Morgunblaðið - 05.12.2020, Page 4

Morgunblaðið - 05.12.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 TIL SÖLU: LANDSBANKAHÚSIÐ VIÐ PÓLGÖTU Á ÍSAFIRÐI Reisulegt hús semstendur á eignarlóð ímiðbænum.Húsið er byggt fyrir starfsemi Landsbanka Íslands og var tekið í notkun árið 1958. Arkitekt var Bárður Ísleifsson en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 830 m2 og skiptist í kjallara, tvær hæðir og rishæð. Auk þess fylgir eigninni 57 m2 frístandandi bílskúr. Rúmgóð þriggja herbergja íbúð er á 2. hæð. Húsið hefur fengið gott viðhald og var gert upp að mestu árið 2006. Frábært tækifæri til að eignast stórt og fallegt hús sem býður upp á mikla möguleika fyrir ýmsa starfsemi. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Óli Tryggvason lögg. fasteignasali í síma 456 3244 / 820 8284 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íslendingar gátu ekki farið sömu leið og Bretar og fengið bóluefni hingað til lands fyrr en núverandi áætlanir gera ráð fyrir, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalækn- is. Ástæðan er sú að niðurstöður rannsókna á bóluefni Pfizer/ BioNTech hefðu þurft að berast hingað til lands um leið og þær lágu fyrir. Í framhaldinu hefði þurft sér- fræðikunnáttu til að fara yfir nið- urstöðu rannsókna sem ekki sé til staðar innanlands. „Við höfum því reitt okkur á sér- fræðikunnáttuna hjá Lyfjastofnun Evrópu (LE) til að fara yfir rann- sóknarniðurstöður og það er mjög mikilvægt að menn séu samstiga og tekin sé heildstæð afstaða til bólu- efnanna bæði hvað varðar virkni og öryggi. Þannig er hægt að fara af stað með bólusetningu með eins öruggum hætti og með góða vitn- eskju í farteskinu og hægt er,“ seg- ir Þórólfur. Örugg vitneskja mikilvæg Bretar veittu bráðaleyfi fyrir bóluefninu á miðvikudag og urðu þannig fyrsta ríki heims sem veitti leyfi fyrir því. Var þá ekki hægt að fylgja Bret- unum og þeirra rannsóknum? „Það hefði verið mjög erfitt því þeir tilkynntu þetta allt í einu. Hvort það var pólitísk ákvörðun eða annað vitum við ekki. Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar farið er í svo stóra aðgerð sem felst í því að bólusetja milljarða manna, að hafa eins örugga vitneskju og hægt er. Það að flýta sér og yf- irsjást eitthvað getur haft alvar- legar afleiðingar í för með sér,“ segir Þórólfur. Hann segir að Íslendingar geti ekki notað lyf nema að undan- gengnu miðlægu eftirliti eins og hjá LE. Bretar hafi notað neyðarrétt til að byrja bólusetningu fyrr en ann- ars staðar en Þórólfur telur enga þörf á slíkum aðgerðum. Von sé á niðurstöðum LE í lok mánaðarins. „Þetta er ekki kapphlaup. Við erum að gefa nánast allri þjóðinni lyf og það er fordæmalaus aðgerð. Það þarf að gera með eins öruggum hætti og hægt er,“ segir Þórólfur. Tólf greindust smitaðir af kór- ónuveirunni innanlands á fimmtu- dag. Þeir voru allir í sóttkví. Enn er óljóst hvort öll bóluefni sem eru í framleiðslu verði til taks fyrir Íslendinga. Að sögn Þórólfs er skammt í samkomulag LE við Pfi- zer og eins og fram hefur komið standa Íslendingum til boða 85 þús- und skammtar af bóluefninu. Kom- inn er samningur við Aztra Zeneca og gert ráð fyrir því að hægt verði að fá bóluefni frá fyrirtækinu fyrir um 115 þúsund manns. Búist er við því Lyfjastofnunin klári að fara yfir rannsóknir tengdar bóluefninu í janúar. Ekki hefur verið gengið frá sam- komulagi við Moderna en LE fer nú yfir rannsóknir tengdar bóluefn- inu og er búist við niðurstöðum í lok mánaðar. Helgast það af því að bóluefni Pfizer og Moderna eru lík og er því samhliða farið yfir rann- sóknir tengdar þeim að sögn Þór- ólfs. Sagt er að þeir 85 þúsund skammtar sem gert er ráð fyrir að berist af Pfizer-bóluefninu fari fyrst til forgangshópa. Þeir eiga þó að duga fyrir um 42.500 manns sem er langt umfram þann forgangshóp sem hefur verið nefndur. Að sögn Þórólfs hefur þetta ferli ekki verið kortlagt endanlega. „Það er mikil vinna sem felst í því en við búumst við því að hún muni klárast um ára- mótin,“ segir Þórólfur. Íslendingar gátu ekki farið sömu leið og Bretar  Sérfræðikunnátta sem þarf til ekki til staðar hérlendis Nýgengi innanlands: 45,8 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 12 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 100 80 60 40 20 0 212 eru með virkt smit og í einangrun Fjöldi inn an lands- smita frá 30. júní Heimild: covid.is 75 12 16 99 86 21 júlí ágúst september október nóvember Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning „Þetta er ekki kapp- hlaup,“ segir Þórólfur Guðnason. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lántakenda að lánum sem tekin voru hjá Íbúða- lánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-2013 ólögleg. Þar með hafi ÍLS verið óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. Reikna má með að tugmilljarða króna hagsmun- ir séu undir. Segir fordæmisgildi ótvírætt „Ég lít svo á að dómurinn hafi ótví- rætt fordæmisgildi. Dómurinn kveð- ur skýrt á um það að þetta sé ólög- mæt innheimta þóknana. Reglugerð ÍLS gengur lengra en lögin heimila,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmað- ur hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur sem rak málið fyrir héraðsdómi. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýs- ingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, segir að verið sé að fara yfir dóminn í ráðuneytinu og þess vænst að niður- staða um áfrýjun liggi fyrir í næstu viku. Heimild ÍLS til þess að taka þókn- un í formi uppgreiðslugjalda byggist á lagaheimild sem fjallar um neyðar- ástand, t.a.m. ef áhlaup væri á sjóð- inn. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að sjóðnum hafi ekki ver- ið heimilt að byggja gjaldtökuna á þessari lagaheimild. 6.400 hafa þegar greitt upp- greiðslugjald Fram kemur í svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Mið- flokksins, á Alþingi árið 2018 að tæp- lega 6.400 lánþegar hafi greitt upp- greiðslugjaldið á árunum 2008-2018. Í heild tóku tæplega 13.900 lánþegar lán hjá ÍLS þar sem lántökugjalds var krafist. Úr þeim gögnum má lesa að hagsmunir tengdir lánum með uppgreiðsluákvæði séu 16 milljarðar króna árið 2018. Gera má ráð fyrir því að þessir hagsmunir séu hærri í krónum talið árið 2020. Allavega 10 ár aftur í tímann Þórir telur að þeir sem hafi greitt uppgreiðslugjald í það minnsta síð- ustu 10 ár falli undir dóminn þar sem fyrningarfrestur er alla jafna 10 ár. Ekki sé útilokað að hægt sé að fara lengra aftur í tímann þar sem ekki sé tekið á einstaka efnisatriðum heldur sé uppgreiðslugjaldið dæmt ólöglegt í heild sinni. Morgunblaðið/Ómar Íbúðalánasjóður Gamli Íbúðalánasjóður heyrir í dag undir fjármálaráðu- neytið. Ný Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók til starfa síðustu áramót. Gjaldtaka ÍLS dæmd ólögleg  Þúsundir lána með uppgreiðslugjald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar umfangs- mikið mál sem snýr að framleiðslu fíkniefna og sölu þeirra. Talið er að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Á fimmtudag voru fimm handteknir í þágu málsins og nokkr- ir til viðbótar hafa réttarstöðu sak- bornings, en þrír hinna handteknu hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 15. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í gær. Vegna rannsóknarinnar voru framkvæmdar á annan tug húsleita á höfuðborgarsvæðinu, en lagt var hald á ætluð fíkniefni, fjármuni og ýmsan búnað sem tengist starfsem- inni. „Við rannsóknina og aðgerðirnar, sem eru liður í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið liðsinnis lögreglunnar á Suður- nesjum og embætta ríkislögreglu- stjóra og héraðssaksóknara, auk að- stoðar pólskra lögregluyfirvalda og Europol,“ segir lögreglan, sem bæt- ir við að frekari upplýsingar um málið verði ekki veittar að svo stöddu. Morgunblaðið/Golli Lögreglustöð Talið er að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Fimm handteknir í stóru fíkniefnamáli  Málið unnið í samstarfi við Europol

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.