Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 ✝ Guðni Krist-jánsson fædd- ist í Hafnarfirði 27. ágúst 1937. Hann lést 13. nóv- ember 2020. Foreldar hans voru Laufey Sig- finnsdóttir, f. 26. september 1913, d. 21. nóvember 1987, og Kristján Ólafur Guðmunds- son, f. 30. september 1910, d. 29. október 1980. Systkini hans voru Garðar, f. 15. júlí 1935, Gunnar, tvíburabróðir Guðna, f. 27. ágúst 1937, d. 13. október 1968, Reynir, f. 19. júní 1943, Jóhann, f. 18. júlí 1952, og Þau eru Guðni Páll, f. 13. febr- úar 1989. Sonur Guðna er Logi Guðnason, f. 29. apríl 2016. Sambýliskona er Norma Dögg Róbertsdóttir, f. 16. apríl 1996. Dagbjört Lilja, f. 28. apríl 1995. Sambýlismaður hennar er Pablo Edgar Murguia Pina, f. 16. júlí 1985. Sambýliskona Guðna er Est- er Hurle, f. 18. maí 1937. Guðni starfaði lengstum hjá Hafnarfjarðarbæ sem vöru- bifreiðastjóri. Hann var í for- ystusveit verkalýðsfélagsins Hlífar um árabil. Guðni bjó alla ævi í Hafnarfirði. Útför Guðna fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 20. nóvember 2020, klukkan 15. Vegna samkomubanns verða aðeins boðsgestir viðstaddir. Athöfninni verður streymt: https://youtu.be/_Iar_ddfiEU Hægt er að nálgast á virkan hlekk á streymið á: https://www.mbl.is/andlat Ásta, f. 23. maí 1954. Guðni kvæntist Rannveigu Kjærnested hinn 24. nóvember 1962, slitu sam- vistum 1991. Þau eiga saman tvo syni. Þeir eru 1) Þröstur Kjærne- sted, f. 7. apríl 1963, maki hans er Áslaug Gunnarsdóttir, f. 25. maí 1964, og eiga þau saman eitt barn, Bergþór, f. 5. apríl 1993. 2) Kristján Ólafur, f. 14. apríl 1965, maki hans er Auður Þorkelsdóttir, f. 29. mars 1965, og eiga þau saman tvö börn. Nú svíður mitt hjarta og sál mín er sár. Trega dagana bjarta, af hvörmum falla tár. (EH) Elsku vinur. Okkar fyrsti fundur, augu mættust. Eitthvað skeði – strengur. Takk fyrir yndislegu stund- irnar okkar saman og hlýja faðminn þinn. Takk fyrir fallegu ljóðin sem þú ortir til mín og fallega Hurle valsinn sem þú samdir til mín. Spjallstundir við kertaljós í horninu okkar gleymdum okkur ljúfar stundir. Sólsetursstund á Hamrinum horfandi yfir bæinn okkar og hólinn þinn. Falleg stund. Gönguferð við ströndina og kringum vötnin þá var hönd þín hlý og styrk. Söngstundir undir harmon- ikkuspili í góðum vinahópi ógleymanlegt. Keli skokkandi til þín, kúra á maga nú leitar og leitar. Þú gafst mér ævintýri á hólnum þínum þú gafst mér part af fjöllunum þínum. Þú gafst mér dansandi fætur þína undir dillandi músík, þá var gaman þá var fjör. Ég man Við á fundum, þú í pontu óviðbúinn blaðalaust, flottastur, ég stolt. Stjörnuna okkar, hún var svo skær. Já ég man þetta allt svo vel, svo vel. Oft var hlegið dátt, stundum út af litlu, þá var gleði. Það var líka grátið sárt svo sárt, kveðjustundin var svo erfið, sorg. Já elsku vinur þú gafst mér svo ótal ótal margt. Nú er tóm, einmana söknuður og sorg. Til þín frá mér: Þú átt eina stjörnu sem lýsir um geim þú veist hvað hún heitir sú stjarna. Sú stjarna mun ávallt fylgja þér heim því skærust hún lýsir þér þarna. (EH) Ég veit það hefur verið tekið vel á móti þér af tvíburabróður þínum, foreldrum þínum og Bjarna mínum. Bið að heilsa. Þín Ester. Það er áleitin hugsun ástvina og freistandi að leita fróunar í því að góð áttatíu og þrjú ár séu að baki þegar kallið kemur. Það hjálpar. Önnur kemur hins