Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Andrés Magnússon andres@mbl.is Samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, verður lág- marksíbúafjöldi sveitarfélaga 1.000 manns, en sé íbúafjöldinn minni í þrjú ár ber ráðherra að hlutast til um að það sameinist öðru eða öðrum sveitarfélögum. Miðað við íbúatölur Hagstofu Ís- lands ná 36 sveitarfélög í landinu ekki þessum tilskilda íbúafjölda og mega því vænta þess að verða skikk- uð til sameiningar á næstu árum, nái frumvarpið fram að ganga. Meðal sveitarfélaga sem ekki ná þessu 1.000 íbúa máli eru Bolungar- vík, Blönduós, Grundarfjörður og Seyðisfjörður. Miðgildi mannfjölda í sveitarfélögunum 36 er 473 íbúar. Þyki sérstakar ástæður til má ráð- herra þó veita tímabundna undan- þágu frá lágmarksíbúafjölda í allt að fjögur ár, en aðeins einu sinni. Frumvarpinu er ætlað að fylgja eftir stefnu um eflingu sveitarstjórn- arstigsins, sjálfbærni sveitarfélaga og bætta þjónustu við íbúa. Smærri sveitarfélög eiga sum örðugt með að uppfylla það allt, svo enn er haldið áfram á braut sameiningar sveitarfé- laga. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega tekið fram að þetta sé einungis fyrsta skrefið og áhersla lögð á að þó mörkin séu sett við 1.000 íbúa sé það ekki endilega heppileg lágmarksstærð. Þrátt fyrir þessa yfirlýstu stefnu hefur ánægja með sameiningar verið mismikil. Rannsóknir benda til þess að íbúum í sameinuðum sveitarfélög- um þyki oft sem stjórnsýslan verði fjarlægari og minna tillit sé tekið til sjónarmiða á jaðarsvæðum. Oft er kvartað undan því að stefna og stjórn nýja sveitarfélagsins taki að- allega mið af stærsta byggðakjarn- anum, þar sem stjórnsýslan er. Þá er bent á að ætluð hagkvæmni stærð- arinnar geti reynst torsótt, en jafn- vel alstærstu sveitarfélög hafi ekki verið laus við lélega þjónustu eða ólestur í fjármálum. Mýrdalshreppur Grýtubakki Hörgár- sveit Skútustaða- hreppur Svalbarðs- strönd Skaga- strönd Skaga- byggð Árnes- hreppur Strandir Blönduós Ása- hreppur Fljóts- dals- hreppur Langanesbyggð Vopnafjörður Svalbarðshreppur Flóinn Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hvalfjarðarsveit Eyja- og Miklaholtshreppur Súðavík Tálknafjörður Reykhóla- hreppur DalabyggðHelgafellssveit Grundarfjörður Þing- eyjar- sveit Akra- hreppur Tjörnes Skorradalur Bolungarvík Grímsnes og Grafningur Skaftárhreppur Húnavatns- hreppur Kald- rana- nes Kjós Hrunamannahreppur 36 sveitarfélög þyrftu að sameinast Ef frumvarp um 1.000 manna lágmarksíbúafjölda verður að lögum Íbúafjöldi 2020 Heimild: Hagstofan 0 200 400 600 800 1000 Árneshreppur Tjörneshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Fljótsdalshreppur Skagabyggð Svalbarðshreppur Kaldrananeshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Grýtubakkahreppur Húnavatnshreppur Strandabyggð Sveitarfélagið Skagaströnd Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Skútustaðahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hörgársveit Hvalfjarðarsveit Skaftárhreppur Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Flóahreppur Mýrdalshreppur Hrunamannahreppur Þingeyjarsveit Grundarfjarðarbær Blönduóssbær Bolungarvík 36 sveitarfélög á höggstokkinn  Frumvarp um 1.000 íbúa lágmark hvers sveitarfélags  Efling sveitarfélaga markmiðið  Ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningum  23 sveitarfélög undir 500 íbúum, sjö undir 100 íbúum Fulltrúar 20 sveitarfélaga vilja að fallið verði frá hugmyndum um lög- festingu lágmarksfjölda íbúa í hverju sveitarfélagi og ráðherra skuli hafa frumkvæði að sameiningu sveitarfé- laga til þess að uppfylla það skilyrði, líkt og fjallað er um að ofan. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, lagði nýverið fram frumvarp um það á Alþingi, en fulltrúar sveitarfélag- anna hyggjast leggja fram tillögu gegn því á Landsþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga (SÍS), sem haldið verður 18. desember. Minnt er á að sjálfsstjórnarréttur sveitarfélaga, lýðræði og íbúa- lýðræði, séu meginstefið hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Lög- festing 1.000 íbúa lágmarksstærðar sveitarfélaga gangi þvert gegn þeirri stefnu. Eins séu áhöld um hvort það stenst stjórnarskrá og Evrópusátt- mála um sjálfsstjórn sveitarfélaga. Fulltrúarnir 20 segjast eiga von á því, að tillagan fái góðan stuðning fulltrúa á landsþinginu. Sá fjöldi sveitarfélaga sem að tillögunni standi staðfesti jafnframt að ætlaður stuðn- ingur sveitarfélaga við íbúalágmark hafi verið ofmetinn. Stuðningur við hana komi fyrst og fremst frá sveit- arfélögum, sem tillagan snertir ekki, eða sveitarfélögum, sem telja sig hafa beinan fjárhagslegan ávinning af sameiningu við nágranna. Andstaða við þvingaðar samein- ingar sveitarfélaga er því töluverð, einkum hjá minni sveitarfélögum en hefur einnig orðið vart meðal fulltrúa stærri sveitarfélaga. Benda full- trúarnir 20 á að það færi enda þvert gegn hlutverki og eðli SÍS ef stærri sveitarfélög beittu sér gegn vilja og hagsmunum minni aðildarfélaga. „Við væntum þess að þau láti af slíkum háttum og standi við bakið á lýðræði og stjálfstjórnarrétti sveitar- félaga sem löngum fyrr,“ segir m.a. í tilkynningu sveitarfélaganna. „Þar sem sameiningar eru skynsamlegar munu þær ná fram að ganga án þvingana. Mikill fjárhagslegur stuðningur við sameiningar sem nú er í boði er hvetjandi, enda er tölu- vert að gerast í sameiningarmálum og sú þróun mun halda áfram. Sam- einingar undir formerkjum nauð- ungar verða hins vegar aldrei til heilla.“ Leggjast gegn íbúalágmarki  Fulltrúar 20 sveitarfélaga segja tillöguna andstæða lýðræðinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.