Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Í hringborðsumræðum á ráð- stefnunni í gær kom fram hjá for- sætisráðherra að nú liggi fyrir hundruð tillagna um brýn verkefni á sviði innviða orkumála sem ráðast þurfi í. Þau séu mikilvæg hvað varð- ar almennt öryggi, en einnig með tilliti til kolefnishlutleysis og grænnar framtíðar í orkumálum. Skv. því sem fram kom á ráð- stefnunni í gær telur Aldís Haf- steinsdóttir, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, ólíðandi að brýnar framkvæmdir sem lúta að almannahagsmunum strandi á skipulagsmálum. Ástandið sem skapaðist í óveðrinu nyrðra í fyrra sýni að átaks sé þörf. sbs@mbl.is Óveður sem gekk yfir landið á síð- asta ári og olli langvarandi raf- magnsleysi meðal annars á Dalvík sýndi að veruleg þörf er á að hraða uppbyggingu orkukerfisins. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobs- dóttur forsætisráðherra á fundi sem Landsnet stóð fyrir í gær, en þar var framtíð í raforkuflutningum á landinu til umfjöllunar. Leggjum línurnar fyrir framtíðina var yf- irskrift fundarins sem fór fram á netinu. „Við hjá Landsneti stóðum frammi fyrir miklum áskorunum í kjölfar óveðursins sem skall á fyrir ári. Ljóst er að hraða þarf uppbygg- ingu, byggja upp sterkara kerfi og tryggja rafmagn á öllu landinu þeg- ar veður sem þetta skellur á,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, for- stjóri Landsnets. Umræða um þessi mál sé mikilvæg. Meginmálið sé samt að byggja upp sterkara kerfi og tryggja rafmagn á öllu landinu þegar óveður með ófyrirséðum af- leiðingum skellur á. Þar ætli Lands- net að standa undir þeim skyldum sem fyrirtækið hefur. Hraða þarf uppbygg- ingu orkukerfisins Morgunblaðið/Eggert Dalvíkurlína Gert við brotna staura eftir áhlaupsveðrið síðasta vetur.  Ótækt að skipu- lagsmálin stöðvi framkvæmdirnar Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Út er komin Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga. Um er að ræða 40. hefti bókarinnar, sem félagið hefur gefið út frá 1966 með ýmsum sögulegum fróðleik úr Skagafirði. Burðargrein Skagfirðingabókar að þessu sinni er um hjónin Guðjón Ingi- mundarson íþróttakennara og Ingi- björgu Kristjánsdóttur, sem bjuggu allan sinn búskap á Sauðárkróki. Greinina ritar Sölvi Sveinsson en hann á sæti í ritstjórn Skagfirðinga- bókar ásamt Hjalta Pálssyni og Sigurjóni Páli Ís- akssyni. Bókin var tilbú- in úr prentun í vor en dreifingu henn- ar var frestað til haustsins vegna kórónuveirunnar. Skömmu áður en núverandi sam- komutakmarkanir tóku gildi náðist að halda útgáfuhóf á Sauðárkróki, þar sem nokkrir afkomendur Guðjóns og Ingibjargar, sem alltaf var kölluð Bogga, voru viðstaddir. Áberandi á uppgangsárum Guðjón og Bogga voru áberandi í bæjarlífinu á Sauðárkróki á seinni helmingi síðustu aldar, á miklum upp- gangsárum bæjarins. Guðjón var Strandamaður að uppruna, fæddist á Svanshóli í Bjarnafirði árið 1915, en fluttist ungur að árum til Sauð- árkróks haustið 1941. Hann hafði þá verið kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni frá 1937, eftir að hafa lokið þaðan íþróttakennaraprófi. Fljótlega eftir komuna til Sauð- árkróks kynntist Guðjón Boggu, sem fæddist 1922 í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Þau Guð- jón og Bogga eignuðust sjö börn, sem öll komust á legg. Afkomendur þeirra hjóna í dag eru á sjöunda tuginn. Um samband þeirra hjóna ritar Sölvi m.a. í grein sinni: ,,Milli þeirra Boggu og Guðjóns var einkar hlýtt til lokadags; ónot og styggðaryrði röskuðu aldrei sambúð þeirra. Þau voru samhent í uppeldi á börnum sínum þótt það hvíldi vissu- lega miklu meira á herðum Boggu en Guðjóns.