Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Þið finnið okkur á Facebook Kaia.homedecor og á Instagram
Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 822 7771 eða 822 7772
Ný sending af okkar vinsælu Beija mottum komin
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Alls höfðu 78 byggingarfyrirtæki
eða -verktakar skráð sig sl. fimmtu-
dag til samstarfs við Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun (HMS) vegna
bygginga íbúða sem uppfylla skil-
yrði hlutdeildarlána. Rúmur mán-
uður er liðinn síðan opnað var fyrir
umsóknir um lánin. Samkvæmt
upplýsingum HMS eru áætluð
byggingaráform fyrirtækjanna
samanlagt 2.333 íbúðir, þar af eru
1.368 fyrirhugaðar íbúðir á höf-
uðborgarsvæðinu og 965 á lands-
byggðinni.
Nú hafa verið gefin út samþykki
fyrir 468 íbúðum sem uppfylla skil-
yrði hlutdeildarlána. Þar af eru 200
íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og 268
íbúðir á landsbyggðinni, flestar í
Reykjanesbæ og á Akureyri sam-
kvæmt tölum sem fengust frá HMS.
Samþykkt hlutdeildarlán eftir sveitarfélögum
Fjöldi íbúða
Sveitarfélag Fjöldi
Reykjavík 171
Reykjanesbær 112
Akureyri 46
Mosfellsbær 29
Akranes 27
Hveragerði 20
Bolungarvík 10
Selfoss 9
Bíldudalur 8
Ísafjörður 8
Sandgerði 8
Sauðárkrókur 8
Blönduós 5
Sveitarfélag Fjöldi
Búðardalur 2
Súðavík 2
Sveitarfélag Fjöldi
Vopnafjörður 2
Vík 1
Búið er að gefa út
samþykki fyrir
468 íbúð-um
sem uppfylla
skilyrði hlut-
deildarlána
200
íbúðir eru á
höfuð borgar-
svæðinu og
268 á lands-
byggðinni
Önnur sveitarfélög
Alls
468
78 á skrá með áform
um alls 2.333 íbúðir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúi gerir í umsögn til
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
„ekki skipulagslegar athugasemdir“
við starfsemi Vöku að Héðinsgötu 2 í
Laugarnesi. Íbúar við Kleppsveg
höfðu kvartað undan sóðaskap á lóð-
inni. Fyrirtækið hefur sótt um tíma-
bundið starfsleyfi til loka árs 2021.
„Frá því ég tók við fram-
kvæmdastjórastöðu Vöku í byrjun
júlí 2020 hef ég lagt áherslur á
breytta ferla, aukið hreinlæti og auk-
in afköst. Mikil breyting hefur orðið
á verkferlum innan fyrirtækisins og
er stefna félagsins að koma á sam-
þykktu gæðakerfi,“ segir Reynir Þór
Guðmundsson framkvæmdastjóri
Vöku í bréfi sem hann sendi borginni
27. október síðastliðinn.
Reynir segir að ásýnd svæðisins
hafi batnað til muna. Á þessu svæði
voru t.d. áður bifreiðar á fjórum
hæðum á leið í förgun. Verkferlar
fyrirtækisins í dag banni slíka stöfl-
un bifreiða og nú sé svæðið eingöngu
geymslusvæði fyrir vörslubifreiðar.
Á Héðinsgötu 2 er geymsluað-
staða fyrir ökutæki sem fjarlægð eru
að beiðni Heilbrigðiseftirlits og að-
staða fyrir bílauppboð, m.a. uppboð
fyrir sýslumannsembættið. Einnig
er þar hjólbarða- og bílaverkstæði,
bílapartasala og úrvinnsla fyrir end-
urvinnslu ökutækja. 15 manns vinna
þar að meðaltali á hverjum tíma.
Vaka hf. hefur móttekið ökutæki
til úrvinnslu í fjölda ára. Á árinu 2019
var tekið á móti ríflega 4.000 öku-
tækjum til úrvinnslu en á árinu 2020
má búast við allt að 8.000 ökutækj-
um. Búist er við þessari aukningu
miðað við þróunina á fyrstu mán-
uðum ársins 2020.
