Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 ✝ Elías ÓlafurMagnússon fæddist 8. júlí 1936 á Veiðileysu í Ár- neshreppi, Strandasýslu. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Höfða Akranesi 10. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Magnús Guð- berg Elíasson, bóndi í Veiðileysu, f. 20. júlí 1897, d. 14. sept. 1980, og Emelía Þórðardóttir húsfreyja, f. 6. sept. 1907, d. 3. jan. 1997. Systkini Elíasar eru Þórður, f. 25.2. 1935, Ingibjörg, f. 27.8. 1938, d. 12.2. 2018, Sigurvin, f. 20.12. 1939, Sólveig, f. 18.3. 1941, Hulda, f. 20.5. 1943. Einn- ig átti Elías fósturbróður sem foreldrar hans tóku að sér og hét Guðbrandur Jón Guð- brandsson, f. 26.7. 1925, d. 26.4. 1990. Elías gekk í hjónaband árið 1964 með Hrafnhildi Jóns- dóttur, f. 6.9. 1944, d. 15.7. 2018. Börn þeirra eru: 1) Magn- Hann fór að heiman á vertíðír í Ólafsvík, Suðureyri og Hafn- arfirði. Þar byrjuðu hann og Hrafnhildur saman, stofnuðu þau svo heimili í Djúpavík, þar áttu þau heima þar til þau flutt- ust til Akraness árið 1972 og höfðu búið þar það sem eftir var ævi. Árið 2017 fluttist Elías á Hjúkrunarheimilið Höfða. Á Akranesi vann Elías lengi störf tengd sjómennsku, hann var háseti á Haraldi Böðv- arssyni Ak-12 og fleiri skipum í nokkur ár, var að róa á trillu fyrir aðra í einhvern tíma og átti sjálfur trillu í nokkur ár. Hann fór að vinna í járnblendi- verksmiðjunni Elkem í ein- hvern tíma og vann nokkur sumur í Hvalstöðinni. Síðustu árin í vinnu vann hann við beitningar, bæði á Suðureyri og Akranesi. Árið 2008 veiktist Elías al- varlega,og varð aldrei samur eftir það. Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju í dag, föstudag 20. nóvember, kl. 13. Í ljósi að- stæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir at- höfnina. Athöfninni verður streymt frá vef Akraneskirkju: https://www.akraneskirkja.is Virkan hlekk á streymi má einnig finna á: https:/www.mbl.is/andlat ús Guðberg, f. 13.10. 1964. 2) Guð- mundur, f. 5.11. 1965, synir hans eru Elías Hall- grímur, f. 2.1. 2001, og Hall- grímur Ísak, f. 1.5. 2002, fósturdóttir Karólína Olsen, f. 19.5. 1998. 3) Unn- ar Aðalsteinn, f. 7.1. 1967, vinkona hans er Margrét Þórðardóttir. 4) Ingibjörg Anna Elíasdóttir, f. 26.12. 1967, maki Þröstur Karlsson, dætur þeirra eru Heiðrún Sól, f. 17.11. 2004, og Brynja Margrét, f. 25.2. 2007, dóttir Ingibjargar er Hrafnhild- ur Anna, f. 22.11. 1997, dóttir Þrastar er Hrafnhildur, f. 25.6. 1996, unnusti hennar er Daníel Magnússon, sonur þeirra er Unnar, f. 18.1. 2017. Elías ólst upp í Veiðileysu í Árneshreppi í Strandasýslu og gekk í Finnbogastaðaskóla og við kennslu í Djúpavík. Hann byrjaði ungur að hjálpa for- eldrum sínum til við bústörf. Elsku faðir okkar kvaddi þennan heim 10. nóvember sl. eftir skyndileg veikindi. Elli, eins og hann var oftast kall- aður, var lífsglaður maður og kátur flestar stundir. Pabbi var skemmtilegur og spaugsamur, það var stutt í grínið hjá honum, og alltaf kát- ur. Heimili þeirra var opið öll- um og vinsælt hjá vinum og ættingjum að stoppa í kaffisopa og þá var oft hlegið og glatt á hjalla. Pabbi var mikill dundari og gat eytt góðum tíma einn við ýmsa iðju, það vafðist ekkert fyrir honum og hann gat lagað flest. Og hann flinkur við ýmsa smíðavinnu þótt hann væri ekki lærður. Við minnumst þess þeg- ar hann kom heim í einn