Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Búið er að landa 208 þúsund tonnum af kolmunna á árinu samkvæmt töl- um á vef Fiskistofu. Alls eru afla- heimildir Íslendinga í kolmunna 247 þúsund tonn og er því eftir að veiða tæplega 40 þúsund tonn, en ótalinn er sá afli sem er í skipunum. Síðustu daga hefur veiðst ágætlega á miðun- um á gráa svæðinu milli Færeyja og Skotlands. Þar voru átta íslensk uppsjávar- skip að veiðum í gær; Jón Kjartans- son SU, Aðalsteinn Jónsson SU, Hoffell SU, Beitir NK, Börkur NK, Sigurður VE, Venus NS, Víkingur AK. Guðrún Þorkelsdóttir SU var að landa á Vopnafirði, Heimaey VE í Vestmannaeyjum, Bjarni Ólafsson AK á landleið og Huginn VE var á leið á miðin. Á svæðinu suður af Færeyjum voru einnig færeysk, hol- lensk og rússnesk skip. Þegar rætt var við Grétar Rögn- varsson, skipstjóra á Jóni Kjartans- syni SU 111, skipi Eskju á Eskifirði, um miðjan dag í gær voru þeir að hífa í síðasta skipti í túrnum. Yfir 1.600 tonn voru komin í tanka skips- ins og Grétar sagði að útlit væri ágætt á að 300 tonn bættust við, von- andi nóg til að fylla. Þá yrði lagt af stað heim á leið, en af miðunum er um 28 tíma stím til Eskifjarðar. „Þetta hefur verið alveg þokkalegt síðustu þrjá daga og vinnuveður alla daga,“ sagði Grétar. „Þegar við kom- um á miðin fyrir viku byrjuðum fyrir austan eyjarnar, en þar var smár kolmunni og svæðum þar var lokað. Þá var farið suður fyrir og hér á gráa svæðinu hafa fengist 3-400 tonn í holi undanfarið. Í birtutímanum hefur ekkert verið að hafa og því verið tog- að yfir nóttina í 15-20 tíma og síð- an híft upp úr há- degi.“ Grétar sagðist reikna með að farið yrði í einn túr til viðbótar á Færeyjamið fyrir jól og 5-6 veiði- dagar ættu að nást. Lögum og reglum samkvæmt eiga sjómenn á uppsjávarskipum jólaleyfi frá og með 20. desember til 2. janúar. Eskja á drjúgan kvóta í kolmunna eða um 19% af heildinni og sagðist Grétar reikna með að árið byrjaði á kolmunna suður af Færeyjum eða á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Ír- landi. „Vonandi verður síðan loðnu- vertíð í febrúar og mars,“ segir skip- stjórinn. Óþarfa mannaferðir um borð ekki vel séðar Loðnuveiðar hafa ekki verið tvö síðustu ár, en Grétar segir að þetta ár hafi að öðru leyti gengið sinn vanagang og sérstaklega vel hafi gengið á veiðum á norsk-íslenskri síld. Spurður um kórónuveikifarald- urinn og aðgerðir um borð segir hann að Austfirðingar hafi blessun- arlega sloppið vel frá faraldrinum til þessa. Í sumar hafi áhöfnin tvívegis farið í skimun og menn hugi vel að persónulegum smitvörnum og séu vel varðir um borð. Á leiðinni á miðin í yfirstandandi túr var komið við í Færeyjum til að taka olíu. Til að forðast smit fór eng- inn í land og enginn um borð og land- gangur ekki settur á milli skips og bryggju. Óþarfa mannaferðir um borð séu ekki vel séðar. Þokkalegur kolmunnaafli  Uppsjávarskip að veiðum suður af Færeyjum  Vonandi verður loðnuvertíð Ljósmynd/Grétar Rögnvarsson Á miðunum Fylgst með þegar kolmunni fer í gegnum skiljuna um borð í Jóni Kjartanssyni suður af Færeyjum í gær. 330 tonn voru í síðasta holinu. Grétar Rögnvarsson. Því er haldið fram í norska blaðinu Nordlys í gær að upp- hæðir í skipulagðri glæpastarf- semi í norskum sjávarútvegi nemi tveimur milljörðum norskra króna árlega eða sem nemur hátt í 30 milljörðum íslenskra króna. Teg- undasvindl sé arðbært og erfitt við að eiga og veltan í