Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 ÁAlþingi í gær var rætt um störfþingsins og voru ýmsir ánægð- ir með þau en aðrir síður eins og gengur. Þingmenn náðu samstöðu um að ljúka þingstörfum í friði og komast heim í góðum tíma fyrir jól og fyrir það eru allir þakklátir.    Á daginn kom aðeitt þeirra mála sem þeim sem ráða för í þinginu þótti að mætti bíða var frumvarp um stuðning við einka- rekna fjölmiðla. Það hefur svo sem beðið áður og líklega hefur þingheimi ekki þótt muna um eitt árið enn.    Einn þingmaður, GuðmundurAndri Thorsson, kvaddi sér þó hljóðs og fann að þessu. Hann sagði: „Sum mál ríkisstjórnarinnar styðj- um við, jafnvel frekar en rík- isstjórnin sjálf. Þar má til dæmis nefna frumvarp hæstvirts mennta- málaráðherra um stuðning við fjöl- miðla sem nú er enn eitt árið að gufa upp hér á þingi. Mikilvægi fjöl- miðla í samfélagi okkar verður aldrei nógsamlega undirstrikað. Við erum að tala um alls konar fjöl- miðla, litla, stóra, fámenna, fjöl- menna, netmiðla, vefmiðla, hljóð- miðla, myndmiðla, héraðsmiðla og landsmiðla. Þetta er allt mjög mik- ilvægt að þrífist í opnu en við- kvæmu lýðræðissamfélagi, hvort sem er í einkaeigu, einkarekstri eða þá að við séum að tala um Rík- isútvarpið.“    Þetta síðastnefnda er að vísu um-deilanlegt, en mikilvægi fjöl- miðla er þó væntanlega óumdeilt. Sömuleiðis er óþarfi að deila um að ábending þingmannsins sem fylgdi á eftir um ójafna samkeppni við „al- þjóðlega risa sem greiða ekki skatta eða önnur gjöld hér á landi“ á fullan rétt á sér. Guðmundur Andri Thorsson Frestur er víst á öllu bestur STAKSTEINAR Vegna heimsfaraldurs kórónuveir- unnar hefur helgihald að mestu leyti legið niðri í kirkjum landsins frá því í byrjun október. Altaris- ganga hefur ekki verið í boði af þessari ástæðu. En með nýjum sóttvarnareglum hefur opnast möguleiki. „Þau í Grafarvogskirkju – en það er stærsta sókn landsins – bjóða upp á altarisgöngu í kirkjunni núna á sunnudaginn, 13. desember, með nýstárlegum hætti,“ segir í frétt á vef biskups, kirkjan.is. Þau sem vilja ganga til altaris skrá sig fyrirfram á vef Grafar- vogskirkju en hægt er að velja sér tíma: kl. 11, 12, 13 og 14. Átta ein- staklingar geta gengið til altaris í hverjum hópi í senn. „Og það sem meira er: öll sem ætla til altaris koma með sinn bolla. Já, og hví ekki uppáhaldsbollann?“ Altarisganga er kirkjuleg athöfn þar sem prestur útdeilir brauði og víni sem hefur verið helgað með innsetningarorðum. Rætur altaris- göngu eru í síðustu kvöldmáltíðinni. Tveggja metra reglan verður virt við altarisgönguna svo og allar aðr- ar sóttvarnareglur. Fjöldinn tak- markast við 10 manns í sama rými, kirkjugestirnir eru átta og tveir prestar. sisi@mbl.is Til altaris með uppáhaldsbollann  Nýjung í Grafarvogskirkju  Þeir sem ganga til altaris skrái sig á netinu Morgunblaðið/Ásdís Altarisganga Gestir geta ekki bergt vínið af bikarnum að þessu sinni. Í borgarkerfinu er nú til meðferðar umsókn um leyfi til að byggja við- byggingu, fjórar hæðir og kjallara, steinsteypta, einangraða og klædda glerklæðningu, við hátæknisetur Alvotech á lóð við Sæmundargötu. Hið nýja hús verður samtals 13.286 fermetrar. PK arkitektar eru aðal- hönnuðir. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur sl. föstudag og gerir hann ekki skipu- lagslegar athugasemdir við erindið að öðru leyti en því að breyta þarf bílastæðum í götu. Núverandi bygging Alvotech á Sæmundargötu 15-19 í Vatnsmýr- inni var reist árið 2016 og er tæp- lega 13 þúsund fermetrar að stærð. Brunabótamat samkvæmt fast- eignaskrá er rúmir 4,2 milljarðar króna. Húsið er hluti af Vísinda- görðum Háskóla Íslands. Viðbygg- ingin mun rísa sunnan við núverandi hús. Vegna vaxandi umsvifa stefnir lyfjaþróunarfyrirtækið Alvotech á að fjölga starfsmönnum í höfuð- stöðvum félagsins í Vatnsmýri á næstu misserum, að því er fram kom í frétt hér í blaðinu í september sl. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 500 vísindamenn og sérfræðingar frá 45 þjóðlöndum, á Íslandi, í Þýskalandi, Sviss og í Bandaríkjunum. Sesselja Ómarsdóttir, fram- kvæmdastjóri lyfjagreiningar- deildar Alvotech, sagði á Iðnþingi nýlega að útlit væri fyrir að velta fyrirtækisins yrði 5% af VLF (vergri landsframleiðslu) á Íslandi og 20% af útflutningstekjum árið 2027. Þær upplýsingar fengust hjá Alvotech að stefnt væri að því að tekjur félagsins yrðu um 500 millj- arðar króna á næstu 10 árum, að mestu leyti vegna Bandaríkjamark- aðar, en Teva er þar samstarfsaðili félagsins. sisi@mbl.is Alvotech reisir stór- hýsi í Vatnsmýrinni  Hyggjast fjölga starfsmönnum á næstu misserum Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Vatnsmýri Höfuðstöðvar Alvotech. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.