veg- ar á eftir og er meira trega- blandin. Um það sem var fram undan. Alla dansana sem átti eftir að dansa, lögin sem átti eftir að spila, vinafagnaðina sem biðu. Þú pabbi hefðir svo sann- arlega verið tilbúinn í meira. Tíu ár minnst. Í því er tregablandin sorg falin en að sama skapi ríg- haldið í gleðina yfir því að lífs- gleðin og lífsgæðin voru mikil allt undir það síðasta. Þær hugsanir hjálpa. Takk elsku pabbi fyrir allar okkar stundir, alla hjálpina sem þú varst ævinlega tilbúinn að veita og ekki síst öll daglegu samtölin sem við áttum síðustu mánuðina. Takk fyrir allt og allt. Kristján Ólafur Guðnason. Mikið tóm er á Sævangi 30 eftir að vinur okkar og afi hann Guðni féll frá. Hann kom inn í líf okkar fyrir 12 árum og hefð- um við gjarnan viljað að það hefði verið miklu fyrr. Við erum afar þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með honum og fyrir hversu vel hann reyndist ömmu okkar, henni Ester. Ömmu og afa fannst fátt betra en að fara í hressandi göngutúr, hlýlegt var að horfa á eftir þeim ganga hönd í hönd. Hann Guðni var mikill meist- ari á harmonikkuna og fannst minnstu íbúum Sævangs 30, dætrum okkar, fátt skemmti- legra en að dansa undir spili Guðna. Einnig fannst stelpunum dásamlegt að heyra afasögur og nutu þær sín vel kúrandi í hans fangi. Sjaldan hef ég kynnst öðrum eins dugnaðarforki, en oftast gat maður fundið Guðna með pensil, hamar eða sög í hendi. Það var gott að tala við hann Guðna okkar, alltaf til í samtal og alltaf glaðlyndur. Það var líka gott að geta leitað til hans Guðna með ýmis vanda- mál, oftast gat hann nú leyst úr þeim. Nú er víst komið að kveðju- stund elsku vinur, takk fyrir samveruna og takk fyrir að vera þú. Betri vin er varla hægt að hugsa sér. Bjarni, Ólína, Alexandra Ester og Elísabet Ýr. Elsku afi, það er erfitt að lýsa söknuðinum og hversu mikill missir það er að þú hafir kvatt að því er mér finnst allt of snemma. Stundirnar sem við áttum saman voru óteljandi, meiri afa og betri félaga er vart finnandi. Það skipti engu máli hvert verkefnið var, alltaf varstu tilbúinn að aðstoða og vera með í öllu, kunnir allt og gast allt. Það er leitun að öðrum eins stuðpinna, alltaf var nikkan stutt undan og fátt vissir þú betra en að taka lagið, já eða sporið í góðra vina hópi. Að lifa lífinu lifandi átti afar vel við þig. Takk fyrir allar stundirnar og verst þykir mér að bjórarnir hafi ekki verið fleiri sem við deildum og verði ekki fleiri úr þessu. Ég hélt við hefðum lengri tíma saman. Ég þakka fyrir mig afi minn og þann tíma sem við áttum og eftir standa óteljandi minningar og allar góðar. Guðni Páll Kristjánsson. Elsku besti afi minn. Ég vil byrja á því að þakka fyrir mig. Þakka fyrir allar notalegu spjallstundirnar með þér yfir góðum mat og drykk. Öll fjöl- skylduboðin þar sem þú spilaðir á harmonikkuna og það var sungið, eða settist við píanóið og spilaðir svo vel. Það var alltaf gaman að fara í heimsókn til þín afi, mikið hlegið og mikið fjör. Ég þakka fyrir dansinn og tónlistina sem þú gafst mér í vöggugjöf og allar þær skemmtilegu minningar sem fylgdu því. Svo má ekki gleyma að þakka fyrir ættarnefið, ber það með stolti og gleðst þegar fólk segir að það sé svipur með okkur. Um daginn var ég að rifja upp þá tíma þegar þú keyrðir um á vörubílnum. Var ég vön að skima eftir bílstjóranum til að sjá