Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslenskakvennalands-liðinu tókst í
vikunni að tryggja
sér sæti í loka-
keppni Evr-
ópumeistaramóts-
ins í knattspyrnu
með sigri á Ung-
verjum. Þetta er í fjórða skipti í
röð sem liðið fer á lokakeppni
EM og er þessi árangur til
marks um það hversu fram-
arlega íslensk kvennaknatt-
spyrna stendur. Þá má líka
halda því til haga að hjá kon-
unum komast 16 lið í lokakeppn-
ina, en 24 hjá körlunum.
Frammistaða Íslands í riðla-
keppninni var til fyrirmyndar.
Liðið sigraði í sex leikjum, gerði
eitt jafntefli, tapaði einum leik
og varð í öðru sæti á eftir Sví-
um.
Augljóst er að á Íslandi er vel
staðið að uppbyggingu kvenna-
boltans. Íslensk félagslið hafa
spjarað sig vel í Evrópukeppni
og sýnt að þau eiga fullt erindi í
keppni með þeim bestu.
Íslenskir leikmenn hafa einn-
ig farið víða, leikið með fé-
lagsliðum í fremstu röð beggja
vegna Atlantshafs og getið sér
gott orð. Til marks um það er að
markavélin Margrét Lára Við-
arsdóttir varð í þrígang marka-
hæst í Evrópukeppni félagsliða
og í sumar varð Sara Björk
Gunnarsdóttir Evrópumeistari
með liði sínu Lyon eftir að hafa
orðið deildarmeistari með
Wolfsburg í Þýska-
landi.
Það er ekki sjálf-
gefið að komast í
lokakeppni hinna
bestu í Evrópu fjór-
um sinnum í röð. Sá
árangur ber vitni
mikilli breidd. Hér
er ekki bara um að ræða eina
gullaldarkynslóð, heldur koma
jafnt og þétt fram nýir og efni-
legir leikmenn með hæfileika og
getu til að feta í fótspor þeirra,
sem rutt hafa brautina.
Það hefur verið magnað að
fylgjast með velgengni liðsins í
áranna rás og sérstaklega
ánægjulegt að oftar en ekki er
íslenska liðið í þeirri stöðu að
þurfa að halda boltanum og
sækja á andstæðinginn í stað
þess að þurfa að verjast og sæta
færis til að skora.
Nú tekur við löng bið hjá
landsliðinu því að lokakeppnin
fer ekki fram fyrr en árið 2022.
Þessu veldur kórónuveiran eins
og svo mörgu öðru. Liðið gerir
sér vonir um að ná langt á EM.
Sara Björk orðaði það í viðtali
við Morgunblaðið að „í þetta
skiptið viljum við ná ein-
hverjum alvörumarkmiðum og
gera eitthvað almennilegt á
mótinu“.
Íslenska landsliðið á heiður
skilinn fyrir árangurinn sem
var innsiglaður með sigrinum í
Ungverjalandi og hefur alla
burði til að láta að sér kveða á
Englandi 2022. Glæsilegt afrek.
Íslenska landsliðið
náði stórum áfanga
með því að tryggja
sig í lokakeppni EM í
fjórða sinn}
Glæsilegt afrek
Forvitnilegurdómur féll í
Héraðsdómi
Reykjavíkur í vik-
unni þegar ríkið
var dæmt til að
endurgreiða raf-
tækjaversluninni Elko tæpar
18,8 milljónir króna vegna of-
tekinna eftirlitsgjalda. Í frétt
ViðskiptaMoggans af málinu
kom fram að samkvæmt rík-
isreikningi hefði gjald af eft-
irlitsskyldum raftækjum skilað
82,5 milljónum króna í ríkis-
sjóð árið 2019. Dómurinn kveð-
ur á um endurgreiðslu fjögur
ár aftur í tímann þannig að
ætla mætti að ríkið þurfi að
endurgreiða nokkur hundruð
milljónir. Í dómnum er tekið
fram að ríkið beri frumkvæð-
isskyldu og mun þá þurfa að
greiða alla upphæðina til baka
standi dómurinn.
En hverjum á að greiða
þessa peningana? Gjaldið er
lagt á tækin og er því hluti af
verðinu, sem neytandinn greið-
ir. Neytandinn hefur því greitt
gjaldið, sem nú á að renna aft-
ur til seljendanna þótt þeir
hafi eingöngu verið milliliður.
Hlutverk þeirra var að sjá um
að innheimta
gjaldið og koma
því til skila. Spyrja
má hvort tjón
verslunarinnar sé
nokkurt og hvort
hún eigi yfirhöfuð
tilkall til peninganna.
Nú er rétt að geta þess að
gjaldið er aðeins 0,15% af toll-
verði vörunnar og nemur því
nokkrum krónum eða nokkur
hundruð krónum í mesta lagi
af hverri vöru. Hins vegar má
gera ráð fyrir að yfirleitt hafi
verið notuð greiðslukort við
raftækjakaupin, öll viðskiptin
séu skráð og bakfærslum
fylgir frekar einföld umsýsla,
sem ríkið hlyti að bera af
kostnað.
