Morgunblaðið - 05.12.2020, Síða 55

Morgunblaðið - 05.12.2020, Síða 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Bandaríkin geti nokkru sinni átt gott knatt- spyrnulandslið í karlaflokki. Þá meina ég á heimsmælikvarða, eins og kvennalandslið þeirra er. Bandaríska karlalandsliðið hefur undanfarna áratugi gert sig heimakomið á HM en hefur lengst komist í 16 liða úrslit. Ef nýlegur hópur þeirra er skoðaður virðist manni sem ágætis grundvöllur sé fyrir því að eignast gott landslið á næstu ár- um. Christian Pulisic er þeirra helsta stjarna og spilar með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. En hann er ekki eini bandaríski leikmaðurinn sem er að gera það gott með toppliði í Evrópu. Sergino Dest er byrjunar- liðsmaður hjá Barcelona og We- ston McKennie er það sömuleiðis hjá Juventus. Tyler Adams spilar reglulega með RB Leipzig og Josh Sargent gerir slíkt hið sama hjá Werder Bremen. Þá er ónefndur Giovanni Reyna, sem er aðeins 18 ára gamall og spilar alla leiki með Borussia Dortmund. Yunus Mu- sah er jafnaldri hans og byrjar alla leiki hjá Valencia. Einnig má nefna Konrad de la Fuente hjá Barcelona og Chris Richards hjá Bayern München, sem hafa báðir spilað sína fyrstu leiki fyrir stór- veldin á þessu ári. Þetta eru alls níu leikmenn sem ég hef talið upp. Það athygl- isverða er að elstu leikmennirnir í þessari upptalningu eru aðeins 22 ára, þeir Pulisic og McKennie. Það skyldi þó aldrei vera að Bandaríkin verði komin með samkeppnishæft karlalandslið á næstu árum? Í það minnsta verður maður þess áskynja að mikil spenna er fyrir upprenn- andi kynslóð hjá þjóðinni. Kannski réttilega. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.isKnattspyrnumennirnir Kári Árna- son og Þórður Ingason hafa báðir framlengt samninga sína við Víking í Reykjavík. Kári til eins árs og Þórður til tveggja en þetta kom fram á blaðamannafundi Víkinga í Fossvoginum í gær. Kári, sem er 38 ára gamall, er uppalinn í Víkinni og á að baki farsælan fimmtán ára at- vinnumannsferil en hann sneri aft- ur til Víkinga í júní 2019. Þórður er 32 ára gamall en hann gekk til liðs við Víkinga í janúar 2019. Viðtöl við þá Kára og Þórð má nálgast á mbl.is/sport/efstadeild. Framlengdu í Fossvoginum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Reynsla Kári Árnason á að baki 37 leiki í efstu deild með Víkingum. Grindvíkingar þurfa að sjá á eftir fyrirliða karlaliðsins í knattspyrnu því Gunnar Þorsteinsson er á leið til útlanda og ætlar ekki að leika á næsta keppnistímabili. Í færslu á Facebook-síðu Grinda- víkur kemur fram að Gunnar ætli að taka sér frí frá knattspyrnuiðk- un á næsta ári. Gunnar er á leið í nám á nýju ári í auðlindaverkfræði við hinn kunna Columbia-háskóla í New York. Gunnar er 26 ára gamall og hef- ur verið lykilmaður í liði Grindavík- ur síðustu árin. kris@mbl.is Ljósmynd/Þórir Tryggvason New York Gunnar Þorsteinsson er á leið til Bandaríkjanna. Gunnar nemur við Columbia Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðna- son, kringlukastari úr ÍR, voru val- in frjálsíþróttafólk ársins en Frjáls- íþróttasambandið tilkynnti um valið á heimasíðu sinni í gær. Ásdís lauk keppnisferli sínum á árinu eins og hún hafði ákveðið fyr- ir löngu og frestun Ólympíu- leikanna