Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lagt er til að frítekjumark vaxta- tekna einstaklinga við álagningu fjár- magnstekjuskatts verði hækkað úr 150 þúsund kr. í 300 þúsund kr. á ári, í frumvarpsdrögum fjármálaráðu- neytisins, sem birt hafa verið í sam- ráðsgátt stjórnvalda. Áætlað er að ef þessi breyting yrði lögfest myndu tekjur ríkissjóðs af vaxtaskattinum minnka um 770 milljónir kr. á ári. Frítekjumark nái líka til úthlut- aðs arðs og söluhagnaðar Ýmsar fleiri breytingar á skatt- stofni og skattlagningu fjármagns- tekna er að finna í frumvarpinu en með því eru útfærðar tillögur starfs- hóps um endurskoðun skattstofns fjármagnstekjuskatts með tilliti til verðbólgu, sem skilað var 1. nóvem- ber sl. Vísað er til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram kemur að samhliða hækkun fjár- magnstekjuskattsins í 22%, sem ákveðin var 2018, yrði skattstofninn tekinn til endurskoðunar. Fram kemur að áformað sé að hækka frítekjumarkið í 300 þúsund við álagningu ársins 2021 og jafn- framt að gerð verði sú breyting að 300 þúsund kr. frítekjumarkið nái líka til tekna af arði og af söluhagnaði félaga sem skráð eru á markaði „sem þýðir að einstaklingar þurfa ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af sam- anlögðum vaxtatekjum og tekjum af félögum sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði í formi arðs eða söluhagnaðar allt að 300.000 kr. á árinu 2020,“ segir í greinargerð. Sú breyting myndi geta leitt til þess að tekjur ríkissjóðs lækki um 150 milljónir kr. á ári. Ennfremur eru lagðar til ákveðnar breytingar á skattlagningu söluhagn- aðar af frístundahúsnæði til eigin nota og að sömu reglur gildi um skattlagningu söluhagnaðar af frí- stundahúsnæði og af íbúðarhúsnæði til eigin nota. Á með því að eyða ákveðnu misræmi í núgildandi lögum. Þessi breyting er talin geta leitt til 600-700 milljónum kr. lægri tekna ríkissjóðs á ári. Heildartekjutap ríkissjóðs er áætlað 1,6 til 2 milljarðar Loks er lagt til að heimilaður verði tiltekinn frádráttur á móti innleyst- um gengishagnaði með ákveðnum takmörkunum. Skv. núgildandi reglum er gengishagnaður skatt- og staðgreiðsluskyldur við innlausn hans. „Með lagabreytingunni er ekki verið að hrófla við almennri skatt- skyldu í þeim aðstæðum þegar ein- staklingur innleysir gengishagnað af sparnaði í erlendum gjaldeyri. Breytingunni er ætlað að koma til móts við þá einstaklinga sem sjá fram á tiltekin útgjöld í erlendum gjaldeyri í náinni framtíð og fjárfesta í erlendum gjaldeyri í þeim tilgangi að verja sig gengisbreytingum ís- lensku krónunnar,“ segir í skýring- um. Gróflega áætlað er talið að þessi heimild gæti falið í sér 50-300 millj- ónum kr. lægri tekjur ríkisins á ári, sérstaklega ef íslenska krónan rýrn- ar í virði. Verði frumvarpið lögfest með öll- um þessum breytingum áætlar fjár- málaráðuneytið að heildartekjutap ríkissjóðs gæti numið 1,6 til 2 millj- örðum króna á ári. Frítekjumarkið hækki í 300 þúsund  Breytingar lagðar til á skattstofni fjármagnstekjuskatts Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjármagnstekjuskattur Breytingarnar gætu tekið gildi við álagningu 2021. Nokkrum löndum í Evrópu hefur tekist mun betur en öðrum að ná tök- um á útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati OECD, sem nefnir sérstaklega árangur Noregs og Finnlands. Ísland kemur einnig betur út en margar aðr- ar þjóðir á flesta mælikvarða í sam- anburði OECD sem birtur er í heilsu- farsskýrslu OECD (Health at a Glance) sem út