hvort það væri hann afi Guðni að keyra og ef svo var, þá veifaði ég og þú til baka. Enn í dag þegar ég sé vörubíl hugsa ég til þín og finn mig kíkja á bíl- stjórann til þess að sjá hvort það sé nokkuð hann afi. Það verða ekki fleiri túrar á vörubílnum en minningarnar á ég um afa minn og mikið eru þær góðar. Takk fyrir hlýjuna og umhyggjuna sem alltaf lýsti frá þér, hún verður seint bætt upp. Elsku afi, mikið sakna ég þín. Ástarkveðjur. Stelpan hans afa, Dagbjört Lilja Kristjánsdóttir. Við hjónin kveðjum í dag kæran bróður og mág sem við höfum verið samferða megnið af lífsleiðinni. Guðni fór ungur í sveit í Múlasveit í Barðastrand- arsýslu að Skálmardal, en Garð- ar sem er elstur bræðranna fór tveimur árum áður í sömu sveit en að Kirkjubóli á Bæjarnesi. Gunnar, tvíburabróðir Guðna, var einnig í sveit að næsta bæ við Skálmardal, Illugastöðum. Guðni nefndi það oft hversu mikill styrkur það hafi verið fyr- ir þá tvíburabræðurna að elsti bróðir þeirra hafi verið í sveit svona nálægt þeim. Guðni tók miklu ástfóstri við sveitina og naut þess að fara að Skálmardal þegar hann kom til okkar á Múlanesið. Guðni bast ævilöngum vin- áttuböndum við bræðurna í Skálmardal, þá Böðvar og Ólaf. Guðni hjálpaði okkur oft þeg- ar hann fór með okkur að Deild- ará, bæði var hann laginn og hjálpsamur. Þeir bræður, Garð- ar og Guðni, fóru í róður fyrir vestan á litla bátnum okkar og fiskuðu vel, Guðni vildi helst ekki hætta, svo vel skemmtu þeir sér. Við bræður sungum með eldri Þröstum í nokkur ár og síðar með Karlakórnum Kátir karlar, en í honum voru eldri menn á góðum aldri sem höfðu gaman af að hittast og syngja. Við hjónin fórum oft með Guðna og Ester á dansleiki hjá Barð- strendingafélaginu í Reykjavík og ýmsar uppákomur. Okkur finnst synd að þau Ester og Guðni hafi ekki fengið meiri tíma saman því það var alltaf ánægjulegt að vera með þeim. Við hjónin viljum þakka Est- er, Bjarna og fjölskyldu fyrir umönnun og hjálpsemi við Guðna í veikindum hans ásamt starfsfólki Heru. Við biðjum Guð að geyma góðan bróður og mág og vottum Ester og Bjarna, Kristjáni, Þresti, fjölskyldum, ættingjum og vinum okkar innilegustu samúð. Elsku bróðir og mágur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín verður sárt saknað, Garðar og Ásta. Örfá orð, elsku bróðir minn. Þú varst 17 ára er ég fæddist. Ég heppin. Alltaf til staðar fyrir mig og mikill vinur minn. Þú kenndir mér margt gott, m.a. er ég átti í erfiðleikum fimm ára með að segja r. Þú hættir ekki fyrr en ég gat sagt rrrrrrrrrrr. Þú að spila á harmonikkuna og við að syngja saman, gömlu lögin eins og „Einsi kaldi“ og „Ferðalok“ með Óðni Valdi- marssyni o.s.frv. Þetta voru dýrðarstundir, ég dansandi í kringum þig. Ég man þig í karlakórnum Þröstum, flottasti tenórinn. Og myndin af þér með Þrastahúf- una, yndislegur, eins og þú varst elsku bróðir minn. Nú heyri ég ekki lengur: „Hæ, hæ (hálfsyngjandi), hvað er títt, segðu fréttir, eru allir hressir? Hvernig er heilsan á þér, systir mín? Ertu ekki búin að fá þér „snáða“?