Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýir 2020 Mitsubishi Outlander til afhendingar strax. Margir litir með og án króks. 5 ára ábyrgð. Flottasta typa með öllum búnaði á lægsta verðinu kr. 5.890.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. VOLVO S90 T8 TWIN ENGINE R-DESIGN Ökutækið er á staðnum. Árgerð 2020. Ekinn 0 Þ.KM Nýskráður 11/2020. Næsta skoðun 2024. Verð kr. 11.500.000. Litur SVARTUR. Ekkert áhvílandi. Skipti: ÓDÝRARI Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma577-4747 LAND ROVER RANGE ROVER EVOQUE R-DYNAMIC Ökutækið er á staðnum. Árgerð 2020. Ekinn 11 Þ.KM Nýskráður 8/2019. Næsta skoðun 2023 LAND ROVER RANGE ROVER EVOQUE R-DYNAMIC Ökutækið er á staðnum. Árgerð 2020. Ekinn 11 þ.km. Nýskráður 8/2019. Næsta skoðun 2023. Verð kr. 9.450.000. Litur GRÁR. Ekkert áhvílandi. Skipti: ÓDÝRARI Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 Til sölu Toyota Yaris árg. 2000. Skoðaður 2021. Grár. Ekinn 243 þús. Beinskiptur. Vetradekk á felgum. Sumardekk á felgum. Lítill og þægilegur skólabíll, eyðir litlu og á á nóg eftir. Nýjar bremsur að framan. Nýjar rúðuþurrkur. Smurður í 241.850 km. Abs ljós logar vegna skynjara. Ásett verð: 180.000 kr. Opinn fyrir tilboðum. Uppl. í síma 662 0267. Raðauglýsingar Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Dýpkun við Sundabakka á Ísafirði Ísafjarðarbær hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats- skýrslu um dýpkun Sundabakka á Ísafirði. Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 20. nóvember 2020— 5. janúar 2021 á eftirtöldum stöðum: Safna- húsinu Ísafirði og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengi- leg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 5. janúar 2021 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Í dag, föstudag, er engin skipulögð dagskrá á vegum félags- og tómstundastarfs. Kaffikrókurinn er opinn eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar 3-5. Munum grímuskyldu og aðrar sóttvarnir. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Þórdís Jóns-dóttir fæddist 24.9. 1932 á Þing- eyri við Dýrafjörð. Hún lést á sjúkra- húsinu á Ísafirði fimmtudaginn 5.11. 2020. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðs- son, vélstjóri á Þingeyri, f. 19.8. 1905, d. 28.8. 1964 og Jóhanna Bjarnadóttir, hús- móðir og fiskverkakona á Þing- eyri, f. 11.7. 1911, d. 29.4. 1990. Þórdís var næstelst fimm systk- ina. Þau eru í aldursröð: Gunnar Ragnar Jónsson, f. 16.8. 1930, d. 1997, maki Júlíana Kristín Páls- dóttir, d., Ástvaldur Marteinn Jónsson, f. 4.1. 1934, maki Helga Þórðardóttir, Sigurður Friðrik Jónsson, f. 8.10. 1942, maki Sig- urða Pálsdóttir, Ólína Sigríður Jónsdóttir, f. 14.6. 1946. 13.6. 1954 giftist Þórdís Andrési Gunnari Jónassyni frá Lokinhömrum í Arnarfirði, f. 7.11. 1929, d. 29.6. 2013. For- eldrar Andrésar voru Jónas Magnús Sigurðsson, bóndi í Lok- inhömrum, f. 11.1. 1890, d. 10.1. 1957 og Sigríður Jónasína Andr- 3) Jónas Magnús, f. 11.4. 1960, Selfossi, maki Vilborg Helga- dóttir, f. 6.1. 1962, Selfossi, syn- ir þeirra eru Helgi Gunnar, f. 14.1. 1996 og Sigurjón Guð- bjartur, f. 2.11.1999. 4) Þuríður, f. 27.5. 1967, maki Sigurður Freyr Hreinsson, f. 28.12. 1968, Noregi, börn þeirra eru Sara Dís, f. 1.11. 1998, unnusti Mich- ael James Macfarlane, f. 18.9. 1997, og Hreinn Óli, f. 13.6. 2004. Þórdís ólst upp á Þingeyri og gekk þar í barnaskóla. Sem ung- lingur og ung kona vann hún við fiskvinnslu þangað til hún fór að eiga börnin, en þegar yngsta barnið var komið á unglings- aldur fór hún aftur að vinna í fiski og vann við það út starfs- ævina. Vinnan við heimilið ent- ist henni þó til æviloka og var í mörg horn að líta á þeim vett- vangi, börnin mörg og mikill gestagangur. Þórdís var í kven- félaginu Von í mörg ár og var virk í starfi eldri borgara á staðnum. Útför Þórdísar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag, 20. nóv- ember 2020, kl. 14. Útförinni verður streymt. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/y4tpah5u Virkan hlekk á streymið má einnig finna á: https:/www.mbl.is/andlat ésdóttir, húsfreyja í Lokinhömrum, f. 1.11. 