Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 52

Morgunblaðið - 05.12.2020, Side 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Bökunarsett (box, kökukefli og smákökumót) 4.590,- Barnasvunta 4.190,- Fyrir börnin MINI Til hamingju með daginn Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra. 20. apríl - 20. maí  Naut Sumar aðstæður hefur þú ekki á valdi þínu svo þú þarft að reikna með þeim án þess að geta breytt þeim. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert dásamlega heillandi þessa dagana og getur talað þig í gegnum hvaða uppákomur sem er. Haldir þú festu þinni gegnum þykkt og þunnt mun enginn reyna að andmæla. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það eru margar spurningar sem leita á þig. Hristu af þér slenið og haltu ótrauður áfram, því verkið er svo sann- arlega á þínu meðfæri. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Ef um er að ræða rétta sambandið, muntu finna það á þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert sannkallaður gleðigjafi. Deildu hugmyndum þínum með öðrum, en gættu þess að útskýra þær nógu vel. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert með mikilvæga hluti á prjón- unum. Hér kemur gamaldags hugmynd: Labbaðu um með vini og léttu á hjarta þínu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hikaðu ekki við að segja hug þinn, hver sem í hlut á. En þú þarft að breyta því hvernig þú hugsar um tiltekið vandamál. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er erfitt að velja, þegar vegir liggja til allra átta. Reyndu að lesa í hug samstarfsmanna þinna og fáðu þá svo til að tjá sig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óvænt tækifæri berst þér upp í hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. Afleiðingin getur orðið aukin framleiðni og meiri skilvirkni; betri árangur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leggðu frá þér allan hroka svo þú getir af auðmýkt og lítillæti þegið þau ráð sem þér eru gefin af góðum hug. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að geta einbeitt þér að viðkvæmu vandamáli í einkalífi þínu. Not- aðu kvöldið til að spjalla við góðan félaga. sem við gátum öll verið saman. Fjölskyldan flutti í Hlíðabæ í Hval- fjarðarstrandarhreppi árið 2001 og Inga Birna vann ýmis tilfallandi störf þar til hún var ráðin í ritara- starf á skrifstofu nýstofnaðs sveit- arfélags Hvalfjarðarsveitar. Þá var nýbúið að ráða Einar Örn Thorla- cius sveitarstjóra, en hann kom úr Reykhólahreppi, þar sem Inga Birna er núna sveitarstjóri. „Í þegar hún var sjö ára og var hjá þeim upp frá því. Eftir sex ár vildi Ingi Birna flytja sig nær sinni fjöl- skyldu og þau fóru aftur í Hafn- arfjörðinn og hún vann ýmis störf. „Við bjuggum í litlu húsi í Hafn- arfirði og það stóð til að Brynja, dóttir Hjalta, flytti til okkar, en húsið var ekki nógu stórt. Svo við fórum að líta í kringum okkur og fundum við húsnæði í Hvalfirði þar I ngibjörg Birna Erlingsdóttir fæddist 5.12. 1970 á Pat- reksfirði þar sem hún ólst upp fyrstu fjögur ár ævinn- ar. Þaðan flutti hún til Sel- foss og byrjaði í forskóla fimm ára en flutti stuttu síðar til Hafn- arfjarðar og gekk í Lækjarskóla allan grunnskólann. „Ég fór öll sumur vestur á Patreksfjörð til ömmu minnar og afa. Afi, sem var útgerðarmaður og gamall sjómað- ur, tók alltaf á móti mér með því að fara með mig í smárúnt um þorpið og kaupa ís. Hann var alveg í guðatölu hjá mér. Amma prjónaði lopapeysur fyrir fólk og var líka með græna fingur og ræktaði mik- ið, m.a. rósir, og þar fékk ég að hjálpa til og huga að plöntunum. Það voru mörg börn á mínum aldri á Patró og ég átti mjög góða vini þar.