Eftir stendur að tjónið af
hinu ólöglega gjaldi báru neyt-
endur og þeir munu ekki fá
það bætt. Það hlýtur því að
mega gera ráð fyrir að þær
verslanir, sem fá peningana
standi dómurinn, skili þeim
aftur til neytenda með ein-
hverjum hætti og rétt að taka
fram að í viðtali við forsvars-
menn Elko í Morgunblaðinu í
gær kemur fram að það sé ætl-
unin.
Hver á að fá end-
urgreitt, kaupand-
inn eða millilið-
urinn?}
Hver á peningana?
A
f öllum þeim gildum sem mér voru
innrætt í æsku hefur þrautseigj-
an líklega reynst mér best. Sá
eiginleiki að gefast ekki upp þótt
móti blási, að standa aftur upp
þegar maður missir fótanna og trúa því að
dropinn holi steininn. Að lærdómurinn sem við
drögum af mistökum styrki okkur og auki lík-
urnar á að sett mark náist. Þannig hef ég kom-
ist gegnum áskoranir í lífi og starfi og stundum
náð árangri sem mér þótti fjarlægur í upphafi.
Seigla hefur frá aldaöðli þótt mikil dyggð.
Til hennar er vísað með beinum og óbeinum
hætti í helstu trúarritum heimsins, heimspeki
og stjórnmálum. Jesús Kristur og Búdda töl-
uðu um þrautseigju, John Stuart Mill um
seiglu og Martin Lúther King sagði fólki að
hlaupa ef það gæti ekki flogið, ganga ef það
gæti ekki hlaupið og skríða ef það gæti ekki gengið. Lyk-
ilatriði væri, að hreyfast fram á við hversu hratt sem mað-
ur færi!
Í gömlu máltæki segir að þolinmæði vinni allar þrautir,
en hitt er nær sanni að þrautseigjan geri það. Það dugar
ekki alltaf að anda rólega þegar eitthvað bjátar á, heldur
þarf að bretta upp ermar. „Trúðu á sjálfs þíns hönd, en
undur eigi – upp með plóginn, hér er þúfa í vegi,“ orti Ein-
ar Ben í hvatningarljóði til þjóðarinnar fyrir 120 árum og
þau skilaboð eiga enn við. Þannig mun slagurinn við
heimsfaraldur aðeins vinnast ef við tökum saman höndum.
Vinnum sem einn maður að því að tryggja heilsu almenn-
ings, velferð, atvinnustig og menntun þeirra
sem erfa landið. Það síðastnefnda hefur tekist
ótrúlega vel, enda hafa hagaðilar í mennta-
kerfinu unnið náið saman, sýnt mikið úthald og
þrautseigju. Það er því viðeigandi að þraut-
seigjan sé tilgreind sem eitt af gildum nýrrar
menntastefnu sem nú er rædd á Alþingi.
Megininntak menntastefnunnar er að allir
geti lært og allir skipti máli. Þar gildir einu
bakgrunnur fólks, félagslegar aðstæður og
meðfæddir eiginleikar, því saman ætlum við að
stuðla að jöfnum tækifærum allra nemenda.
Skipuleggja menntun og skólastarf út frá ólík-
um þörfum fólks og gefast ekki upp þótt móti
blási. Það er nefnilega ekki vöggugjöfin sem
skýrir námsárangur heldur viðhorfið til
menntunar, vinnusiðferðið og tiltrúin á að
námsgeta sé ekki fasti heldur vaxi þegar hlúð
er að henni. Á sama hátt ræðst árangur okkar í lífinu ekki
af forskrifuðum örlögum, heldur líka vinnunni sem við
leggjum á okkur, afstöðu okkar til málefna og siðferðinu
sem við ræktum með okkur.
Stundum er sagt að seigla sé þjóðareinkenni Íslend-
inga. Hún hafi haldið lífinu í okkur í þúsund ár, á meðan
við kúrðum í torfbæjum fyrri alda. Vafalaust er margt til í
því, þótt Íslendingar einir geti tæpast slegið eign sinni á
seigluna. Þvert á móti hefur hún verið uppspretta fram-
fara um allan heim og verður það áfram.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Við gefumst aldrei upp þótt móti blási
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þetta er besta jólagjöfin semhægt er að hugsa sér,“segir Sveinn Guðmunds-son, formaður Félags
sumarhúsaeigenda, um frumvarp
fjármálaráðherra um breytingar á
lögum um tekjuskatt og fjármagns-
tekjuskatt. Þar er meðal annars tek-
ið á gömlu baráttumáli félagsins, að
sala á frístundahúsum verði skatt-
lögð á sama hátt og íbúðarhúsnæði.
