Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
KRINGLAN - SMÁRALIND
Lloyd Dag
Verð: 29.995.-
Vnr. LLODAG
Lloyd Lacour
Verð: 24.995.-
Vnr. LLOLACOUR
VANDAÐIR OG FALLEGIR SKÓR
- NÝ SENDING -
Lloyd Lex
Verð: 22.995.-
Vnr. LLOLEX-COG
Lloyd Osmond
Verð: 22.995.-
Vnr. LLOOSMOND-COG
Áætlunarflug með Boeing 737 MAX-flugvélum hófst á ný í
Brasilíu í gær eftir 20 mánaða hlé en þessar vélar voru kyrr-
settar um allan heim í mars á síðasta ári eftir að tvær slíkar
fórust vegna galla í tæknibúnaði. Vélin er í eigu flugfélagsins
Gol og var henni flogið með farþega frá Sao Paulo til Porto
Alegre. Að sögn blaðamanns AFP-fréttastofunnar um borð
gekk allt vel. Fæstir farþeganna um borð virtust gera sér
grein fyrir því að þetta flug væri fréttnæmt og áhöfnin minnt-
ist ekki á það í tilkynningum meðan á fluginu stóð.
Gol, sem er stærsta innanlandsflugfélag Brasilíu, á sjö
MAX- vélar og hefur pantað 115 slíkar til viðbótar. Banda-
ríska loftferðaeftirlitið gaf út nýtt flughæfnisvottorð fyrir
MAX-vélarnar í nóvember og það brasilíska fylgdi í kjölfarið
viku síðar. Búist er við að evrópsk flugmálayfirvöld geri slíkt
hið sama í byrjun næsta árs.
AFP
Boeing 737 Max-flugvél í loftið í fyrsta skipti í 20 mánuði
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Boris Johnson forsætisráðherra
Bretlands sagði fyrir för sína til
Brussel til fundar við Ursulu von der
Leyen, forseta framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins (ESB) síðdegis í
gær, að kröfur ESB í Brexit-viðræð-
unum væru enn óaðgengilegar.
„Enginn breskur forsætisráðherra
myndi nokkru sinni geta fallist á
þær,“ sagði Johnson í fyrirspurna-
tíma í þinginu. „Góður samningur er
enn ekki fenginn.“
Johnson sagði að ESB krefðist
meðal annars „sjálfkrafa réttar“ til
hefndaraðgerða gegn Bretlandi
breyttu þeir lögum sínum og reglum
síðar meir á þann veg að samhljóm
vantaði við lög og reglur ESB, svo
sem við staðla á vinnumarkaði og við-
miðanir í umhverfismálum. Gert var
ráð fyrir að þau von der Leyen myndu
freista þess yfir kvöldverði í Brussel í
gærkvöldi að höggva á hnútinn í til-
raunum til að lenda samningi um
samskipti ESB og Bretlands frá og
með komandi áramótum en þá hætta
Bretar að fylgja lögum og reglum
sambandsins um milliríkjaviðskipti.
Í kvöldverðinum ætluðu Johnson
og von der Leyen að fara yfir lista yfir
helstu ásteytingarefnin í viðræðunum
sem fóru út um þúfur í fyrradag.
Háttsettur embættismaður í London
sagði að hægt yrði að taka upp samn-
inga að nýju eftir nokkra daga tækist
leiðtogunum tveimur að þoka málum
undir borðhaldinu. Raunsætt væri að
telja útilokað að þeir Frost lávarður
og Michel Barnier – aðalsamninga-
menn Breta og ESB, næðu saman.
Leiðtogar ESB-ríkjanna 27 koma
saman til fundar í Brussel í dag,
fimmtudag. Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, sagði enn unnt að semja,
en bætti við að virða þyrfti það, að
innri markaður sambandsins yrði
heill og óskertur.
Ágreiningur um margt
Samningsaðila greindi enn verulega
á um fiskveiðimál, samkeppnisreglur
og eftirlit með fullnustu útgöngusam-
komulagins.
Þótt fiskveiðar vegi hvorki þungt í
hagkerfi Bretlands né ESB þá skipta
þær miklu máli fyrir nokkur lönd
ESB. Og þær réðu miklu um niður-
stöður þjóðaratkvæðisins í Bretlandi
2016 þar sem útgangan úr ESB var
samþykkt. Sambandið hefur krafist
hámarksaðgengis fiskiskipa sinna að
bresku lögsögunni en aflaverðmæti
þeirra á ári hefur verið um 600 millj-
ónir sterlingspunda, jafnvirði röskra
hundrað milljarða íslenskra króna.
Bretar hafa aftur á móti viljað mun
stærri skerf af kvótunum en verið hef-
ur og ráða hvar og hvaða fisktegundir
fiskiskip ESB veiði.
Ágreiningur í samkeppnismálum hef-
ur snúist um leikreglur á margra millj-
arða punda markaði nú og í framtíðinni.
Ekki hafði náðst saman um hvernig
komið skyldi í veg fyrir að annar hvor
samningsaðilinn nyti ósanngjarnrar að-
stöðu umfram keppinautana.
Þriðja stóra óleysta málið er hvern-
ig háttað skyldi eftirliti með að við-
skiptasamningar yrðu haldnir og
hvernig tekið skyldi á brotum. Hefur
ESB knúið á um refsiheimildir til
handa báðum aðilum til að grípa til
refsitolla yrðu samningsbrot framin.
Johnson kvaðst einnig álíta að ESB
myndi heldur ekki fallast á að Bretar
réðu einir rétti sínum til fiskveiða í
eigin efnahagslögsögu þegar útganga
Breta úr ESB væri um garð gengin.
Hann sagði í þinginu, að sambandið
ætlaðist til þess að Bretland yrði eina
strandríki heims sem ekki hefði fullt
og óskorað vald yfir fiskimiðum sín-
um.
Mikilvæg kvöldmáltíð beið í Brussel
Tíminn til að ná samningum fyrir gamlársdag er að hlaupa frá aðilum en þá hætta Bretar að fylgja
lögum og reglum ESB um milliríkjaviðskipti Óaðgengilegar kröfur, sagði forsætisráðherra Breta
AFP
Til fundar Boris Johnson við sendi-
ráð Breta í Brussel í gærkvöldi.