“ himinninn grætur húsið kjökrar hvar ertu – hvert fórstu niðdimm nótt nætur og daga nú þegar þú ert … ekki. (Höf. ókunnur) Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Elsku Guðni minn, takk fyrir alla þína ást og umhyggju, allt- af. Þín litla systir, Ásta. Goddag, goddag. Grænakinn 7. Við bjuggum uppi og afi og amma á neðri hæðinni. Þegar ég vissi að von væri á Guðna frænda í heim- sókn til foreldra sinna, brunaði ég niður og beið spenntur í stof- unni, oftar en ekki við hlið afa sem þá sat í hægindastólnum. Ég ætlaði ekki að missa af því þegar Guðni gengi inn í stof- una. Það atvikaðist nefnilega ávallt með sama hætti. Sköll- óttur frændi minn gekk alltaf með hatt og þegar hann kom í gegnum stofugættina tók hann hattinn af höfðinu með þessum orðum, goddag, goddag. Ósjaldan lék ég þetta eftir þegar frændi minn var ekki á staðnum, eða fékk hattinn lán- aðan og hermdi eftir innkomu hans. Frændi minn hafði gaman af. Guðni var glaðlegur og hafði áhuga á frændfólki sínu, spurði hvernig nákomnir hefðu það og hvað þeir væru að stússa í lífinu. Hann keyrði vörubíl hjá Hafnarfjarðarbæ og það var ósjaldan leikið eftir í sandkass- anum, Hebbi frændi á skóflunni að moka á pallinn hjá Guðna frænda, ekið burt og sturtað á vísan stað. Ég heyrði síðast í frænda mínum á haustdögum. Við Dögg sátum með mömmu og pabba við eldhúsborðið á Deildará eftir góðan berjadag. Pabbi þurfti jafnan að gefa bróður sínum skýrslu um hvernig dagurinn hefði gengið, veður, magn og gæði berja, mat og drykk. „Ég skal segja ykkur það,“ heyrðist gjarnan hinum megin á línunni, en ljóst var þá að dregið var af Guðna frænda mínum. Veikindin báru hann ofurliði á skömmum tíma, en eftir lifa fal- legar og skemmtilegar minning- ar um kæran frænda. Fólkinu hans færi ég hjartans samúðarkveðjur. Godnat, godnat. Leifur Sigfinnur Garðarsson. Okkur langar til að minnast Guðna frænda og þakka honum fyrir skemmtilega tíma á und- anförnum árum. Guðni var alltaf hress, brosmildur og jákvæður með góða nærveru sem gerði það að verkum að öllum leið vel í nálægð hans. Guðni var allra, hann sýndi öllum áhuga hvort sem það voru börn eða fullorðnir, börnin mín fengu að kynnast frænda sínum og var eftirtektarvert hversu vel hann fylgdist með og var spurull á þeirra málefni hverju sinni og fylgdi því vel eftir, hann virki- lega hlustaði á börnin og þeirra skoðanir og líf. Guðni og Ester samferðakona hans hin síðari ár, komu oft á tónleika hjá Ástu okkar, hvort sem það voru jólatónleikar eða vortónleikar og þar sameinaðist áhugi allra á söngnum og var hann því mikið ræddur. Þau komu einnig oft í afmæliskaffi hingað hjá börnunum og það var alltaf gaman að fá þau og styrkja fjölskylduböndin. Guðni var mjög duglegur að hreyfa sig, fór daglega í göngu- túra á meðan heilsa leyfði og gekk oft sama hringinn og fylgdist ég með frænda mínum á göngu þegar ég vann á Ísafold í Garðabæ því daglega gekk hann þar fram hjá og oftast á sama tíma. Guðni var sá bróðir sem mér fannst líkastur afa í útliti og sagði ég alltaf að ef einhver vildi sjá hvernig afi minn leit út þá gæti hann séð það á Guðna. Pabbi og Guðni voru saman í karlakórum, voru samferða á æfingar og þeir bræður mjög samrýndir bæði í lífi og söng og gaman var að fara á tónleika hjá þeim. Þeir heyrðust daglega hin síðari ár. Guðni fór með for- eldrum mínum vestur í sveitina og þau áttu góðar stundir sam- an. Þau fóru oft saman á böll hjá Barðstrendingarfélaginu og höfðu gaman af dansi og söng. Guðni frændi spilaði á harm- onikkuna sína fyrir söng á átt- ræðisafmæli pabba sem við héldum hér heima og allir höfðu mjög gaman af. Elsku Guðni frændi, við mun- um aldrei gleyma