Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 Ráðamenn og þeir sem standa valdinu nærri hneigjast stundum til þess að endurskrifa söguna sér í hag, sjái þeir fram á óhagstæða dóma hennar til framtíðar. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður og fv. aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins, hefur nú lagt í einn slíkan leiðangur í tilefni af bók sem ég er höfundur að og nefnist Spegill fyrir skuggabaldur. Tvær greinar hefur hann nú rit- að í Morgunblaðið í tvíþættum til- gangi. Annars vegar til að draga athygli lesenda frá því meginatriði bókar minnar, sem er hvernig Sjálfstæðisflokkurinn, ekki síst, hefur alla tíð reynt að stýra at- vinnumálum á Íslandi og manna stjórnsýsluna, dómstólana og aðra mikilvæga pósta í samfélaginu með sínu eigin fólki. Hins vegar vill Björn breiða yfir dóm sögunnar um það hvernig ís- lenskir og bandarískir ráðamenn með aðstoð FBI lögðu stein í götu Halldórs Laxness um miðja síð- ustu öld svo að bækur skáldsins hættu að koma út í Bandaríkj- unum. Ástæðan var kaldastríðsandúð á kommúnistum. Faðir Björns, Bjarni Benedikts- son, lék veigamikið hlutverk í þeirri atburðarás, því miklu veldur sá sem upphafinu veldur. Fyrir þessu eru sannanir í frumheim- ildum. Eru það bréfa- skipti og skeyti innan úr bandarísku stjórn- sýslunni sem lengi voru leyniskjöl en hafa nú verið opinber- uð. Vart þarf að taka fram að í bók minni er að sjálfsögðu vísað til rannsókna fræði- manna sem hafa unn- ið með þessar heim- ildir. Þær liggja ljósar fyrir og um þær þarf ekki að efast, þó að Birni kunni að þykja það miður. Staðreyndir málsins kallar Björn „grillur“ og ráðleggur mér að „fara í frumheimildirnar til að hafa það sem sannara reynist“. Ábendingin er svolítið brosleg. Ég læt fylgja þessari grein myndir af tveimur bréfum – leyniþjónustuskjölum – sem tala fyrir sig sjálf. Vona ég að Morgunblaðið verði við ósk minni um birtingu þeirra. Ef Björn léti svo lítið sjálfur að lesa þessar heimildir þá sæi hann svart á hvítu hver arfleifð hans er. Fyrrnefnd gögn og mun fleiri hafa verið birt í ritum fræði- manna, til dæmis í bók Halldórs Guðmundssonar um ævi Laxness (2004) og í skrifum dr. Ingu Dóru Björnsdóttur mann- fræðings. Hún dregur þá ályktun af heimildunum að það hafi verið „ráðabrugg bandarískra og ís- lenskra valdamanna“ en ekki markaðslögmál sem réði því að eitt stærsta og öflugasta bóka- forlag Bandaríkjanna hætti að gefa bækur Halldórs út eftir að fyrsta verk hans hafði verið met- sölubók. Vísar hún þar til ráða- bruggs „manna sem voru ekki sáttir við stjórnmálaskoðanir Hall- dórs og óttuðust að hagnaður hans af sölu Sjálfstæðs fólks rynni í vasa pólitískra andstæðinga þeirra.“ Sjálfur hafði Laxness ekki hug- mynd um hvernig í málinu lá, og það skýrir hvers vegna hann bar engan kala til Bjarna Benedikts- sonar. Tilgangurinn helgar meðalið hjá Birni Bjarnasyni, og ekki eru meðulin vönduð. Hann beitir blekkingum í bland við munn- söfnuð, eins og sjá má af titlinum „Grillur dr. Ólínu“. Þá er augljóst að hann sér ofsjónum yfir lofsam- legum ummælum um bók mína. Að auki notar hann þá lúnu aðferð að leggja mér orð í munn. Segir mæðulega að ég hafi kallað sig „skoffín“ sem er þó fjarri sanni, enda eru skoffín og skuggabaldur ekki sama fyrirbærið þó að skylt sé skeggið hökunni. Skrif Björns Bjarnasonar um þetta mál dæma sig sjálf. Hann grípur til útúrsnúninga og niðrana í vörn fyrir sjálfan sig og sitt fólk. Talar um önnur tímabil en þau sem til umræðu eru, og drepur umræðunni á dreif. Hann dregur fram þau ummæli Laxness sjálfs að lítill markaður hafi verið fyrir bækur hans á erlendri grundu. Þau orð lét skáldið þó falla löngu áður en ljóst var að Bjarni Bene- diktsson hafði í eigin persónu komið þeim grunsemdum inn hjá bandarískum stjórnvöldum að skattskil Laxness þyrfti að skoða nánar þar í landi. Þegar FBI gekk í málið lá fyrir að eftirgrennslanin var ætluð til að skaða orðspor skáldsins. Þetta stendur beinlínis í frumheimildunum sem lesendur geta sjálfir séð ef gagnið fæst birt hér. Hvöt Björns í málinu er kannski skiljanleg – föður hans og flokks- ins vegna – en aðferðirnar eru fyrir neðan virðingu manns sem vill láta taka sig alvarlega. Búra- leg tilraun hans til þess að endur- skrifa söguna, sér og sínum í hag, er þó dæmd til að mistakast. Frumheimildirnar tala sínu máli. Eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur » Tilraun Björns til þess að endurskrifa söguna, sér og sínum í hag, er dæmd til að mis- takast. Frumheimild- irnar tala sínu máli. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Höfundur er þjóðfræðingur og rithöf- undur. olinathorvardar@gmail.com Þegar tilgangurinn helgar meðalið Nýlega birtust fréttir af því að skýrsla Ríkisend- urskoðunar sýndi brotalamir í fram- kvæmd almanna- tryggingalaga og meðferð stjórnsýslu- mála hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Jafnframt kom fram að aðeins um 10% líf- eyrisþega hefðu feng- ið réttar greiðslur. Fyrir þá sem átt hafa í samskiptum við þessa stofnun eru þetta ekki óvænt tíð- indi. Sem betur fer hef ég ekki þurft að byggja lífsafkomu mína á afgreiðslu stofnunarinnar, en þó átt óskemmtileg samskipti við hana. Nokkru eftir að ég fór á eft- irlaun var mér bent á að sam- kvæmt þágildandi lögum sætti grunnlífeyrir ekki skerðingu vegna greiðslna frá lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna og gæti ég átt þar nokkurn rétt. Ég hafði því sam- band við Tryggingastofnun og er skemmst frá því að segja að nær ekkert stóðst í afgreiðslum hennar og var ég því fegnust þegar ný lög bundu sjálfkrafa enda á þessi samskipti. Þær fáu krónur sem ég fékk voru alls ekki virði þess vesens og leið- inda sem þær ollu. Svo virtist sem starfs- menn hefðu lítinn skilning á hvernig ætti að gera greiðsluáætl- anir og skömmuðust sín ekkert fyrir það. Sem dæmi má nefna að eitt sinn kom ég að vori með nýgerða skattskýrslu sem grunnlag fyrir greiðsluáætlun. Síð- sumars fékk ég svo skilaboð frá stofnuninni um að „nú hefðu borist gögn frá skattayfirvöldum“ og því yrði greiðsluáætlun breytt. Þar sem skattskýrslan hafði ekkert breyst í meðferð skattayfirvalda spurði ég stofnunina hverju þetta sætti. Svarið sem ég fékk var að „við þurfum að hafa staðfest afrit af skýrslunni“! Margir vina minna og ættingja eiga afkomu sína undir afgreiðslu stofnunarinnar og segja farir sínar ekki sléttar. Öryrki í fjölskyldu minni fékk endurnýjað örorkumat frá lækninum sínum, sem er einn helsti sérfræðingur landsins í sjúkdómnum sem hrjáir viðkom- andi. Engu að síður var öryrkinn kallaður í endurmat hjá lækni sem í upphafi viðtals viðurkenndi að hafa aldrei heyrt talað um sjúkdóminn sem hrjáði viðkom- andi. Engu að síður úrskurðaði hann á grundvelli staðlaðs spurn- ingalista stofnunarinnar að öryrk- inn væri ekki óvinnufær. Við tók 10 mánaða þras og barátta með verulegum lögmanns- og læknis- kostnaði þar til stofnunin lét und- an síga. Á meðan var öryrkinn bótalaus og hefur þetta mál vafa- laust tafið verulega það hægfara bataferli sem hann og læknar vonuðust til að hann væri á. Vinur minn, sem er lífeyrisþegi, lenti í því að Tryggingastofnun hætti allt í einu að greiða honum heimilisuppbót. Eftirgrennslan leiddi í ljós að ástæðan var sú að barn hans sem flutti utan til vinnu hafði skráð lögheimili hjá honum á meðan. Engar skýringar dugðu og varð að breyta skráningunni. Þar með var hins vegar ekki öll sagan sögð því þegar barn hans kom í stutt sumarfrí og dvaldi hjá honum kom óðara bréf frá stofn- uninni sem tjáði lífeyrisþeganum að stofnuninni hefðu borist upp- lýsingar um að barnið byggi hjá honum og því yrði heimilisuppbót hans felld niður. Hægt væri að fylla bók með mörgum mun átakanlegri sögum um framkomu Tryggingastofn- unar gegn þessum þegnum þjóð- arinnar, sem eru nógu sveltir fyr- ir þótt ekki sé níðst á þeim og haft af þeim það naumt skammt- aða viðurværi sem lög gera ráð fyrir. Því skora ég á stjórnvöld að leggja stofnunina niður og finna einfaldari, skilvirkari og mann- úðlegri leið til að sinna verkefnum hennar. Tryggingastofnun – óþörf og til óþæginda Eftir Hrefnu Kristmannsdóttur »Ég skora á stjórn- völd að leggja Tryggingastofnun niður og finna einfaldari, skil- virkari og mannúðlegri leið til að sinna verk- efnum hennar. Hrefna Kristmannsdóttir Höfundur er prófessor emeritus. hkristmannsdottir@gmail.com Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birt- ir aðsendar greinar alla út- gáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kenni- tölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhring- inn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.