Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 ÁSKIRKJA | Tónlist, ritningarorð og morg- unhugvekja úr Áskirkju flutt á heimasíðu kirkjunnar; askirkja.is, kl. 9.30 á sunnudög- um og fimmtudögum. Almennar sunnudags- guðsþjónustur í Áskirkju falla niður um óákveðinn tíma vegna Covid-19-veirufarald- ursins. Prestur og djákni Ássafnaðar eru til viðtals eftir samkomulagi í síma Áskirkju, 588 8870. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudagaskóla verður streymt á Facebook- síðu kirkjunnar kl. 09.30. Sunnudagurinn 13. desember Sunnudagskóla verður streymt á Facebooksíðu kirkjunnar kl. 09.30. Altarisganga verður í boði kl. 11, 12, 13, 14. Skráning fer fram í síma 587 9070 eða á netfanginu grafarvogskirkja@grafarvogs- kirkja.is. Fjöldi í hverjum hópi ræðst af sam- komutakmörkunum þess dags. Gætt verður vel að öllum sóttvörnum. Þátttakendur eru beðnir að koma með eigin bolla eða glas. GRENSÁSKIRKJA | Við minnum á helgi- stundir, hugleiðingar og barnaefni á heima- síðum og FB-síðum Grensáskirkju og Bú- staðakirkju ásamt YouTube rásinni Fossvogsprestakall. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Helgi- stund verður streymt á facebook síðu Guð- ríðarkirkju sunnudaginn kl. 11. LANGHOLTSKIRKJA | Annar sunnudagur í aðventu. Aðventusamvera kl. 17 fyrir utan Langholtskirkju. Graduale Liberi og Graduale Futuri syngja undir stjórn Sunnu Karenar Ein- arsdóttur og undirleik Magnúsar Ragn- arssonar. Klæðum okkur vel og gætum að sóttvörnum. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í streymi á fésbókarsíðu Seltjarnarneskirkju kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Frið- rik Vignir Stefánsson er organisti. Ragnhild- ur Dóra Þórhallsdóttir syngur. Þórleifur Jóns- son og Erna Hrönn Aðalgeirsdóttir lesa ritningarlestra. Elísabet F. Eiríksdóttir les bænir. Sveinn Bjarki Tómasson er tækni- maður. Bænastund í streymi á fésbókarsíðu kirkjunnar miðvikudaginn 9. desember kl. 12. ORÐ DAGSINS: Hjarta yðar skelfist ekki. (Jóh. 14.1.) Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stokkeyrarkirkja Messur á morgun N ú er að- vent- an geng- in í garð og jólin eru á næsta leiti. Yfirstand- andi aðventa hefur allt annað yfirbragð en síðustu aðventur. Í fyrra voru tónleikar úti um allt og þá ekki síst í kirkjum landsins með öll sín yndislegu aðventu- kvöld. Falleg og vel flutt tónlist um ná- lægð og boðskap jólanna. „Vér fögn- um komu frels- arans.“ Í sumum kirkjum hafa líka komið frambærilegir gestir með ávörp og einnig hafa börn sýnt helgileiki. Allt er þetta gert í gleði til að veita huggun, uppörvun, efla vináttu og samstöðu meðal þeirra sem koma á aðventukvöldin og aðra viðburði kirkjunnar. Og gleði þessa skynj- um við þegar við horfum í augu hvert annars á slíkum stundum og upplifum okkur í „samfélagi heil- agra“ eins og við segjum í trúar- játningunni. Segja má að andi Guðs, trúin, vonin og kærleikurinn svífi þá yfir vötnunum. Vinátta, samstaða í trúnni og líka þessi gleði, trúargleðin. Trúargleði er eitt fallegasta orð íslenskrar tungu. Það er svo þrung- ið og hlaðið jákvæðri og djúpri merkingu. Þetta orð trúargleði felur í sér að þau sem eiga hana standa á bjargi, líf þeirra er grundvallað á styrkri trú til Guðs sem fyllir þau þakklæti, gefur þeim traust og vissu á göng- unni um lífið. Trúargleðin dregur fram allt það sem jákvætt er í hug- um okkar. Ástin, vináttan og kær- leikurinn til annarra verða í trúar- gleðinni á einhvern leyndardómsfullan hátt svo miklu fallegri, sterkari og raunverulegri að því verður vart lýst, af því að þessar góðu kenndir og tilfinningar fá með henni aukinn tilgang og dýpri merkingu. Trúargleðin er veruleiki sem vinnur líka með okkur þegar á bjátar. Því trúin fel- ur í sér vissu um að við