þessari ólöglegu starfsemi sé svipuð og í fíkniefnaviðskiptum í landinu. Eftirlit er sagt bágborið og það falli undir ótrúlega óheppni náist þeir brotlegu. Það er Steinar Eli- assen, formaður í samtökum fisk- kaupenda, sem heldur þessu fram og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að taka ekki á málinu. Stjórnvöld undirbúa átak Odd Emil Ingebrigtsen sjávar- útvegsráðherra segir að stjórnvöld undirbúi nú átak til að taka á vandanum og sé aðgerðaáætlunar að vænta í janúar. Málið sé mikil- vægt, en ráðherra segist ekki vita hversu mikið umfangið sé. Sjó- menn og fiskkaupendur verði líka að bera ábyrgð og ekki grafa und- an eigin atvinnugrein. Svindlið er einkum rakið til landana að næturlagi og þorskur verði þá oft að ufsa um leið og hann komi upp á bryggjuna. Margir sjómenn hafi veitt leyfileg- an þorskkvóta, en haldi áfram að veiða aðrar tegundir. Sem slíkur meðafli megi þorskur ekki fara yf- ir 30% af aflanum, en gerist það renni verðmætið í ríkissjóð. Sjó- maðurinn sjái sér hag í að selja þorskinn sem ufsa og kaupandinn geti selt þorsk á fullu verði þótt hann hafi aðeins greitt tæplega hálfvirði fyrir hann. Fram kemur í viðtali við Elias- sen að þessi starfsemi grafi undan fiskveiðistjórnarkerfinu. Einnig standi þau fyrirtæki sem fari að lögum og reglum höllum fæti í samkeppninni og missi af við- skiptum. Milljarða svik í norsk- um útvegi Afurðaverð á markaði 8. des. 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, slægður 412,48 Ýsa, óslægð 273,33 Ýsa, slægð 277,40 Ufsi, óslægður 168,60 Ufsi, slægður 176,69 Gullkarfi 286,40 Blálanga, óslægð 301,62 Langa, óslægð 189,74 Langa, slægð 241,93 Keila, óslægð 58,03 Keila, slægð 80,19 Steinbítur, óslægður 420,38 Steinbítur, slægður 491,16 Skötuselur, slægður 763,50 Grálúða, slægð 358,11 Skarkoli, slægður 497,92 Þykkvalúra, slægð 1.176,02 Langlúra, óslægð 120,00 Sandkoli, óslægður 100,92 Flundra óslægð 82,00 Bleikja, flök 1.409,00 Gellur 1.041,18 Hámeri, slægð 19,00 Hlýri, slægður 478,81 Lúða, slægð 568,31 Lýsa, óslægð 42,88 Lýsa, slægð 118,39 Skata, slægð 75,53 Stórkjafta, slægð 86,00 Undirmálsýsa, óslægð 128,51 Undirmálsýsa, slægð 144,00 Undirmálsþorskur, óslægður 185,66 Undirmálsþorskur, slægður 187,38 Kolmunni er af þorskfiskaætt og er einn af fimm uppsjávarfiskistofnum sem veiddir eru af íslenskum fiskiskipum, en hinir eru loðna, makríll, norsk-íslensk síld og íslensk sumargotssíld. Mest af kolmunnanum fer í bræðslu og er fiskimjölið m.a. notað sem fóður í fiskeldi, en hinar teg- undirnar eru að mestu unnar til manneldis. Aðalhrygningarsvæði kolmunna í Norðaustur-Atlantshafi eru við landgrunnsbrúnirnar norðvestan og vestan við Bretlandseyjar. Eftir hrygningu fer hrygningarstofninn í ætisgöngur norður í haf og síðan suður á bóginn aftur þegar líður á haust. Kolmunninn heldur sig mest í úthafinu og er þá í miðsævinu eða uppsjónum á 2-500 metra dýpi. Kolmunni af ætt þorskfiska FÓÐUR Í FISKELDI Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is • Olíulitir • Akrýllitir • Vatnslitir • Trélitir • Trönur • Blindrammar • Strigi • Penslar • Spreybrúsar • Teikniborð • Gjafasett • Teikniborð • Ljósaborð • Skissubækur ... og margt fleira Þess vegna leggjum við mikinn metnað í myndlistarvörurnar okkar. Listin er eilíf Þú finnur réttu jólagjöfina í myndlistarvörudeildum okkar í Fellsmúla v/Grensásveg og á Akureyri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.