Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 UmfjöllunLækna-blaðsins um hjúkrunarrými og viðbrögð við kórónuveiru- faraldrinum er slá- andi. Þar er rætt við Teit Guð- mundsson, lækni og fram- kvæmdastjóra Heilsuverndar, og Önnu Birnu Jensdóttur, framkvæmdastjóra Öldungs, sem rekur Sóltún, um þau úr- ræði sem þessi fyrirtæki og fleiri hafa boðið heilbrigðis- yfirvöldum til að leysa bráða- vanda vegna veirufaraldursins og þann algera skort á við- brögðum sem þau greina frá. Í umfjöllun Læknablaðsins kemur fram að heilbrigðis- ráðuneytið hafi snemma í októ- ber sent forstjórum hjúkr- unarheimila tölvupóst og beðið um aðstoð. Fyrir liggur að að- stoð var boðin, en heilbrigð- isráðuneytið hefur ekki einu sinni svarað þeim boðum. Heilsuvernd bauðst snemma árs til að opna hjúkrunarrými fyrir 160 sjúklinga sem gæti verið stoðþjónusta fyrir Land- spítalann, legurými og flæði- rými. Fleiri tilboð af svipuðum toga hafa borist stjórnvöldum síðan en engin svör hafa feng- ist. Í samtölum í Læknablaðinu féllu þung orð, en skiljanleg í ljósi þeirrar stöðu sem upp kom á Landakoti og því miður verður ekki sagt að hafi þurft að koma alveg á óvart. Anna Birna segir að eitt og eitt pláss sem boðið hafi verið hafi verið nýtt, en stærri hugmyndum hafi ekki verið svarað. Með ákalli án aðgerða sé aðeins verið að slá ryki í augu al- mennings. Í Læknablaðinu segir: „Anna Birna bendir á að ákall- ið hafi komið fyrir COVID-19- smitin á Landakoti sem dregið hafa á annan tug einstaklinga til dauða. Nú geti hjúkrunar- heimilin ekki tekið við fólki fyrr en því sé batnað. „Smitin á Landakoti vekja upp sorg. Sorg yfir hvernig þetta gerðist. Sorg að ekki sé löngu búið að laga ástandið. Við hefðum getað verið löngu búin að því,“ segir hún.“ Í Læknablaðinu er einnig birt svar heilbrigðisráðuneyt- isins við fyrirspurn vegna málsins. Þar segir ráðuneytið að það geti ekki ákveðið að ganga til samninga sem feli í sér umtalsverða fjölgun hjúkr- unarrýma þótt tímabundið sé nema fjármunir til þess séu tryggðir. Þau mál séu til skoð- unar. Fjárveitingin er á hendi Alþingis, segir ráðuneytið, og varpar þannig ábyrgðinni af höndum sér. Ráðuneytið segir einnig að árangur hafi náðst í þriðju bylgju faraldursins við að losa sjúkra- rými í samstarfi við heilbrigðis- stofnanir, öldr- unarstofnanir og rekstraraðila heimahjúkrunar og félags- þjónustu á höfuðborgarsvæð- inu. Þessi árangur er þó lítill miðað við vandann og miðað við það sem í boði hefur verið. Og það verður að segjast eins og er að sú skýring að ekki hafi fengist fjárheimild hjá Alþingi til að minnka til að mynda þá hættu sem þrengsli á Landakoti höfðu í för mér sér verður að teljast ótrúverð- ug í ljósi þess hve ríkur vilji hefur verið til þess hjá Alþingi að setja fé í aðgerðir vegna faraldursins. Þá verður ekki séð að ráðuneytið hafi reynt að afla slíkra heimilda þingsins og ætla má að þingið muni í ljósi svara ráðuneytisins taka þetta til rækilegrar umræðu og fara yfir þær óskir sem þinginu bárust frá ráðuneytinu og hvort þingið hafnaði óskum um slíka neyðaraðstoð vegna kórónuveirufaraldursins. Segja má að þegar hafi vott- að fyrir umræðu um þetta á Alþingi í gær þegar Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Mið- flokksins, kvaddi sér hljóðs og gagnrýndi harðlega að stjórn- völd hefðu ekki virt fram- kvæmdastjóra Sóltúns og Heilsuverndar viðlits. „Á sama tíma og liðlega 100 sjúklingar sitja fastir á Landspítala, standi sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir með til- búin sjúkrarúm ónýtt á hliðar- línunni,“ sagði Karl Gauti. Hann setti þetta einnig í sam- hengi við almenn viðhorf til einkarekstrar í heilbrigðis- kerfinu og sagði: „Við höfum horft upp á það síðustu misseri að öllu stórgrýti sem fyrir- finnst er staflað í veg fyrir einkaframtakið. Þannig höfum við horft upp á hvernig frjáls- um félagasamtökum hefur, að því er virðist, markvisst verið úthýst í ýmsum greinum heil- brigðismála. Og þá höfum við séð þvermóðskuna hvað varðar biðlista fyrir aðgerðir sem unnt er að framkvæma hér á landi með miklu minni til- kostnaði. En stjórnvöld heil- brigðismála telja betra að greiða erlendum einkaaðilum fyrir þær þó að það sé marg- falt dýrara en að gera þessar aðgerðir á einkastofum hér á landi.