“ Inga Birna lauk grunnskólanum vorið 1986 og hóf nám í Flensborg- arskóla um haustið og útskrifaðist sem stúdent um jólin 1991. Þegar hún var átján ára var verið að gera við blokkina þar sem hún bjó og þar sá hún Hjalta, eiginmann sinn, fyrst. „Við litum hvort annað hýru auga í svolítinn tíma, en svo bauð hann mér út og það var allt mjög rómantískt,“ segir hún. Nítján ára flutti hún að heiman og leigði með Hjalta í Hafnarfirði, en tveimur ár- um síðar ákváðu þau að flytja á Siglufjörð, í heimabæ hans. „Við sáum að það gæti verið góður stað- ur til að koma sér upp húsnæði og hefja lífið. Hjalti fór á undan mér norður, en ég kom eftir útskriftina og við keyptum okkur hús og eign- uðumst fyrsta barnið.“ Þegar Inga Birna var nýkomin norður var auglýst eftir stúlku á tannlæknastofu Ólafs Thorarensen og hún sótti um og fékk starfið. Eftir að eiga fyrsta barnið 1993 starfaði hún sem leiðbeinandi í grunnskóla Siglufjarðar í tvo vetur og vann um tíma í rækju- og fisk- vinnslu Þormóðs Ramma. Árin á Siglufirði urðu sex góð ár. Hjalti átti þrjár dætur frá fyrra sambandi og elsta dóttirin, Zanný, flutti til Ingu Birnu og Hjalta á Siglufirði Hvalfirðinum var engin aðstaða, en skrifstofan var í Melahverfinu, og ég byrjaði á því að kaupa inn skrif- stofudót. Eftir á að hyggja var þetta gífurlega góður skóli því ég kynntist svo mörgum þáttum starfsins. Ég starfa þarna sem rit- ari og síðar skrifstofustjóri til árs- ins 2010, en þá sæki ég um sem sveitarstjóri í Reykhólahreppi og flyt þangað haustið 2010.“ Hjalti hafði verið að gera upp gamla báta og var kominn í sam- band við menn að setja upp báta- safn á Reykhólum. „Þetta var svo- lítið eins og að stinga sér í djúpu laugina. Ég hafði mjög góða reynslu úr Hvalfjarðarsveit og þekkti vel til margra þátta starfs- ins, en þarna er ég ein og sjálf með alla ábyrgðina. Eftir átta ár í starfi fann Inga Birna að hún þurfti að- eins að breyta til og hætti eftir kosningarnar 2018. Það varð úr að hún hóf störf sem framleiðslustjóri hjá Norðursalti á Reykhólum og lét svo gamlan draum rætast og fór í háskólanám í miðlun og almanna- tengslum hjá Bifröst í Borgarfirði. „Ég tek svo aftur við starfi sveit- arstjóra Reykhólahrepps vorið 2020. Það var ofboðslega mikill munur að koma aftur eftir að fara aðeins frá þessu og mér fannst ég fá nýja sýn á starfið,“ segir Ingi- björg sem unir sér hvergi betur en úti í sveit. „Ég held að ást mín á Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri – 50 ára Sveitarstjórinn Í fjörunum er fyrir utan Norðursalt verksmiðjuna 2019. Alltaf best að vera í sveitinni Hjónin Inga Birna og Hjalti eru ánægð fyrir vestan. Börnin F.v.: Eiður Rafn, Birna Björt, Inga Birna og Hlynur. Reykjavík Vignir Bragi Halldórsson fæddist 30. mars 2020 kl. 0.03. Hann vó 3.970 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Halldór Atli Þorsteinsson og Sólrún Bragadóttir. Nýr borgari 30 ára Hjördís ólst upp í Bárðardal í Þingeyjarsýslu og býr núna í Að- aldalnum í sömu sýslu. Hjördís er sál- fræðingur og starfar sem barnasálfræð- ingur og námsráðgjafi í Þingeyj- arskóla. Hún hefur mikinn áhuga á sauðfjárrækt og borðspilum og að lesa góðar bókmenntir. Maki: Guðmundur Árni Hreiðarsson, f. 1992, skólaliði í Þingeyjarskóla. Barn: Óðinn Máni, f. 2018. Foreldrar: Friðrika Sigurgeirsdóttir, f. 1959, og Ólafur Ólafsson, f. 1959. Þau eru bændur á Bjarnastöðum í Bárð- ardal. Hjördís Ólafsdóttir 30 ára Elísabet Ýrr ólst upp í Mosfells- bænum en býr núna í Reykjavík. Hún er sjúkraliði og með BA- próf í uppeldis- og menntunarfræði. Hún starfar sem sértækur stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Helstu áhugamál hennar eru prjónaskapur og hún er að prufuprjóna fyrir verslunina Stroff og svo hefur hún gaman af spilum og tónlist. Börn: Emilía Birna, f. 2015 og Þórir Hrafn, f. 2018. Foreldrar: Jón Jósep Bjarnason, f. 1958, gervigreindarsérfræðingur og Emilía Helga Þórðardóttir, f. 1960, vinnur hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Þau búa í Mosfellsbænum. Elísabet Ýrr Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.