Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að gengið verði til viðræðna við menntamálaráðuneytið um þátttöku borgarinnar í kostnaði við framkvæmdir í húsnæðismálum Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Ráðuneytið skrifaði borgar- stjóra bréf um málið hinn 16. nóv- ember síðastliðinn. Í bréfinu kemur fram að mikil fjölgun nemenda hafi verið í verknámi undanfarin ár og þá helst í rafvirkjun og húsasmíði og verknám þarfnist meira rýmis en bóknám. Stjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti telja að komið sé að þol- mörkum og sjá fram á að synja þurfi mörgum nemendum um skólavist í framtíðinni ef aðstaða til kennslu verði ekki bætt. Skortur sé einnig á kennslustofum, aðstöðu fyrir kenn- ara, starfsmenn og nemendur í aðal- byggingu skólans. Kostar um einn milljarð Framkvæmdasýsla ríkisins hef- ur greint stöðuna og skilaði hún ný- lega skýrslu. Gert er ráð fyrir því að byggja tvær skemmur ásamt tengi- byggingum, samtals um það bil 2.155 fermetrar. Framkvæmdasýslan áætlar að stofnkostnaður verði 970 milljónir króna á verðlagi í október 2020. Við bætist annar kostnaður, svo sem vegna kaupa á búnaði í hús- næðið. Miðað við óvissu í áætlunum gæti heildarkostnaður orðið á bilinu 983 til 1.418 milljónir. Í samþykkt borgarráðs segir að semja þurfi við menntamálaráðuneytið um það hver greiðsluþátttaka verði, hvernig greiðslur dreifist miðað við fram- vindu og hvernig haldið skuli á kostn- aðarfrávikum og framkvæmda- áhættu. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti stendur við Austurberg. Hann tók til starfa 1975. Húsnæðið hefur verið stækkað í áföngum og er nú alls um 11.500 fermetrar. Á haustönn 2020 voru skráðir nemendur 1.734 talsins í dag- og kvöldskóla. Þeir skiptast þannig þannig að í verknám eru skráðir 915 (53%), í bóknám 580 (33%), listnám 186 (11%) og sérdeild 53 (3%). Nemendaspá gerir ráð fyrir 10% fjölgun nemenda næstu sjö árin. Ásókn í verknám kallar á stækkun Morgunblaðið/sisi Breiðholt Nauðsynlegt er talið að byggja við fjölbrautaskólann svo ekki þurfi að vísa nemendum frá í framtíðinni.  Ríki og Reykjavíkurborg hefja viðræður um viðbyggingu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti  Komið að þolmörkum Skógarmítlum hefur fjölgað í Evr- ópu á síðustu árum og útbreiðslu- svæði þeirra stækkað til norðurs. „Líklega er það ástæðan fyrir því að við erum að sjá fleiri skógarmítla- tilfelli hér á landi á síðustu árum. Þ.e. að hingað séu að berast fleiri mítlar með farfuglunum okkar en áð- ur,“ sagði Matt- hías Svavar Al- freðsson, skordýrarfræð- ingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands (NÍ), í skriflegu svari við spurningum Morgunblaðsins. Hann sagði að vissulega ætti hlýrra loftslag að auðvelda mítlunum lífið hér. Um er að ræða norðlæga tegund sem getur lagst í dvala yfir vetrartímann. Skógarmítlar geta alveg lifað af við núverandi aðstæður á Íslandi. En þeir eru háðir blóðmáltíðum og þurfa þrjár slíkar á lífsferlinum. Þeir þurfa því aðgang að hýslum. „Það má segja að hér á landi sé skortur á hýslum eða þéttleiki þeirra takmarkandi og það gerir skógarmítlum erfitt fyrir,“ sagði Matthías. Hlýnunin leiðir líklega til þess að hýslar, eins og hagamús, muni búa við betri fæðuskilyrði, minni vetr- arafföll og þéttleiki þeirra því aukast. Kanínum fjölgar og þær breiðast út í náttúrunni. Matthías telur að þetta geti auðveldað skóg- armítlum að nema hér land. Hann kveðst ekki geta sagt að skógarmítill sé orðinn landlægur hér. Fá þarf staðfestingu á því að honum takist að ljúka lífsferli sínum hér á landi. Til þess þarf að finna lirf- ur dýrsins sem ekki hefur tekist þrátt fyrir mikla leit. Mítlum sem sendir eru til grein- ingar og varðveislu hjá NÍ og á Keld- um hefur fjölgað undanfarin ár. Þar getur aukin umræða og hvatning til dýralækna og almennings um að senda