Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 16

Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is VELDU VANDAÐ SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiríksdóttir Reyjanesbæ Hjálparstofnanir á Suðurnesjum finna vel fyrir auknu atvinnuleysi á svæðinu og meiri spurn eftir að- stoð. Hundruð fjölskyldna hafa þegið mataraðstoð. Í fyrstu aðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands, svo dæmi sé tekið, voru 330 úthlutanir og talið að um 800 manns séu að baki þeim fjölskyldum. Matar- úthlutanir fóru fram í gær og fyrradag og mynduðust langar bið- raðir. Forsvarsmenn Velferðarsjóðs Suðurnesja og Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum segja ein- staka velvild ríkja í garð hjálp- arstarfsins og náungakærleikurinn hafi vaxið nú þegar ljóst er að fleiri þurfa aðstoð. Einstaklingar, fyrir- tæki og félagasamtök hafa aukið styrki sína til sjóðanna og nýir styrktaraðilar hafa bæst í hópinn. „Við vitum að aukin ásókn verð- ur í sjóðinn núna og erum undir það búin. Allir þeir sem komu í fyrstu úthlutun voru nýir umsækj- endur sem gefur ákveðnar vís- bendingar. Við finnum að það er að þyngjast og verður enn þyngra eft- ir áramót miðað við stöðu mála hér á svæðinu, þótt tölur liggi ekki fyr- ir. En við búum í einstöku sam- félagi sem stendur vörð um sjóðinn og náungann. Velferðarsjóðurinn er sameiningartákn, fólk þarf ekki að fara á marga staði að sækja sér aðstoð. Á þeim 12 árum sem sjóð- urinn hefur verið starfandi höfum við aldrei þurft að biðja um pening í sjóðinn, hann kemur alltaf,“ segir Þórunn Íris Þórisdóttir, rekstrar- stjóri Keflavíkurkirkju, í samtali við fréttaritara. Enda var það svo að þegar fréttaritari var staddur á skrifstofu Þórunnar komu fleiri en einn íbúi færandi hendi. Sjálfboðaliðum fjölgar Í sama streng tekur Anna Valdís Jónsdóttir, forstöðukona hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ. „Hér er alltaf að bætast við í lest þeirra sem eru að gefa. Fleiri sjálf- boðaliðar eru að leggja okkur lið og erum við t.a.m. með alveg nýja sjálf- boðaliða í úthlutunum. Sjálfboða- liðar okkar í búðinni hafa reyndar flestir verið hér frá upphafi og eru samfélagsþjónar. Það er mikil vel- vild og skilningur í samfélaginu á mikilvægi Fjölskylduhjálpar. Ég segi að ég veit ekki hvar sumir væru ef ekki væri fyrir okkur,“ segir Anna Valdís. Sú nýbreytni er hjá Fjölskyldu- hjálpinni í ár að úthlutun hefur ver- ið færð í annað húsnæði í eigu Reykjanesbæjar, enda segir Anna að þeim hafa þótt hræðilegt að láta fólk standa í röð utan við húsnæði Fjölskylduhjálpar sem liggur við eina af fjölförnustu umferðargötur bæjarins. Anna segir 330 úthlutanir hafa verið í þeirri fyrstu fyrir þessi jól en á bak við hvern einstakling sem fær úthlutað er fjölskylda og því megi reikna með að um 800 manns hafi fengið aðstoð. Búast megi við meiri fjölda í þeim úthlut- unum sem eftir eru fram að jólum. Líkt og Velferðarsjóðurinn var útibú Fjölskylduhjálparinnar opnað á Suðurnesjum kringum hrunið árið 2008, Velferðarsjóðurinn reyndar stofnaður degi áður en Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Fallegar sögur af hjálparstarfi Sú nýbreytni var í jólaúthlutun Velferðarsjóðs Suðurnesja í ár að sú fyrsta fór fram í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Sóknirnar á Suðurnesjum hafa nú tekið sig saman um út- hlutun úr sjóðnum, enda sjóðurinn allra Suðurnesjamanna þótt ut- anumhald sé í Keflavíkurkirkju. Þær breytingar hafa einnig orðið að sjóðurinn greiðir ekki lengur