Morgunblaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna
Hreinsandi • Vatnslosandi • Gott fyrir meltinguna • Getur lækkað blóðsykur
Getur dregið úr slímmyndun • Gott fyrir þvagblöðru, lifur og nýru
Aðeins ein tafla á dag og ekkert bragð!
Eplaedik
– lífsins elexír
„Í ágúst í fyrra greindist ég með of háan blóðsykur og var sagt að skera niður í mat og drykk til að reyna að
laga þetta. Ég skar niður sætindi, sem getur verið erfitt, en með því að taka inn eina töflu af Apple Cider
daglega tókst mér að halda mér við efnið. Ég fór aftur í mælingu ummiðjan janúar og þá hafði blóðsykurinn
lækkað niður í eðlileg viðmið, þrátt fyrir að vera komin niður í eðlilegt viðmið ætla ég að halda áfram að taka
þessar töflur því þær gera svo ótalmargt annað gott fyrir mig. Mæli 100%með Apple Cider frá New Nordic.“
Bjarni Ómar Zach Elíasson
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„TVO REIKNINGA, TAKK.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að senda knús og
kossa.
ÉG ER Í NÝJU ÓSÝNILEGU
GÖNGUSKÓNUM MÍNUM
Í ÓSÝNILEGU
GÖNGUFERÐINNI
MINNI
ÉG ER METSÖLUHÖFUNDUR!
ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA
MOLDRÍKUR!
ÞAÐ VÆRI ÓSKANDI!
SÖLULAUNIN MÍN ERU
ÖMURLEG OG ÚTGEFANDINN
MINN ER Í KASTALANUM
SÍNUM AÐ TELJA
PENINGA!
LEYFÐU MÉR AÐ SEGJA ÞÉR HVAÐ ÉG
GERI OG HVERNIG ÉG GET HJÁLPAÐ…
„ÞESSAR ERU FRÁ „HVÍTÞVOTTAR”
TÍMABILINU HANS.”
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hæð ei stóra hér má sjá.
Hreppur á Austurlandi þá.
Býsna algengt bókum á.
Bæir þetta heiti fá.
Helgi Þorláksson svarar:
Fell er hæð og heldur lág,
hreppinn Fell ég forðum sá,
fell í bækur brúka má,
bæir heiti af fellum fá.
Hér kemur lausn Þorgerðar Haf-
stað:
Fellið hátt við himin ber,
Helga á bókfell ritar,
Fellshreppur í eyði er,
amma á Felli stritar.
Kjartan Eggertsson leysir gát-
una þannig:
Úlfarsfell er hæð ei há.
Hest í Fellahreppi veit.
Bókfell hannað höndum á.
Heita bæir Fell í sveit.
Helgi R. Einarsson svarar:
Í Mosó eru fell ei fá.
Fellahreppur austurfrá.
Bókfellið er bókum á.
Bæinn Fell má víða sjá.
Sigmar Ingason á þessa lausn:
I Fellahreppi var fínt að búa
fellin og klettana finna þar má.
Að bókfellum gömlum ber að hlúa
bæjarnafnið Fell má víða sjá.
Guðrún B. svarar:
Þó gjói inn, má ganga á fell
í gamla Fellahreppi.
Bókfellið hlaut skjótan skell.
„Skoðum Fell!“ kvað seppi.
Eysteinn Pétursson
Út um allt má fellin finna.
Fellahrepp þarf vart að kynna.
Bókfellið er borðleggjandi.
Bærinn Fell er víða á landi.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una svona:
Lágafell er fjall ei bratt.
Í Fellahreppi oft var glatt.
Bókfellið er bókum á.
Bæinn Fell hér nefna má.
Þá er limra eftir Guðmund:
Vesæll er Fúsi á Felli
og fráleitt mikill á velli,
hrumur og ljótur
sá horaði þrjótur,
en hann er sterkur á svelli.
Og ný gáta efir Guðmund:
Rýkur fönn um fjallatind,
freyðir alda á sjónum,
gátan fauk út í veður og vind,
en vonandi finnst í snjónum:
Oft hann gengur opna með.