1895, d. 10.3. 1992. Börn Andr- ésar og Þórdísar: 1) Sigríður Jón- asína, f. 8.10. 1954, Sauðárkróki, maki Bragi Þór Haralds- son, f. 8.3. 1953, börn þeirra eru Þórdís Vilhelmína, f. 13.6. 1979, sonur hennar er Sigurður Bragi, f. 13.8. 2020, Jónas, f. 22.11. 1980, sambýliskona Brynja, f. 1967, og Halla Sigríður, f. 27.3. 1986, sambýlismaður Arnar Óðinn, f. 7.12. 1973, sonur þeirra Hólmar Daði, f. 1.5. 2020. 2) Jóhanna Jóna, f. 22.6. 1956, Reykjavík, sonur hennar og Helga Krist- jáns Sveinssonar, f. 26.10. 1953, d. 2011, er Andrés Þór, f. 8.12. 1979, maki Erla Kolbrún, f. 9.4. 1985, dætur þeirra eru Alex- andra Ösp, f. 2.11. 2006 og Magdalena Eik, f. 11.1. 2010. Dóttir Jóhönnu Jónu og Jónasar H. Þorbjörnssonar, f. 23.9. 1944, er Sigríður Jóna Reykjalín, f. 30.7. 1993, sambýlismaður Jón Ásbjörn, f. 5.6. 1993, sonur þeirra er Arnar Leó f. 4.9. 2020. Það er hljótt á Brekkugötunni, enginn að sýsla í eldhúsinu, prjóna tátiljur eða skoða facebo- ok. Enginn að sinna pottaplönt- unum eða sveifla fjarstýringunum fyrir framan sjónvarpið. Lífi er lokið. Tengdamamma var hetja. Hún stóð fyrir stóru heimili, börnin fjögur og mikill gestagangur. Mataröflun af sjó og landi og bakstur var nánast á iðnaðar- skala. Hún vildi alltaf hafa börnin sín vel til fara og saumaði mikið á þau þegar þau voru yngri eins og konur af hennar kynslóð gerðu undantekningarlítið. Fyrirhyggja og útsjónarsemi við heimilishald var tengdamömmu í blóð borin og kom það sér vel. Við fráfall Andr- ésar tókst hún á við lífið án hans af miklu æðruleysi. Hún var samt oft kvíðin, börnin öll farin af staðnum og saknaði hún samvista við þau og aðra afkomendur sína. Covid-einveran var henni þung- bær en alltaf hélt hún áfram. Dísa naut samt dyggrar aðstoðar vandamanna og annarra við að búa í húsinu sínu og halda heimili fram á síðasta dag. Við Dísa áttum margt sameig- inlegt þó áratugir skildu okkur að í aldri. Við vorum af alþýðufólki komnar; bændur, sjómenn og kvenskörungar forfeður og -mæð- ur okkar. Garðyrkja og pottaplöntur var eitthvað sem við gátum sameinast um, henni þótti afleitt síðustu árin að geta ekki sinnt þessu áhuga- máli betur sökum heilsubrests. Okkur þótti báðum gaman að búa til mat, hún reyndar mér miklu fremri í bakstri en við gát- um alltaf rætt um eldamennsku og hún var alltaf til í að prófa eitt- hvað nýtt. Handavinna var einnig sameiginlegt áhugamál. Dísa var flinkari en ég að hekla en ég var meiri prjónakona og við gátum dáðst að handarverkum hvor ann- arrar. Henni þótti gaman að heyra ef ég hafði saumað flík eða breytt flík sem ég keypti á nytja- markaði. Síðast en ekki síst deild- um við áhuga á fötum. Það var alltaf gaman að fara með tengda- mömmu í fatabúðir, hún var alltaf til í að máta og vissi alveg hvað hún vildi. Svo var hún alveg til í að eiga föt sem keypt voru notuð. Hún var ekkert að velta sér upp úr því hvort konan sem átt hafði flíkina hefði kannski dáið í henni! Dísu var eðlislægt að vera vel til- höfð, hún var pæja fram í andlát- ið. Ég hugsa stundum um konur af kynslóð tengdamömmu og það- an af eldri hvaða leið þær hefðu farið í lífinu ef þær væru ungar núna. Ég er viss um að Dísa hefði hæglega getað farið í einhvers- konar tækninám. Það hvernig hún fór að nota tölvu á gamals aldri, hafði vald á fjarstýringunum og notaði ýmis heimilistæki segir mér allt um það. Brauðvélin er gott dæmi, mér var það hulin ráðgáta hvernig hún fór að því að baka brauð í henni, en það gerði hún og fór létt með það! Nú er tengdamamma komin á góðan stað: hún er með nýlagt hárið, varalit og með fína slæðu um hálsinn, tengdapabbi í stökum jakka, tvíhnepptum og með bindi við hliðina á henni við stýrið og saman keyra þau í gegnum Dýra- fjarðargöngin eins oft og þau lyst- ir. Annað líf er hafið. Vertu sæl Dísa og þökk fyrir samfylgdina. Vilborg. Elsku Dísa, orðin nægja ekki til að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti hjá ykkur Andrési í denn, þegar ég var alltaf að koma með Þuru heim í