Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nú er kuldakast á landinu og ef
fram fer sem horfir mun meðalhiti
ársins 2020 verða nokkru lægri en
hann hefur verið nokkur undanfarin
ár.
Meðalhiti í Reykjavík fyrstu
ellefu mánuði ársins 2020 var 5,4
stig sem er 0,7 stigum ofan með-
allags áranna 1961 til 1990 en -0,5
stigum undir meðallagi síðustu tíu
ára. Þetta kemur fram í tíðarfars-
yfirliti Veðurstofu Íslands. Með-
alhitinn raðast í 40. sæti á lista 150
ára mælinga. Á Akureyri var með-
alhiti mánaðanna ellefu 4,8 stig. Það
er 1,1 stigi ofan meðallags áranna
1961 til 1990 en -0,2 stigum undir
meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhit-
inn þar raðast í 22. til 24. sæti á lista
140 ára. Úrkoman hefur verið 13%
umfram meðallag í Reykjavík, en
26% umfram meðallag á Akureyri.
Tíð var nokkuð hagstæð í ný-
liðnum nóvember og samgöngur
greiðar, segir í yfirliti Veðurstof-
unnar. Að tiltölu var hlýjast aust-
anlands en að tiltölu kaldast sunn-
an- og vestanlands. Mjög kalt var á
landinu dagana 18. til 19. Óveðra-
samt var á landinu dagana 4. og 5.
og aftur dagana 26. og 27.
Fremur kalt í höfuðborginni
Meðalhiti í Reykjavík í nóv-
ember var 1,9 stig og er það 0,7
stigum yfir meðallagi áranna 1961
til 1990, en -0,7 stigum undir með-
allagi síðustu tíu ára. Raðast mán-
uðurinn í 64. sæti í mælingum síð-
ustu 150 ára. Á Akureyri var
meðalhitinn 1,0 stig, 1,4 stigum yfir
meðallagi áranna 1961 til 1990, en
0,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu
ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn
2,2 stig og 3,5 stig á Höfn í Horna-
firði. Sem dæmi um hitstig á Aust-
urlandi má nefna að meðalhiti á
Teigarhorni í Berufirði var 3,6 stig í
nóvember og raðast mánuðurinn í
20. sæti af 144 árum mældum.
Úrkoma í Reykjavík mældist
80,5 millimetrar, sem er 10% um-
fram meðallag áranna 1961 til 1990.
Á Akureyri mældist úrkoman 53,6
mm sem er rétt undir meðallagi ár-
anna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi
mældist úrkoman 56,8 mm og 134,4
mm á Höfn í Hornafirði.
Alhvítt var einn morgun í
Reykjavík í nóvember, sex færri en
að meðaltali 1971 til 2000. Á Akur-
eyri voru alhvítir dagar sex, níu
færri en í meðalári.
Meðalhiti í ár lægri
en undanfarin ár
Morgunblaðið/Eggert
Leikur í snjónum Börn og unglingar nýttu tækifærið þegar snjóaði og renndu sér á sleðum niður Arnarhól.
Tíðin var fremur hagstæð í nýliðnum nóvembermánuði
Fæst í verslunum okkar
á Selfossi og í Ármúla 42
KINDAsögur
2. BINDI
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgdu okkur á facebook
SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS
TRAUST
Í 80 ÁR
YFIRHÖFNIN
FÆST Í LAXDAL
er bæði spennandi
og ógnvekjandi
Bókin fæst í Eymundsson
UNGMENNABÓKIN
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Rösch
náttkjóll
Verð 19.980
Skoðið
hjahrafnhildi.is
GLÆSILEGT ÚRVAL
AF NÁTTFATNAÐI
TILVALIN JÓLAGJÖF
Opið í dag kl. 11-14
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Vatteruð
vesti
Kr. 10.900.-
Str. M-XXXL • 2 litir
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
Kaupandi bifreiðar ber tjón sem varð
þegar vél bílsins bræddi úr sér og eyði-
lagðist nokkrum mánuðum eftir að
ábyrgð framleiðanda rann út. Kæru-
nefnd vöru- og þjónustukaupa taldi að
galli kynni að vera ástæða bilunar-
innar en eigandanum hafi ekki tekist
að sýna fram á það.
Kvartandinn keypti nýjan bíl af
gerðinni Dacia Duster, árgerð 2016, í
ágúst 2016 af bílaumboði. Bíllinn bilaði
3. janúar sl. og var dreginn á verkstæði
umboðsins. Í ljós kom að vélin hafði
brætt úr sér og var ónýt. Bifreiðinni
hafði þá verið ekið 78.500 km og liðin
voru þrjú ár og rúmlega fjórir mánuðir
frá því hún var keypt.
Umboðið hafnaði kröfu bíleigandans
um úrbætur á sinn kostnað en bauð
honum helmingsafslátt af nýrri vél.
Hann þurfti að nota bílinn og greiddi
585 þúsund fyrir viðgerð.
Bíleigandinn kvartaði til kæru-
nefndar enda taldi hann að vél bílsins
hefði enst mun skemur en gera hefði
mátt ráð fyrir. Umboðið benti á að
ábyrgð framleiðanda hefði verið 3 ár
frá kaupdegi og því runnin út.
Kærunefndin benti á í niðurstöðu
sinni að það geti talist galli ef sölu-
hlutur endist ekki með eðlilegum
hætti. Við kaup á nýrri bifreið megi
neytandi almennt gera ráð fyrir að vél-
in endist lengur en hér um ræðir. Hins
vegar þurfi neytandi að færa sönnur á
að söluhlutur hafi verið haldinn galla
við afhendingu, þegar galli kemur upp
meira en sex mánuðum frá afhend-
ingu. Þegar svo langt sé liðið frá af-
hendingu geti reynst erfitt að sýna
fram á hvort galli hafi verið við afhend-
ingu eða hvort bilunin hafi orðið vegna
notkunar eða umhirðu. Í þessu tilviki
hafi ekki verið sýnt fram á að bilunina
mætti rekja til framleiðslugalla og
taldi kærunefndin ekki annað fært en
að hafna kröfu bíleigandans.
Situr uppi
með kostn-
aðinn