stöndum ekki ein í vandræðum eða erfið- leikum lífsins hvort sem þau urðu til vegna okkar eigin mistaka eða af öðrum orsökum. Og trúin sem hér um ræðir felur í sér ein- staklega gleðiríkan boðskap um fyrirgefn- ingu og að við erum elskuð systkin hins lif- andi og upprisna Jesú Krists sem segir frá í Guðspjöllunum. Við fögnum fæðingu hans því í honum kom Guð í heiminn til okkar. Hverju einasta kristnu barni getur lífið verið trúargleði vegna þess að kristin trú boð- ar að lífið sé skapað af kærleiks- ríkum Guði sem vitjaði okkar með einstökum hætti í Jesú Kristi og að hann er hjá okkur í lifandi heil- ögum anda sínum og vill móta hugsanir, samvisku og gerðir okkar í lífinu öllu. Þótt aðventukvöldin og stundirn- ar séu nú fá í kirkjum landsins á þessu ári stendur boðskapurinn samt óhaggaður. Boðskapur sem talar til okkar og minnir okkur á að hvert okkar og eitt erum við óend- anlega verðmæt og að við skiptum miklu máli í þessu lífi og getum ver- ið hvert öðru til gleði, stuðnings og vináttu. Sem betur fer hjálpar tæknin okkur þessa dagana til að geta fengið að njóta hins fallega boð- skapar í tóni, tali og leik, en samt er það ekki eins og að vera á staðnum. Við skulum vona og biðja þess að aðventan árið 2021, eftir aðeins eitt ár, verði full af yndislegum sam- verum í kirkjum landsins til þess að við finnum gleðina í tónlistinni, orð- inu og nærverunni hvert við annað. Guð gefi okkur góða daga á yfir- standandi aðventu, komandi jólum og nýju ári. https://www.gudridarkirkja.is/ Hugvekja Morgunblaðið/Kristinn Guðríðarkirkja í Grafarholti „Við skulum við vona og biðja þess að að- ventan árið 2021 verði full af yndislegum samverum í kirkjum landsins.“ Trúargleði á aðventu Eftir Karl V. Matthíasson Höfundur er sóknarprestur í Guð- ríðarkirkju og fyrrverandi þing- maður. karlvmatt@gmail.com Karl V. Matthíasson Trúargleði er eitt fallegasta orð íslenskrar tungu. Það er svo þrungið og hlaðið jákvæðri og djúpri merk- ingu. Þótt heimsfaraldur kórónuveiru hafi í und- antekningartilfellum haft áhrif á daglegt líf bænda stefnir í af- komubrest í landbún- aði. Það mun hafa langtímaáhrif á ís- lenskan landbúnað verði ekkert að gert. Íslenskur landbúnaður er ekki bara kjöt í búð. Ein- staklingar, fjölskyldur og heilu byggðarlögin byggja afkomu sína á landbúnaði. Öflugur íslenskur land- búnaður er verðmæti. Áhrif faraldursins á afkomu bænda og afurðastöðva stafar af hruni í komu ferðamanna og breyt- inga á mörkuðum vegna sóttvarna- aðgerða. Þannig dróst sala á kjöti (alifugla-, hrossa-, svína-, nautgripa- og lambakjöti) saman um 9,1% á tímabilinu ágúst til október. Samspil aukins innflutnings erlendra búvara og hruns í komu ferðamanna skapar eitrað samspil á kjötmarkaði. Auk þess hefur komið upp ágalli í toll- framkvæmd. Vill einhver að íslenskum landbúnaði blæði út? Nei, ekki á okkar vakt. Þær al- mennu aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar farið í nýtast bændum og af- urðastöðvum að takmörkuðu leyti. Enda ekki mögulegt að leggja rekstur sem byggist á búvörufram- leiðslu í tímabundinn dvala. Stjórn- völd verða að bregðast við og þá blasa við tvær meginleiðir; bæta starfsumhverfið eða bæta í beinan stuðning ríkisins við bændur. Það eru tækifæri til umbóta í tollamálum sem má skipta í þrennt. 1. Fyrirkomulag útboða þarf að vera skýrt en jafnframt þurfa að vera til staðar heimildir til að bregð- ast við tímabundnu ójafnvægi og fresta útboðum. Innflutningur á sambærilegu magni á matvöru er- lendis frá í ár og síðasta ár leiðir einfaldlega til matarsóunar og enn verri afkomu bænda og taps á störf- um hjá afurðastöðvum. 