skógarmítla hafa haft áhrif. Skógarmítlar hafa fundist um allt land. Undanfarin ár hefur Matthías leitað reglulega að skógarmítlum sem eru að bíða eftir hýsli. Þeir skríða upp í gróður og bíða þar með framlappirnar úti í von um að grípa hýsil. Hann hefur fundið 43 slíka skógarmítla undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði. Matt- hías fer reglulega um Suðvestur- og Suðurland og fer svo hringinn í kringum landið á fimm ára fresti. Næsta hringferð verður 2021. Skógarmítlar bera Borrelia burg- dorferi-bakteríu sem getur borist í menn við bit mítilsins. Hún veldur Lyme-sjúkdómi í mönnum. Bakterí- an hefur fundist í mítlum hér á landi. Nú stendur yfir sýklarannsókn á mítlum sem safnað var af farfuglum þegar þeir komu til landsins. Nið- urstöður verða líklega birtar á næsta ári. Í Læknablaðinu (2. tbl. 2019) var greint frá faraldsfræðilegri rann- sókn á Lyme-sjúkdómi á árunum 2011-2015. Að meðaltali greindust 6,6 tilfelli hér á ári og voru þau öll af erlendum uppruna. gudni@mbl.is Skógarmítill í sókn Ljósmynd/Erling Ólafsson Skógarmítill Þeir fá far með far- fuglum og geta mögulega sest að. Matthías Svavar Alfreðsson  Útbreiðslusvæði skógarmítla stækkar til norðurs  Til- fellum fjölgar  Geta borið sýkla sem valda Lyme-sjúkdómi Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það var auðvitað mjög skrítið að geta ekki hist allir í brugghúsinu og átt góðan dag. Það virkaði hins vegar ágætlega að gera þetta í gegnum Zoom og bjórinn er vel heppnaður,“ segir Hilmir Berg Ragnarsson, einn aðstandenda Mono brewing project. Í vikunni kom í vínbúðir bjórinn Festivus sem er afrakstur sam- starfs Mono og Borgar brugghúss. Flestir þekkja til hins síðarnefnda enda hefur Borg verið stórtækt á markaði handverksbjóra síðastlið- inn áratug. Mono er á hinum end- anum; ungt og fremur smátt í snið- um en hefur þótt koma með ferska vinda inn á markaðinn. Samstarfsverkefni sem þetta eru algeng í bjórheiminum og fela það jafnan í sér að bruggarar frá tveimur brugghúsum kasta hug- myndum sín á milli og eyða svo degi saman við framleiðsluna. Á tímum kórónuveirunnar er það ekki auðvelt í framkvæmt og því var brugðið á það ráð að sam- starfsbruggið færi fram í gegnum Zoom. „Sambrugg eru stór og mik- ilvægur partur af þessum hand- verksbruggaraheimi nútímans auk þess að vera eitt það skemmtileg- asta sem maður gerir sem brugg- ari. Það er alltaf lærdómsríkt og gefandi að skapa með ólíku fólki, skiptast á hugmyndum og reynslu- sögum og prófa nýja hluti. Í ljósi aðstæðna er óhætt að segja að þetta hafi verið óhefðbundið og þá sérstaklega bruggdagurinn sem var talsvert leiðinlegri en hann hefði getað orðið,“ segir Árni Theodór Long, bruggmeistari hjá Borg. „Flöktandi netsamband og flatleiki samskiptamátans drógu auðvitað talsvert úr lífinu en við gerðum það skásta úr þessu. Og bjórinn er frábær,“ segir Árni. Nafnið vekur mikil viðbrögð Festivus er svokallaður hveiti IPA og segir Hilmir að hann sé al- gjör „humlaveisla“. Nafnið á bjórn- um vekur óneitanlega athygli og ekki er ólíklegt að margir glotti við tönn þegar rifjað er upp hvert það er sótt. Hilmir segir að þar sem bjórinn kemur í verslanir skömmu fyrir jól en er samt ekki jólabjór hafi auðvitað legið beint við að nafnið endurspeglaði það. Hann fékk þá hugmynd að leita í smiðju hinna goðsagnakenndu sjónvarpsþátta Seinfeld. Þar var í einum þætti fjallað um hátíðina Festivus sem fór fram 23. desem- ber og var eins konar trúlaus mót- vægishátíð við jólin. „Þetta nafn hefur vakið mikil viðbrögð. Það er ótrúlegt að sjá áhugann á þessum þáttum enn þann dag í dag,“ segir Hilmir. Samstarfs- brugg í skugga veirufaraldurs  Mono og Borg efndu til samstarfs  Nafnið sótt í gamlan Seinfeldþátt Ljósmynd/Hari Skál Bruggararnir leyfðu sér að skála með ströngum takmörkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.