“ Því miður er mikið til í þess- ari gagnrýni. Kreddur, sem eiga engan rétt á sér í venju- legu árferði, hvað þá þegar neyð ríkir, virðast hafa ráðið för í heilbrigðismálum þjóðar- innar á undanförnum árum. Því ástandi verður að linna. Þingið hlýtur að taka afstöðu heil- brigðisráðuneyt- isins til umræðu} Sorglegar kreddur Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á Alþingi er nú fjallað um frumvarp um fæðingar og foreldraorlof. Loksins er verið að hverfa aftur til þeirrar ákvörðunar sem tekin var af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur, að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. Fyrstu mánuðir í lífi barns skipta sköpum um framtíð þess og velsæld. Sú tengslamyndun, sú umönnun og síðast en ekki síst líðan þeirra for- eldra sem annast barnið getur haft varanleg áhrif á heilsu og þroska barnsins til framtíðar. Þess vegna skiptir máli að foreldrar geti svo sem best verður á kosið annast börn sín fyrstu mánuðina í sameiningu þegar því verður við komið. Sú nýbreytni er í þessu frumvarpi að tekið er á margvíslegan hátt tillit til þeirra aðstæðna þegar aðeins annað foreldrið getur nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs. Framseljanlegur réttur foreldris er þannig tryggður svo barnið fái notið tólf mánaða fæð- ingarorlofs. Slíkar aðstæður geta verið uppi að annað for- eldrið eigi hvorki rétt til töku fæðingarorlofs hér á landi né annars staðar, að það láti lífið á fyrstu 24 mánuðum barns, að öðru foreldrinu sé ógerlegt vegna sjúkleika eða fötlunar að taka fæðingarorlof, að öðru foreldri sé vegna nálgunarbanns óheimilt að annast barnið og að annað for- eldrið sæti refsivist. Með þessari nýbreytni er tryggt það sem mestu skiptir, að barnið njóti allt að tólf mánaða fæð- ingarorlofs. Heilmikið hefur verið rætt um það hvort foreldrum eigi að vera það frjálst hvernig mánuðirnir skiptast. Ég hef fullan skilning á því að for- eldrar geri allt sem hægt er til að láta skipt- inguna koma sem best út í fjárhagslegu tilliti en þá er ekki hægt að horfa framhjá stóru myndinni í þessu mikla hagsmunamáli. Stóra myndin fjallar um jafnan rétt barna til að njóta samvista við báða foreldra sína sem og jafnan rétt foreldra til töku fæðingarorlofs með börn- um sínum. Rannsóknir sýna að ríkulegt sam- band við báða foreldra hefur jákvæð áhrif á al- hliða þroska barna. Eftir að feður öðluðust sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs hafa sam- skipti feðra og ungmenna batnað jafnt og þétt á Íslandi og eru nú meðal þeirra bestu í heimi. Jafnt fæðingarorlof og virk þátttaka beggja foreldra í umönnun og uppeldi barna bætir jafnframt stöðu einstæðra foreldra sem því miður búa frekar við fátækt og viðkvæmar félagslegar að- stæður. Líklegt er að góð samvinna milli foreldra, sem ekki búa saman, og þátttaka beggja í fæðingarorlofi, dragi úr fjárhagserfiðleikum hins einstæða foreldris þar sem sameiginleg þátttaka þeirra eykur líkur beggja foreldra á stöðugri atvinnuþátttöku og tekjuöflun. Það er í þágu allra barna að jafna tækifæri foreldra til samvista við börn sín og þátttöku á vinnumarkaði. Jafn réttur til fæðingarorlofs verður þannig ótvírætt í þágu barna til lengri tíma litið. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Réttur barna til samveru við foreldra Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alls óvíst er hvort sam-komulag næst tímanlegafyrir næstu áramót umyfirfærslu svonefndra skilavega frá Vegagerðinni yfir til sveitarfélaga eins og lög gera ráð fyr- ir. Enn eru þó vonir bundnar við að samningaviðræður muni skila ár- angri um að sveitarfélögin taki við vegunum, um rekstur þeirra og við- hald og í hvaða ástandi, þótt óljóst sé hvort það náist fyrir lok ársins. Eftir er að leysa úr nokkrum álitamálum. Fyrir um ári kom fram í frétt hér í blaðinu að ljóst væri orðið að enn einu sinni frestaðist að Vega- gerðin afhenti sveitarfélögunum um- rædda vegi, sem átti að eiga sér stað fyrir lok síðasta árs. Stjórnvöld fram- lengdu þá frestinn til yfirfærslu veg- anna um eitt ár eða til loka yfir- standandi árs og skipaður var starfs- hópur ríkisins og sveitarfélaganna til að vinna að lausn málsins. Deiluna má rekja aftur um all- mörg ár. Árið 2007 var ákveðið með lagasetningu að ákveðnir stofnvegir í þéttbýli teldust ekki til þjóðvega í umsjá Vegagerðarinnar heldur yrðu sveitarfélögin veghaldarar þeirra. Um er að ræða rúmlega 70 km vega í þéttbýli. Á höfuðborgarsvæðinu m.a. Arnarnesveg vestan Hafnarfjarðar- vegar, Sæbraut vestan Kringlumýr- arbrautar, Suðurströnd á Seltjarnar- nesi og Nýbýlaveg milli Kringlu- mýrarbrautar og Reykjanesbrautar. Fyrir fimm árum var ákveðið að Vegagerðin annaðist veghald þessara vega til ársloka 2019 á meðan samið yrði við sveitarfélögin um yfir- færsluna. Samkomulag náðist ekki eins og fyrr segir. „Viðræður eru í gangi og við vonumst til þess að þetta náist fyrir áramótin en tíminn er orðinn mjög tæpur,“ segir Páll Björgvin Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, sem kveðst vera mátulega bjartsýnn en bætir við að viðræð- urnar hafi þokast áfram. Unnin hefur verið skýrsla um ástand umræddra vega en tafir hafa einnig orðið á vinnunni vegna áhrifa kórónuveiru- faraldursins. „Það eru ennþá uppi álitamál um rekstrarkostnaðinn. Það er snúið fyrir sveitarfélög að taka við verkefnum sem eru á vettvangi rík- isins og einnig eru sveitarfélögin núna að eiga við afleiðingar Covid. Þetta er því ekki góður tími.“ Spurður um kostnað við viðhald veganna segir Páll að hann geti verið mikill en það ráðist líka af því í hvaða ástandi Vegagerðin skilar vegunum. „Svo fylgir þessu heilmikill rekstur, vetrarþjónusta og eðlilegt viðhald,“ segir hann. „Við höfum vakið athygli ráðuneytisins á að við séum kannski að horfa fram á það að þurfa aðeins lengri tíma, því það er komið að ára- mótum og við vonumst til að hlustað verði á þau rök, en ég er frekar bjart- sýnn á að það leysist úr þessu mjög fljótlega þótt það verði kannski ekki nákvæmlega um áramótin.“ „Ómöguleiki í viðræðunum“ Bréfaskipti fóru fram vegna málsins milli SSH og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í sein- asta mánuði. Í bréfi SSH er bent á að fulltrúar sveitarfélaga í starfs- hópnum hafi ítrekað vakið athygli á að ekki sé búið að taka til umræðu rekstur og viðhald skilaveganna. Þessi óvissa hafi haft mikil áhrif á vinnu hópsins. Ekkert sé fjallað um þennan þátt málsins í vegalögum. „Hefur því myndast ákveðinn ómöguleiki í viðræðum um skilaveg- ina þar sem sveitarfélögin geta ekki sætt sig við samning um viðtöku skilavega nema til komi fé frá ríkinu til reksturs og viðhalds þeirra.“ Óvíst um skil skila- veganna fyrir áramót Morgunblaðið/Styrmir Kári Sæbraut Á annan tug gatna á höfuðborgarsvæðinu eru taldar til skilavega samkvæmt yfirliti yfir vegi á höfuðborgarsvæðinu í umsjá Vegagerðarinnar Í bréfi samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytisins til Sam- taka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu 11. nóvember sl. segir að það sé hvorki sam- komulagsatriði né undir ráðu- neytinu komið hvort veghald skilaveganna færist yfir til sveitarfélaganna. Um það fari eftir gildandi vegalögum. Vega- gerðinni sé óheimilt skv. vega- lögum að standa straum af kostnaði við veghald skila- veganna eftir næstu áramót. „Því er Vegagerðinni hvorki heimilt að sinna veghaldi um- ræddra vega né semja við við- komandi sveitarfélög um rekst- ur og viðhald þeirra eftir áramótin. Ákvæði 6. greinar svonefnds samgöngusáttmála breytir þessu ekki, enda felur það aðeins í sér að samhliða framkvæmd sáttmálans skuli leitast við að festa í sessi skuld- bindingar og hlutverk aðila þar sem uppi er einhver óvissa.“ Ekki heimilt eftir áramót VEGHALD VEGAGERÐAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.