Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is VELDU VANDAÐ SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiríksdóttir Reyjanesbæ Hjálparstofnanir á Suðurnesjum finna vel fyrir auknu atvinnuleysi á svæðinu og meiri spurn eftir að- stoð. Hundruð fjölskyldna hafa þegið mataraðstoð. Í fyrstu aðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands, svo dæmi sé tekið, voru 330 úthlutanir og talið að um 800 manns séu að baki þeim fjölskyldum. Matar- úthlutanir fóru fram í gær og fyrradag og mynduðust langar bið- raðir. Forsvarsmenn Velferðarsjóðs Suðurnesja og Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum segja ein- staka velvild ríkja í garð hjálp- arstarfsins og náungakærleikurinn hafi vaxið nú þegar ljóst er að fleiri þurfa aðstoð. Einstaklingar, fyrir- tæki og félagasamtök hafa aukið styrki sína til sjóðanna og nýir styrktaraðilar hafa bæst í hópinn. „Við vitum að aukin ásókn verð- ur í sjóðinn núna og erum undir það búin. Allir þeir sem komu í fyrstu úthlutun voru nýir umsækj- endur sem gefur ákveðnar vís- bendingar. Við finnum að það er að þyngjast og verður enn þyngra eft- ir áramót miðað við stöðu mála hér á svæðinu, þótt tölur liggi ekki fyr- ir. En við búum í einstöku sam- félagi sem stendur vörð um sjóðinn og náungann. Velferðarsjóðurinn er sameiningartákn, fólk þarf ekki að fara á marga staði að sækja sér aðstoð. Á þeim 12 árum sem sjóð- urinn hefur verið starfandi höfum við aldrei þurft að biðja um pening í sjóðinn, hann kemur alltaf,“ segir Þórunn Íris Þórisdóttir, rekstrar- stjóri Keflavíkurkirkju, í samtali við fréttaritara. Enda var það svo að þegar fréttaritari var staddur á skrifstofu Þórunnar komu fleiri en einn íbúi færandi hendi. Sjálfboðaliðum fjölgar Í sama streng tekur Anna Valdís Jónsdóttir, forstöðukona hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ. „Hér er alltaf að bætast við í lest þeirra sem eru að gefa. Fleiri sjálf- boðaliðar eru að leggja okkur lið og erum við t.a.m. með alveg nýja sjálf- boðaliða í úthlutunum. Sjálfboða- liðar okkar í búðinni hafa reyndar flestir verið hér frá upphafi og eru samfélagsþjónar. Það er mikil vel- vild og skilningur í samfélaginu á mikilvægi Fjölskylduhjálpar. Ég segi að ég veit ekki hvar sumir væru ef ekki væri fyrir okkur,“ segir Anna Valdís. Sú nýbreytni er hjá Fjölskyldu- hjálpinni í ár að úthlutun hefur ver- ið færð í annað húsnæði í eigu Reykjanesbæjar, enda segir Anna að þeim hafa þótt hræðilegt að láta fólk standa í röð utan við húsnæði Fjölskylduhjálpar sem liggur við eina af fjölförnustu umferðargötur bæjarins. Anna segir 330 úthlutanir hafa verið í þeirri fyrstu fyrir þessi jól en á bak við hvern einstakling sem fær úthlutað er fjölskylda og því megi reikna með að um 800 manns hafi fengið aðstoð. Búast megi við meiri fjölda í þeim úthlut- unum sem eftir eru fram að jólum. Líkt og Velferðarsjóðurinn var útibú Fjölskylduhjálparinnar opnað á Suðurnesjum kringum hrunið árið 2008, Velferðarsjóðurinn reyndar stofnaður degi áður en Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Fallegar sögur af hjálparstarfi Sú nýbreytni var í jólaúthlutun Velferðarsjóðs Suðurnesja í ár að sú fyrsta fór fram í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Sóknirnar á Suðurnesjum hafa nú tekið sig saman um út- hlutun úr sjóðnum, enda sjóðurinn allra Suðurnesjamanna þótt ut- anumhald sé í Keflavíkurkirkju. Þær breytingar hafa einnig orðið að sjóðurinn greiðir ekki lengur fyrir skólamat, heldur