Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 34
LANDSLIÐIÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Óvíst er að Ari Freyr Skúlason, leik- maður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Oostende í Belgíu, muni leika fleiri landsleiki fyrir Ís- lands hönd. Bakvörðurinn öflugi var í byrj- unarliði íslenska liðsins sem tapaði 4:0 fyrir Englandi í Þjóðadeild UEFA á Wembley-leikvanginum í London í fyrradag. Ari, sem er 33 ára gamall, lék sinn 77. landsleik gegn Englandi en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2009 og var í lykilhlutverki þegar Lars Lag- erbäck stýrði liðinu frá 2011 til árs- ins 2016. „Það gæti bara vel verið að ég hafi verið að spila minn síðasta landsleik en á sama tíma þá er ég ekki tilbúinn að koma með neinar yfirlýsingar þannig að við sjáum bara hvað set- ur,“ sagði Ari Freyr í samtali við Morgunblaðið. Leikmaðurinn átti erfitt með að fela vonbrigði sín eftir tapið á Wem- bley á miðvikudaginn og segir að leikjaálagið í ár hafi gert liðinu erfitt fyrir í Þjóðadeildinni. „Maður er alltaf vonsvikinn þegar maður tapar en þessi Ungverja- leikur sat mikið í öllum enda var markmiðið númer eitt, tvö og þrjú að komast á EM og við vorum ansi ná- lægt því. Þessi þriggja landsleikja gluggi er náttúrlega algjört kjaftæði enda erum við að tala um þrjá lands- leiki á sjö dögum og ofan á það bæt- ast ferðalög á milli landa. Menn haldast ekki heilir á milli leikja, við erum að breyta liðinu hægri vinstri og þannig hefur þetta verið í Þjóðadeildinni í ár. Englend- ingar, Belgar og Danir eru allir með sitt sterkasta lið á meðan við erum að keyra á nokkrum ungum strákum og leikmönnum sem hafa ekki verið að spila mikið í gegnum tíðina. Það er því alveg óhætt að segja að þetta sé brekka enda alls ekkert auðvelt að mæta sterkustu knattspyrnu- þjóðum heims með sundurslitið lið.“ Grunnurinn að góðu gengi Svíinn Erik Hamrén lét af störf- um sem þjálfari íslenska liðsins eftir Englandsleikinn og telur Ari að hann hafi fengið óverðskuldaða gagnrýni fyrir gengi liðsins. „Við vorum svo gott sem meiðsla- lausir í sjö ár þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru með liðið og gátum þess vegna alltaf spil- að á sama liðinu allan tímann. Það er auðvelt að gagnrýna þegar menn þurfa að fara að breyta og beygja út af vananum ef svo má segja. Við fáum 19 stig í undankeppni EM sem er einu stigi minna en Lars náði í. Sú gagnrýni sem Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafa fengið er algjörlega óverðskulduð að mínu mati enda báðir miklir toppmenn og þjálfarar. Allir þjálfarar landsliðsins sem ég hef unnið með í gegnum tíðina hafa verið ólíkir og nálgun þeirra hefur verið mismunandi. Fyrir mér er það hins vegar alltaf Lars Lagerbäck sem er númer eitt. Hann er þvílíkt toppeintak og kom mér inn í þetta á sínum tíma. Hann hjálpaði mér mik- ið og skólaði mig til ef svo má segja. Það hugarfar sem hefur verið ríkjandi innan landsliðsins er honum að þakka og hann breytti því al- gjörlega þegar hann tók við liðinu. Hann er grunnurinn að öllu þessu góða gengi undanfarin ár.