2. Tollskrá þarf að vera í sam- ræmi við alþjóðlega tollskrá. Það er hagur jafnt innflytjenda og bænda að hún sé skýr. Þannig er hægt að komast bæði hjá mistökum og ásök- unum um vísvitandi svindl. Þetta er ekki flókið, ost og aðra matvöru sem flutt er til Íslands á að flokka í rétt- an tollflokk í samræmi við al- þjóðlega tollskrá. Öllu skiptir að tollframkvæmd sé rétt þannig að raunveruleg tollvernd sé til staðar í samræmi við ákvæði tollalaga og milliríkjasamninga. Þá hefur rétt tollafgreiðsla áhrif á skráningu hag- talna og ákveðna þætti matvæla- eftirlits. 3. Endurskoða þarf tollasamninga við ESB í kjölfar Brexit. Það er satt að þegar bráðabirgðafríverslunar- samningur Íslands og Bretlands tekur gildi munu ríkin veita hvort öðru gagnkvæma tollkvóta. Áfram standa samt tollasamningar við ESB, en helmingur alls kindakjöts sem flutt hefur verið út fór á Bret- landsmarkað og tollkvótar fyrir skyr voru fyrst og fremst hugsaðir fyrir Bretland. Með tilkomu Brexit munu þeir takmörkuðu tollkvótar sem samið var um fyrir íslenskar búvörur á Evrópumarkaði ekki nýt- ast eins og til stóð. Það er forsendu- brestur. Nágrannalöndin styðja við landbúnað í faraldrinum Staða bænda í nágrannalönd- unum er á margan hátt betri en á Íslandi, einkum í Noregi og aðild- arríkjum Evrópusambandsins. Stjórnvöld þar hafa mun meiri heimildir til að grípa til aðgerða vegna tímabundins ójafnvægis á markaði, auk þess sem gripið hefur verið til viðamikilla stuðnings- aðgerða. Þessi aðstöðumunur birtist með almennum hætti í Noregi þar sem bændur og afurðasölufyrirtæki eru undanþegin gildissviði samkeppn- islaga. Þá hefur verið gripið til um- fangsmikilla stuðningsaðgerða á meginlandi Evrópu þar sem beinir fjárstyrkir og hagstæð lánafyrir- greiðsla stendur bændum til boða. Vegna ójafnvægis á mörkuðum með landbúnaðarvörur hefur verið inn- leidd tímabundin undanþága frá evrópskum samkeppnisreglum fyrir landbúnaðinn. Ganga þyrfti miklu lengra hér á landi Nú liggur frumvarp landbún- aðarráðherra um tímabundnar breytingar á lagaumhverfi við út- hlutun samningsbundinna tollkvóta fyrir Alþingi. Það er sagt eiga að lágmarka áhrif faraldursins á inn- lenda framleiðslu landbúnaðar- afurða og draga úr því tjóni sem innlendir framleiðendur hafa nú þegar orðið fyrir. Það er vissulega skref í rétta átt og viðurkenning á stöðunni en það verður að ganga lengra. Væri ekki áhrifaríkara að fresta öllum útboðum tollkvóta meðan þessi alvarlega staða er uppi? Til þess þarf vissulega lagabreytingu en það mun varla vefjast fyrir Al- þingi. Þá er ekki eftir neinu að bíða með að koma á heimild til samvinnu á kjötmarkaði eins og þingmenn Framsóknarflokksins hafa ítrekað lagt til. Eða drífa í að kanna sér- staklega hagkvæmni og skilvirkni í matvælaframleiðslu eins og boðað var í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tilefni af viðræðum um forsendur lífskjarasamningsins í haust. Þannig væri hægt að bæta stöð- una verulega og auðvelda bændum sjálfum að bregðast við, koma í veg fyrir matarsóun og fækkun starfa í landinu. Það gæti sparað samfélag- inu milljarða. Ef ekki verða umbæt- ur á starfsumhverfinu þyrfti að stórauka beinan ríkisstuðning til bænda. Varla ætlumst við til að bændur eigi einir stétta að bera all- an skaðann sem þeir verða fyrir vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ein af jákvæðum áhrifum ástandsins er að verslun í landinu hefur aukist. Ætla Samtök atvinnu- lífsins virkilega að leggjast gegn því að brugðist verði við vanda bænda í heimsfaraldri? Ólafur, ertu að grínast? Eftir Líneik Önnu Sævarsdóttur og Þórunni Egils- dóttur » Í tilefni af grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í Morgunblaðinu 3. desember 2020. Líneik Anna Sævarsdóttir Höfundar eru þingmenn Framsóknarflokksins. Þórunn Egilsdóttir Þarftu að láta gera við? FINNA.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.