sveitarfélögin, þar sem sá kostnaður var orðinn tölu- vert stór baggi fyrir sjóðinn. „Fátækt er ekki bara það sem þú borðar,“ hefur Þórunn á orði og seg- ir aðstoðina felast í svo mörgu, greiðslu fyrir tómstunda- og íþróttastarf, skólagöngu og náms- bækur svo nokkuð sé nefnt. Hún á fallegar sögur af ungu fólki sem sjóðurinn hefur styrkt í gegnum skólagöngu og uppvaxtarár. Þar hafi tekist að rjúfa vítahring fátækt- ar og aðstoða hæfileikarík ung- menni sem hafa metnaðarfull mark- mið og ætla að ná þeim. „En ég markaðsset aldrei hjálp- arstarfið, hér er aldrei sýnilegt hver þarf aðstoð enda er þetta viðkvæmt mál. Sumir kjósa að sækja aðstoð- ina til Hjálparstofnunar kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það vel.“ Rauði krossinn og Hjálpræð- isherinn leggja til sjóðanna Rauði krossinn á Suðurnesjum hefur lagt sitt framlag í Velferð- arsjóð Suðurnesja undanfarin ár. „Við finnum að fleiri hafa minna á milli handanna og andleg vanlíðan hefur aukist. Almenningur gæti brugðist við með því að gerast mannvinir og skrá sig sem sjálf- boðaliða í verkefnum RKÍ sem hafa það hlutverk að rjúfa félagslega ein- angrun. Ég nefni sem dæmi síma- vini,“ segir Fanney Grétarsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins á Suð- urnesjum, um þeirra aðstoð. Þá býðst umsækjendum um að- stoð kostur á að fá gjafakort frá Hertex á Íslandi, en herinn hefur um skeið rekið útibú og verslun í Reykjanesbæ. Starfsemin þar hefur þó breyst í áranna rás, t.a.m. eru ekki lengur jólaboð í Reykjanesbæ vegna manneklu en að sögn Hjör- dísar Kristinsdóttur, svæðisforingja og tengiliðar við Reykjanesbæ, er fólk úr Reykjanesbæ byrjað að skrá sig í jólamatinn í Reykjavík á að- fangadag. „Hann verður nú eins og í fyrra frá klukkan 12 til 16 til að taka mið af almenningssamgöngum,“ segir Hjördís. Auk jólaboðsins gefst fólki kostur á að fá gjafakort í Hertex- verslanirnar svo að allir geti fengið föt eða gjafir fyrir jólin. „Eftir samtal við kirkjurnar á svæðinu ákváðum við að vel væri hugsað um matarúthlutanir á svæð- inu. Við höfum því boðist til að gefa gjafakort í Hertex-verslanir okkar sem verður þá úthlutað hjá kirkj- unum á svæðinu samhliða annarri úthlutun þeirra,“ segir Hjördís. Róðurinn þyngist á Suðurnesjum  Mikið sótt í matarúthlutanir hjálparsamtaka  „Búum í einstöku samfélagi sem stendur vörð um náungann“  Velferðarsjóður Suðurnesja og Fjölskylduhjálp Íslands finna fyrir mikilli velvild Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Suðurnes Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar á Suðurnesjum í önnum við matarúthlutun í vikunni. Mikið atvinnuleysi er á Suðurnesjum og margir í neyð. Anna Valdís Jónsdóttir Þórunn Íris Þórisdóttir Doktor Helga Kristjánsdóttir hefur hlotið framgang til pró- fessorsstöðu við viðskiptafræði- deild Háskólans á Akureyri, HA. Helga lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1989 og BS-prófi í hagfræði frá Há- skóla Íslands 1992. Hún lauk jafn- framt MBA-gráðu í stjórnun frá Boston College í Boston, Massachu- setts, í Bandaríkjunum árið 1995 og meistaraprófi MS í hagfræði frá Katholieke Universiteit í Leuven KUL í Belgíu árið 2000. Loks lauk hún doktorsprófi í hagfræði 2004 frá Háskóla Íslands, að því er segir í tilkynningu frá HA. Helga starfaði áður sem hag- fræðingur, verðbréfamiðlari og rekstrarráðgjafi. Hún er gift Sveini Benediktssyni og á einn son. Doktor Helga verður prófessor við HA Helga Kristjánsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.