haggar ekki þeirri ákvörð- un. Hún yfirgefur sviðið sem frjálsíþróttakona ársins en Ásdís náði á árinu fjórða lengsta kasti sínu á ferlinum. Kastaði Ásdís 62,66 metra og á þrettánda lengsta kastið í heiminum í ár. Guðni Valur á stigahæsta afrek Íslendings á árinu ef hoft er til stigalista Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins. Reyndar er það stiga- hæsta afrek Íslendings frá upphafi að sögn FRÍ. Guðni Valur sló þrjá- tíu og eins árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar þegar hann kastaði kringlunni 69,35 metra í september. Stórbætti Guðni raun- ar metið en met Vésteins var 67,74 metrar. Kast Guðna var fimmta lengsta kastið í heiminum í ár og bætti hann eigin frammistöðu um tæpa fjóra metra. Þjálfari ársins var valinn Pétur Guðmundsson, Íslandsmethafi í kúluvarpi, sem þjálfar einmitt Guðna Val í kringlukastinu. sport@mbl.is Ásdís og Guðni sköruðu fram úr í frjálsum íþróttum Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Methafi Guðni Valur átti risakast í september og stórbætti sig. Skapti Hallgrímsson Síðasta árið Ásdís Hjálmsdóttir er hætt og horfir ekki um öxl. okkur hvort niðurstaðan hafi verið röng. Það er samt mjög erfitt að sanna það og það átti að taka allt að 48 klukkustundir. Daginn eftir sjáum við í fjölmiðlum í Noregi að þjálfarinn þeirra er líka með já- kvæða prófniðurstöðu og greindist sama dag og Vegard,“ bætti Snorri við. Morguninn eftir var svo greint frá því að niðurstaðan í jákvæðu prófi þjálfara Norðmanna hefði verið fölsk. „Þá kvikna svolítið margar spurningar hjá okkur vegna þess að þetta tók aðeins 12 klukkustundir hjá norska liðinu. Við förum að hringja út um allt og ég finn það út hjá konu á skrifstof- unni á svæðinu að Norðmennirnir hafi borgað finnskum lækni 200.000 krónur fyrir próf sem tók styttri tíma. Þá urðum við afskaplega reið- ir því okkur var aldrei boðið svo- leiðis próf, svona hraðpróf,“ sagði hann. Fékk ekki að keppa Annað próf Snorra og Vegard var sent til skoðunar og tók hinar hefð- bundnu 48 klukkustundir að fá end- anlega úr því skorið. Á fyrsta keppnisdegi í sprettgöngu á föstu- deginum var Snorri tilbúinn að hefja leik, þar sem hann og Vegard áttu að fá niðurstöðu úr prófinu í tæka tíð þann daginn. Skömmu áð- ur en Snorri átti að byrja var hon- um hins vegar tilkynnt að það þyrfti að skoða prófið betur og hann gæti því ekki keppt þann daginn. Niðurstaðan í prófi beggja reynd- ist neikvæð og hafði Vegard því fengið falskt jákvætt próf upp- haflega. Á þessum tímapunkti var Snorri búinn að missa af heilum keppnisdegi og ekki búinn að geta æft í viku. Hann fékk undanþágu til þess að keppa á laugardeginum og sunnudeginum en skaðinn var skeð- ur. „Ég þurfti að byrja í síðasta sæti. Ég er ekkert rosalega góður í sprettgöngu hvort eð er en ég hef aldrei lent í síðasta sæti áður. Á laugardeginum fann ég að við vor- um enn þá svolítið langt niðri. Við vorum að reyna að snúa þessu upp í eitthvað jákvætt en vorum mjög búnir á því,“ sagði Snorri, sem gekk ekki nægilega vel þann daginn. Honum gekk þó betur á síðasta degi keppninnar, þar sem hann náði að vinna sig upp í 58. sæti heildarkeppninnar af 72 þátttak- endum. „Þetta var svolítið erfið byrjun á tímabilinu þar sem ég var svo neð- arlega og langt á eftir. En sunnu- dagurinn var alveg rosalega góður, mér fannst það vera mjög fín keppni. Vonandi er það gott vega- nesti fyrir Tour de Ski,“ sagði Snorri að lokum. Áætlað er að Tour de Ski, sem fer fram víðs vegar um Evrópu, hefjist 1. janúar á nýju ári. Ótrúleg atburðarás þegar Snorra var meinað að keppa Ljósmynd/Ski.is Skíðakappi Snorri Einarsson keppir í heimsbikarnum í skíðagöngu í Ruka í Finnlandi um síðustu helgi.  