“ Guðjón var fyrst fenginn til sund- kennslu í Varmahlíð en haustið 1941 hóf hann íþróttakennslu við skólana á Sauðárkróki og gegndi þeim störfum til 1974. Hann kenndi einnig smíðar eftir að hafa lokið smíðakennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1944. Guðjón var helsti hvatamaður þess að Sundlaug Sauðárkróks var byggð og beitti þar m.a. áhrifum sínum sem bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- nefndar. Hann veitti sundlauginni forstöðu frá vígslu hennar árið 1957 og til ársins 1986. Eftir að börnin komust á legg vann Bogga í sund- lauginni með Guðjóni, stóð vaktina al- veg til ársins 1990. Í grein Sölva kem- ur fram að Bogga hafi sinnt fjölmörg- um áhugamálum samhliða uppeldi á stórum barnahópi. Hún söng í kirkju- kórnum, starfaði með kvenfélaginu og lagði fjölmörgum félögum lið sem tengdust félagsstörfum Guðjóns. Gallarnir sniðnir af Í greininni vitnar Sölvi í skemmti- leg ummæli Guðjóns um þau hjónin, sem hann lét falla á ættarmóti Svans- hólsfólksins árið 1992: ,,Það var einn góðviðrisdag í maí í vor að við hjónin, nýkomin úr sund- lauginni, sátum yfir morgunkaffinu okkar, mauluðum harðkex og spjöll- uðum saman um lífið og tilveruna, að Bogga sagði með sinni venjulegu og alkunnu ró í einhverju samhengi: ,,Það hafa nú elst af þér ýmsir gallar með árunum. Mig rak í rogastans. Ég sem hélt að ég væri því sem næst gallalaus. Var Svanshólsfólkið þá gallað fólk? [...] Þegar ég nú íhugaði málið nánar, varð ég að viðurkenna að líklega hafði konan mín rétt fyrir sér, eins og venjulega, ég hafði auð- vitað aldrei verið gallalaus og var það ekki enn, þótt hún væri búin í nær 50 ára sambúð að sníða þá marga af.“ Guðjón var bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn frá 1950 til 1974 og forseti bæjarstjórnar kjörtíma- bilið 1966-1970. Hann átti einnig sæti í skólanefnd Sauðárkróks og fræðslu- ráði Norðurlands vestra. Meðal fjölmargra annarra félags- starfa Guðjóns má nefna að hann átti sæti í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar í 31 ár, þar af var hann formaður í 29 ár. Þá var hann um skeið varaformaður Ungmennafélags Íslands. Guðjón fékk fjölda viður- kenninga fyrir störf sín, fékk gull- merki Sundsambands Íslands og var heiðursfélagi ÍSÍ. Fálkaorðuna fékk hann árið 1984. Guðjón lést árið 2004 og Bogga lést 2010. Bertel fæddur í Skagafirði? Í Skagfirðingabók eru níu aðrar fróðlegar greinar. Má þar helst nefna að Sigurjón Páll Ísaksson fjallar um myndhöggvarann Albert Thorvald- sen, kunnari sem Bertel Thorvald- sen. Í greininni rekur Sigurjón sagn- ir um að Bertel hafi fæðst í Skagafirði og nefnir að hvorki hafi tekist að sanna þær né afsanna. Löngum hefur verið talið að hann hafi fæðst í Kaupmannahöfn en sam- kvæmt grein Sigurjóns er það ekki skráð í kirkjubókum Kaupmanna- hafnar. Fæðingardagurinn hefur ver- ið sagður 19. nóvember árið 1770 þannig að nýverið voru 250 ár liðin frá fæðingu þessa heimsþekkta myndhöggvara. Foreldrar hans voru Gottskálk Þorvaldsson, ættaður frá Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði, og Karen Degnes. Afi Bertels var prest- ur á Miklabæ. Í bókinni er einnig fjallað um ann- an kunnan listamann, Sölva Helga- son, eða Sólon Islandus, sem klárlega fæddist í Skagafirði, nánar tiltekið að Fjalli í Sléttuhlíð árið 1820. Því eru liðin 200 ár frá fæðingu hans. Teikn- ing af Sölva prýðir einmitt bókarkáp- una. Greinina ritar Hjalti Pálsson. Strandamaður í straumi samfélags  Fertugasta hefti Skagfirðingabókar komið út  Aðalgreinin um hjónin Guðjón Ingimundarson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur  Einnig fjallað um listamennina Bertel Thorvaldsen og Sölva Helgason Hjón Ingibjörg Kristjánsdóttir og Guðjón Ingimundarson eru meginviðfangsefni nýrrar Skagfirðingabókar. Myndhöggvari Bertel Thorvaldsen var af skagfirskum ættum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.