Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 1
10| 12 | 2020
Hátíðarmatur
T Í BEINNI!
KL. 19:00
IS/BINGO
ÁT
D
.
TAKTU
Í KVÖ
Á MB
Þ
L
L
F I M M T U D A G U R 1 0. D E S E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 291. tölublað 108. árgangur
JÓLAKRÆSINGAR
EINS OG ÞÆR
GERAST BESTAR
HÁTÍÐARMATARBLAÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í lok október námu heildareignir ís-
lensku lífeyrissjóðanna 5.512 millj-
örðum króna og höfðu aldrei verið
meiri. Höfðu eignirnar vaxið um 537
milljarða frá áramótum og jafngildir
aukningin því 10,8%. Þetta kemur
fram í nýjum gögnum frá Seðlabanka
Íslands.
Aukningin er hlutfallslega mest í
erlendum eignum og aukast þær um
jafnvirði 339 milljarða króna. Er það
22,6% aukning frá áramótum. Má
hækkunina að stórum hluta rekja til
veikingar krónunnar. Gengisvísitala
Seðlabankans styrktist um 16,7% frá
1. janúar síðastliðnum til loka október
og yfir sama tímabil styrktist dalur-
inn gagnvart krónunni um 14,9% og
evran um 19,9%. Þá hafa eignamark-
aðir víða verið með sterkasta móti og
hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum
slegið hvert metið á fætur öðru.
Í nóvember og það sem af er des-
ember hefur krónan hins vegar
styrkst verulega. Nemur styrking
gengisvísitölunnar nú 8,6% og þá er
dalurinn 3,57% sterkari gagnvart
krónu en hann var um áramót og
krónan 11,96%. Má því gera ráð fyrir
að eignaaukning sjóðanna erlendis
hafi gefið nokkuð eftir. Á fyrstu 10
mánuðum ársins jukust innlendar
eignir um 5,7% eða 198 ma. króna.
Af tölum Seðlabankans má ráða að
lífeyrissjóðirnir hafi látið viðskipta-
bönkunum eftir stöðu sína þegar
kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæð-
is. Upp- og umframgreiðslur sjóð-
félagalána voru þannig 9 milljörðum
hærri en ný lán í október. Er það
sveifla um 23 milljarða frá sama mán-
uði í fyrra þegar ný lán voru 14 millj-
örðum hærri en greiðslurnar. Hefur
þróunin verið á þessa lund frá júní-
mánuði og færist sífellt í aukana.
Vaxið um 537 milljarða
Eignir íslensku lífeyrissjóðanna uxu um ríflega 10% á fyrstu 10 mánuðum ársins
Sjóðirnir hafa snögglega kúplað sig út úr samkeppni á húsnæðislánamarkaði
Ný útlán í október-
mánuði 2017-2020
Ma.kr.*
Útlán lífeyrissjóðanna
október
2017
október
2018
október
2019
október
2020
7,0 8,0
14,0
-9,0
*Að teknu tilliti til upp-
og umframgreiðslna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra greinir frá nýjum markmiðum
Íslands í loftslagsmálum í grein, sem
hún ritar í Morg-
unblaðið í dag.
Þessi markmið
verða kynnt á
leiðtogafundi
Sameinuðu þjóð-
anna næstkom-
andi laugardag.
Þessi nýju
markmið Íslands
eru í þremur lið-
um. Í fyrsta lagi
er boðaður auk-
inn samdráttur í losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Í stað núverandi mark-
miðs um 40% samdrátt frá
1990-2030 verður markið sett á 55%
samdrátt eða meira.
Þá er ráðgert að efla aðgerðir,
einkum í landnotkun, sem munu
auðvelda Íslandi að ná settu mark-
miði um kolefnishlutleysi fyrir 2040
og að auki áfangamarkmiði um kol-
efnishlutleysi losunar á beinni
ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kring-
um árið 2030. Þar munu skógrækt,
landgræðsla og endurheimt votlend-
is gegna lykilhlutverki. Loks skal
lögð aukin áhersla á loftslagstengd
þróunarsamvinnuverkefni, einkum á
sviði sjálfbærrar orku, en framlög
Íslands til þeirra muni aukast um
45% á næsta ári. »41
Kynnir ný
loftslags-
markmið
Katrín
Jakobsdóttir
Halldóri B. Nellett, skipherra á varðskipinu Þór,
var vel fagnað þegar skipið kom til hafnar í
Reykjavík í gærmorgun. Halldór lætur nú af
störfum eftir tæplega hálfrar aldar þjónustu hjá
Landhelgisgæslunni. Dráttarbáturinn Haki
sigldi á undan Þór og myndaði öflugar „sjóbun-
ur“ og þyrla flaug yfir. Á bryggjunni var hleypt
af púðurskotum og ræður haldnar skipherr-
anum til heiðurs að loknum farsælum ferli. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Halldóri skipherra fagnað að loknum farsælum ferli
Nautafille
Marinerað
3.759KR/KG
ÁÐUR: 4.699 KR/KG
JÓ !
Lambahryggur
Léttreyktur
2.848KR/KG
ÁÐUR: 3.699 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 10.—13. desember
-23% -20% Pítubuff6x60 gr – með brauði
1.259KR/PK
ÁÐUR: 2.099 KR/PK
Y ÍB AN
-40%
14 dagartil jóla
Jólasveinalitabókin er á
jolamjolk.is