kom í gær. Þar er farið yfir árangur Evrópu- landa í baráttunni við faraldurinn á umliðnum níu mánuðum. Fram kem- ur að um seinustu mánaðamót var dánartíðni á hverja milljón íbúa sú lægsta á Íslandi meðal 31 ríkis sem samanburðurinn tekur til. Á þeim tíma höfðu 12 einstaklingar látist af völdum veirunnar hér á landi eða sem svarar til 34 á hverja milljón íbúa en dauðsföllum hefur fjölgað mikið í nóv- ember og hafa nú 26 látið lífið af völd- um kórónuveirunnar hér á landi. Ef það er skoðað út frá höfðatölu þjóða jafngildir það um 70 dauðsföllum á hverja milljón íbúa. Er Ísland eftir sem áður í hópi með átta öðrum lönd- um Evrópu frá upphafi faraldursins, þar sem skráð andlát eru lægst eða undir 100 á hverja milljón íbúa. Í Noregi var dánartíðnin 53 á hverja milljón íbúa, í Svíþjóð 580, Á Írlandi 390, í Danmörku 124 og í Bretlandi 699 um seinustu mánaðamót. Smit- uðum hefur fjölgað hratt í Evrópu á seinustu vikum. Fram kemur í yfir- lýsingu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar í gær að alls létust 29 þúsund manns í allri Evrópu í sein- ustu viku af völdum veirunnar. Í mati OECD á hversu hratt gekk að ná fyrstu bylgju faraldursins niður í vor kemur fram að Möltu tókst best til en þar tók ellefu daga að ná smit- stuðlinum undir einn frá því að faraldurinn var í hámarki. Á Íslandi og í Lúxemborg sem koma næst náð- ist sá árangur á 18 dögum. Dauðsföll af völdum kórónuveiru í Evrópu Fjöldi dauðsfalla á hverja milljón íbúa* Færri en 100 100-300 300-500 Fleiri en 500 *Tölur síðast uppfærðar 16. nóvember Heimild: OECD (Health at Glance) Í hópi Evrópulanda með fæst dauðsföll  OECD ber saman árangur ríkja Ef hjarðónæmi við kórónuveirunni næst með bólusetningu og bóluefn- ið er mjög gott og öruggt ættu yfirvöld að geta aflétt mörgum að- gerðum sem miða að því að tak- marka útbreiðslu veirunnar „mjög hratt“. Þetta kom fram í máli Þór- ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær. Alls greindust fjögur kórónu- veirusmit innanlands á miðvikudag. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. Á upplýsingafundi almannavarna í gær var Þórólfur spurður hvort mögulegt yrði að leggja af sam- komutakmarkanir og aðrar aðgerð- ir þegar bólusetning hæfist. „Það fer í fyrsta lagi eftir því hver staðan verður á faraldrinum þegar við byrjum að bólusetja. Það fer eftir því hversu gott bóluefnið verður og hversu mikil vernd verð- ur að því og svo náttúrlega hversu margir munu vilja fara í bólusetn- ingu,“ sagði Þórólfur og bætti við: „Ef við náum þessu hjarðónæmi, sem er miðað við að 60-70% fari í bólusetningu, og gott betur, 80- 90% af þjóðinni í svona bólusetn- ingu, held ég að það verði hægt að aflétta mörgu mjög hratt ef við fáum mjög gott og öruggt bólu- efni.“ Eins og áður hefur komið fram eru þrjú bóluefni gegn Covid-19 komin langt í þróun og hafa þau öll tilkynnt u.þ.b. 90% virkni. Nú eru 233 í einangrun vegna Covid-19 og hafa ekki verið jafn fá- ir síðan um miðjan september. Í sóttkví eru 348 en 816 eru í skimunarsóttkví. Ættu að geta aflétt með góðu bóluefni  Fer eftir því hvort hjarðónæmi næst Kórónu- veirusmit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands: 50,7 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 233 eru með virkt smit og í einangrun 348 einstaklingar eru í sóttkví 52 eru á sjúkrahúsi, þar af 4 á gjörgæslu Nýgengi, landamæri: 8,5 4 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 26 einstaklingar eru látnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.