki vísindamaður, en það sem mað- ur heyrir er að það séu mjög litlar líkur á því að smitast af kórónuveir- unni inni á keppnisvelli. Þetta var útskýring FIBA þegar leikmenn Slóveníu og Búlgaríu smituðust af veirunni í „búbblu“ úti á Krít þegar íslenska kvennalandsliðið lék tvo leiki gegn þessum þjóðum í undan- keppni EM á dögunum. Það sama hefur verið sagt í fótboltanum þann- ig að smitin eiga sér stað utan vallar. Mín pæling er sú að meistara- flokkar eru ekki blandaðir hópar og afreksíþróttamenn æfa ekki í blönd- uðum hópum. Það sem ég á við með þessu er að þetta er ekki eins og ein- hver spinningtími þar sem ég fer á hjólið við hliðina á þér á mið- vikudegi, en var kannski á hjólinu við hliðina á blaðamanni Vísis á þriðjudeginum. Þú ert alltaf að æfa með sama tólf til sextán manna hópnum í körfunni sem dæmi og það breytist ekki enda enginn gangur þar á milli. Það hlýtur því að vera mun minni smithætta þar en til dæmis inni í matvörubúð með fimm- tíu manns. Kvennalið Vals í knattspyrnu fékk undanþágu fyrir Meistaradeildina á dögunum og ég geri mér grein fyrir því að það er munur á því að keppa á alþjóðlegu móti og reyna að halda sér við. Það má samt ekki gleymast að öll þau skilyrði sem þær þurftu að uppfylla getur körfuboltafólk á Ís- landi uppfyllt. Þegar allt kemur til alls á afreksíþróttafólk á Íslandi ekki að vera undir sama hatti og áhugamenn eða fólk í heilsurækt.“ Viðkvæmustu hóparnir Þjálfarinn hefur sérstakar áhyggjur af yngstu afreks- íþróttamönnunum sem fá litla sem enga útrás þessa dagana. „Ef það er einhver hópur í sam- félaginu okkar sem gleymist í þess- ari umræðu þá eru það yngstu af- reksmennirnir okkar. Þá er ég að tala um krakka á háskóla- eða fram- haldsskólaaldri sem eru í íþróttum. Þetta er viðkvæmur hópur og allt tal um að þessi tiltekni hópur væri við- kvæmur var löngu komið í um- ræðuna fyrir kórónuveirufarald- urinn. Það er mikið búið að tala um lestr- arörðugleika drengja og brottfall þeirra úr skóla. Núna fer allt nám fram í tölvum á þessum stigum og því eru unglingsdrengir og -stúlkur fyrir framan tölvuskjáinn nánast all- an daginn og mannlegu samskiptin því lítil. Útrásin, hreyfingin og fé- lagslegi þátturinn sem íþróttirnar gefa þessum krökkum, ásamt öðru félagsstarfi, eru algjörlega tekin frá þeim. Við körfuboltaþjálfarar í efstu deildum karla og kvenna gerðum mjög óformlega skoðanakönnun hjá leikmönnum efstu deildar á dög- unum. Alls svöruðu 178 leikmenn og þar af töldu 50% að æfingabannið hefði slæm eða mjög slæm áhrif á andlega heilsu þeirra. Þá voru 50% sem töldu að æfingabannið hefði slæm eða mjög slæm áhrif á líkam- legt atgervi þeirra. Þetta var ekki vísindaleg rannsókn en við vildum einfaldlega kanna hvar hugur okkar leikmanna væri og þessar niður- stöður segja manni ýmislegt,“ bætti Arnar við í samtali við Morgun- blaðið. Þjálfari, ekki vísindamaður  Arnar ósáttur við að afreksíþróttafólk sé sett undir sama hatt og áhugamenn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Æfingabann Arnar Guðjónsson og lærisveinar hans í körfuknattleiksliði Stjörnunnar í Garðabæ fá ekki að æfa vegna sóttvarnareglna stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.