frítúr, þegar hann var á togara fyrir um 40 árum, að hann réðst í að smíða eldhúsbekk og var bekk- urinn enn í notkun á heimilinu undir lokin, bara búið að skipta nokkrum sinnum um áklæði. Pabbi keypti sér stingsög fyrir um 20 árum og sagaði út ýmsar fígúrur sem Hrafnhildur svo málaði og puntuðu heimilið með afrakstrinum. Þetta var skemmtilegt áhugamál þeirra á seinni hluta ævinnar. Skemmtilegast fannst honum að renna norður á Strandir í heimahagana. Í Djúpavík undi hann sér best í sumarhúsinu þeirra mömmu sem þau bjuggu í fyrstu búskaparárin og kallast Símstöðin. Það var fjölmennt í Djúpavík á sumrin, aðrir ættingjar komu í sín hús og allir hittust, og mik- ill gestagangur hjá þeim, sem þau höfðu gaman af. Síðustu áratugi höfði þau ásamt okkur afkomendum unnið við viðhald og endurbætur á húsinu og sóttum við öll í að vera þar í okkar fríum. Oftast þegar þau voru fyrir norðan var eitthvað af okkar systkinunum þar líka eða við öll, enda sóttum við í að fara þangað og vera með þeim á sama tíma. Hann reri einnig á trillu um tíma og ekki leiddist honum að sigla innan um Strandafjöllin. Pabba fannst gaman að fá barnabörnin í heimsókn og hafði alltaf tíma fyrir þau og var alltaf til í að bregða á leik með þeim. Sóttu þau í að fá að koma til ömmu og afa og skemmtileg- ast var að fá að gista hjá þeim, og urðu þær gistinæturnar nokkuð margar. Hann var mjög hjálpsamur, og aðstoðaði okkur við ýmislegt, og einnig aðra. Það sýndi sig í einni ferðinni þeirra mömmu með Bændaferðum um Evrópu fyrir mörgum árum. Í skoðun- arferðum í þeirri ferð aðstoðaði hann mann sem var í hjólastól og var einn á ferð og bauðst pabbi til að ýta honum um svæðin á áfangastöðunum. Pabbi veiktist alvarlega árið 2008, fékk heilablóðfall, og náði sér ekki alveg til baka eftir það. Hann gekk um með hækju og fékk aðstoð hjá mömmu við daglegar athafnir, en greindist svo með parkinson nokkrum ár- um síðar og það var áfall ofan á hin veikindin. Mamma okkar lést árið 2018 eftir baráttu við krabbamein í fimm ár, og var það honum mik- ið áfall. Við eigum góðar minningar um pabba og erum þakklát fyrir öll árin saman og kveðjum hann með miklum söknuði. Við viljum trúa því að foreldrar okkar hafi sameinast á ný. Takk fyrir allt elsku pabbi, við elskum þig. Magnús, Guðmundur, Unn- ar og Ingibjörg. Elsku afi, nú ert þú farinn frá okkur og skilur eftir sælar minningar sem verða okkur ávallt ofarlega í huga. Þ.á m. göngurnar á Langasandi þar sem við skemmtum okkur enda- laust saman við að krota myndir af bátum í sandinn, veiðiferð- irnar í Kjós þar sem við krakk- arnir undruðumst allt það dýra- líf sem flæktist í netinu þínu og auðvitað allar þær stundir sem við áttum saman í Djúpavík, en efst í huga skilur þú eftir minn- ingu þess hve frábær afi þú varst og þykir okkur leitt að þurfa að kveðja þig en við vitum að þú hefur sameinast ömmu enn á ný. Hvíldu í friði afi minn. Hrafnhildur Anna. Elsku afi, við vonum að þér líði vel núna, við munum ekki mikið eftir þér áður en þú veikt- ist en munum eftir að við fórum stundum í kartöflugarðinn og tókum upp kartöflur með þér og ömmu, og það var alltaf gaman og að koma og gista hjá ykkur, og alltaf hafðir þú tíma til að leika við okkur, en við minn- umst þín sem skemmtilegs afa. Takk fyrir allt og hvíldu í friði, elsku afi. Heiðrún Sól og Brynja Margrét. Elías Ólafur Magnússon ✝ Halla SoffíaGuðmunds- dóttir fæddist á Akureyri 21. apríl 1936. Hún lést á heimili sínu Víði- lundi 24 á Ak- ureyri 12. nóv- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Magn- ússon múrara- meistari, f. 14.11. 