Úr henni margir sletta.
Í fjalli langa laut hef séð.
Loks er sauðkind þetta.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þau eru mörg fellin
náttúrunni komi frá dvölinni hjá
afa og ömmu á Patró.“
Fjölskylda
Eginmaður Ingu Birnu er Hjalti
Hafþórsson, f. 21.6. 1966, fram-
leiðslustjóri Norðursalts. Foreldrar
hans eru Jónína Brynja Gísladóttir,
húsmóðir á Siglufirði, f. 18.9. 1947,
og Hafþór Hafþórsson, sjómaður á
Siglufirði, f. 4.6. 1943. Þau eru skil-
in. Börn Ingu Birnu og Hjalta eru:
1) Eiður Rafn, f. 8.10. 1993, nemi;
2) Birna Björt, f. 10.8. 2002, nemi;
3) Hlynur, f. 5.11. 2004, nemi og
búa öll í Reykhólahreppi. Stjúp-
börn Ingu Birnu eru 4) Zanný Lind
Hjaltadóttir, f. 23.9. 1985, við-
skiptalögfræðingur í Húnavatns-
hreppi, gift Jóhanni Hólmari Ragn-
arssyni, f. 23.9. 1978. Börn þeirra
eru Björk Dögun Victorsdóttir, f.
10.7. 2005; Anna Rakel Jóhanns-
dóttir, f. 18.5. 2010, og Mikael Leví
Jóhannsson, f. 29.5. 2012. 5) Brynja
Hjaltadóttir, f. 2.2. 1987, innan-
hússarkitekt í Tyresö í Svíþjóð, í
sambúð með Simon Elmqvist inn-
kaupastjóra, f. 1.2. 1984. Þau eiga
soninn Frank Erni Símonarson
Elmqvist, f. 13.3. 2019. 6) Hafdís
Elva, f. 17.3. 1990 á Selfossi, í sam-
búð með Andra Karli Helgasyni, f.
23.06. 1989. Börn þeirra eru Daníel
Karl Andrason, f. 13.05. 2011, og
Snædís Freyja Andradóttir, f.
13.12. 2014.
Systkini Ingu Birnu eru Ester
Erlingsdóttir, f. 24.5. 1972, versl-
unarkona í Hafnarfirði; Þröstur
Erlingsson, f. 19.6. 1975, flugvirki
og flugeftirlitsmaður í Hafnarfirði.
Hálfbróðir Ingu Birnu samfeðra er
Hermann Þór Erlingsson, f. 20.10.
1964, viðskiptafræðingur í Reykja-
vík.
Foreldrar Ingu Birnu eru hjónin
Jóhanna Björnsdóttir, f. 3.10. 1951,
síðast meðhjálpari í Hafnarfjarð-
arkirkju, og Erling Rafn Ormsson,
f. 15.6. 1943, síðast bílstjóri í Hafn-
arfirði.
Ingibjörg Birna
Erlingsdóttir
Björn Filippus Andrésson
sjómaður á Bíldudal
Anna Jónatansdóttir
húsfreyja á Tálknafirði
Björn Jónatan Björnsson
útgerðarmaður á Patreksfirði
Hulda Guðbjörg Helgadóttir
verkakona og húsfreyja á
Patreksfirði
Jóhanna Björnsdóttir
meðhjálpari í Hafnarfirði
Guðmundur Helgi
Símonarson
maskínumaður á Þingeyri
Jóhanna Bjarnadóttir
húsfreyja á Þingeyri
Ormur Ormsson
rafvirkjameistari í Borgarnesi
Helga Kristmundsdóttir
húsfreyja í Borgarnesi
Ormur Guðjón Ormsson
rafvirki í Njarðvík
Hulda Hrefna Jóhannesdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Jóhannes Jóhannesson
bakari í Hafnarfirði
Jóna Guðlaug Jóhannsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Úr frændgarði Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur
Erling Rafn Ormsson
bílstjóri í Hafnarfirði