“ Uppbygging sem tekur tíma Eftir slæmt gengi í Þjóðadeildinni undanfarin tvö tímabil hafa sumir knattspyrnumenn kallað eftir ákveð- inni endurnýjun í íslenska liðinu. „Núna er það mikið í umræðunni að það eigi að skipta út þessum gömlu körlum og ef það er almennur vilji fyrir því þá er það bara þannig. Fólk þarf hins vegar að átta sig á því að það mun taka tíma að ætla byggja upp svipaðan árangur og átt hefur sér stað undanfarin sjö ár. Hvort þeir sem vilja fá gömlu karlana í burtu séu tilbúnir að bíða eftir því skal látið ósagt. Það er eitt að spila einhvern fínan fótbolta með félagsliðinu sínu því það þýðir ekki að þú sért að fara að gera það með landsliðinu. Landsliðið snýst um vilja, dugnað og að vinna hver fyrir annan og það hefur haldið okkur gangandi undanfarin ár. Við erum með frábæra og hæfileikaríka leikmenn sem hafa unnið leiki fyrir okkur upp á sitt eindæmi en þeir hafa alltaf skilað sínu og unnið sína vinnu fyrir landsliðið.“ Efniviðurinn til staðar Ari ítrekar að framtíðin sé björt í íslenskum fótbolta en að ungir leik- menn þurfti tíma til þess að aðlagast landsliðsumhverfinu. „Við eigum fullt af efnilegum leik- mönnum eins og Albert Guðmunds- son, Arnór Sigurðsson, Andra Fann- ar Baldursson, Svein Aron Guðjohnsen og Jón Dag Þor- steinsson svo einhverjir séu nefndir. Þetta eru allt flottir fótboltamenn eins og Ísak Bergmann Jóhannesson en Ísak er sem dæmi ekki að fara að vera okkar stjörnuleikmaður eftir eitt ár enda bara sautján ára gamall. Hann þarf sinn tíma og það má ekki rífa hann of fljótt inn í hópinn. Svo er líka spurningin hvað næsti þjálfari vill, hvað hann ætlar sér að gera og hver stefna KSÍ er í þessu öllu saman. Mín skoðun er sú að það þurfi að fá þessa ungu stráka inn hægt og rólega í stað þess að henda þeim beint út í djúpu laugina. Þeir þurfa að læra hvað íslenska lands- liðið stendur fyrir en framtíðin er klárlega spennandi og jafnframt krefjandi líka fyrir íslenskan fót- bolta.“ Sigurmark í uppbótartíma Bakvörðurinn hefur gengið í gegnum skin og skúrir með landslið- inu og á erfitt með að fanga eitt augnblik sem stendur upp úr á landsliðferlinum. „Árangurinn undanfarin ár hefur í raun verið algjörlega lygilegur og þetta segir manni bara hversu langt er hægt að ná ef trúin, viljinn og ís- lenska hjartað er til staðar. Það er erfitt að taka eitthvað eitt eða ein- hvern einn hlut út. Fyrir mér hafa síðustu átta ár verið algjörlega stór- kostleg og besti fótbolti lífs míns ef svo má segja. Þetta hafa verið frábærir tímar, geggjað lið og svo auðvitað bara allt fólkið í kringum þetta batterí. Ef ég þarf að velja á milli sigursins gegn Austurríki og Englandi á EM 2016 í Frakklandi þá verð ég eiginlega að segja Austurríki. Við vorum að reyna að kreista fram jafntefli, skor- um sigurmark í uppbótartíma og það var algjörlega geggjað,“ bætti Ari Freyr við í samtali við Morgun- blaðið. Þurfa að læra fyrir hvað íslenska landsliðið stendur  Ari Freyr Skúlason íhugar framtíð sína með landsliðinu eftir 77 landsleiki AFP Svekktur Bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason lék sinn fyrsta landsleik gegn Íran í Teheran í nóvember 2009. 34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 Meistaradeild kvenna 2. umferð: Gintra - Vålerenga .................................. 0:7  Ingibjörg Sigurðardóttir lék fyrstu 46 mínúturnar fyrir Vålerenga.  Meistaradeild karla A-RIÐILL: Vardar Skopje – Kielce ...................... 29:33  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kielce. Haukur Þrastarson er meiddur. B-RIÐILL: Kiel – Barcelona .................................. 26:32  Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyr- ir Barcelona. Þýskaland Erlangen – Balingen........................... 