Gat ekki æft  Missti af fyrsta keppnisdegi  Ósáttur að fá ekki hraðpróf HEIMSBIKARINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Snorri Einarsson skíðagöngumað- ur lenti í miklum ógöngum um síð- ustu helgi, þegar hann tók þátt í fyrstu umferð heimsbikarsins í skíðagöngu í Ruka í Finnlandi. Ógöngurnar hófust þegar einn af þjálfurum hans, Vegard Karlstrøm, greindist með kórónuveiruna. Ekki var þó allt sem sýndist. „Þetta var svolítið skrítin ferð. Ég fór í kórónuveirupróf á Íslandi, alvöru PCR-próf. Þegar ég kom til Finnlands fór ég bara í mótefna- mælingu. Ég reyndist alveg nei- kvæður og hélt mínu striki,“ sagði Snorri í samtali við Morgunblaðið. „Ég var kominn til Finnlands þremur dögum á undan þjálf- aranum mínum og aðilanum sem ætlaði að hjálpa mér með skíðin. Svo koma þeir seint um nótt og fara í próf um morguninn. Í prófinu reyndist Vegard jákvæður. Við vorum saman í íbúð og vorum þá auðvitað búnir að vera í sama her- bergi, grímulausir, í meira en 15 mínútur,“ hélt hann áfram. Því þurftu Snorri og Vegard að fara í sóttkví hvor í sínu lagi. „Þá fóru í hönd þrír dagar þar sem ég hef aldrei á ævinni talað jafn mikið í símann. Það var ekki hægt að fá neitt út úr þeim sem voru að halda mótið. Það var eng- inn sem vissi neitt og enginn sem vildi taka ábyrgð á neinu. Mér fannst skrítið að ég skyldi ekki fá kórónuveiruna úr því að við vorum búnir að vera þarna saman. Vegard var heldur ekki með nein einkenni. Það var heldur enginn heima hjá honum með nein einkenni. Hvernig fékk hann þá kórónuveiruna? Bara á leiðinni í bílnum sjálfur, frá Nor- egi til Finnlands? Við byrjuðum að velta því fyrir FH mun ekki leika í Evrópu- keppni félagsliða í handknattleik eins og til stóð en félagið hefur ákveðið að draga sig úr keppni. Hafnfirðingar áttu að mæta Robe Zubri frá Tékklandi í 3. um- ferð keppninnar en fyrri viðureign liðanna átti að fara fram 12. desem- ber í Kaplakrika og síðari viðureignin 19. desember í Tékklandi. „Hand- knattleiksdeild FH og HC Robe Zubri frá Tékklandi hafa undanfarna viku verið í daglegum samskiptum vegna fyrirhugaðra leikja liðanna í Evrópukeppninni í handknattleik,“ segir í yfirlýsingu FH-inga. „Því mið- ur hafa strangar sóttvarnareglur á Íslandi undanfarna mánuði, æfinga- og keppnisbann, og gríðarlegar kröf- ur yfirvalda á keppnislið sem koma til landsins, verið okkur íþyngjandi, og í raun gert okkur ókleift að leika á Ís- landi. Reglugerð á landamærum Ís- lands sem kveður á um sóttkví við heimkomu FH-liðsins frá Tékklandi er einnig með þeim hætti að ótækt er að taka þátt. Handknattleiksdeild FH hefur því neyðst til að draga lið sitt úr Evrópukeppninni,“ segir enn fremur í tilkynningu FH. Drógu sig úr Evrópukeppni félagsliða Sigursteinn Arndal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.