1910, d. 30.10. 1972, og Kristín Guð- björg Magnúsdóttir, f. 11.10. 1913, d. 21.10. 2011. Systkini hennar eru Magni, f. 1933, Við- ar, f. 1939, Margrét, f. 1945, Oddný, f. 1943, og Sigurgeir, f. 1952. Eiginmaður Höllu er Halldór Kristín Guðbjörg Halldórs- dóttir, f. 22.3. 1967, maki Magnus Rönnlund, f. 16.9. 1967. Börn þeirra eru Viktor Alexander, Rebekka Lind og Kristófer Gunnar. Lang- ömmubörn Höllu eru 13. Halla flyst med foreldrum sínum til Reykjavíkur 1953 og aftur til Akureyrar eftir að Halldór og hún giftu sig 1956. Þau bjuggu síðan á Akureyri allan sinn búskap. Hún var heimavinnandi þar til börnin voru komin á legg, þá fór hún út á vinnumarkaðinn og starf- aði lengst af við verslunarstörf í vefnaðarvörudeild KEA. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 20 nóv- ember 2020, kl. 13.30. Athöfninni verður streymt á Facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar út- sendingar: https://tinyurl.com/y5cpxdvz Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Karl Karlsson, f. 20.2. 1930. Þau gengu í hjónaband 19.5. 1956. Börn Höllu og Halldórs eru: 1. Guðmundur Karl Halldórsson, f. 27.11. 1955, maki Þórdís Þór- isdóttir, f. 25.09. 1958. Sonur þeirra er Guðmundur Ív- ar. 2. Karl Ásgrím- ur Halldórsson, f. 16.5. 1957, maki Þórunn Jónsdóttir, f. 13.7. 1957. Þau eiga þrjár dæt- ur, Margréti Rún, Elvu Rán og Andreu Ösp. 3. Þórhalla Hall- dórsdóttir, f. 10.3. 1960, maki Svavar Tulinius, f. 4.6. 1960. Þeirra börn eru Helgi Már, Halldór Örn og Halla Soffía. 4. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa. Móttökurnar voru ávallt innilegar og heimilið var alltaf hlýlegt enda amma mikil húsmóðir. Hún passaði upp á að alltaf væri til eitthvert góðgæti og þegar við komum í heimsókn var yfirleitt það fyrsta sem amma gerði að spyrja hvort við værum ekki svöng og vippa fram kræsing- um sem oft á tíðum voru heima- gerðar. Kleinurnar hennar ömmu voru í sérstöku uppá- haldi enda þær allra bestu og ófáar minningar tengdar bakstrinum á þeim enda feng- um við barnabörnin stundum að hjálpa til við að snúa áður en þær voru steiktar og var amma ávallt tilbúin til að leiðbeina og kenna við það sem og flest allt annað sem við tókum okkur fyr- ir hendur hjá henni. Þau voru ófá skiptin sem við fengum að gista hjá ömmu og afa. Morgunmaturinn alltaf heitur og tilbúinn þegar við vöknuðum, oftast ristað brauð með eggjum og kavíar. Í hádeg- inu var oft boðið upp á skyr en ömmu tókst einhvern veginn að hræra skyrið allt öðruvísi en öllum öðrum, a.m.k. var skyrið hennar ömmu alltaf miklu betra en annars staðar. Ef til vill vegna þess að amma setti slurk af sykri saman við það. Mat- seldin hjá henni var yfirleitt upp á „gamla mátann“, svona alvöruheimilismatur sem var vel brasaður og ljúffengur. Það var alltaf hægt að stóla á að maður færi saddur og sáttur frá ömmu og afa og oftar en ekki var einhverju góðgæti laumað í poka og í vasann hjá manni áð- ur en maður fór. Það var einnig óbrigðult að maður var kvaddur með kossi og knúsi sem var svo fast og innilegt að aldrei fór á milli mála að maður fann innst inn