þér, þú varst yndislegur maður með jákvæðni að leiðarljósi, glettnisglampa í augum og bros á vör, tilbúinn með hnyttin svör sem gaman var að spinna fyndnar sögur í kringum. Ég veit að það er erfitt fyrir foreldra mína að kveðja þig því ykkar samband var einstakt og mjög náið, þið hafið brallað margt saman um ævina og upp- lifað gamla tíma og aðstæður sem erfitt er fyrir okkur nú- tímafólkið að gera okkur grein fyrir. Við þökkum þér allar góðar stundir elsku frændi, þín verður sárt saknað. Við vottum fjöl- skyldu, ættingjum og vinum okkar innilegustu samúð, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Hvíl í friði elsku frændi, Dóra, Jónatan og börn. Við hjónin kynntumst Guðna þegar hann og Ester, góð vin- kona okkar, fóru að draga sig saman. Það kom fljótt í ljós að þau voru sem sköpuð hvort fyrir annað, áhugamálin æði mörg þau sömu og dansinn batt þau fast saman, enda var unun að horfa á þau dansa. Lífsgleðin og væntumþykjan í hvort annars garð skein af þeim. Guðni var góður söngmaður og harmon- íkuleikari og hélt uppi söng og fjöri í góðra vina hópi. Við hjónin eigum Guðna og Ester það að þakka að við fór- um að venja komur okkar á Vitatorg til að dansa á mið- vikudögum, strax og við hætt- um að vinna. Við vorum þeim alltaf samferða og alltaf var set- ið við sama borðið, með fleiri góðum vinum, eftir að dansi var lokið og notið góðra veitinga og spjallað um allt milli himins og jarðar. Einu sinni í mánuði var söng- stund eftir dansinn og þá spilaði Guðni undir á nikkuna. Oftar en ekki hittumst við einnig aðra daga vikunnar og fórum í góðar gönguferðir, sett- umst síðan inn á kaffihús og spjölluðum saman fram eftir degi og aldrei skorti umræðu- efni. Við fórum saman á tónleika, í leikhús og borðuðum stundum saman, annaðhvort heima hjá hvor öðrum eða við fórum sam- an á veitingahús. Margar voru þær dagsferð- irnar sem við fórum saman á sumrin, um Suðurlandið, Vest- urlandið og Reykjanesið. Þá var lagt af stað snemma morguns og komið heim seint að kvöldi eftir dásamlegar skoðunarferðir um landið okkar fagra. Um páskana 2016 fórum við öll saman til Dublin og áttum frábæra viku þar. Við fórum m.a. til Belfast og skoðuðum skipasmíðastöðina sem Titanic var smíðað í og mikið var Guðni glaður með þá ferð. Guðni var afskaplega bros- mildur, fróður og víðlesinn, traustur og frábær félagi og vinur. Þegar við sátum heima hjá Ester og Guðna í síðasta skiptið sem við sáum hann töluðum við um hve hamingjusöm við öll værum að geta verið með ást- vinum okkar á þessum for- dæmalausu tímum. Þá segir Guðni „hugsið ykkur hve örlögin eru mér góð að við Ester skulum hafa fengið að eiga öll þessi dásamlegu og hamingjusömu ár saman.“ Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka af alhug allar dásamlegu samverustundirnar. Við eigum svo sannarlega eftir að sakna góðs vinar. Elsku Ester, harmur þinn og söknuður er mikill, en huggun harmi gegn eru minningarnar um þau dásamlegu og ham- ingjusömu 12 ár sem þið Guðni áttuð saman og nutuð svo mjög í samvistum hvort við annað. Svo samtaka í öllu sem þið gerðuð. Við samhryggjumst þér af öllu okkar hjarta, kæra vinkona, sem og öðrum kærum ástvinum Guðna og biðjum góðan Guð að blessa ykkur öll. Blessuð sé minning Guðna Kristjánssonar. Unnur og Guðmundur. Guðni Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.