Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarkonan MSEA, réttu nafni Maria-Carmela Raso, sendi í október frá sér EP-plötuna I turned into a familiar shape en það er Myrkfælni sem gefur út. Í tilkynningu segir Maria-Carmela að hún hafi samið lögin á plötunni á tíma- bili þegar hún varð fyrir heim- ilisofbeldi. Maria-Carmela er fædd og upp- alin í Ontario í Kanada, bjó fyrst í bænum Sudbury og flutti til Tor- onto árið 2008 þegar hún var 19 ára. Þar bjó hún í níu ár og flutt- ist þá til Íslands, eftir útskrift í háskóla. Fann frelsið í forritum „Ég söng mikið sem barn og byrjaði að semja litla lagstúfa þegar ég var fimm eða sex ára. Ég byrjaði í skólahljómsveit í grunnskóla og kórum í mennta- skóla (e. highschool). Á unglings- árum fór ég að læra klassískan söng. Mér finnst sköpunargáfa mín hafa verið mjög bæld á þeim tíma og ég fór ekki að semja tón- list aftur fyrr en löngu seinna. Upp úr tvítugu var ég í nokkrum indí-hljómsveitum sem söngkona og fór að semja texta og laglínur þar sem leiddi til samstarfs við ýmsa raftónlistarmenn. Ég fór í BA-nám í tónlist og þar fór ég fyrst að skapa á eigin vegum. Þar sem ég spilaði ekki nægilega vel á hljóðfæri til að sjá um undirleik sjálf fann ég frelsið í tónsköp- unarforritum sem ég nýtti til að semja fyrir hljómsveit sem spilaði með mér í Toronto. Þegar ég flutti til Íslands þekkti ég eigin- lega engan í tónlistarsenunni og þurfti að finna út úr því hvernig ég gæti komið fram ein sem varð til þess að ég lærði að gera raf- tónlist. Ég á margt eftir ólært en það er það sem ég elska við tón- list; að kanna ókunnar slóðir,“ segir Maria-Carmela. Endurtekin mynstur – Þessi titill á plötunni, I turn- ed into a familiar shape, er for- vitnilegur. Hvað þýðir hann? „Skömmu eftir að ég flutti til Íslands byrjaði ég í heldur átaka- sömu sambandi. Ég var hjá sál- fræðingi undir lok sambandsins sem hvatti mig ákaft til að ljúka því. Ég sá ekki mjög skýrt hvað var að gerast og hvaða stöðu ég var í og var ekki tilbúin að hætta í sambandinu, af margvíslegum og flóknum ástæðum, svo sálfræðing- urinn leiddi mig djúpt inn í sál- fræðina bak við heimilisofbeldi; ofbeldishringrásir, æskuáföll, meðvirkni o.s.frv. Það að lesa og læra meira um þessi efni opnaði augu mín fyrir því hvar ég var stödd og jafnvel hvernig ég komst þangað. Ég hef alltaf litið á mig sem sterka konu, og hélt ég myndi aldrei enda í slíkri stöðu, en samt sem áður fór ég að taka eftir svipuðum hegðunarmynstr- um og einkennum úr uppeldi mínu og þá fór þetta allt að ganga upp. Ég ólst upp við og vandist líkri hegðun og fannst hún eðlileg og svo fann ég mig aftur þar, eftir öll þessi ár. I turned into a familiar shape (Ég tók á mig kunnuglegt form) spratt upp úr þessari hug- mynd um hringrásina; mynstur sem koma fyrir trekk í trekk þar til við finnum leiðina út.“ Má ekki falla í skuggann Maria-Carmela segir það ekki hafa verið ætlun sína að kynna plötuna sem „misnotkunarplötu“ og segist stundum sjá eftir því að hafa ákveðið að tala um ofbeldið. „Ég velti stundum fyrir mér hvort mikil áhersla á umfjöllunarefnið gæti skyggt á tónlistina sjálfa. Þegar ég var að vinna í mynd- böndum við „Winter Bodies“ og „Flesh Tone“ – bæði í samvinnu við Dean Kemball og Kinnat Sól- eyju – fannst mér mikilvægt að kafa ofan í efni laganna og plöt- unnar sem heildar og út frá því fannst mér kannski rétt að hlust- andinn/áhorfandinn fengi líka hug- mynd um hvað var á bak við þetta allt. Ég lagði ekki upp með að semja um heimilisofbeldi en með tím- anum varð það ljóst að þessi lög voru öll sprottin út frá hugar- ástandi mínu yfir þetta tímabil. Þau eru ekki sérstaklega um þetta tiltekna samband eða þann ein- stakling. Ég vil líka taka fram að það er ekki ætlun mín að stimpla neinn sem illmenni eða fórnar- lamb. Ég held ekki að allt fólk sem beitir ofbeldi sé vont fólk – þau eru oft sjálf að kljást við eigin vanlíðan og vandamál og föst í sín- um eigin vítahring – en það er mikilvægt að þau viðurkenni og axli ábyrgð á sinni hegðun; því annars er líklegt að þau haldi áfram að skaða aðra,“ segir Maria- Carmela. „Martraðapopp“ – Hvernig myndirðu lýsa tónlist- inni þinni fyrir lesendum? „Ég á mjög erfitt með að lýsa tónlistinni minni. Mér hefur verið sagt að hljóðheimurinn sé einhvers staðar á milli vöku og draums, kannski svolítið uggvekjandi. Ein- hver kallaði hana „martraðapopp“ – sem ég elska – með tilrauna- kenndri nálgun. Hún er viðkvæm og melankólísk, stundum hávær, en jafnvel bjartsýnisleg á köflum.