að hjartarótum hvað maður var elskaður. Ófáar voru ævintýrastundirn- ar sem við áttum með þeim í hjólhýsinu í Fnjóskadalnum. Fátt var skemmtilegra en að fá að fara þangað með ömmu og afa í volvóinum þar sem Villi Vill og Ríó tríó hljómuðu ásamt fleiri klassískum smellum. Þar var dagurinn tekinn snemma með morgunmat að hætti ömmu og dagurinn í framhaldi fullur af ýmsum ævintýrum. Göngu- túrar við ána, tína fallega steina og drullumalla í gömlu tóftun- um þar sem amma tók þátt í öllu. Það kom einstaka sinnum fyrir að maður fékk skammir ef maður fylgdi ekki alveg regl- unum við ána en skammir frá ömmu voru einhvern veginn þannig að maður vissi upp á hár að maður hafði ekki gert rétt. En henni tókst samt á einhvern undraverðan hátt að lauma með svolitlu brosi svo maður fann og vissi að skammirnar voru bara fyrir einskæra ást og umhyggju á okkur. Þessi umræddi svipur hjá ömmu dúkkaði líka stundum upp við aðrar uppákomur. Til dæmis mátti honum bregða fyr- ir þegar við systkinin komum í heimsókn og búið var að bæta við nýju gati í eyrað eða enn einu húðflúrinu. Þá setti sú gamla upp svipinn sem var svo auðlesinn og mátti þar lesa „ég hefði nú kannski kosið að þið hefðuð látið vera að gera þetta en ég er samt svo ánægð að þið eruð hamingjusöm“ og svo fylgdi alltaf innilega ástarknús- ið hennar ömmu með í kjölfarið og koss á kinnina. Amma fylgdist alla tíð vel með öllu sínu fólki og bar hag allra fyrir brjósti og vildi fá fréttir af öllum. Fjölskyldan var henni sem gull og gersemar og var hún afar stolt af öllum af- komendum sínum og stuðning- inn frá henni vantaði aldrei. Hún var alla tíð hófsöm og hæglát kona, hún var sanngjörn og tillitssöm við allt og alla og kannski örlítið gamaldags í háttum og hefðum en afar stolt og góðvild hennar fylgdi henni alla tíð og náði langt út fyrir fjölskylduna. Elsku amma takk fyrir þetta allt og alla þína ást og hlýju. Þú hefur klárlega haft áhrif á það hver við erum og hvaða ein- staklingar búa innra með okkur um ókomna tíð. Þín barnabörn, Meira: mbl.is/andlat Helgi Már Tulinius, Halldór Örn Tulinius og Halla Soffía Tul- inius. Elsku Halla, hlýja, blíða, ást- ríka, listræna, tengdamamma. Við höfum í 40 ár gengið sam- ferða og átt margar góðar stundir og skapað margar góð- ar minningar. Margar þeirra eru með stórfjölskyldunni á góðum stundum en aldrei naust þú þín betur en með fólkinu þínu Minningarnar sem mér þykir þó vænst um eru bundnar við samverustundirnar sem ég og fjölskylda mín áttum í gegn- um árin með ykkur Halldóri í Víðlundi, í Byggðarveginum og svo aftur í Viðilundi. Og stund- irnar sem við áttum bara tvær að spjalla um lífið og tilveruna eða þú að reyna að kenna mér að hekla, baka pönnukökur eða kynna fyrir mér dásemdir harð- angurs og klausturs. Þessar minningar geymi ég í hjarta mínu og ég mun sakna þín mik- ið. Við vorum á margan hátt ólíkar en þú varst umburðar- lynd og skilningrík og sást til þess að ólík sýn okkar á lífið og tilveruna spillti ekki fyrir okkur á lífsins göngu. Takk fyrir samfylgdina, elsku Halla mín. Góða ferð inn í Sumarlandið þar sem allt þitt góða fólk mun taka á móti þér opnum örmum. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju hönd. Gáfur prýddi fagurt hjarta gleði bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Þórdís. Halla Soffía Guðmundsdóttir Amma mín, amma Stína á Akur- brekku. Núna þegar ég kveð þig hugsa ég aftur til æskuár- anna á Akurbrekku í Hrútafirði og þess góða tíma sem við áttum saman. Sveitin mín, Akurbrekka í Hrútafirði, var draumaveröld, veröld sem þið afi bjugguð til fyr- ir mig. Á Akurbrekku hafði ég alltaf nóg fyrir stafni og þar skorti mig aldrei neitt, þú sást til þess amma. Ég á ótal góðar minningar frá þessum tímum sem ég dvaldi hjá ykkur á Ak- urbrekku og eru þetta mínar bestu og kærustu minningar. Öll sumrin sem ég var hjá ykkur, stundum yfir páska og jól og einn vetur, bjó ég hjá ykkur og gekk í barnaskólann á Reykjum. Þú hafðir alltaf miklar áhyggjur af mér og brýndir fyrir mér að fara varlega, enda kannski ekki van- þörf á. Á Akurbrekku sást þú um heimilið af einstökum myndar- skap, eitthvað sem allir sem ein- hvern tímann þangað komu í kaffi eða mat geta vottað um. Ég dreg það í efa að betri kleinur hafi nokkur maður smakkað. En þú sást ekki bara um heimilið heldur gekkst þú í öll þau störf sem ganga þurfti í á bænum. Hvort sem það var að stjórna dráttar- vélum í heyskap eða vaka yfir rollum á næturnar í sauðburði og allt þar á milli, þú gast það allt. Þú varst einstaklega hæfileikarík og þér var margt til lista lagt, þótt þú vildir sem minnst úr því gera sjálf. Til að mynda gast þú spilað á gítar og orgel listavel og pikkað lög upp eftir eyranu og leikið, eitthvað sem ekki er á færi allra. Þú hugsaðir fyrst um aðra og svo þig, núna hugsa ég um þig og sakna þín. Hvíldu í friði áhyggjulaus amma mín, minning- in um þig mun lifa. Böðvar Sigurbjörnsson. Kristín Jóhannsdóttir ✝ Kristín Jó-hannsdóttir fæddist 21. febrúar 1932. Hún lést 5. nóvember 2020. Útförin fór fram 14. nóvember 2020. Elsku amma Stína á Akurbrekku og síðar í Hveravík, takk fyrir mig. Við eigum saman svo margar góðar minningar. Það var alltaf gaman í heim- sókn hjá þér. Það var í miklu uppá- haldi að hlusta á vín- ylplötur í plötuspil- aranum og svo spilaðir þú á gítarinn og við sung- um með. Í kaffitímanum var allt- af boðið upp á ristað brauð með marmelaði. Þið afi voruð með áskrift að Stöð 2 svo afi gæti horft á enska boltann. Ég naut góðs af því og fékk að koma í heimsókn á föstu- dagskvöldum til að horfa á Idol Stjörnuleit. Þú varst alltaf búin að kaupa eitthvert gotterí fyrir mig og það fannst mér ekki verra. Þú gafst þér alltaf góðan tíma til að spjalla, hringdir oft og spurðir fregna. Það var greini- legt hve stolt þú varst af öllum þínum afkomendum. Elsku amma. Ég gleymi því aldrei þegar ég heimsótti þig síð- ustu jól, þá nýorðin ófrísk og ekki búin að segja neinum frá, samt var eins og þú vissir það. Við hittumst í hinsta sinn þeg- ar ég var gengin 36 vikur, þú varst hress og vildir ólm gefa okkur kaffi. Það er afskaplega sárt að hugsa til þess að sonur minn hann Atli Steinn hafi aldrei fengið tækifæri til þess að kynn- ast þér en ég mun sjá til þess að hann heyri óteljandi sögur af ömmu og afa í Hveravík. Þú varst af þeirri kynslóð kvenna sem létu þarfir annarra ganga fyrir sínum, alltaf varst þú tilbúin að hjálpa. Í sveitinni hefur það aldrei verið til siðs að tala um tilfinn- ingar sínar. Ég verð því að láta duga að skrifa það hér, því ég held ég hafi aldrei sagt það við þig upphátt – elsku amma, ég elska þig. Hvíldu í friði. Helga Margrét Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.