hádeg- ismat. Þær stundir voru ómetan- legar og ljóslifandi í minningunni. Ærslagangurinn og hávaðinn í okkur vinkonunum (bara stund- um samt) og Andrés að segja okk- ur að hafa lágt því það voru fréttir sem þurfti að hlusta á og þú með þitt glaðlega bros af því þú hafðir lúmskt gaman af þessum hávaða- seggjum. Dísa mín, saltkjötsbollurnar þínar verða fljótlega eldaðar á mínu heimili þó þær verði aldrei eins og þínar því það eru bestu bollur sem ég hef smakkað og gleymum ekki; með kokteilsósu, feiti og soðnum kartöflum. Elsku Dísa, takk fyrir allt. Elsku Þura mín og aðrir aðstand- endur, við Siggeir og börnin send- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Minning um góða konu lifir í hjörtum okk- ar. Á unglingsárunum átti ég skjól og ástúð og kærleik í hjarta. Ég ætíð skal muna þá minningarsól sem merlar í huganum bjarta. Nú leggur þú upp í leiðina einu lýsa nú stjörnurnar upp þessa ferð. Þar brosið þitt ljúfa á brautinni hreinu mun birtast sem fegursta norðljósa- mergð. Ég kveð þig nú Dísa og Drottinn ég bið að dásemd og hlýju þið njótið. Að Andrés hann standi þér ætíð við hlið og alstirni bæði þið hljótið. (höe) Hrafngerður, Siggeir og börn, Þórshöfn. Í dag er kvödd elskuleg tengdamóðir Þórdís Jónsdóttir, alltaf kölluð Dísa Jóns. Fyrstu beinu kynni mín af henni voru frekar vandræðaleg fyrir mig og eflaust hefur henni brugðið þegar hún sá mig laumast út frá elstu dóttur hennar á ágústmorgni fyr- ir rúmlega 43 árum. Ég var ekki ókunnugur húsaskipan vegna þess að Andrés heitinn tengda- pabbi hafði krafist þess að ég kæmi inn í hressingu um miðja nótt eftir að við höfðum óvænt orðið samferða suður yfir heiðar að Brjánslæk á björtu sumar- kvöldi nokkru áður. Á Brekkugöt- unni biðu okkar þá veglegar veit- ingar sem Dísa hafði útbúið, vitandi sem var að Andrés myndi bjóða okkur samferðamönnum hans inn í hressingu í lok ferðar. Þessi fyrstu kynni mín af húsráð- endum bein og óbein drógu síður en svo úr áhuga mínum á að kynn- ast dóttur þeirra og það má segja að þarna hafi strax birst mér það hlýja viðmót og gestrisni sem ein- kenndi þau hjónin. Dísa beið alltaf með mat þegar von var á gestum sama hversu seint var komið, eng- inn mátti fara svangur frá henni og nestið var vel útilátið. Ekki hef ég tölu á kleinupokunum sem gaukað hefur verið að litlum og stórum höndum þegar kvatt var á tröppunum á Brekkugötunni. Kleinurnar hennar ömmu Dísu voru einstakar og heimferðin varð bærilegri meðan þeirra var notið. Andrés fór vel nestaður fyrir kaffitímana í verksmiðjunni og oft var hádegis- og kvöldmat snarað í ílát og komið til hans þegar hann lét vita að hann kæmist ekki heim. Eftir að við Siddý stofnuðum heimili á Sauðárkróki varð til sú hefð að við fengum senda skötu fyrir Þorláksmessu á hverju ári. Sú hefð rofnaði aldrei og hún var búin að tryggja okkur skötu fyrir næstu jól áður en hún lést. Meðan börnin okkar voru ung var ekki við annað komandi en að þau hjónin gengju úr rúmi fyrir okkur vegna barnanna þegar við komum í heimsókn til þeirra. Í þessum heimsóknum var Dísa í essinu sínu og töfraði fram allt það besta úr búrinu og frystikist- unni og börnin gátu nánast pantað sérréttina sína hjá henni. Þau sóttust eftir því að fá að vera hjá ömmu og afa á Þingeyri á sumrin eins og hægt var þegar þau stækkuðu. Þá var það amma Dísa sem leit til með þeim, leiðbeindi við leik og föndur og huggaði þeg- ar á þurfti að halda. Þegar kom fram á unglingsárin var fylgst með hvernig gengi í leik og starfi og fagnað með þeim á tímamótum í lífi þeirra. Það veitti henni mikla gleði að fá að fylgjast með litlu strákunum sem bættust í fjöl- skyldu hennar núna í haust og á síðasta ári. Dísa tileinkaði sér tæknina og var í reglulegu sam- bandi við afkomendur sína á sam- félagsmiðlum og í myndsímtölum þar sem hún fylgdist með þroska og framgangi strákanna. Að lokum vil ég þakka tengda- móður minni samfylgdina, gæsku hennar og hugulsemi í garð fjöl- skyldu okkar Siddýar í gegnum árin. Bragi Þór. Þórdís Jónsdóttir Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.