32:34  Oddur Gretarsson skoraði níu mörk fyr- ir Balingen. Nordhorn – Göppingen....................... 20:29  Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Göppingen. Danmörk Tvis Holstebro – Ribe-Esbjerg .......... 30:24  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir Tvis Holstebro.  Rúnar Kárason skoraði átta mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson tvö og Daníel Þór Ingason ekkert. Skjern – SönderjyskE......................... 22:26  Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Skjern.  Sveinn Jóhannsson skoraði ekkert mark fyrir SönderjyskE. Svíþjóð Alingsås – Aranäs................................ 18:29  Aron Dagur Pálsson skoraði þrjú mörk fyrir Alingsås.   Evrópubikarinn Andorra – Antwerpen ........................ 82:69  Haukur Helgi Pálsson var ekki í leik- mannahópi Andorra.   Tveir leikir fóru fram í Meist- aradeild karla í handknattleik í gærkvöldi og voru Íslendingar í báðum sigurliðunum. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir spænska stórliðið Barce- lona sem vann 32:26-sigur á hans gömlu félögum í Kiel í Þýskalandi. Barcelona er á toppi B-riðilsins með fullt hús stiga eftir sex leiki. Þá skoraði Sigvaldi Guðjónsson tvö mörk fyrir Kielce frá Póllandi sem vann Vardar Skopje í Make- dóníu, 33:29. Kielce er á toppi A- riðilsins með 11 stig eftir sjö leiki. Barcelona óstöðvandi Ljósmynd/Barcelona Sigurganga Aron og félagar vinna og vinna í Meistaradeildinni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís- landsmeistari í golfi úr Keili, náði sínum besta árangri á Evrópu- mótaröð kvenna frá upphafi er hún varð jöfn í 39. sæti á The Saudi La- dies Team International-mótinu í Sádi-Arabíu í gær. Guðrún Brá lék þriðja og síðasta hringinn í gær á einu höggi yfir pari vallarins, 73 talsins, en lauk keppni á alls þremur höggum yfir. Hún lék fyrsta hringinn á þremur höggum undir en fataðist svo flugið á öðrum degi, lék á fimm höggum yfir pari. Besti árangur Guðrúnar Ljósmynd/Sigfús Gunnar Árangur Guðrún hafði áður náð 57. sæti í Tékklandi fyrr á þessu ári.  Grindvíkingurinn Jón Axel Guð- mundsson gaf kost á sér í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfuknattleik en var ekki valinn. Hann fundaði með nokkrum NBA-liðum sem sýndu hon- um áhuga síðasta vor en Jón var ágætlega kynntur í körfuboltaríkinu Norður-Karólínu og víðar eftir fram- göngu sína með Davidson. Sérstak- lega eftir að hafa verið valinn leik- maður ársins í A10-deildinni árið 2019. Atvinnumannsferill Jóns er hafinn en hann leikur með Fraport í Þýskalandi. Minnesota Timberwolves átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og valdi Anthony Edwards, 19 ára gamlan skotbakvörð sem kemur úr Georgía skólanum.  Breiðabliki varð ekki ágengt í mála- rekstrinum vegna leiksins gegn Val í upphafi Íslandsmótsins í körfuknatt- leik í haust. Breiðablik vann þá óvænt- an sigur á deildarmeisturum Vals í úr- valsdeild kvenna. Blikar tefldu hins vegar fram leikmanni sem hafði verið úrskurðuð í leikbann undir lok síðasta tímabils en liðlega hálft ár hafði liðið frá því tímabilinu var aflýst síðasta vetur. KKÍ sneri við úrslitum leiksins og dæmdi Val sigur en sektaði auk þess Breiðablik um 250 þúsund. Breiðablik kærði niðurstöðu KKÍ til aga- og úrskurðarnefndar. Hún úr- skurðaði í málinu í gær og komst að þeirri niðurstöðu að úrslitin stæðu. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.