fyrir skólamat, heldur sveitarfélögin, þar sem sá kostnaður var orðinn tölu- vert stór baggi fyrir sjóðinn. „Fátækt er ekki bara það sem þú borðar,“ hefur Þórunn á orði og seg- ir aðstoðina felast í svo mörgu, greiðslu fyrir tómstunda- og íþróttastarf, skólagöngu og náms- bækur svo nokkuð sé nefnt. Hún á fallegar sögur af ungu fólki sem sjóðurinn hefur styrkt í gegnum skólagöngu og uppvaxtarár. Þar hafi tekist að rjúfa vítahring fátækt- ar og aðstoða hæfileikarík ung- menni sem hafa metnaðarfull mark- mið og ætla að ná þeim. „En ég markaðsset aldrei hjálp- arstarfið, hér er aldrei sýnilegt hver þarf aðstoð enda er þetta viðkvæmt mál. Sumir kjósa að sækja aðstoð- ina til Hjálparstofnunar kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það vel.“ Rauði krossinn og Hjálpræð- isherinn leggja til sjóðanna Rauði krossinn á Suðurnesjum hefur lagt sitt framlag í Velferð- arsjóð Suðurnesja undanfarin ár. „Við finnum að fleiri hafa minna á milli handanna og andleg vanlíðan hefur aukist. Almenningur gæti brugðist við með því að gerast mannvinir og skrá sig sem sjálf- boðaliða í verkefnum RKÍ sem hafa það hlutverk að rjúfa félagslega ein- angrun. Ég nefni sem dæmi síma- vini,“ segir Fanney Grétarsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins á Suð- urnesjum, um þeirra aðstoð. Þá býðst umsækjendum um að- stoð kostur á að fá gjafakort frá Hertex á Íslandi, en herinn hefur um skeið rekið útibú og verslun í Reykjanesbæ. Starfsemin þar hefur þó breyst í áranna rás, t.a.m. eru ekki lengur jólaboð í Reykjanesbæ vegna manneklu en að sögn Hjör- dísar Kristinsdóttur, svæðisforingja og tengiliðar við Reykjanesbæ, er fólk úr Reykjanesbæ byrjað að skrá sig í jólamatinn í Reykjavík á að- fangadag. „Hann verður nú eins og í fyrra frá klukkan 12 til 16 til að taka mið af almenningssamgöngum,“ segir Hjördís. Auk jólaboðsins gefst fólki kostur á að fá gjafakort í Hertex- verslanirnar svo að allir geti fengið föt eða gjafir fyrir jólin. „Eftir samtal við kirkjurnar á svæðinu ákváðum við að vel væri hugsað um matarúthlutanir á svæð- inu. Við höfum því boðist til að gefa gjafakort í Hertex-verslanir okkar sem verður þá úthlutað hjá kirkj- unum á svæðinu samhliða annarri úthlutun þeirra,“ segir Hjördís. Róðurinn þyngist á Suðurnesjum  Mikið sótt í matarúthlutanir hjálparsamtaka  „Búum í einstöku samfélagi sem stendur vörð um náungann“  Velferðarsjóður Suðurnesja og Fjölskylduhjálp Íslands finna fyrir mikilli velvild Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Suðurnes Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar á Suðurnesjum í önnum við matarúthlutun í vikunni. Mikið atvinnuleysi er á Suðurnesjum og margir í neyð. Anna Valdís Jónsdóttir Þórunn Íris Þórisdóttir Doktor Helga Kristjánsdóttir hefur hlotið framgang til pró- fessorsstöðu við viðskiptafræði- deild Háskólans á Akureyri, HA. Helga lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1989 og BS-prófi í hagfræði frá Há- skóla Íslands 1992. Hún lauk jafn- framt MBA-gráðu í stjórnun frá Boston College í Boston, Massachu- setts, í Bandaríkjunum árið 1995 og meistaraprófi MS í hagfræði frá Katholieke Universiteit í Leuven KUL í Belgíu árið 2000. Loks lauk hún doktorsprófi í hagfræði 2004 frá Háskóla Íslands, að því er segir í tilkynningu frá HA. Helga starfaði áður sem hag- fræðingur, verðbréfamiðlari og rekstrarráðgjafi. Hún er gift Sveini Benediktssyni og á einn son. Doktor Helga verður prófessor við HA Helga Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.