Allur úrgangur fer flokkaður frá
starfseminni. Málmar eru flokkaðir
Vaka hefur hætt að stafla bílum
Fyrirtækið sækir um tímabundið starfsleyfi á Héðinsgötu 2 til loka árs 2021 Miklar breytingar hafa
verið gerðar á verkferlum Íbúar í nágrenninu höfðu kvartað undan sóðaskap og sjónmengun á svæðinu
Ljósmynd/Vaka
Bíll á bíl ofan Svona var bílum staflað hjá Vöku en það er ekki gert lengur. Í baksýn má sjá hús við Kleppsveg.
og seldir málmfyrirtækjum. Á Héð-
insgötu 2 er gámur undir hjólbarða,
brotajárn, kör undir ál, kopar, mót-
ora, úrgang í urðun, plast, pappa og
pappír, rafgeyma og spilliefni. Bíl-
flök fara á fleti eða í gámum til brota-
járnsfyrirtækja eða til útflutnings.
Úrgangsolía fer í úrgangsolíutank
sem Hreinsitækni eða sambærileg
fyrirtæki tæma reglulega. Öðrum
úrgangsvökva, sem ekki er nýti-
legur, er safnað í IBC-tank sem er
sendur til förgunar, segir í grein-
argerð Vöku.
Fram kom í frétt í Morgunblaðinu
í maí sl. að Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur og embætti bygging-
arfulltrúa borgarinnar væru að fylgj-
ast með starfsemi Vöku við Héðins-
götu. Hafi fyrirtækið verið krafið um
bætta ásýnd og umgengni á lóð þess,
til að mynda með því að fjarlægja
gáma sem þar voru í leyfisleysi.
Einnig að starfsemin hafi teygt sig
út fyrir lóðarmörk. „Fyrirtækið
flutti í Laugarnesið í byrjun árs og í
febrúar tóku að berast kvartanir
vegna hávaða, sjónrænna áhrifa og
mögulegrar olíumengunar,“ sagði
m.a. í fréttinni.
Sálfstæðir leikhópar og lítil sjálfstæð
leikhús sem ekki eru rekin í hagn-
aðarskyni eru öll í sárum vanda
vegna samkomutakmarkana og
tekjufalls. Aðgerðapakkar stjórn-
valda hafa lítið gagnast þessum fé-
lögum og hópum, útlitið á næsta ári
er svart og óvíst er hvort þau geta
haldið starfseminni áfram. Þetta
kemur fram í umsögnum við stjórn-
arfrumvarpið um viðspyrnustyrki.
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa
(SL) segir að lítil leikhús og atvinnu-
hópar í sviðslistum séu útilokuð frá
því að sækja þann stuðning sem boð-
aður er í frumvarpinu. „Verði ekki
gerð breyting þar á er hætt við að
aðilar á borð við Tjarnarbíó, Gafl-
araleikhúsið, Leikhópinn Lottu,
Frystiklefann á Rifi og Kómedíuleik-
húsið fari hreinlega í þrot,“ segir í
umsögn SL.
Í umsögn Gaflaraleikhússins segir
að þó að lokunarstyrkir, tekjufalls-
styrkir og hlutabótaleið gagnist
mörgum þeirra sem starfa í listum
og menningu sé ljóst að ákvæði
frumvarpsins útiloki að óhagnaðar-
drifið menningarfélag eins og Gafl-
araleikhúsið fái stuðning frá stjórn-
völdum. „Við höfum ekki fengið
neina opinbera aðstoð fram að þessu
því hlutabótaleið, lokunarstyrkir og
tekjufallsstyrkir hafa ekki verið okk-
ur opnir. Viðspyrnustyrkir til okkar
gætu því gert útslagið um það hvort
við lifum af þessa tíma. Í ljósi þessa
leggjum við því til að óhagnaðar-
drifnum félögum á launagreiðenda-
skrá verði einnig gert kleift að sækja
um viðspyrnustyrki og að breyting
verði á 1. gr. laganna.“ omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sýning í Tjarnarbíói Tekjufallsstyrkirnir og viðspyrnustyrkirnir ná ekki til
lítilla leikhúsa og atvinnuhópa í sviðslistum að mati forsvarsmanna þeirra.
Gætu hreinlega farið í þrot
Sjálfstæðu leikhúsin segjast ekki fá viðspyrnustuðning
samkvæmt frumvarpi stjórnvalda og útlitið sé svart