Morgunblaðið - 05.12.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
jólagjöfina
Gullbúðin er með
Bankastræti 6 • Sími 551 8588
Snusdósir 6.900
56.900 44.900 27.500 26.900 82.900 65.300 63.000 84.500
5.900
14 kt
35.900
Demantar
84.900
5.500
mantur
8.500
De
2
Demantar
63.900
Demantar
69.900
8.900
15.500
5.900
19.900 TAILS
skartgripirogur.is
4.900
11.400
8.900
ingahúsi, Harbour Restaurant, í
gamla vélaverkstæði SR sem stend-
ur á góðum stað við höfnina. Byrjað
var á að moka öllu út úr húsinu en nú
er uppbygging hafin og stefna þau
að því að opna veitingastaðinn í maí
með þeirri von að þá verði ástandið í
heiminum komið í eðlilegra horf en
nú er og ferðamenn farnir að láta sjá
sig.
Undanfarin ár hefur orðið mik-
il aukning á sorpi sem berst til
Gámaþjónustunnar á Skagaströnd.
Þar hefur portið fyllst af bílhræjum
og alls kyns skrani aftur og aftur.
Þess vegna er fyrirtækið nú að
stækka athafnasvæði sitt til að geta
betur sinnt flokkun og annarri vinnu
með ruslið sem til þeirra berst.
Heimilissorp, annað en pappír, er
enn urðað hjá Norðurá bs. við
Stekkjarvík í landi Sölvabakka.
Í framhaldi af velgengni sölu-
bíls Vörusmiðju Biopol, sem ekur
um Norðurland vestra og selur
vörur smáframleiðenda, hefur
smiðjan opnað netverslum með
sömu eða sams konar vörur. Slóðin
inn á netsíðuna er www.voru-
smiðja.is og þar getur fólk pantað
vörur sem það fær síðan sendar
heim. Að sögn Þórhildar Jónsdóttur,
sem sér um Vörusmiðjuna, hefur
umferð um netsíðuna stöðugt verið
að aukast og fólk ánægt með þessa
nýju þjónustu.
Nú um mánaðamótin er að
koma út fyrsta bók Ástrósar El-
ísdóttur, sem hér býr á Skagaströnd
með fjölskyldu sinni. Bókin heitir Jól
undir Spákonufelli og hefur að
geyma fjórar sögur sem allar gerast
sama kvöldið á sama sögusviði
nokkrum dögum fyrir jól. Fallegar
teikningar prýða bókina en þær
gerði vinur Ástrósar, Ítalinn Tom-
maso Milella. Ástrós, sem lokið hef-
ur meistaranámi í ritlist, hefur unnið
nokkuð við þýðingar fram að þessu
en stígur nú sín fyrstu skref sem rit-
höfundur.
Þá er ekki úr vegi að minnast á
eina af „tengdadætrum Skaga-
strandar,“ Ann Thorsson, sem gefið
hefur út tvær bækur sínar, Downhill
árið 2019 og nú í haust kom svo út
bókin Dark Dreams. Báðar eru bæk-
urnar skrifaðar á ensku sem er móð-
urmál Ann. Hafa bækurnar báðar
hlotið fjórar eða fimm stjörnur hjá
Amazon og öðrum slíkum veitum
sem gefa út gagnrýni á bækur.
Uppbyggingarsjóður Norður-
lands vestra er fjármagnaður af
sóknaráætlun fyrir okkar lands-
hluta. Sjóðurinn hefur 70 milljónir
til að úthluta til hinna ýmsu verk-
efna á sviði menningar, at-
vinnuþróunar og nýsköpunar. Ný-
lega lauk umsóknarfresti í sjóðinn
og bárust honum 123 umsóknir þar
sem óskað var eftir 228 milljónum í
styrki. Það er því augljóst að úthlut-
unarnefndanna bíður erfitt verk við
að flokka umsóknirnar og ákvarða
hvaða verkefni hljóta styrki að þessu
sinni.
Einbýlishús rísa á Skagaströnd
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Skagaströnd Framkvæmdir eru hafnar við nýtt einbýlishús á Skagaströnd. Ný íbúðarhús hafa ekki risið í bænum í allnokkur ár.
ÚR BÆJARLÍFINU
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd
auglýsti í september nokkrar ókeyp-
is byggingarlóðir við götur sem eru
fullfrágengnar fyrir löngu. Tvær
lóðir gengu strax út og þessa dagana
er verið að skipta um jarðveg undir
innflutt einbýlishús á annarri þeirra.
Þetta telst til tíðinda því allmörg ár
eru síðan síðast var byggt einbýlis-
hús á Skagaströnd. Til samanburðar
má geta þess að einbýlishúsalóðir í
Úlfarsárdal kosta 12 – 15 milljónir
en annar byggingakostnaður er
sambærilegur hér og þar.
Minna hefur veiðst af rjúpu á
þessu veiðitímabili en áður því lítið
er af fugli. Þá hefur Covid-19 og
þríeykið orðið til þess að mun færri
veiðimenn af höfuðborgarsvæðinu
hafa komið norður til veiða. Reyndar
höfum við verið heppin á Skaga-
strönd því hér hefur ekkert smit
komið upp fram að þessu.
Eftir að Kántrýbær hafði staðið
auður í nokkur misseri var hann
seldur á uppboði nú á dögunum.
Engin starfsemi hefur verið í húsinu
frá því að veitingastaðurinn Borgin
lokaði. Nýir eigendur Kántrýbæjar
auglýstu svo fljótlega húsið til leigu
eða sölu.
Talandi um veitingageirann.
Tvenn bjartsýn hjón vinna nú hörð-
um höndum að því að koma upp veit-