“ – Hvort kemur á undan, tónlist eða textar, og í hvorri listinni líður þér betur? „Ferlið er nánast alltaf ólíkt fyr- ir hvert lag. Stundum verða til lög upp úr spuna, sem ég tíni svo textabrot úr og vinn úr þeim eitt- hvað heildstæðara. Öðrum stund- um byrja ég með trommutakt eða hljómagang eða hljóð og vinn út frá því – í þeim tilfellum kemur textinn yfirleitt síðast. Oft er ég með laglínu í höfðinu og hún myndast þar með einhvers konar texta. Ég byrja sennilega sjaldan með fullkláraðan texta, þeir fullbú- ast oft þegar ég set þá í samhengi við tónlistina og hef eitthvað til að móta þá að.“ Teygt úr forminu – Þú gefur út hjá Myrkfælni, hvaða fyrirtæki er það og hvernig tónlist gefur það út almennt? „Sólveig Matthildur úr Kælunni miklu og stórvinkona hennar og samstarfskona, Kinnat Sóley, hafa gefið út tímaritið Myrkfælni ár- lega undanfarin fjögur ár, þar sem fjallað er um íslenska jaðartónlist. Samhliða tímaritinu hafa svo kom- ið blandspólur með broti af mest spennandi tónlistinni sem er að koma út á Íslandi hverju sinni. Fyrr á þessu ári teygðist svo á forminu og þær hófu að gefa út plötur með sumu af sínu uppá- haldslistafólki og nýta vettvanginn og tengslanetið sem þær hafa byggt upp á tónleikaferðalögum og vinnu um allan heim til að dreifa því sem þeim finnst spennandi,“ svarar Maria-Carmela. MSEA Maria-Carmela Raso gengur undir listamannsnafniu MSEA. „Hef alltaf litið á mig sem sterka konu“  I turned into a familiar shape nefnist nýútkomin plata MSEA sem er listamannsnafn Mariu-Carmelu Raso Það þarf mikið hugrekki tilað skrifa um einstakatíma sem eru við það aðeiga sér stað, tíma sem verða (vonandi) brátt horfnir á braut eins og aðrir sögulegir at- burðir í sögu heimsins. Slíkt hug- rekki sýnir Ásdís Halla Bragadótt- ir með bókinni Ein. Það gerir hún í einhvers konar blöndu af spennu- og fagurbókmennt sem heldur lesand- anum á tánum á hverri einustu blaðsíðu. Hún skil- ur hann þó eftir með fullmargar spurningar. Það getur þó verið merki um vel unnið verk, þótt einstaka púsl vanti í heildar- myndina fyrir þá lesendur sem kæra sig ekki um að geta of mikið í eyðurnar, þegar lesandinn óskar þess að fleiri síður væri að finna í bókinni, enn þykkari fléttu sem er afburða vel sett saman hjá Ásdísi. Ein býður lesandanum inn í ver- öld nokkurra einstaklinga sem tengjast allir þrátt fyrir að þeir finni varla fyrir því. Bókin hverfist að mestu um andlát Elísu, sendi- herrafrúarinnar sem Sólrún, starfsmaður heimaþjónustunnar, sinnir. Andlátið er sveipað dulúð og vaknar grunur hjá lesandanum oftar en einu sinni um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Bókin fjallar þó um svo miklu meira en dauðsfall Elísu og er í raun frekar svipmynd af fólki í hringiðu heimsfaraldurs. Sagan er sögð út frá nokkrum mismunandi sjónarhornum og veitir mismunandi sýn á faraldur kórónuveiru sem heimsbyggðin er nú stödd mitt í. Sérstaklega er sjónum beint að stöðu eldra fólks í faraldrinum og þeirri einangrun sem það þarf að búa við. Það er þyngra en tárum taki að lesa um einsemd Elísu og annarra eldri borgara í blokkinni og auðvelt að ímynda sér að raunveruleikinn sé nákvæmlega eins og Ásdís Halla lýsir honum í Ein, enda er sagan bæði sögð sönn saga og ósönn skáldsaga á fyrstu blaðsíðum bók- arinnar. En það eru ekki bara eldri borgararnir sem eru ein- mana, Ein segir frá einsemdinni sem er innra með okkur flestum á þessum erfiðu tímum. Tvær ungar konur sem flækjast inn í söguna virðast einnig hafa verið sviptar tengingu við annað fólk vegna þeirra aðgerða sem þurfti að koma á til að halda veirufjandanum niðri. Án þess að vera gagnrýnin velt- ir bókin því upp hvort meðalið sé verra en vandamálið en leyfir les- andanum að hugleiða það með sjálfum sér. Með því að sýna les- andanum bæði einsemdina sem af hörðum aðgerðum hlýst og álagið á heilbrigðiskerfið sem verður til án þeirra fær sagan lesandann til að raunverulega vega og meta það hvernig heimi hann vill búa í. Persónurnar sem birtast í bók- inni og sagan er sögð út frá eru jafn misjafnar og þær eru margar og eru þær þó ekki margar, varla nema sjö talsins. Þær eru hver og ein afar trúverðugar og fær les- andinn að komast á mikið dýpi með þeim flestum. Eins og áður segir eru persónurnar fáar og Ás- dís hefur greinilega handvalið per- sónur með nákvæmlega þau ein- kenni sem til þurfti til að láta söguna ganga upp, hvorki meira né minna. Þannig virðist allt smellpassa en eitthvað örlítið vantar upp á þráðinn, eitthvað sem skilur lesandann eftir klór- andi sér í hausnum, biðjandi um meira. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásdís Halla Gagnrýnandi segir per- sónurnar hafa nákvæmlega þau ein- kenni „sem til þurfti til að láta sög- una ganga upp“. Þannig „virðist allt smellpassa“. Dauðsfall sveipað dulúð Skáldsaga Ein bbbbn Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Veröld, 2020. Innbundin, 223 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.