Við sölu fólks á frístundahúsum
myndast söluhagnaður, samkvæmt
núverandi reglum, og borga þarf af
honum 22% fjármagnstekjuskatt og
ef fólkið nýtur lífeyris úr almanna-
tryggingakerfinu getur söluhagn-
aðurinn skert bótarétt þess. Sölu-
hagnaðurinn reiknast sem mis-
munur á söluverði og kaupverði, að
frádregnum endurbótum sem fólk
kann að hafa gert grein fyrir á skatt-
framtali jafnóðum. Þó er heimilt að
telja helming söluverðs sem sölu-
hagnað. Er fólk þá að borga 11% af
söluverðinu í fjármagnstekjuskatt
og þá skerðir helmingur söluverðs-
ins einnig tekjutengdar bætur úr al-
mannatryggingakerfinu.
Kemur illa við fólk
Getur þetta komið afar illa við
venjulegt fólk, að sögn Sveins Guð-
mundssonar, og komið hefur fyrir að
fólk hafi hringt grátandi til hans til
að spyrja hvort eitthvað væri hægt
að gera. Hann hafi ekki haft nein ráð
og aðeins getað veitt þau svör að
vonast væri eftir skilningi stjórn-
valda á þessu óréttlæti í framtíðinni
og lagfæringu í kjölfarið. Sveinn
leggur áherslu á að frístundahús séu
hjá almennum borgurum ekki fjár-
festing í hagnaðarskyni. Fólk sé að
koma sér upp sælureit fyrir fjöl-
skylduna, til að dvelja og njóta nátt-
úrunnar. Það sé í raun hluti af heim-
ili fólks. Fólk sem hætt er að vinna
dvelji þar oft stóran hluta ársins.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra sagði frá dæmi um órétt-
lætið sem felst í mismunandi skatt-
lagningu frístundahúsa og annarra
íbúða fólks í ræðu sinni þegar hann
mælti fyrir frumvarpinu. Eftirfar-
andi er í aðalatriðum byggt á því.
Einstaklingur í Reykjavík
ákveður að selja frístundahús í
Grímsnesi eftir að hann hefur misst
maka. Við það myndast skattskyldur
stofn til fjármagnstekjuskatts og
réttindi viðkomandi til lífeyris í al-
mannatryggingakerfinu skerðast
einnig.
Annar einstaklingur á sama
aldri og með sömu aðstæður selur
íbúð á Selfossi í nágrannasveit-
arfélaginu Árborg í kjölfar maka-
missis. Hjónin bjuggu í Reykjavík
og höfðu notað íbúðina á Selfossi í
frístundum eða leigt hana út. Að öðr-
um skilyrðum uppfylltum hefði sölu-
hagnaður af íbúðinni ekki verið
skattlagður og tekjurnar ekki leitt
til skerðingar á lífeyrisréttindum.
Sömu reglur gildi
Þetta meinta óréttlæti á að leið-
rétta með því að fella frístundahús
til eigin nota undir sömu ákvæði og
aukaíbúðir fólks, þó þannig að fólkið
þarf að hafa átt sumarbústaðina í
fimm ár fyrir sölu en ekki tvö ár.
Í báðum tilvikum þarf sam-
anlagt húsnæði einstaklings að vera
innan við 600 rúmmetrar að stærð
og 1.200 rúmmetrar hjá hjónum.
Áætla má að 120 fermetra íbúð geti
verið um 300 rúmmetrar og 50 fer-
metra sumarbústaður 150 rúmmetr-
ar. Til að ná 1.200 rúmmetra há-
markinu hjá hjónum þarf húsnæði
þeirra að vera 500 fermetrar að
stærð, gróft reiknað. Sést á þessu að
almennir borgarar ná ekki þessum
hámörkum.
Frístundahús fái
sömu meðferð í skatti
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Frístundahús Ríkið hefur tekið til sín hluta af söluverði frístundahúsa
með fjármagnstekjuskatti og skert auk þess lífeyrisréttindi fólksins.
Aðalbreytingin í frumvarpi fjár-
málaráðherra felst í því að
hækka frítekjumarki vaxta-
tekna úr 150
þúsund kr. í
300 þúsund
kr. á ári.
Jafnframt
eru tekjur af
arði og sölu-
hagnaði
hlutabréfa í
skráðum fé-
lögum felldar
undir frí-
tekjumarkið. Tilgangurinn með
þessu er að auðvelda almenn-
ingi að fjárfesta í íslenskum
fyrirtækjum.
Gert er ráð fyrir því að
tekjur ríkisins muni minnka
um 1,5 til 1,8 milljarða vegna
þessa. Mest munar um hækk-
un frítekjumarks vaxtatekna,
770 milljónir kr., og niðurfell-
ingu á söluhagnaði frístunda-
húsnæðis, 600-700 milljónir
króna.
Frítekjumark
vaxta hækkar
LAGAFRUMVARP
Bjarni
Benediktsson